Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 11 Úrræði verða að fylgja greiningu erfiðleikum með fínhreyfingar og verði þreyttur í hendinni. Hann lætur nemandann því fá auðveld- ari verkefni þegar hann gefst upp á því fyrra. Þau hæfa ekki vits- munaleguin þroska og þannig myndist vítahringur. Þekkingarskortur? Bragi Jósepsson segir að skiptar skoðanir séu um hvort erfitt sé að finna afburðagreind börn. Hans skoðun er sú að kennurum upp til hópa finnist það auðvelt. Hann tekur hins vegar fram að árangur þessara barna geti verið mjög slæmur í vissum greinum. Mörg þeirra hafi taugaveiklunareinkenni og önnur sálræn og félagsleg ein- kenni, sem geti valdið þeim erfið- leikum í skólastarfi. Spurður hvernig hægt sé að koma til móts við þessa einstak- linga innan grunnskólans gagn- rýnir hann að engin kennsla sé gagngert á þessu sviði í Kennara- háskólanum. „Ég fullyrði að kenn- arar sem útskrifast úr KHÍ búa ekki yfir neinni þekkingu um það hvernig skólinn eigi að koma til móts við afburðagreind börn.“ Hann segir það hafa verið ríkjandi viðhorf að ekki sé hollt að hæla börnum. „Það er mikilvægt að þessi börn skynji að það sé gott fyrir þau og samfélagið, að þau fái að njóta sín og komast áfram. Sum þeirra sem voru hjá okkur fyrstu árin og eru nú í háskóla- námi hafa einmitt látið í ljós þessa skoðun," segir hann. Hulda Ólafsdóttir kveðst telja jákvætt og mikilvægt að taka málefni hæfileikaríkra barna fyrir á endurmenntuharnámskeiði í KHÍ. „Ég held að engin samræm- ing eigi sér stað í úrlausn hæfi- leikaríka barna, námsgögn séu af skornum skammti og kennarar þurfi meira og minna að finna eitt- hvað upp hjá sjálfum sér. Þeir eru misjafnlega í stakk búnir til þess eins og gerist og gengur. Ég tel einnig nauðsynlegt að vekja kenn- ara og skólastjórnendur til um- hugsunar um sérstöðu þessara barna. Ég er ekki viss um að marg- ir átti sig á hvaða einkenni geta komið í ljós, s.s. mikill leiði og slen. Með því að kennarar þekktu ein- kennin og hefðu einhverjar úr- lausnir held ég að hægt væri að hjálpa þessum börnum töluvert inni í bekkjakerfinu." Umdeild aðferð Samkvæmt upplýsingum Erlu Kristjánsdóttir, kennslustjóra KHI, eru engin endurmenntunarnám- skeið haldin á þessu sviði enda seg- ir hún að ekki hafi ekki verið beðið um þau. „í öðru lagi er líka mjög umdeilt hvernig greina á afburða- nemendur, því greind er á fleiri sviðum en þeim sem mældar eru í greindarmælingu, en auðvitað væri gott að hafa námskeið í úrræðum fyrir þessa nemendur," segir hún. Hún segir að afburðagreind börn séu ekki gerð að sérstöku umfjöll- unarefni í grunnnámi kennaranema en komið sé inn á slíkt í náms- og kennslufræði og víðar. Þegar ákveða á sérúrræði fyrir hæfileikarík börn segir Gerður Óskarsdóttir að mjög mikilvægt sé að átta sig á hvað það eigi að vera. Ýmsir möguleikar komi til greina eins og að útbúa sérstök verkefni innan bekkjarins, sem reyni á t.d. hugmynda- auðgi, útsjónarsemi, at- hyglisgáfu, rökhugsun, skipulagsgáfu, gagn- rýna hugsun, o.fl. Hún tekur einnig fram að útbúa megi einstakl- ingsnámskrá fyrir þessi börn á sama hátt og gert er fyrir þá sem þurfa að fara hægar yfir námsefn- ið. Einstaklingsbundin námsáætlun í Tjarnarskóla hefur sú leið ver- ið farin með ágætum árangri að búa til áætlanagerð fyrir hvern og einn nemanda, að sögn Margrétar Theódórsdóttur skólastjóra. Þar eru nemendur í hveijum bekk með INGVELDUR Róbertsdóttir er sex barna móðir sem hefur vakið athygli yfirvalda á því að af- burðagreind börn þurfi einhver úrræði innan veggja skólanna. I því skyni sendi hún fyrir ári bréf til menntamálaráðherra, um- boðsmanns barna og fræðslu- skrifstofu. I bréfi Ingveldar kom m.a. fram, að afburðagreindir nem- endur geti „að vísu fengið greind sína metna með greindarprófum, en þeim er ekkert fylgt eftir, þótt búið sé að greina þau. Þar er ekki athugað hvaða sérþarfir eða sérgáfur þau hafa. Foreldr- um er ekki leiðbeint á nokkurn hátt.