Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BJARNI Ármannsson Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson FYRIRTÆKIMEÐ100 MILLJARÐA VIÐSKIPTI msam/iammúF Á SUNIMUDEGI ►Bjarni Ármannsson er Skagamaður, fæddur 23. mars 1968. Þrátt fyrir ungan aldur, hefur hann verið ráðinn forstjóri verðbréfafyrirtækis sem veltir yfir 100 milljörðum króna á ári. Hér er átt við Kaupþing sem hefur verið í miklum vexti í batnandi viðskiptaum- hverfi síðustu ára. Bjarni má heita boðberi nýrra starfshátta og viðhorfa í umræddum geira atvinnulífs- ins. Hann er kvæntur Helgu Sverrisdóttur, hjúkrunar- fræðingi, og eiga þau einn tveggja ára son. ÞARNA streymir mikið fé. Eftir Guðmund Guðjónsson INN 15. október á þessu ári verður Kaupþing 15 ára. Bjarni segir að það hafi verið átta framsýnir framkvæmdamenn sem stóðu að því að stofna Kaupþing. Árið 1985 varð umtalsverð breyting. Nánar tiltekið 10. maí. Þá breyttist starf- semi fyrirtækisins verulega við stofnun fyrsta verðbréfasjóðs á ís- landi. Bjami segir að starfsum- hverfið hafí verið til muna knapp- ara heldur en nú þekkist, starfsem- in að mestu snúist um eignaum- sýslu og fjármagnið að mestu kom- ið frá eftirstöðvaskuldabréfa úr fasteignaviðskiptum sem í þá daga hafí verið, rétt eins og nú til dags, mjög „sveiflukenndur bransi". Kaupþing var þar með háð þeim sveiflum, en tilkoma útgáfu ríkis- sjóðs á verðbréfum hafí þó fært ákveðinn stöðugleika. „Kaup og sala hlutabréfa hefur hægt og bít- andi náð að skapa sér traustari sess, en veruleg breyting varð í starfsumhverfínu með tilkomu hús- bréfakerfísins árið 1989. Að baki þess kerfís var mikil framsýni sem virkaði eins og vítamínsprauta á verðbréfamarkaðinn. Þegar efna- hagssveiflan sem við erum nú í fór af stað varð einnig veruleg aukning í fjárfestingum. Um leið jukust umsvifín á verðbréfamarkaðnum enn frekar, enda nýr og fýsilegur valkostur fyrir alla þá sem láta sér annt um ávöxtun fjármuna sinna,“ segir Bjarni. Frumkvöðull og örlagavaldur Einn þeirra átta sem stofnuðu Kaupþing fyrir um 15 árum var Pétur H. Blöndal alþingismaður. Fyrirtækið var ekki gamalt er hann keypti hlut félaga sinna og seldi Sparisjóðunum 49% hlut og átti sjálfur 51% á móti. Næsta breyting á eignahlut varð er Pétur seldi Búnaðarbankanum 50% og Spari- sjóðunum 1%. Sparisjóðimir keyptu síðan Kaupþing í febrúar 1996. Pétur var ekki einungis frumkvöð- ull, heldur örlagavaldur í lífí hins nýja unga forstjóra fyrirtækisins sem hafði ætlað sér að gera allt aðra hluti í lífínu. Sem fyrr segir er Bjami Skaga- maður í húð og hár. Hann var stúd- ent frá Fjölbrautaskóla Akranes vorið 1987 og hugurinn stefndi í tölvunarfræði. „Ég ætlaði alltaf að vinna á því sviði,“ segir Bjarni og bætir við að eftir skólann hafí hann gerst sjálfstæður verktaki í tölvun- arfræði með áherslu á margmiðlun- arforritun. En árið 1988 gengust Bjami og nokkrir skólafélagar fyrir mikilli tölvusýningu, stóðu eftir hana uppi með fullar hendur fjár og ákváðu að fara í viðamikla námsferð til Austurlanda, nánar tiltekið Japans, Hong Kong og Tælands. Pétur Blöndal slóst með í för og fór vel á með þeim