Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÞEIR hlutu Frétta-pýramídana fyrir árið 1996. Frá vinstri: Sig- urgeir Scheving, Sighvatur Bjarnason, Sigurður Finarsson og Jón Bragi Arnarsson. Frétta-pýramídar afhentir í Eyjum Stiftamtmannsfrúin, sem vökn- aði við sjóbaðið á Bessastöðum var systir Bardenfleths, sem var full- trúi konungs við endurreisn Al- þingis árið 1845. Faðir þeirra Bardenflethssystkina var flotafor- ingi, háttsettur og handgenginn við hirð Danakonunga. „Náðug frúin“ leit mjög stórt á sig.“ Eru um það margar sögur. Ludvig Moltke stiftamtmaður og kona hans eignuðust dóttur meðan þau dvöldust hér. Dóttir stiftamtmannshjónanna var vatni ausin að viðstöddu hefðarfólki ís- lenskrar embættistignar. Guð- feðgin telpunnar voru Magnús Stephensen konferensráð, Isleifur Einarsson etasráð, Sigurður Thor- grímssen landfógeti, Ólafur Fins- en sýslumaður og eiginkonur þeirra síðat nefndu, Mad. Thor- grimsen og Mad. Finsen. Athöfnin fór fram í september 1820. Stúlkan hlaut þrjú nöfn. Hún var skírð Augusta, Vilhelm- ine, Thorveiga. Þess má geta að Grímur Thoms- en var fæddur sama ár. „Ágústa Vilhelmína Þórveig var leikfélagi Ludvigs Knudsens, afa Óslvalds Knudsens. Til er bréf um saltfiskkaup Moltkes eftir að hann fluttist af landi brott. Þar fara kærar kveðjur milli „liile Ludvig" og Ágústu Vilhelminu Þórveigar. Þegar L.E.C. Moltke er skipað- ur stiftamtmaður hér á árið 1819 hafði Grímur Jónsson, móður- bróðir Gríms Thomsens gert sér vonir um embættið. Það var hveij- um manni augljóst að vonlaust var að keppa við umsækjanda svo göfugrar ættar, auk þess sem hann naut stuðnings vegna mág- semdar við ætt handgengna hirð- inni. Moltke stiftamtmaður hófst þegar handa við komuna til ís- lands. Honum þótti ekki sæmandi að kúldrast í húsakynnum fyrir- MOLTKE stiftamtmaður lét í tið sinni á Bessastöðum skreyta kirkjuna með skjald- armerki ættar sinnar. Var þvi valinn staður yfir kirkjudyr- unum. Benedikt Gröndal kall- aði það að taka sér „bessa“-leyfi. rennara sinna í embætti. (Þar sem verslun Haraldar Árnasonar var síðar). Fékkst samþykki konungs og stjórnvalda til þess að innrétta tugthúsið á Amarhóli og breyta því í Konungsgarð. Eru um það margar frásagnir samtíðarmanna hve ötullega stiftamtmaðurinn ungi, með sinni „náðugu frú“ gekk fram í innréttingum og fram- kvæmdum. í fórum Landsbókasafns og Þjóðarbókhlöðu eru málverk, sem greifinn málaði sjálfur og sýna embættisbústaðinn, lækinn og næsta umhverfi. Meðal starfsmanna Moltkes greifa meðan hann dvaldist hér var Björn Auðunsson Blöndal, síð- ar sýslumaður. Hann var skrifari í Konungsgarði um hríð. Um emb- ættistíð Moltkes mætti rita langt mál, en hann hvarf héðan til emb- ættisstarfa í Danmörku. Stefán Gunnlaugsson landfógeti var þá starfsmaður hans um skeið. Jón Sigurðsson forseti lauk miklu lofsorði á Moltke fyrir góð- viljaða fyrirgreiðslu. Greifinn var þá orðinn sendiherra í Stokk- hólmi. Þangað fór Jón ásamt Ól- afi Pálssyni, síðar dómkirkju- presti, að kanna handrit í eigu Svía. Moltke hlutaðist til um að Jón fengi starfsaðstöðu í konungs- höllinni, og fengi þar gott næði til starfa. Auk þess hélt hann þeim félögum dýrlega veislu þar sem fram voru bornir 12 réttir. Meðan Jón