Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 41 _____BRÉF TIL BLAÐSIIMS Mannréttindabrot í Tyrklandi Frá skrífstofu íslandsdeildar Amn- esty International: í AMNESTY International eru al- j þjóðleg samtök fólks sem berst fyr- ir mannréttindum. Barátta samtak- ' anna fyrir rétti fórnarlamba mann- réttindabrota er byggð á nákvæm- um rannsóknum og á alþjóðalögum. Amnesty International beitir sér um þessar mundir fyrir herferð gegn mannréttindabrotum í Tyrklandi undir kjörorðinu „Ekkert öryggi án mannréttinda“. Herferðin hófst 1. október og stendur til 30. apríl. Markmið þessarar herferðar er afnám dauðarefsingar, að binda i enda á fangelsun samviskufanga, að stytta varðhaldsvist, að stöðva pyndingar, að koma í veg fyrir dauðsföll í varðhaldi, og að koma í veg fyrir „mannshvörf“. Öll þessi mannréttindabrot eru algeng í Tyrklandi. Sem dæmi má taka sögu Halil Dinc. Halil Dinc er forseti tyrkneska flutningamannasam- I bandsins Tumtis. Þann 22. desem- ber 1995 tók Halil Dinc þátt í frið- I samlegum mótmælum u.þ.b. 100 félagsmanna fyrir utan aðalstöðvar Nak-Kargo flutningafyrirtækisins. Tumtis félagarnir höfðu safnast saman til stuðnings 43 verkamönn- um frá Nak-Kargo, sem höfðu ver- ið reknir vegna þess að þeir neituðu að segja sig úr verkalýðsfélaginu. Fulltrúar Tumtis óskuðu eftir fundi með stjórnendum fyrirtækisins. j Viðbrögðin voru árás óeirðalögregl- unnar, sem gerði Halil Dinc óvinnu- færan í viku vegna höfuðáverka og annarra meiðsla sem hann hlaut. .........óeirðalögreglan og lögregla frá nálægri lögreglustöð hófu bar- smíðar án nokkurrar aðvörunar þrátt fyrir að við höfðum safnast saman í friðsemd. Óeirðalögreglan barði okkur með kylfum. Þó að blæddi úr höfðinu á mér hélt óeirða- lögreglan áfram að berja mig með kylfu, sérstaklega í höfuðið. Þeir kýldu mig líka og spörkuðu í mig.“ Þegar Halil Dinc og sjö aðrir verkalýðsfélagar fóru á lögreglu- stöðina til að kvarta yfir barsmíðun- um voru þeir settir í 24 tíma varð- hald. Tumtis félagarnir héldu áfram að mótmæla fyrir utan Nak-Kargo skrifstofurnar - ein af mörgum mótmælum tyrkneskra verka- manna til að veija rétt sinn til að mynda verkalýðsfélög. Amnesty International hefur ýmis vopn í baráttunni fyrir mann- réttindum. Eitt þeirra er upplýs- ingastarf, eins og t.d. þessi blaða- grein, svo mannréttindabrot verði ekki framin í kyrrþey. Þeim sem fremja þessi bröt þykir fátt verra en að augu umheimsins hvíli á voða- verkum þeirra. Önnur leið sem við höfum er að skrifa beint til vald- hafa og áhrifamanna vegna ein- stakra mála. Þeir sem vilja geta skrifað kurteislegt bréf þar sem óskað er eftir að mannréttindi verði virt í Tyrklandi. Sendið bréfið til: Necati Celik, Minister of Labour and Social Security, Calisma ve Sosyal Guvenlik, Bakanligi, 06100 Ankara, Turkey. Ávarp: Dear Min- ister. SKRIFSTOFA ÍSLANDSDEILDAR AMNESTYINTERNATIONAL, Hafnarstræti 15, Reykjavík. Netfang: http://www.hi.is/jke/ PRIONANÁMSKEIÐ ÚTSAUMSNÁMSKEID Eftirfarandi námskeið verða haldin á vorönn 1997: PRJÓNTÆKNINÁMSKEIÐ Þriðjudagskvöld, Miðvikudagskvöld, Þriðjudagskvöld Miðvikudagskvöld Þriðjudagskvöld Miðvikudagskvöld 21. janúar til 25. febrúar 22. janúar til 26. febrúar 4. mars til 8. apríl 5. mars til 9. apríl 15. apríl til 20. mai 16. apríl til 21. maí Kennt er einu sinni í viku í 6 skipti, 3 klukkutíma í senn, alls 18 klukkustundir eða 24 kennslustundir. Kennd er almenn prjóntækni ásamt mörgum aðferðum af myndprjóni, sem er okkar sérgrein. Kennari á öllum námskeiðunum er Sunneva Hafsteinsdóttir og henni til aðstoðar er einn leiðbeinandi Ásgerður Jóhannesdóttir eða Malín Örlygsdóttir. ÚTSAUMSNÁMSKEIÐ Mánudagar 3. febrúar og 10. febrúar Mánudagar 3. mars og 10. mars Kennt er „petit point“ öðru nafni körfuspor, sem notað er í púða Kaffe Fassetts. Kennari Sunneva Hafsteinsdóttir, leiðbeinandi Malín Örlygsdóttir. Námskeiðin fara öll fram í versluninni Storkinum, Laugavegi 59, 2. hæð. Innritun er hafin i síma 551-8258 og i versluninni. I PlinrgwdblnliiÍ - kjarni málsins! ; l I I l ffd m Ingunn Aerobic Gústi Aerobic Ahmed Tæki Debbý Aerobic Inga Sólveig Aerobic Fía Aerobic Þóranna Aerobic Þór Aerobic Jimmy Kungl-u /Usr^Wuc, Utaa^jt £rá- ia\<nöjV\-Ó Vú\ Wv6\á&, • Q £*Wv\V\utA\ -L v-lWu • • P-U.utrev\v\s>luv\ádA\&;,We-uS WvcS\á&> tAA^r^wsL • A.fre> • H-cpHcsp • Kuv\<§ Pu • ?ev\<uak • H^iA\iA\-ersUr-ev\<$Hv UeW^^c&.aJiur iA\-e§ UWfeeWsL ■a.W'ai\ UJa\3lV\V\ • 1AajrV\;aí$2es>ter W\. 3..\5, \7.SO- \3.SO. Guðmundur Tæki Orville Afro Bragi Tæki Gaui Aerobic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.