Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 25 Að við sitjum við sama borð og erlendir sam- keppnisaðilar okkar og höfum fyrir vikið það svig- rúm sem nauðsynlegt er til öflugrar þátttöku á al- þjóðlegum verðbréfa- markaði verðbréfafyrirtækja, banka og tryggingafélaga skarast sífellt meira. Þess vegna er það lykilatriði að tengja starfsemi þeirra miklu meira saman en verið hefur svo unnt sé að veita viðskiptavinum heildrænni og betri þjónustu en hingað til hefur verið unnt.“ Framtíðarsýnin Hvað þarf að þínu viti að tryggja og treysta til að viðhalda þessu góða starfsumhverfi? „Ef ég byija á verkefnum Kaup- þings blasir við að halda áfram fjár- festingum í þekkingu, mannafla, upplýsingakerfum og markaðsvit- und. Einungis með öflugri þróun á þeim sviðum leggjum við grunn að alþjóðlegri samkeppnishæfni sem um leið er forsenda þess að fyrir- tækið standi traustum fótum til langrar framtíðar. Eitt af brýnustu verkefnum sam- félagsins í heild er hins vegar að lögfesta langtímasparnað og það er reyndar með ólíkindum að lög um þau mál skuli nánast engin vera í landinu. Annað aðkallandi verk- efni samfélagsins er að viðhalda staðfestu í þeim lögum sem fyrir eru. Innlendir sem erlendir aðilar verða að geta treyst því að leikregl- ur dagsins í dag verði ekki gjör- breyttar á morgun og síðan enn breyttar hinn daginn. Gott dæmi um það stefnuleysi sem víða er ríkj- andi í stjórnkerfinu er skattalögin, einmitt þau lög sem hvað mest áhrif hafa á daglega hegðan fólks- ins í landinu. Það gengur einfald- lega ekki að stöðugt sé hringlað með slík lög án nokkurrar sýnilegr- ar heildarstefnu. Stjórnvöld verða að setjast niður og komast að niður- stöðu um hvernig þjóðfélag þau vilja að hér sé. Það verður að sjá til þess að stöðugleikinn nái einnig til skattamála. En enda þótt tilefni sé til að skammast yfir skattamálunum þá má líka hæla og þakka stjórnvöld: um fyrir það sem vel er gert. í þeim efnum vil ég sérstaklega nefna samninginn um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. í fram- haldi af þeim samningi tóku ný lög gildi hér á landi til samræmis við það sem gerist í evrópsku fjármála- umhverfi. Slík samræming er afar mikilvæg íslensku athafnalífi: Að við sitjum við sama borð og erlend- ir samkeppnisaðilar okkar og höfum fyrir vikið það svigrúm sem nauð- synlegt er til öflugrar þátttöku á alþjóðlegum verðbréfamarkaði. Um leið er það okkar hlutverk að standa vaktina með þeim hætti að til hags- bóta sé fyrir íslenska þjóð og að hún geti styrkt afkomu sína og kjör með ötulu starfi jafnt innan sem utan landsteinanna." A RETTRI HILLU MEP EGLU BREFABINDUM... TÍAAASPARNAÐUR ÖRYCCI FUNDIÐ FÉ NÝJAR ÁÆTLANIR ...GENGUR AÐ MIKILV HLUTUM VISUM Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi öllum helstu bókaverslunum landsins. stærðum. Þau stærstu taka 20% meira ÞU AGUM en áður, en verðið er það sama. Og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina! Þessi vinsælu bréfabindi fást í RÖÐ OC RECLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbróf: 552 8819
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.