“ Ennfremur að sum þessara barna séu svo heppin að hafa kennara sem hafi skilning á því hvers þau þarfnist eða eigi for- eldra sem geti kennt þeim sjálfir eða hafi nóg auraráð til að sjá þeim fyrir frekara námi. Ráðherra sýndi málinu skiln- ing án þess að til framkvæmda hefði komið, umboðsmaður „ÉG GERI mér engar væntingar um að afburðagreind sonar míns nýtist honum eða þjóðfélaginu sérstaklega í framtíðinni. Hann ætti að hafa allar forsendur, hann á auðvelt með að læra en skólakerfið vekur lítinn áhuga hans á náminu," segir faðir drengs sem við skulum kalla Sig- urbjörn. „Markmið okkar hjón- anna er að koma honum heilum i gegnum hættuleg unglingsárin með því að veita honum hlýju og umhyggju svo honum líði vel í stað þess að beija hann til bókar.“ Faðirinn er ekki tilbúinn að koma fram undir nafni þar sem hann er orðinn hvekktur á kerf- inu eftir að hafa átt við kennara og sljórnendur tveggja skóla. „Við erum orðin mjög óörugg eftir að hafa fengið misvísandi viðbrögð frá skólamönnum og starfsmönnum fræðsluyfirvalda í Reykjavík eins og til dæmis „að sonurinn sem þú heldur að sé afburðagreindur ...“,“ segir hann. „Afburðagreind er skil- greining samkvæmt greindar- mjög misjafna námsgetu líkt og í öðrum skólum. Hægt er að nota sömu áætlun fyrir nokkra nemend- ur sem eru á svipuðu stigi. Meðan einhveijir eru í byijunarbók í dönsku eru aðrir að lesa smásögur með mun erfiðari orðaforða og nemendur taka próf úr því náms- efni sem þeir eru að fást við. „Við höfum einnig tekið nokkra nem- endur saman út úr bekk í hlustun en það er iíka hægt að gera inni í kennslustund ef þeir eru með heyrnartól.“ Margrét segir að nemendur sem eigi auðvelt með nám fái flóknari námsefni eða ritgerðasmíð. „í ís- lensku er breiddin til dæmis mjög mikil. Duglegir nemend- ur eru látnir lesa kafla sem manni dytti ekki í hug að láta aðra fá og sama á við um aðrar námsgreinar." Minni agavandamál Margrét telur að þar sem nem- endur hafi alltaf nóg fyrir stafni og eru að fást við námsefni sem hæfir getu hvers og eins séu aga- vandamál inni í bekk síður fyrir hendi. „Það hlýtur að hafa áhrif í 26-27 manna bekk ef nemandi hefur námsefni fyrir framan sig sem hann getur engan veginn leyst eða eru alltof auðveid viðfangs. Það veldur því að hann er að hugsa um eitthvað allt annað." barna hefur ekki svarað erind- inu, en yfirvöld fræðslumála virðast nú vera að taka við sér. Þegar sonur Ingveldar sem nú er 9 ára var að hefja skólagöngu rákust foreldarnir á grein í Morgunblaðinu um Námsefnis- ráðgjöfina sem Bragi Jósepsson var forstöðumaður fyrir. Þau höfðu samband við hann og fengu greindarpróf fyrir dreng- inn sem sýndi að hann var langt á undan sínum jafnöldum. „Hann var fluglæs, hafði oft farið með eldri systur sinni í skólann og fengið að gera verkefni þar. Við vissum að hann átti ekkert erindi í 6 ára bekk og höfðum samband við skólasálfræðinginn," segir Ingveldur og bætir við að aðstoð- in hafi verið lítil. Þeim var bent á að drengurinn væri lítill eftir aldri og gerð grein fyrir hvaða afleiðingar það gæti haft ef hon- um væri flýtt um bekk. „Honum hefur ekkert verið fylgt eftir síð- an og hann fær engin aukaverk- efni nema hér heima.“ prófi og segir ákveðna hluti en ekkert um annað. Því má sjálf- sagft deila um hversu mikið mark má taka á þessum prófum. Það fer þó ekki hjá því að þessi af- staða og að fá tvöföld skilaboð frá kerfinu vekur óvissu,“ segir faðirinn. Hann kveðst raunar halda að hvorki foreldrar né skólasljórn- endur viti fullkomlega hvernig bregðast eigi við svo að afburða- greint barn fái notið sín. „Það læðist einnig að mér sá grunur að skólafólki finnist ekki nauð- synlegt að bregðast við þessum hlutum. Mín tilfinning er sú að úrvinnsla mála sé háð áhuga hvers kennara.