Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 29 SltagpiitÞIftfrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR * IBREFI til ritstjóra Morgun- blaðsins, sem birt var hér í blaðinu í fyrradag, fjallar Jónas H. Haralz, fyrrum bankastjóri, um þær deilur, sem undanfarin ár hafa staðið um fiskveiðistjórn- un og veiðileyfagjald. í bréfi þessu segir Jónas H. Haralz m.a.: „Morgunblaðið telur, að sú skipt- ing arðs, sem af þessum stjórnun- araðferðum leiðir, fullnægi ekki eðlilegum réttlætiskröfum. Við þetta er tvennt að athuga. í fyrsta lagi verður nýtt fyrirkomulag, hvað svo sem það kann að vera að geta skilað svipuðum árangri og hið núverandi varðandi vernd- un fiskistofna og hagkvæmni rekstrar. Ef það tekst ekki verður aukið réttlæti í skiptingu arðs til lítilla hagsbóta. í öðru lagi er það misskilningur að telja, að núver- andi fyrirkomulag taki ekki tillit til réttlætissjónarmiða. Það er þvert á móti byggt á þeim sjón- armiðum að ekki sé rétt að skerða bótalaust skilyrði manna til þeirr- ar atvinnu, sem þeir hafa áður stundað og að rétt sé að menn njóti ávaxta þess erfiðis, sem þeir leggja þar til að bæta at- vinnurekstur sinn. Sé talið að önnur réttlætissjónarmið eigi að koma til sögunnar verður varla undan því vikizt að leita leiða er geri þau samrýmanleg þessum Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. fyrri sjónarmiðum, sem raunar eru grundvallaratriði þjóðskipu- lags á íslandi.“ Ef rétt er skilið er Jónas H. Haralz með þessum orðum að segja, að ókeypis úthlutun á veiði- heimildum til útgerðarmanna sé einhvers konar bætur fyrir skerð- ingu á rétti þeirra til fiskveiða. Það sé sjálfsagt réttlætismál, að úr því að þeir mega ekki fiska ótakmarkað eins og þeir áður höfðu rétt til verði þeim bætt sú skerðing og þær bætur hafi verið greiddar með aflaheimildum. Kjarni málsins, ef byggt er á hugsun Jónasar H. Haralz hlýtur að vera þessi: Þegar fiskveiðar við íslands- strendur voru ótakmarkaðar gat hver einasti íslendingur sótt sjó- inn, ef honum sýndist svo. Þegar fiskveiðar voru takmarkaðar var þessi réttur tekinn af landsmönn- um. Eiga þeir þá ekki skv. hug- myndum Jónasar H. Haralz að fá greiddar bætur fyrir, að þessi réttur var af þeim tekinn? Áður en kvótakerfið var tekið upp voru veiðar takmarkaðar með ýmsum hætti. Átti að greiða bætur fyrir það? Annað dæmi er þó nærtækara: ef útgerðarmenn eiga að fá bætur fyrir skertan veiðirétt, hvað þá um sjóménnina sjálfa? Með tak- mörkun á rétti til fiskveiða hefur atvinnuréttur þeirra verið skert- ur. Ef greiða á útgerðarmönnum bætur fyrir skertan atvinnurétt, hvers vegna þá ekki sjómönnum? Raunar er annar hópur fólks, sem einnig hefur orðið fyrir búsifjum vegna skerts veiðiréttar en það er fiskvinnslufólk. Á þá ekki líka að greiða fiskvinnslufólki bætur vegna þess að atvinnuréttur þess hefur verið skertur með takmörk- un á veiðirétti? Með hvaða rökum ætlar fyrr- verandi bankastjóri Landsbanka íslands að halda því fram, að það eigi einungis að bæta útgerðar- mönnum skertan veiðirétt en ekki sjómönnum og jafnvel fiskverka- fólki? Hvaða réttlæti er í því? Hvað veldur því, að stuðnings- menn núverandi fískveiðistjómun- arkerfis sjá aldrei annað en annan aðila þessa máls? Raunar má furðu gegna, að samtök sjómanna skuli yfírleitt hafa látið bjóða sér slíkt. Útgerðarmennimir leggja að vísu til skipin og veiðarfærin og fjár- festinguna sem slíka en skipin veiða ekki mannlaus. Það þarf fólk til að stjórna þeim og vinna við veiðarnar. Röksemdafærsla Jónasar H. Haralz