Pétri og Bjarna. Eftir ferðina bauð Pétur Bjama starf í Kaupþingi. Bjarni gaf af- svar, en árið eftir, í árslok 1990, hafði Pétur aftur samband. „Hann vildi fá mig í fjárvörslu fyrir ein- staklinga. Eg vissi lítið út á hvað það gekk, en sló til í þetta skipti. I ljós kom að viðskiptavinir mínir voru yfírleitt eldra fólk og var mér falið að sjá um ávöxtun sparifjár þess. Ég hlýt að vera gömul sál, eða viðskiptavinirnir svona ungir í sér, því á milli okkar rikti frá upp- hafi ágætur skilningur og gagn- kvæmt traust. Síðan tók ég fljótlega að mér markaðsmál fyrirtækisins og síðar varð ég forstöðumaður svokallaðrar eignastýringardeildar. Eftir að hafa starfað hjá Kaupþingi í nokkur ár fór ég í eins árs mastersnám til IMD, sem er þekktur alþjóðlegur viðskiptaháskóli í Sviss. Þaðan lá leiðin í lok síðasta árs hingað heim og í þetta nýja og spennandi starf.“ Hvers vegna telur þú að Pétur Blöndal hafí suðað svona í þér, hvað sá hann sem þú vissir ekki af? „Pétri þótti ég hugsa á mjög markaðslegum nótum ef ég má orða það þannig. í ferðinni sem við fórum til Áusturlanda þótti mönnum ég duglegur á prúttmörkuðunum í að sætta sjónarmið kaupenda og selj- enda! Ég hafði gaman af því að sjá þar lögmáiin um framboð og eftir- spum í hnotskum. Þegar á hólminn var komið voru menn ekki að taka of hátíðlega það verð sem einhveijir allt aðrir aðilar vom búnir að ákveða fyrirfram á eigin forsendum. Þetta stafar kannski að einhvetju leyti af því að á unglingsárunum starfaði ég aldrei í mjög launa- bundnu umhverfí. Ég var í sveit og síðan til sjós. Á sjónum var unnið upp á hlut sem var lítill eða enginn ef lítið veiddist. Síðan reyndi ég fyrir mér á dráttarvélum föður míns sem sjálfstæður atvinnurekandi, tætti kartöflugarða, valtaði knatt- spyrnuvöllinn og fann mér önnur tilfallandi verkefni. Mér fannst gaman að spreyta mig í sjálfstæð- um verkefnum og það spillti auðvit- að ekki fyrir að þegar nóg var að gera voru tekjurnar líka ágætar. Og ég vil gjarnan halda áfram á sömu braut, skapa skemmtileg og arðbær verkefni og plægja fijósam- an jarðveg eins og í kartöflugörðun- um í gamla daga.“ Þróun og breytirigar Víkjum nú aðeins að Kaupþingi, hvað er að segja um starfsemina sem þar fer fram? „Kaupþing hefur verið í örum vexti og um leið breyst verulega á undanförnum árum. Við leggjum áherslu á aukinn hraða í öllum vinnubrögðum og bætta þjónustu samhliða því að ná utan um aukið viðskiptamagn. Þetta höfum við m.a. gert með því að þjappa starfs- fólki saman á opin vinnusvæði þar sem megináherslan er lögð á öflugt upplýsingastreymi. Við höfum einn- ig lagt okkur fram við að þróast hratt í áttina að alhliða fjármála- þjónustufyrirtæki og það hugtak víkkar í raun út með hveijum degin- um sem líður. Skref á þeirri braut var t.d. þegar við festum nýlega kaup á Alþjóða líftryggingarfélag- inu hf., en starfsemi þess er ná- tengd þeim verkefnum sem nútíma- legt verðbréfafyrirtæki á að sinna.