“ Saga Sigurbjarnar Sigurbjörn var orðinn nokk- urn veginn læs þegar hann hóf skólagöngu og virtist nokkuð sáttur á fyrsta og öðru ári, en þá urðu breytingar. „Þegar hann kom heim úr skólanum grét hann, var mjög vansæll og kvart- aði undan leiðindum í skólanum. Spurð hvort þessi aðferð færi kennurum ekki mun meiri vinnu segir Margrét að áætlunargerðin sjálf krefjist heilmikillar vinnu en framkvæmdin sé auðveldari. Þegar hún er spurð hvers vegna hún telji að þessi aðferð sé al- mennt ekki í opinberum skólum tekur hún fram að mjög víða tak- ist fólki mjög vel upp. „Allir eru auðvitað að leita að bestu leið- inni. Of algengt er að maður heyri neikvæðar raddir sem vilja gjarn- an finna blóraböggul þegar illa gengur. Þá er auðvelt að festast í neikvæðninni og einblína á að kennslustofur vanti eða færri nemendur verði að vera í bekk. Þeir sem hafa komið hingað og séð við hvaða aðstæður nemendur búa sjá_ að þetta er lágmarksað- staða. Ég tel vega þungt að mikil samstaða er meðal kennara og vilji til að standa sig vel. Einnig höfum við þann hvata að stöndum við okkur ekki þá fáum við enga nemendur." Fleiri úrræði Eitt af þeim úrræðum sem Gerð- ur G. Óskarsdóttir bendir á varð- andi afburðanemendur er að færa þá upp urn bekk. „Sú aðferð hefur verið notuð áratugum saman, en þá þarf einnig að taka tillit til líkamlegs þroska," segir hún. Jón- as G. H'álldórsson sálfræðingur segir að reynslan af því hafi sjaldn- Hún segir að foreldrarnir hafi tekið ákvörðun um að selja hann í 7 ára bekk, en telur að kennar- inn hafi ekki haft skilning á að- stæðum þrátt fyrir niðurstöður greindarprófsins. Nýr kennari kom til sögunnar næsta vetur, sem leyfði drengnum að fara á bókasafnið og sinnti þörfum hans að mörgu Ieyti. „Þessi kennari hafði skilning á að hann væri félagslega á eftir jafnöldrum sín- um þrátt fyrir að þekking hans væri mikil.“ Skortur á vinnuaga Ingveldur segir að sonur henn- ar sé fljótur að Ieysa verkefni, en á tveimur árum af þremur hafi hann komist upp með slæleg vinnubrögð. „Mér finnst mikill galli á skólakerfinu að börnin skuli ekki læra að vinna. Ein- kunnir hans eru ekki góðar og hann truflar inni í bekk með hegðun sinni. Þegar börnin hafa ekki verkefni við hæfi leiðist þeim og þau valda truflunum,“ Enginn var vondur við hann, hann lenti ekki í einelti og var ekki óánægður með kennarann. Hann skældi yfir auðveldum heimadæmum og við áttuðum okkur ekki á hvort námið reynd- ist honum of erfitt. Okkur fannst hann eiga auðvelt með að læra og hann var fróður um allt mögu- legt. Eldri systkini hans eru bæði með lesblindu en hann var orðinn læs, svo við áttuðum okkur ekki á hver vandinn var.“ Faðirinn segir að kennarinn hafi einnig orðið var við óánægju en hafði enga skýringu, því nem- andin átti ekki í félagslegum erfiðleikum. Hann var þvi sendur til skólasálfræðings að beiðni foreldra. „Sálfræðingurinn ljóm- aði þegar hann tilkynnti okkur að við værum með gulimola í höndunum, drengurinn væri með 150+ í greindarvísitölu. Hann væri fróður en haldinn skólaleiða því námsefnið hentaði honum ekki. Við ræddum við skólastjórann og aðstoðarskólastjórann og þá ast gefist vel. Hann telur giftusam- iegra að sýna nemendum skilning með því að veita þeim verkefni sem reyni á hæfni á þeim sviðum sem þeir eru sterkir og hjálpa þeim með veikleika sína. „Síðan er gott að bæta þeim annað upp eins og ýmsar tómstundir eða listnám, þannig að þeir gleymi sér ekki ein- göngu í því vitsmunalega.