gengur ekki upp. Þjóðin á fiskimiðin skv. lögum, sem Al- þingi íslendinga hefur sett. Þar sem um takmarkaða auðlind er að ræða á eigandi auðlindarinnar rétt á greiðslu fyrir afnotaréttinn af henni. Ef ræða á bætur til útgerðarmanna fyrir skertan veiðirétt hljóta þær bætur einnig að ganga til sjómanna og fisk- verkafólks og allra þeirra, sem á einn eða annan veg hafa orðið fyrir skerðingu á atvinnuréttind- um vegna takmörkunar á veiðum. í víðasta skilningi er það þjóðin öll og þá erum við jafnvel með aðkomu Jónasar H. Haralz að málinu komin að sömu niður- stöðu: þjóðin á rétt á greiðslum. Það er tími til kominn að eig- andi auðlindarinnar sjálfur kveði upp úr með það, hvernig hann, eigandinn, vill haga hagnýtingu hennar. FISKVEIÐAR OG RÉTTLÆTI GULLNA HLIÐIÐ var frumsýnt í Iðnó annan dag jóla 1941 og var sýningin einhver reisulegasta varða ís- lenskrar leiklistarsögu og einn af hápunktun- um í langri sögu Leikfélags Reykja- víkur, ekki vegna vinsældanna, heldur vegna þess að þá varð til hagleiks- verk sem býr yfir töfrum mikillar list- ar, ef vel er að verki staðið (ég hef séð afleita sýningu á Gullna hliðinu, hægt er að eyðileggja það eins og annað). Á hundrað ára afmæli félagsins er ekki úr vegi að leiða hugann að sam- tali sem ég átti við Arndísi Björnsdótt- ur á 40 ára leikafmæli hennar 1958, en þá sagði hún m.a.: „Ég lék í fyrsta skipti hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1922. Einn leikaranna hafði dottið úr skaftinu og var nauð- synlegt að fá annan í staðinn. Óskar Borg kom til min og bað mig um að taka við hlutverkinu. Ég var því mjög mótfallin en sagði honum að ég skyldi gera það ef þeir fengju enga aðra. Næsta dag kom hann svo aftur - og þar með voru örlög mín ráðin. Að vísu viðurkenndi hann síðar að hann hefði ekki reynt neitt til þess að út- vega annan leikara, en ég er búin að fyrirgefa honum það fyrir löngu. Jú, ætli ég hafi ekki verið taugaó- styrk til að byrja með. En ég er miklu taugaóstyrkari nú en áður fyrr. Eftir því sem aldurinn færist yfir eykst þessi kennd. Meiri þroski og reynsia kennir manni að leikstarfinu fylgir ábyrgð. Þetta gera ungir, óreyndir leikarar sér ekki alltaf ljóst. Þegar við erum ung hugsum við ekki alltaf sem skyldi um ábyrgðina. Annars mætti segja um mína leikstarfsemi að hún hafí byijað sem leikur. Svo varð þetta ást.“ „Fjörutíu ár eru langur tími. Hvað er yður minnisstæðast frá þessum árum?“ „Það er svo margt, svo margt. Hvernig á ég að muna það allt, þegar þér komið mér svóna að óvörum? - Ég man sér- staklega eftir þyí, þeg- ar við lékum Á útleið. Eins og þér vitið fjallar það um förina yfír „haf dauðans". Við lögðum mikla rækt við leikritið, en leikstjórinn var ekki fullkomlega ánægður með aðalæfinguna. Við höfðum því aukaæfingu næsta morg- un, og um kvöldið var leikritið svo frumsýnt. við vorum mjög spennt, þegar tjaldið var dregið frá enda orð- in þreytt og slæpt eftir mikið erfíði. í upphafi leiks var spiluð Ófullgerða sinfónían eftir Schubert. Við stóðum öll þögul á sviðinu og hlustuðum á músíkina, og ég held við höfum öll beðið. Þetta greip okkur svona sterkt, ekki sízt þegar við fundum þessa yndislegu þögn hjá áhorfendum sem hélzt til leiksloka. Þegar tjaldið féll eftir síðasta þátt biðum við í ofvæni eftir því að klappað yrði. Tjaldið var komið fyrir og nokkur stund leið svo ekkert gerðist. Við vorum með öndina í hálsinum. En þá allt í einu upphófst dyngjandi lófaklapp. Já, yndisleg stund, ógleymanleg. Ég man líka vel eftir því þegar Gullna hliðið var