“ En hvað er að segja um næstu misseri? „Brýnasta verkefni okkar er að tryggja Kaupþingi alþjóðlega sam- keppnishæfni. Síðustu tvö árin hef- ur verið æ meira seilst í átt til er- lendra markaða og fyrirtækið stýrir nú þegar verulegum upphæðum í erlendum verðbréfasjóðum. Alþjóð- legi verðbréfamarkaðurinn kann að virðast nokkuð hijúfur og harður, en okkur hefur gengið vel að fóta okkur á því sviði til þessa. Við höf- um lagt áherslu á „mjúku hliðarn- ar“ í starfseminni, fjárfest í hug- viti, sem nóg er til af á íslandi, mannafla, upplýsingakerfum og markaðssetningu. Viðskiptavinir okkar hafa tekið nýjum tækifærum fegins hendi og nú, þegar grunnur- inn hefur verið lagður, munum við kappkosta að standa þannig að málum að traustið aukist enn frek- ar, ímyndin styrkist og veltan auk- ist \ kjölfarið. Á erlendum vettvangi eigum við enn þá mikinn óplægðan akur þeg- ar verðbréfaviðskipti eru annars vegar. Við megum ekki hafa minni- máttarkennd gagnvart risafyrir- tækjum sem þar eru til staðar, held- ur verðum við að vinna óhikað að frekari framþróun og auknum ár- angri. Fyrirtæki í nágrannalöndun- um hafa á undanförnum árum breytt áherslum sínum og vinnu- brögðum verulega og ég spái því að næstu 5-7 árin verði ekki síður mikill umbreytingatími hér á landi. Enda þótt samkeppnin verði vafa- laust hörð hér innanlands er mikið atriði að við skilgreinum okkur fyrst og fremst í alþjóðlegri samkeppni. Upplýsingabrautir nútímans eru með þeim hætti að íslendingar eiga síst færri tækifæri en aðrar þjóðir á þessu sviði atvinnulífsins. Einmitt þess vegna þykja mér hræringarnar sem átt hafa sér stað hjá íslensku fjármálafyrirtækjunum síðustu mánuðina afar spennandi. Síðustu ár voru tíðindalítil. Fyrir- tækin breyttust lítið, sömu menn voru við stjórnvölinn, viðfangsefnin svipuð og viðhorfin þar af leiðandi líka. Nú kveður hins vegar við nýj- an tón. Við sjáum nýja stjórnendur, nýja eigendur og ný markmið byggð á nýjum forsendum. Dæmi um þessar breytingar er innrás tryggingafélaganna á bfla- lánamarkaðinn. Gamla fyrirkomu- lagið, þar sem bankarnir réðu lög- um og lofum með skuldabréfin og víxlana, hefur breyst með undra- verðum hraða. Tryggingarfélögin sópuðu til sín viðskiptum með nýj- um vinnubrögðum, betri tengslum við smásöluaðilana og betri skiln- ingi á þörfum viðskiptavinanna um leið og þau nutu góðs af samlegðar- áhrifum við aðrar afurðir sínar.“ Hverjir verða ofan á í slag sem þessum? „Til lengri tíma litið hljóta það að verða þeir sem með einum eða öðrum hætti ná að gera sig ómiss- andi. Þeir munu vaxa mest og ná markaðsleiðandi stöðu. I þeim efn- um stendur Kaupþing vel að vígi. Það er bæði elsta og stærsta fyrir- tækið í innlendum verðbréfavið- skiptum. Rekstur undanfarinna ára hefur gengið mjög vel, sem kemur m.a. fram í því að í dag erum við með stærstu verðbréfa- sjóðina og sterkustu eiginfjárstöðu íslenskra verðbréfafyrirtækja. Til marks um vöxtinn má nefna að umfang verðbréfaviðskipta Kaup- þings hefur rúmlega fimmtánfald- ast á síðustu 6 árum og er nú yfir 100 milljarðar króna. Það jafngild- ir því að við veltum u.þ.b. 500 milljónum króna á hveijum virkum degi ársins. Nú er samkeppnin hins vegar að breytast á þann hátt að afurðir ) í I r: r L £ l I 6 i í í « L : C ( I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.