Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Vafasamur at- hafnamaður í innsta hring bönd fékk eftirstöðvarnar. Berezovskí áskotnuðust 16% hluta- bréfa fyrir aðeins 21 milljón króna. Lístjev hafði ekki í hyggju að vera til skrauts og ákvað að stöðva samskipti stöðvarinnar við vafa- sama aðilja. Þar var Sergei Lísovskí, 36 ára gamall auglýsinga- maður, sem hafði auðgast á því að reka diskótek í Moskvu, fremstur í flokki. í þeim rekstri komust á náin tengsl milli Lísvoskís og ýmissa glæpaforingja. Lísovskí ákvað næst að láta að sér kveða í auglýsingum og nú er svo komið að til þess að kaupa auglýsingatíma á fimm helstu sjón- varpsstöðvunum í Rússlandi þarf að fara í gegnum Lísovskí eða fyrir- tæki honum tengd. Líkt og í bif- reiðaviðskiptum makar miðjumað- urinn krókinn í þessu tilviki. Á síðasta ári var búist við að auglýsendur mundu borga rúmlega fimm milljarða króna fyrir að kynna vöru sína í ORT. Megnið af fénu fer aldrei lengra en til fyrirtækja Lísovskís og félaga. Ríkisstyrkir halda ORT gangandi. Lísovskí hefur tengst ýmsum vafasömum mönnum, þar á meðal hægri hönd „M?khas“, sem nú stjórnar Solntsevo. Lístjev ákvað að bjóða Lísovskí byrginn. 20. febr- úar 1995 tilkynnti hann að einokun Lísovskís á auglýsingar í ORT væri lokið og ekkert yrði auglýst í stöð- inni þar til komnar væru nýjar siða- reglur. Tveimur vikum síðar féll hann fyrir morðingjahendi fyrir ut- an íbúðarhúsið, þar sem hann bjó. Bendlaður við launmorð Samkvæmt gögnum rannsóknar- lögreglunnar í Moskvu vissi Lístjev SJÓNVARPSMAÐURINN Vladíslav Lístjev, sem var heimili sitt á síðasta ári, syrgður. Berezovskí hefur verið myrtur fyrir utan bendlaður við morðið. að hann var dauðadæmdur maður. Hann vissi að lögreglan gat ekkert gert til að stöðva andstæðinga sína. Því safnaði hann um sig vinum sín- um og sagði þeim að þegar hann hefði tilkynnt að auglýsingaeinok- unin yrði stöðvuð hefði Lísovskí krafíst 6,6 milljarða króna í skaða- bætur. Lístjev hefði fundið evrópskt fyrirtæki, sem var reiðubúið til að kaupa auglýsingadeild ORT. Lístjev kvaðst hafa beðið Berezovskí um að vera milligöngurmaður og af- henda Lísovskí peningana. Berezovskí hefði tekið við fénu, en sagt Lísovskí að hann fengi það ekki í hendur fyrr en þremur mán- uðum síðar. Lístjev var milli tveggja elda. Nú ræður Berezovskí í raun yfir 36% hlutabréfa í ORT og má því segja að hann sé stjórnandi sjón- varpsstöðvarinnar. Lísovskí er á ný orðinn einráður í auglýsingamálum stöðvarinnar. í júní var Lísovskí handtekinn þar sem hann kom út úr stjórnarbyggingu með 3,3 millj- ónir króna í pappakassa. Enn er verið að rannsaka það mál. Morðið á Lístjev vakti mikla reiði almennings. Þúsundir manna fylgdu honum til grafar. En rann- sókn málsins var næsta lítilfjörleg. Leit var gerð í skrifstofum Berezovskís og Lísovskís eftir morðið. Fimm mánuðum síðar til- FRISTUNDANAM I MÐBÆJARSKOLA OG MJODD ÍSLENSKA íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð. íslenska fyrir útlendinga 1.