frum- sýnt í Iðnó 1941. Þá lá við borð að kviknaði í húsinu: Yfír rúmi Jóns hékk lýsislampi eins og þeir gerðust í gamla daga. Ég var auðvitað ókunnug slík- um lömpum og fannst vera farið að loga svo mikið á honum að ég hvísl- aði að Brynjólfí: „Er þetta í lagi, á Ijósið að vera svona?" Hann svaraði: „Taktu svuntuna þína og slökktu fljótt". Ég setti svuntuna yfir lampann Og ætlaði að kæfa logann, en þá datt lampinn ofan i rúmið til aumingja mannsins. Til allrar guðslukku tókst mér að slökkva, en þó ekki fyrr en nokkrir gestanna höfðu tekið eftir að hætta var á ferðum, Guðbrandur Jónsson prófessor var t.d. staðinn upp og ætlaði að hringja á slökkviliðið. en þess þurfti ekki. Eftir þetta var Brynjólfur Jóhannesson, Dav- íð Stefánsson og Árndís Björnsdóttir að lokinni sýn- ingu á Gullna hliðinu. alltaf notazt við rafmagnsljós. - Hrædd? Ég var svo hrædd að ég varð alveg máttlaus og náði mér ekki allt kvöldið. En það var mitt leyndarmál sem engum _kom við, allra sízt gagn- rýnendum. Ég get sagt yður að ég er ákaflega eldhrædd," bætti Arndís Bjömsdóttir við og kveikti í De Reszke. „En Brynjólfur, haldið þér ekki að hann hafi líka orðið hræddur?“ „Jú, sjálfsagt, en hann mátti ekki undir neinum kringumstæðum láta á því bera, svona alveg í dauðanum! - Annars skil ég ekki hvemig við fórum að því að tóra í gömlu Iðnó, ég tala nú ekki um áður en hitaveitan kom. Þá urðum við oft að vera í vetrarkáp- unum á æfingum langt fram á nótt. Sennilega eru engar lungnabólgu- bakteríur í leikhúsum. Eða kannski við leikararnir séum næmari fyrir öðrum bakteríum! HELGI spjall ómetanlegum upplýsingum um einn meg- inþátt íslenzks menningarlífs síðustu 250 árin. Það er orðin mikil saga. Herranótt, sem upphaf íslenzkrar leiklistar er rakið til, lifír enn góðu lífí í Menntaskólanum í Reykjavík. Leikfélag Reykjavíkur er orðið 100 ára gamalt. Um aldamótin verða 50 ár liðin frá því að Þjóðleikhúsið var opnað en í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugar- dag, er einmitt birt grein úr tímaritinu Óðni frá árinu 1915 eftir Indriða Einars- son, þar sem hann hvetur til byggingar þjóðleikhúss, sem hann nefnir svo, en Ind- riði hafði áður skrifað um sama efni. Við eigum því rúmlega 250 ára gamla Herranótt, 100 ára gamalt Leikfélag Reykjavíkur og bráðum 50 ára gamalt Þjóðleikhús. Nú er orðið tímabært að minn- ast þessarar sögu með stofnun leiksögu- safns, þar sem safnað yrði saman þeim munum, myndum, búningum, handritum, bréfum og öðru, sem til er, sem geymir upplýsingar og minningar um þennan þátt í menningarlífí okkar Islendinga. Með rit- verki sínu um íslenzka leiklist hefur Sveinn Einarsson lagt traustan grunn að því að hægt verði að koma slíku leiksögusafni á stofn. Hann hefur jafnframt tryggt að nýjar kynslóðir leikhúsfólks eiga kost á að rækta tengslin við þá fortíð, sem svo miklu skiptir fyrir framtíðina. Leikhús og talmyndir REYKJAVIKURBREF Laugardagur 11. janúar FYRIR 50 ÁRUM, sunnudaginn 12. janúar árið 1947, birtist hér í Morg- unblaðinu viðtal við Brynjólf Jóhannesson, leikara, sem þá var formaður Leikfélags Reykjavíkur. í viðtali þessu sagði þessi ástsæli leikari m.a.: „Nú er almenningur orðinn mikið kröfuharðari, þar sem hann hefur samanburðinn við talmyndimar. Við héldum hér, að talmynd- irnar mundu alveg gera út af við alla leik- starfsemi okkar. En það hefur farið á annan veg, eins hér sem annars staðar. Talmyndirnar hafa stóraukið áhuga al- mennings fyrir leikstarfseminni heima fyr- ir.