Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 33 SVEINKARL BIRGIR JOHANSEN + Svein Karl Birg- ir Johansen fæddist í Senja í Norður-Noregi hinn 12. júní 1930. Hann lést á Hiileröd sjúkrahúsinu í Dan- mörku 4. janúar síð- astliðinn eftir stutta sjúkralegu. For- eldrar hans voru Gudrun Larsen og Edmund Johansen og hann var þeirra eina barn. Hann missti föður sinn snemma, móðir hans gifti sig aftur þegar Svein var tveggja ára og var fóstur- faðir hans Henry B. Hansen. Svein kvæntist 11. júní 1952, Önnu Sigfúsdóttur, f. 14. mars 1930. Hún er dóttir Sigfúsar Hallgrímssonar, f. 8.9. 1904, d. 13.10.1991, og konu hans Krist- ínar Sigurlaugar Sigurðardótt- ur, f. 29.8. 1893, d. 12.1. 1949. Börn Svein og Önnu eru: 1) Per Birgir Johansen, f. 6.2. 1954, læknir, kvæntur Lisbeth Hart- mann hjúkrunarfræðingi, þau búa í Noregi. 2) Mark Eric Jo- hansen, f. 7.10. 1956, starfsmannastjóri hjá SAS, kvæntur Hanne Johansen blaða- manni, þau eiga einn son, Martin, f. 8.1. 1980, þau eru búsett í Danmörku. 3) Linda Marit Johansen Yo- ung, f. 12.6. 1961, cand. scient., gift Pet- er Young ritstjóra, þau eiga einn son, Steven Andrew, f. 15.6. 1995, þau eru búsett í Danmörku. Svein lauk sex ára námi frá Ounsrud Missionskole í Noregi 1952. BA og MA í guð- fræði og sögu og Master of Div. í guðfræði frá Andrews Univers- ity í Bandaríkjunum. Lauk því námi árið 1957. Hann flutti til íslands og vann sem deildarstjóri fyrir söfnuð Sjöunda dags að- ventista á íslandi í átta ár, frá 1957-1965. Hann flutti til Líber- íu í Afríku og vann sem formað- ur fyrir kristniboðsstarf Sjöunda dags aðventista þar til 1967. Svein var formaður safnaðar Sjöunda dags aðventista á ís- landi frá 1967-1973 og var skólastjóri á Vejlefjord Höjere Skole, sem er menntaskóli Sjö- unda dags aðventista i Dan- mörku frá 1973-1976. Frá 1976-1981 var hann búsettur í Ghana í Afríku og var formað- ur starfs Sjöunda dags aðvent- ista í Vestur-Afríku. Árið 1981-1982 bjó hann á Fílabeins- ströndinni í Afríku og var for- maður fyrir Alþjóðlega þró- unarhjálp aðventista í Afríku (ADRA Adventist Development and Relieve Agency). Árið 1982 flutti hann til Danmerkur og var prestur í söfnuði Sjöunda dags aðventista í Nærum til ársins 1984. Þaðan fór hann til Svíþjóðar og var forsljóri fyrir heilsustofnunina Hultarfors Helsocenter til ársins 1988. Árin 1988-1995 bjó hann á Kýpur og vann sem formaður fyrir starf Sjöunda dags aðventista í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku. Frá árinu 1995 og til dauðadags var hann formaður fyrir Alþjóðlega þróunarhjálp aðventista (ADRA Adventist Development and Relieve Ag- ency) í Gambíu í Afríku. Utför Svein Karl Birgir Jo- hansen fer fram frá Advent- kirkjunni í Nærum í Dan- mörku, á morgun, mánudaginn 13. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13. Um langt árabil - rúma fjóra tugi ára - lágu leiðir okkar bróður Sveins Johansens saman. Fyrst sem skólafélaga við æðra nám vestan hafs, þaðan báðir kallaðir samtímis til starfa við Aðventsöfnuðinn á Islandi - til hvers kyns marg- þættra, fjölbreytilegra starfa sem vera skyldi, hvort heldur huglægra eða verklegra. í þeirri verkefna- smiðju, þetta langan tíma tókust kynni eins náin og með óskyldum gætu framast orðið. Ég sá manninn frá öllum hugsanlegum sjónarhorn- um, í alls konar verkefnalegum kringumstæðum - allt frá guðfræð- inni í prédikunarstólnum til bygg- inga- og viðhaldsvinnunnar og allt þar á milli. í Afríku áttum við líka samstarf, þó í svo gjörólíku and- rúmslofti, viðhorfsmáta manna og öllum kringumstæðum. Oft reyndi verulega á bæði hér heima og þar, en alltaf var Svein jákvæður, með það