-4. stig (í 1. stigi er raðað eftir þjóðerni nemenda). ERLEND TUNGUMÁL (byrjenda- og framhaldsnámskeið) Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Hollenska. Franska. ítalska. Spænska. Portúgalska. Gríska. Búlgarska. Rússneska. Pólska. Japanska. Arabíska. Kínverska. Talflokkar í ýmsum tungumálum. Áhersla lögð á tjáningu daglegs máls, lesnar skáldsögur, smásögur, blaðagreinar o.s.frv. VERKLEGAR GREINAR OG MYNDLISTARNÁMSKEIÐ Fatasaumur. Bútasaumur. Skrautskrift. Postulínsmálun. Bókband. Glerlist. Teikning. Olíumálun. Vatnslitamálun. Tréskreytilist. Prjónanámskeið. Leðurvinna. Öskjugerð. AÐSTOÐ VIÐ SKÓLAFÓLK OG NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Stærðfræðiaðstoð á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæta með eigið námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar. DANSKA. NORSKA. SÆNSKA. ÞÝSKA fyrir 6-10 ára gömul börn til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum. Leiklist fvrir börn 9-12 ára. ÖNNUR NÁMSKEIÐ Galdrar í heiðnum sið á Norðuriöndum. Galdrafárið í heiðnum sið á Norðurlöndum. Galdrafárið í Evrópu. Galdrar í dag. Sex vikna námskeið. Dagur Þorleifsson. Trúarbraaðasaaa. Yfirlitsnámskeið. Dagur Þorleifsson. Ásatrú - norræn aoðafræði. Dagur Porleifsson. Listasaaa. Fiallað verður um helstu tímabil listasögunnar. Þorsteinn Eggertsson. Ritlist. Að skrifa fyrir börn. Elísabet Brekkan og Árni Árnason. Lestu betur. Námskeið til að auka lesskilning og lestrarhraða. Árni Árnason. Samskipti oa siálfsefli fvrir konur. Jórunn Sorensen. Heimilisbókhald. Tveggja vikna námskeið. Raggý Guðjónsdóttir. Skokknámskeið. Byrjenda- og framhaldshópar. Jakob Bragi Hannesson. Tarotspil. Tákn og túlkun spilanna (kennsla fer fram á ensku). Carl Marsak. INNRITUN fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, dagana 16. og 17. janúar kl. 17.00 -19.30. Upplýsingar í símum 551 2992 og 551 4106. Kennt verður í Miðbæjarskóla og í nýju húsnæði okkar í Mjódd á efri hæð skiptistöðvar SVR. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR. kynnti skrifstofa saksóknara að rannsókn málsins væri lokið og nefndi nöfn þeirra, sem höfðu fyrir- skipað morðið og framið það. Næsta dag var sú yfirlýsing dregin til baka og sagt að rannsókn stæði enn yf- ir. Tveimur mánuðum síðar var yfir- saksóknarinn rekinn og varpað í fangelsi eftir að hafa verið vændur um spillingu. Berezovskí neitar að hafa komið nálægt morðinu á Lístjev. Vafasöm góðgerðarstarfsemi Hann fór ekki huldu höfði eftir þetta mál. Vorið 1996 kom í ljós að Berezovskí hefði átt aðild að Iþróttasjóði Rússlands, góðgerðar- stofnun, sem tennisþjálfari Jeltsíns skipulagði til styrktar íþróttum í Rússiandi. Á undanförnum árum hefur stofnunin fengið tugi millj- arða króna í tekjur af tollfijálsum innflutningi áfengis. Þegar að minnsta kosti 6,6 milljarðar hurfu snemma á síðasta ári kom í ljós að sjóðurinn var skálkaskjól spillingar og glæpamennsku. Forréttindi hans voru dregin til baka og tennisþjálf- arinn rekinn. Forseti sjóðsins var Borís Feod- orov, sem var náinn bandamaður Berezovskís. Feodorov veitti blaða- viðtal, þar sem hann kvaðst sæta ofsóknum af hálfu glæpasamtaka, sem tengdust stjórn Jeltsíns. í