“ Þetta eru athyglisverð ummæli í ljósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið á síðari árum um áhrif nýrra fjölmiðla á þá, sem fyrir eru. Þegar talmyndirnar komu til sögunnar hafa forráðamenn Leikfélags Reykjavíkur bersýnilega talið, að þær mundu ganga af íslenzku leikhúsi dauðu. Þegar sjónvarpið kom til sögunnar höfðu menn bæði áhyggjur af áhrifum þess á útgáfu bóka og dagblaða. Með gervi- hnattasjónvarpi og alneti hafa enn vaknað spurningar um áhrif þessara nýju miðla á þá, sem fyrir eru. Þrátt fyrir alla þá nýju afþreyingar- miðla, sem almenningi standa nú til boða er í raun og veru ótrúleg grózka í leiklistar- starfsemi hér á íslandi og þar koma miklu fleiri við sögu en Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið. Starfsemi lítilja leikhópa einkennist af miklum kr'afti. Á Akureyri hefur verið byggt upp myndarlegt leikhús á vegum Leikfélags Akureyrar og starf- semi áhugamannafélaga á sviði leiklistar er jafn lífleg og hún var um síðustu alda- mót, þegar forráðamönnum Leikfélagsins bárust bréf hvaðanæva af landinu með óskum um handrit að leikritum, sem taka átti til sýningar hér og þar. Hið sama á í raun og veru við um aðra þætti í menningarlífi og fjölmiðlun. Bóka- útgáfa hefur ekki lagst af, þótt nýir miðl- ar hafí komið til sögunnar. Bókaútgáfa á íslandi hefur alltaf átt erfítt uppdráttar vegna þess hve markaðurinn er lítíll. Þeg- ar litið er á bókaútgáfu í heiminum al- mennt fer ekki á milli mála, að hún er ekkert síður blómleg en fyrir daga sjón- varps eða gervihnattasjónvarps. Menn geta bent á, að dagblöðum hér hefur fækkað á seinni árum. Staðreyndin er hins vegar sú, að frá því að dagblöð hófu göngu sína hér hefur ekki verið fjár- hagslegur grundvöllur fyrir rekstri nema kannski tveggja dagblaða. Öðrum blöðum var haldið uppi með íjárframlögum frá ÞÓRSMÖRK Morgunblaðið/Ásdís stjórnmálaflokkum, sem töldu á þeim tíma, að þeir yrðu að hafa þann vettvang til þess að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Með breyttri fjölmiðlun þurfa stjóm- málaflokkar ekki lengur á því að halda. Þess vegna hefur dagblöðum fækkað en ekki í raun og veru vegna þess, að rekstrar- grundvöllur þeirra hafí gjörbreytzt með tilkomu nýrra fjölmiðla. Þótt bylting hafi orðið í útgáfu hljóm- diska hefur það ekki dregið úr aðsókn að tónleikum. Þvert á móti er tónlistarlíf bæði hér og annars staðar blómlegra en það hefur nokkru sinni verið. Staðreyndin er sú, að þeir þættir menningarlífs og fjölmiðlunar, sem fyrir voru, hafa frekar eflzt en hitt með tilkomu nýrra miðla, al- veg eins og Brynjólfur Jóhannesson og félagar hans í Leikfélagi Reykjavíkur upp- lifðu fyrr á öldinni með tilkomu talmynd- anna. Leikfélagið og Borgar- leikhúsið ÞEIR ERFIÐ- leikar sem Leikfé- lag Reykjavíkur á við að etja á þessum tímamótum í sögu félagsins skýrast að töluverðu leyti í athyglisverðu Rabbi í Les- bók Morgunblaðsins í dag, laugardag, sem Baldvin Tryggvason skrifar, en hann átti sæti í leikhúsráði Leikfélagsins í u.þ.b. þijá áratugi. Hann segir m.a.: „Þegar bygginga- framkvæmdir hófust (við Borgarleikhúsið - innskot Mbl.) 1976 gerði Leikfélagið áætlun um hver fyöldi stöðugilda þyrfti að vera hjá félaginu, þegar starfsemi þess væri að fullu flutt í Borgarleikhúsið. Sam- kvæmt þeirri áætlun var talið að tvöfalda þyrfti fjölda stöðugilda úr 42 í 84 a.m.k. og þar á ofan bættist kostnaður við fast- eignarekstur sjálfs Borgarleikhússins. Ef ijárhagsstuðningur Borgarinnar ykist í samræmi við þessa áætlun var talið, að félagið gæti haldið uppi þeirri menningar- legu leikhússtarfsemi, sem