eitt í hug að leysa vandann sem bezt og hvergi spara sjálfan sig. Hvorki var hugsað um lengd vinnu- tíma né kjör. Starfið var hugsjón burt séð frá því, er að honum snéri. Viðhorf hans var í fæstum orðum þetta: Hér þarf verk að vinna, því verður strax að sinna með öllum ráðum, og ekkert minna. Réttilega væri því sagt, að starf hans var allt þjónusta við meðbræðurna til að bæta hag þeirra. Þau árin, sem við vorum ekki í beinu samstarfi, vissum við jafnan af og fylgdumst hvor með öðrum. Svein var skarpskyggn, skipu- lagður, yfirvegaður, raunsær, dríf- andi, glaðvær og hlýr, vinfastur svo sem bezt gerist - samtímis ákveð- inn og stefnufastur. Stjórnarstörf létu honum hvað bezt starfa, fóru honum vel úr hendi og urðu raunar ráðandi þáttur í ævistarfi hans, svo sem sjá má af æviágripinu hér að framan. Af tónlist hafði hann hið mesta yndi, enda bæði tón- og hljómnæm- ur - gítarinn lék í höndum hans. Til söngs var hann einnig liðtækur með háa, bjarta tenórinn sinn í karla- og blandaðra radda söng, eða tvísöng, ef svo bar við. Að öllu athuguðu var það trúlega tónlistin, söngurinn, sem tengdi okkur nánast og næmast sem ein- staklinga og fjölskyldur. Öll árin hrærðumst við meira eða minna á söngvasviðinu - þó með hæversk- um hætti væri. Ótult boðunar- og prédikunarstarf Sveins kallaði stöð- ugt á söng, einsöng, tvísöng, kvart- ett- eða kórsöng. Eftirlifandi kona Sveins, Anna, var afbragðssöng- kona. Við sungum mikið saman, sem og ein, og konan mín, Sólveig, var stöðugt undirleikari okkar. Þannig tvinnuðust fjölskyldurnar saman í gott vinfengi. Börnin okkar voru jafnaldrar og umgengust systkinum líkast og þar er til stað- ar ævilangt vinfengi. Það eru þessi næmu kynni sem marka dýpstu og dýrmætustu sporin í mannlegu lífi og samskiptum og verða til mestrar blessunar. Og það er einmitt vegna þessara nánu kynna, að nærri okk- ur er einnig höggvið við fráfall bróð- ur Sveins. En hér stöndum við og fáum engu um breytt. Verðum að játa, að við ráðum ei lögum lífs og dauða, lendum þráfalt í sorgum nauða, því maðurinn gamli, sem gengur með ljáinn, guðar tíðum óvænt á skjáinn. Já, óvænt, því hér stöndum við gagnvart ótímabærum og óvæntum dauðdaga. Þess vegna! Elsku Anna, Per, Mark, Linda, tengda- og afabörn- in ... þess vegna finnum við næm- lega, hversu sorgin er ykkur sár. En það sem meira er um vert: Við finnum líka glögglega með ykkur í trúnni vissuna um eilífa endurfundi samkvæmt fyrirheitum Guðs. Kveðjum okkar kæra Svein því með þeirri reisn og virðu, sem hann myndi sjálfur vilja sjá um nafn sitt og veru. Guð styrki ykkur öll og blessi, svo og alla aðra ástvini og fjöld vina, sem með ykkur kveðja í dag og þakka. Sólveig, Jón Hjörleifur Jónsson, börnin okkar, tengda- og barnabörnin. Fregnin um andlát Sveins B. Johansen kom sem reiðarslag þar eð sjúkdómurinn sem varð hans banamein þróaðist með þvílíkum hraða sem engan hafði órað fyrir. Brottfali hans er því sviplegt og söknuðurinn sár eftir mann sem helgaði sig algjörlega þjónustunni við aðra. Segja má að hann hafi sofnað við þann starfa sem gefið hafði lífi hans tilgang og gildi: að sinna mannúðarmálum og boðun kristilegs kærleika, að bæta lífsskil- yrði þeirra sem kringum hann voru og gefa þeim vonarneista um bjart- ari framtíð. Eins og fram kemur í æviágripi Sveins hér að ofan starfaði hann seinustu árin aðallega í þeim heims- hluta sem við teljum vanþróaðan, annað hvort við beina skipulagn- ingu þróunar- og líknarstarfs safn- aðar Sjöunda dags aðventista eða við yfirstjórnun safnaðarins á þess- um svæðum. Fyrri hluta starfsævi sinnar lagði hann starfi aðventista lið hér á okkar landi, bæði sem