“ Gerður bendir einnig á að nem- endur hafi tekið eina eða fleiri greinar í framhaldsskóla jafnhliða 10. bekk og hefur það verið gert í ýmsum skólum um landið. Sömu- leiðis hefur nemendum í nokkrum skólum verið leyft að notast við námsefni framhaldsskóla í ungl- ingadeildum. Nýtist það þeim sem hefja nám í áfangaskóla með því þeir taka stöðupróf í upphafi skóla- göngu og fá þannig áfanga metna. Mikil vinna eftir Eins og fram hefur komið í þess- ari umfjöllun er málið enn á frum- stigi og segir Gerður að tillaga fulltrúa í fræðsluráði gangi út á að eitthvað verði gert. Allt eins geti endað með þvi að það verði fyrst og fremst hvatning til kenn- ara eða hugtnyndabanki þeim til handa. í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar, sem afgreidd var skömmu fyrir jól, voru engir sérstakir fjár- munir eyrnamérktir í þessu skyni. „Þetta er hlut.i af skólastarf og segir hún. Hún tekur fram að í skólanum geti nemendur fengið sérstaka tónlistarkennslu gegn gjaldi. „Þar hefur hann lært að beita sjálfan sig aga.“ Ingveldur segir að foreldrar afburðagreindra barna séu oft litnir hornauga, bæði af skólayf- irvöldum og almenningi. Margir telji að það sé metnaður og framapot foreldranna sem búi að baki því að fara fram á að barnið fái verkefni við hæfi. „Það er svo langt í frá. Mér finnst nauðsynlegt að viti skóli af svona barni þá eigi að greina hvert sé sérsvið þess og koma með úrræði um hvað hægt er að gera. Að- stoðin við börnin fer að mínu mati nánast algjörlega eftir því hvernig kennarinn tekur á mál- um.“ Hún segir að drengurinn hafi verið eitt ár í Námsefnisráðgjöf- inni áður en hún hætti starfsemi en var ekki ánægð með það fyrir- komulag og telur að leysa eigi málin innan veggja skólanna. komu fyrstu skrýtnu viðbrögðin, sem ég veit ekki hvernig á að lýsa. Þeir lýstu yfir undrun á því hvernig skólasálfræðingurinn lét og gáfu í skyn að ekki mætti taka alltof mikið mark á þessu. Þó va • reynt að hjálpa honum til að byrja með, kennarinn veitti honum meiri athygli og hann fékk aukatíma í tölvum og slíku, þannig að hann hresstist allur.“ Faðirinn segir að Sigurbjörn sé hins vegar ekki vinnusamur, sem komi einnig fram í tónlist- arnámi sem hann stundar af mik- illi ánægju, en þar kemst hann einnig upp með ákveðið aga- leysi. Hann er ekki fyrirmyndar- nemandi, að sögn föðurins, og fær ekki toppeinkunnir þótt hann sé vel yfir meðallagi. „Hann er fljótur að grípa og grúskar mikið í bókum utan skóla þó að hann lesi ekki heilu bækurnar. Hann hefur gaman af tækni og les sér mikið til í því fagi. I bekknum er hann kvikur, óróleg- ur og málgefinn eða eins og kennari myndi segja: „Oþekkur." gæti því fallið beint undir skóla- námskrá hvers skóla,“ segir Gerð- ur. Hulda Ólafsdóttir bendir á að ýmsar ráðstafanir sem samþykktar voru í fjárhagsáætluninni gefi auk- ið svigrúm til innra starfs í skólun- um. Sem dæmi nefnir hún viðbót- arstundir fyrir 1.-3. bekk ef nem- endafjöldi fer yfir 16, fjölgun stuðningsfulltrúa á þann hátt að hver grunnskóli með yngstu börnin fái að minnsta kosti 'h stöðugildi stuðningsfulltrúa. Að síðustu nefn- ir hún að ráðnir verði námsráðgjaf- ar í 50% starf við þá skóla borgar- innar með unglingastig, sem ekki hafa slíka. Hún vekur einnig athygli á þró- unarsjóði grunnskóla og telur hugsanlegt að hluti hans verði eyrnamerktur til þróunarstarfs. „Mínar björtustu vonir eru þær að ákveðnar skólar vildu taka að sér þróunarstarfið. Kannski þann- ig að einn myndi sinna börnum með háa greindarvísitölu, annar hugsanlega verklegum hæfileik- um og sá þriðji einhverju öðru. Mér finnst einnig miklvægt að miðla reynslu milli skóla og jafn- vel milli landshluta, því í ljós hef- ur komið að margir kennarar og skólar hafa lagt sig fram við að reyna að finna lausnir. Ég veit ekki til þess að til sé yfirlit yfir öll þau úrræði og væri mikilvægt að slíkt yfirlit fengist." Áhersla á að úrræðin verði innan veggja skólans Tvöföld skilaboð frá kerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.