ásættanleg væri. Þetta myndi þýða, að beint fjárframlag Borgarinnar þyrfti að vera nú a.m.k. um 170 millj. kr., þar með talinn kostnaður við rekstur og viðhald sjálfs hússins. Því miður hefur raunin hins vegar orðið sú, að fjár- hagsstuðningur Borgarinnar hefur lítið vax- ið á undanfömum árum eða frá því að Davíð Oddsson lét af starfí borgarstjóra. Samkvæmt fl'árhagsáætlun Reykjavíkur- borgar 1997 er fjárhagsstuðningur Borgar- innar við LR 135 milljónir króna . . . Til samanburðar má benda á, að nærri lætur að Þjóðleikhúsið hafí til umráða upp undir þrefalt meira fjármagn frá stjórnvöldum en LR fær í sinn hlut.“ í samtali í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugardag, segir Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, sem átti mestan þátt í því sem borgarstjóri Reykjavíkur að Borgar- leikhúsið reis að lokum, m.a. að „menn hafi alltaf vitað að kostnaður við leikhúsið myndi vaxa við flutninginn í þetta stóra hús en jafnframt hafi verið talið, að tekj- urnar myndu aukast með auknu sætafram- boði.“ Og Davíð Oddsson bætir við: „Borg- in lagði upp úr því á þessum árum að vera aðal stuðningsaðili Leikfélagsins og ábyrgjast reksturinn með tilteknum hætti en auðvitað var vonast til að reksturinn yrði ódýrari og hagkvæmari I nýju og tæknilega fullkomnu húsi en hann þyrfti til dæmis að vera í Þjóðleikhúsinu. Vonir stóðu því til að Leikfélagið gæti um langa hríð eflzt af verkum sínum í þessu húsi, sem ég held, að hafi um margt tekizt, þótt á ýmsu kunni að hafa gengið." Á ýmsu hefur gengið í sögu Leikfélags Reykjavíkur eins og m.a. kom fram í grein eftir Sigurð Grímsson, sem lengi var leik- gagnrýnandi Morgunblaðsins, á 50 ára afmæli félagsins og vitnað er til í forystu- grein Morgunblaðsins í dag, laugardag. Raunar hefur það verið svo frá upphafi og er ekkert nýtt að átök hafí verið innan Leikfélags Reykjavíkur og að við erfíðleika hafi verið að glíma í rekstri félagsins. Það breytir ekki því, að um leið og Reykjavíkurborg tók ákvörðun um að standa að byggingu Borgarleikhússins af þeim myndarbrag, sem raun varð á, gerðu forráðamenn borgarinnar sér ljóst, eins og fram kemur í máli Davíðs Oddssonar, að kostnaður við rekstur þess mundi vaxa frá því, sem verið hafði. Það gildir einu, hvort um er að ræða Þjóðleikhús, íslenzku óperuna, sem enginn mundi nú vilja án vera, eða Leikfélag Reykjavíkur, þessari starfsemi verður ekki haldið uppi án umtalsverðs fjárstuðnings frá opinberum aðilum. Sá stuðningur á ekki að byggjast á opnum tékkareikningi en hann verður að taka mið af raunsæju mati á þeim útgjöldum, sem hljóta að fylgja þessari starfsemi. Eins og bæði Baldvin Tryggvason og Davíð Oddsson sýna fram á, lágu þessar upplýsingar fyrir á sínum tíma og þurfa því ekki að koma á óvart. Að þessu þurfa núverandi forráðamenn Reykjavíkurborg- ar að huga á þessum merku tímamótum í sögu Leikfélags Reykjavíkur. „Nú er orðið tíma- bært að minnast þessarar sögu með stofnun leik- sögusafns, þar sem safnað yrði saman þeim mun- um, myndum, búningum, hand- ritum, bréfum og öðru, sem til er, sem geymir upp- lýsingar og minn- ingar um þennan þátt í menningar- lífi okkar íslend- inga. Með ritverki sínu um íslenzka leiklist hefur Sveinn Einarsson lagt traustan grunn að því að hægt verði að koma slíku leik- sögusafni á stofn.