Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Simi 569 1100 # Símbréf 569 1329 # Netfang: lauga@mbl.is Hvers vegna er ekki þörf fyrir aukaskipaskrá? Frá Borgþórí S. Kjærnested: Að undanförnu hefur nokkuð borið á umræðu um þörf fyrir alþjóðlega aukaskipaskrá farskipa á Islandi. Mikil áhersla er lögð á að ekki verði unnt að standast erlenda samkeppni nema slík skipaskrá verði stofnuð. Einnig er bent á að svona skipa- skrám hafi verið komið á í öðrum löndum, svona eins og að þetta sé hið besta mál „af því bara“ því aldrei eru borin fram ein haldbær rök fyrir þörfinni. Ég hef áður mætt þessari umræðu með því að benda á hvemig þessum málum er varið annars staðar á Norð- urlöndum og hvetjar áætlanir em uppi innan Evrópusambandsins, ESB. Nú langar mig hins vegar að benda á þijú atriði sem öll tala gegn stofnun alþjóðlegrar skipaskrár. 1. Islensk farskip em ekki mönnuð tveimur áhöfnum eins og venja er á öðmm Norðurlöndum. Önnur áhöfnin er í fríi á meðan hin áhöfnin er um borð. Verið er um borð í 3 mánuði í senn og í landi í þijá mánuði. Hér- lendis er um u.þ.b. V/i áhöfn að ræða á hveiju skipi. Þessi staðreynd ætti að skapa íslensku útgerðarfélagi betri samkeppnisaðstöðu gagnvart öðm norrænu skipafélagi sem mann- ar skip sín með Norðurlandabúum. Ég bendi á að það er væntanlega lítill spamaður fyrir íslenskt skipafé- lag að taka danskt skip á tímaleigu með danskri áhöfn á mun hærri laun- um en íslensk áhöfn og auk þess með tvöfalda áhöfn og tvöfaldan launakostnað. Munu þar því liggja að baki aðrar ástæður en sparnaður í rekstri. 2. Það er augljós staðreynd að sam- keppni íslenskra skipafélaga um farmflutninga milli Islands og megin- landanna í vestri og austri við erlend skipafélög er lítil sem engin. Auka- skipaskrá er því óþörf af þeim sökum fyrir íslensk skipafélög. 3. íslensk skipafélög kvarta mikið yfir háum stimpil- og skráningargjöld- um íslenskra stjómvalda. Venjulega er bent á þetta atriði sem ástæðu fyrir stofnun aukaskipaskrár á ís- landi. íslensk skipafélög kunna hins vegar ekki við að beina þeim tilmælum til íslenskra ráðamanna að lækka þessi gjöld á meðan þessi fyrirtæki em rekin með hundraða milljóna króna hagnaði. Það er hins vegar staðreynd að það er engin þörf fyrir sérstaka aukaskipaskrá til að geta lækkað skráningargjöld. Það er ein- föld stjómvaldsaðgerð og tengist ekki með neinum hætti alþjóðlegri skipa- skrá. Alþjóðleg skipaskrá færir útgerð- armönnum frelsi til að semja við hvaða stéttarfélag farmanna sem er um víða veröld. Samningsrétturinn er tekinn af stéttarfélögum viðkom- andi lands. Það er eftir þessum rétti sem íslenskir útgerðaraðilar em að slægjast. Þeir vilja gera íslenska fán- ann óbeint að hentifána, án þess að gera hann það beint. Svar Sjómanna- sambands Islands er að láta lýsa ís- lenska fánann hentifána hjá ITF (al- þjóða flutningaverkamannasam- bandjnu) verði aukaskipaskrá komið á á Islandi. Það er ef til vill kominn tími til fyrir stjórnvöld að stilla skráningar- málum til samræmis við nágranna- löndin svo að takast megi að bjarga íslenskri farmannastétt frá atvinnu- leysi og Jandinu frá óöryggi í flutn- ingum. Ég bendi á að eitt sinn var á Islandi skipafélag sem barðist fyrir stofnun íslensks siglingafána til að auka öryggi þjóðarinnar í millilan- daviðskiptum. Slíkt skipafélag mun ekki iengur vera til í landinu og er það miður. BORGÞÓR S. KJÆRNESTED eftirlitsfulltrúi ITF. Starfsfólk McDonalds dónalegt við unglinga Frá Birtu Jónsdóttur, Hrefnu Jóns- dóttur, Ingunni Eyþórsdóttur og Magneu Magnúsardóttur: STARFSFÓLKIÐ á McDonalds í Austurstræti kemur illa fram við unglinga. Það er ekki bara okkar reynsla heldur margra vinkvenna okkar. Við höfum hvað eftir annað orðið fyrir því að vera reknar út að ástæðulausu og er þá stundum not- ast við slæmt orðbragð. Ein okkar var kölluð andlega og líkamlega fötl- uð þegar hún fór ekki strax út þegar henni var sagt það. Hún var þá að drekka kók í rólegheitum og hafði ekkert gert af sér. Það virðast mismunandi reglur gilda um unglinga og fullorðna. Ef við sitjum tvær inni á staðnum og aðeins önnur pantar eitthvað er hin rekin út. Ef unglingur er með for- eldri eða ef fullorðnir eru á ferð gilda allt aðrar reglur. Sérstaklega höfum við orðið varar við hvað ákveðin kona, sem er einn yfirmanna á staðnum, er frek og dónaleg við unglinga. Við höfum reyndar heyrt frá undirmönnum hennar á staðnum að hún sé jafnvel verri við þá. Eitt sinn rak hún tvær vinkonur okkar út að ástæðulausu. Þær fóru þá og náðu í lögregluna. Konan laug þá að lögregluþjónunum að þær hefðu verið með læti. Við vonum að yfirmenn McDonalds geri eitthvað til að bæta úr þessu ástandi. HREFNA JÓNSDÓTTIR, Laugarnesvegi 70, BIRTA JÓNSDÓTTIR, INGUNN EYÞÓRSDÓTTIR, MAGNEA MAGNÚSARDÓTTIR. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.