deildarstjóri í 8 ár og sem forstöðu- maður aðventista á íslandi í 6 ár, eða alls í 14 ár. Hluti starfs hans hérlendis var að skipuleggja árlega söfnun Hjálparstarfs aðventista. Svein var mikill elju- og atorku- maður sem hafði fasta skoðun á þeim málum sem hann fékkst við hveiju sinni og náði oftast þeim markmiðum sem hann setti sér. Hann hafði lag á því að ná til starfa með sér dugmiklu og færu sam- starfsfólki og leiða hópinn með sér til sameiginlegs árangurs. Eftir 40 ára þrotlaust starf víða um heim biðu hans og konu hans, Önnu, verðskulduð starfslok þegar þau gætu notið návistar barna og bamabarna eftir að miklar fjar- lægðir höfðu aðskilið þau til margra ára. Þetta urðu ekki örlög þeirra hér á þessari jörð. Hve dásamleg er þá ekki dýrðarvon Guðs barna að þetta líf er ekki endalok alls. Framundan blasir við ríki Drottins, endursköpuð jörð þar sem ekki er að finna synd, sjúkdóma eða neyð né aðskilnað og sorg. Nú er hann sofnaður þessi ötuli starfsmaður Drottins og bíður upprisunnar þeg- ar Drottinn hans og frelsari kallar hann fram úr gröfinni, svo og alla þá sem vænta komu hans, til dýrð- ar sinnar. Söfnuður aðventista á íslandi kveður og þakkar ötult og ósérhlífið starf og vottar aðstand- endum dýpstu samúð. Eric Guðmundsson, forstöðumaður S.d. aðventista á íslandi. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR GUÐMUNDSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Frakkastíg 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrun- arlækningadeildar Landspítalans, Há- túni 10b. Guðlaugur Þorbergsson, Helgi Þorbergsson, Ebba Þóra Hvannberg, Guðmundur Ingi Þorbergsson, Jutta Thorbergsson, Ágústa Þorbergsdóttir, Rúnar Halldórsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, JÓN S. HJARTARSON, Álfheimum 70, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 9. desember sl., hefur verið jarðsunginn í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Daðadóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts föður okkar, BJÖRN ÓLAFSSONAR loftskeytamanns frá ísafirði. Ingibjörg, Harpa og Sigrún Björnsdætur. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim, :* ’ sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÁSTU ÞÓRU , y VALDIMARSDÓTTUR, w ||§| ^ Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. ■ Brynjólfur Gi'slason, Áslaug Pálsdóttir, Valdimar Gfslason, Sigríður Tómasdóttir, Sverrir Gislason, Sigrún M. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför (GUÐMUNDAR) ÓSKARS JÓNSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Neðstaleiti 13a, Reykjavík. Rósa Guðmundsdóttir, Svanfriður S. Óskarsdóttir, Ólafur R. Dýrmundsson, Brynja Óskarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Viðar Óskarsson, Irene E. Moesgaard og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdadóttur og ömmu SÖRU BRYNDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR, Kvistalandi 13. Gústaf Þór Ágústsson, Sverrir Þór Gústafsson, Guðrún Olga Gústafsdóttir, Ágúst Óskar Gústafsson, Guðný Karlsdóttir, Aron Már Ólafsson. t Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu, er auðsýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, dóttur, móður, tengdamóð- ur, ömmu og systur, VIKTORÍU HAFDÍSAR VALDIMARSDÓTTUR, sem jarðsungin var frá Grindavíkurkirkju þann 28. desember sl. Guð blessi ykkur öll. Rúnar Björgvinsson, Fanhey Björnsdóttir, Inga Fanney Rúnarsdóttir, Valur Guðberg Einarsson, Haukur Guðberg Einarsson, Ágústa Inga Sigurgeirsdóttir, Alexandra Marý Hauksdóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Eygló Valdimarsdóttir Nelson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.