“ •i _ Tæpast fer á milli mála, að Sveinn Einarsson hefur unnið þrekvirki með ritun tveggja binda verks um íslenzka leiklist, en fyrra bindið kom út á árinu 1991 og hið síðara nú fyrir jólin. Fjalla þau um upphaf ís- lenzkrar leiklistar frá Herranótt í Skál- holti um 1740 og þróun leikstarfsemi fram til 1920. í þessum tveimur bókum hefur Sveinn Einarsson safnað saman gífurleg- um fróðleik og upplýsingum um leikstarf- semi og leikritun, og munu þær verða undirstöðuverk um langa framtíð. í inngangi fyrra bindis íslenzkrar leik- listar kemur fram, að höfundur hefur haf- ið heimildasöfnun þegar á árinu 1961, þannig að fyrra bindið kemur út þijátíu árum síðar. Sjálf ritun verksins hófst svo fyrir tæpum aldarfjórðungi. { inngangi fyrra bindis segir Sveinn Einarsson m.a.: „Það hefur löngum verið viðtekin venja að líta á sem svo, að ís- lenzk leiklistarsaga hefjist með Herranótt- inni í Skálholti um 1740. Herranóttin verð- ur einnig okkar útgangspunktur, því fyrr hefur ekki verið vel ratljóst. Hins vegar er ekki að ætla að hún hafí sprottið fram alsköpuð í sinni mynd á fyrri hluta átjándu aldar. Bent hefur verið á líkingu með henni og ærslum kórdrengja og undirdjákna í kaþólskum löndum á síðmiðöld- um . . . og menn hafa því farið að leita að rótum og tengslum." í inngangi fyrra bindis Iýsir höfundur síðara bindinu svo: „Næsta bindi ritsins fjallar svo um tímabilið 1890-1920, þar sem í kenningarformi er reynt að færa rök að því, að íslenzk leik-list í nútíma skiln- ingi verði til á þeim árum og nái fullum blóma í fyrsta „íslenzka tímabilinu" í leik- ritun okkar og reynt að lýsa hvernig fum- kennd leikþörf breytist í markvíst listrænt starf.“ í inngangi síðara bindis verksins segir Sveinn Einarsson m.a.: „Leitast var við að rekja þessa sögu með annað augað á þróun leikhúss í álfunni og þá einkum í þeim löndum, sem næst eru og þar sem fyrirbærin eru líkust. Þannig mátti sjá, hvemig faðir íslenzkrar leikritunar, Sig- urður Pétursson, sækir sér kunnáttu og innblástur í Kaupmannahöfn þeirra Hol- bergs og Wessels í Norska félaginu og þó nýtir hann sér þessa kunnáttu til þess að amast við dönskum áhrifum á íslenzka tungu. Sama er upp á teningnum hjá Sig- urði málara Guðmundssyni og lærisveinum hans, Matthíasi Jochumssyni og Indriða Einarssyni. Sigurður dvelst langdvölum í Kaupmannahöfn og drekkur þar í sig margvíslega lærdóma en nýtir þá til að hreinsa burt dönsk áhrif í leiklistarviðleitni landans og fínna þjóðlega leið með hin beztu skáld eins og sjálfan Shakespeare að fyrirmyndum." Nú um þessa helgi er 100 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur hátíðlegt haldið. Viðhorfí til starfsemi Leikfélagsins í upp- hafí lýsir Sveinn Einarsson m.a. svo í inn- gangi að síðara bindi þessa mikla verks: „Sýningar félagsins hófust skömmu fyrir jól 1897 og tveimur mánuðum síðar birtist grein í Dagskrá, blaði Einars Benedikts- sonar, sem einmitt veltir fyrir sér þeim spurningum, sem hér verður reynt að svara og geta því þjónað sem aðgangsorð að þessari könnun. Þar segir: „Aðalspurning- in er eptir mínu áliti þessi: Eru leikarar og aðrir svo kallaðir listamenn vorir komn- ir svo langt á veg, að það sé gjörlegt að taka þá alvarlega, þ.e.a.s. að skoða verk þeirra öðru vísi en góðfúsar tilraunir til þess að „stytta vor löngu vetrarkvöld?" Og greinarhöfundur svarar sér sjálfur: „Það sanna er, að hjer er engin list til á leiksviði og því mega hvorki áhorfendur nje leikendur gleyma. Þeir, sem halda hjer uppi leikjum mega ekki vera alltof drýldn- ir eða dýrir á því sem þeir gera og hinir varkárir til lofs og lasts“.“ Með ritverki sínu um íslenzka leiklist hefur Sveinn Einarsson safnað saman T“ M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.