júní, áður en viðtalið birtist, var Feodorov skotinn og margsinnis stunginn hnífí í Moskvu. Hann lifði tilræðið af og flúði til Vestur-Evrópu. Nokkur gagnrýni hefur verið á skipan Berezovskís í öryggisráðið. Talað hefur verið um reynsluleysi hans í stjórnmálum, en einnig hefur verið til þess tekið að hann er gyð- ingur og því haldið fram að hann hafi ísraelskan ríkisborgararétt. Slíkur maður geti ekki ráðið forseta Rússlands heilt. Berezovskí vísar þessu á bug og kveðst ekki vera ísraelskur ríkisborgari. Alexander Korzakov, sem var trúnaðarvinur Jeltsíns og yfirmaður öryggisvörslu forsetans þar til hann var rekinn i fyrra, sagði að Berezovskí hefði beðið sig að myrða keppinaut hans í viðskiptum. Berezovskí neitar þessu. Undir verndarvæng Tsjúbajs Berezovskí komst til valda í skjóli Anatolís Tsjúbajs, skrifstofustjóra Jelstíns. Tsjúbajs treysti mjög ítök sín og völd á meðan Jeltsín var íjar- verandi vegna hjartveiki sinnar. Nú gera ýmsir fréttaskýrendur því skóna að Jeltsín gæti látið Berezovskí fjúka til að lækka rost- ann í Tsjúbajs. Fari svo verður Berezovskí ekki á götunni. Á meðan heldur hann áfram samningum við Tsjetsjena. Hermt er að hann noti peninga sem beitu til að fá Tsjetsjena til að fall- ast á að halda friðinn og að Tsjetsjníja verði áfram hluti af Rússlandi. Sagt er að Berezovskí hafi heitið Tsjetsjenum miklum utanaðkom- andi ijárfestingum og lagt höfuðláherslu á olíumál. Hann kveðst ekki munu hagnast á þessum viðskiptum sjálfur, hann hafi hætt öllum viðskiptum um sinn. Berezovskí er hins vegar ekki í vandræðum með að koma ár sinni fyrir borð ef því ber að skipta. • Byggt á Forbes og Reuter. Eg vil þakka vinum mínum, sem glöddu mig með návist sinni á níutíu ára afmœli mínu þann 26. desember sl. Ég þakka símtöl, heillaóskaskeyti, blóm og aðrar góÖar gjafir. Sérstakar þakkir til vinkvenna minna í Kven- félagi Keflavíkur fyrir fallega gjöf og alla hlýju og vináttu mér sýnda. GóÖar minningar, tengdar þessum degi, munu áyallt fylgja mér. Ég óska ykkur öllum gleÖi og fasœldar á komandi ári. Lifið heil! Vilborg Ámundadóttir. Eitt ár í framhaldsskóla eða háskóla í Danmörku Ert þú á aldrinum 14-18 ára? Hefur þú hug á aö stunda nám í eitt ár í skóla þar sem mikið er um aö vera og þar sem þú eignast nýja félaga? Komdu þá i eitt ár í Asserbohus Efterskole og Hojskole. Skólinn er heimavistarskóli og er bæði með framhalds- og háskóladeild. í framhaldsskólanum er kennt frá 8. til 11. bekkjar. Nútíma kennsluaðferðir, aðgangur að alneti. Fjölbreytt tómstundastarfsemi: íþróttir, tónlist, náttúrufræði, tölvufræði. Námsferðir til annarra landa: Þýskalands, Spánar, Tyrklands. Nemendur eru bæði frá Danmörku og öðrum Evrópulöndum. Háskóladeildin er hönnunardeild þar sem kennd eru bæði almenn fög og hönnun. Skólinn er við Liseleje, 60 km frá Kaupmannahöfn. Skólinn hefur leyfi til að byrja 4. ágúst 1997. Enn laus pláss! Skrifið eða hringið! Asserbohus Efterskole og Hojskole, Skánstromsvej 1, DK-3300 Frederiksværk. Sími: 00 45 47742133. Fax: 00 45 47742521.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.