dvaldist í Svíþjóð gafst honum kostur á að hlýða á söngkonuna frægu, Jenny Lind. Frú Moltke var góður vinur franska fjölfræðingsins Xavier Marmier, sem hingað kom árið 1836. Danska skáldið H.C. And- ersen átti þar einnig alúð og vin- áttu að fagna. Að lokinni dvöl í Stokkhólmi var Moltke skipaður sendiherra í Par- ís. Um embættisstörf hans þar, dvöl Gríms Thomsens í þjónustu Moltkes, velgengni og vonbrigði, leynimakk og milliríkjadeilur er mikil saga og áhugaverð. Höfundur er fyrrverandi útvarpsþulur Vestmannaeyjum - Vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum afhenti Frétta-pýramídana svokölluðu í hófi sem blaðið hélt fyrir skömmu. Blaðið hefur undanfarin ár afhent aðilum sem skarað hafa fram úr á ýmsum sviðum, að mati ritstjórnar þess, þessa viðurkenningu. Pýramídarnir, sem nú voru afhentir í sjötta sinn, voru hannaðir og smíðaðir af lista- manninum Grími Marinó Steindórs- syni, en hann hefur smíðað alla Frétta-pýramídana. Fjórir aðilar hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Sigurgeir Scheving fékk pýramídann fyrir framlag sitt til menningar og lista, en Sigurgeir hefur verið ein aðal driffjöður Leik- félags Vestmannaeyja gegnum tíð- ina. Jón Bragi Arnarsson knattspymu- og handknattleiksmaður hlaut pýr- amídann fyrir framlag sitt til íþrótta- hreyfingarinnar í Vestmannaeyjum, en Jón Bragi, sem tilkynnti á liðnu hausti að hann hefði lagt skóna á hilluna, á að baki glæsilegan íþrótta- feril í 20 ár. Sighvatur Bjarnason fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, og Sigurður Einarsson framkvæmda- stjóri Isfélagsins, hlutu pýramída fyr- ir framlag sitt til atvinnumála. Þeir hafa á undanfómum fímm árum styrkt stoðir fyrirtækja sinna, unnið að því að snúa vörn í sókn og komið þeim á bekk meðal öflugustu sjávar- útvegsfyrirtækja landsins. Arnar Sigurmundsson stjómar- formaður Frétta stjórnaði athöfninni, Ómar Garðarsson ritstjóri lýsti for- sendum fyrir veitingu viðurkenning- anna og Gísli Valtýsson fram- kvæmdastjóri afhenti pýramídana. í hófinu léku tveir ungir trompetleikar- ar úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja ásamt gítarleikara nokkur lög og Kristján Egilsson safnvörður Nátt- úrugripasafnsins flutti æskuminning- ar sínar. Að lokinni afhendingu viðurkenn- inganna þakkaði Sigurgeir Scheving þann heiður sem honum hefði verið sýndur en einnig tóku til máls Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri og Lúðvík Bergvinsson alþingismaður. Heimsborgin þar sem bíða þín veitingastaðir, notaiegirpöbbar, leiWiús, skemmtistaðir, söfti og ysmildar verslunargötur. Vcró frá 27.000kr. á mann i tvlbýli í 3 daga Gleðiborgin þar sem þú upplifir skoska rómantik, ösvikna kráarstemningu og eftirminnilega skemmíun. Vcró írá 21.000kr. á imum í tvibýli í 2 daga á Fortc Post House. á Rlakemorc Hotd NYJUNG: Greiða má alla upphæðina með raðgreiðslu. Raðgreiðslur EURO og VISA til 24 mán. Ilvcr greiðsla þó að lágmarki 2.500 kr. Haföu samband við söluskrifstofur okkar, ferðaskrifstofumar eða símsöludeild Flugleiða í síma 50 50100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16). 'Innifalið: flug, gisting mcð moijuvcrði og flugvallarskatlar. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.