Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.01.1997, Blaðsíða 56
w <o> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <TÍ> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK StMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Atvinnu- lausir karlar í Reykjavík 281 færri ATVTNNULAUSIR karlar á skrá í Reykjavík eru 281 færri en á sama tíma í fyrra, að sögn Oddrún- ar Kristjánsdóttur, framkvæmda- stjóra Vinnumiðlunar Reykjavíkur- borgar. Segir hún áberandi að færri verka- og iðnaðarmenn séu á atvinnuleysisskrá að þessu sinni. Fjöldi atvinnulausra á skrá í Reykjavík nú er 3.298, eða 1.779 konur og 1.519 karlar. Á sama tíma í fyrra voru 3.572 á skrá, 1.772 konur og 1.800 karlar, eða 281 karli fleira en nú. Atvinnulaus- um konum hefur hins vegar fjölgað um sjö milli ára. Venjan er sú að skráningum fjölgi eftir áramót og að þær nái hámarki í febrúar eða mars að sögn Oddrúnar og voru atvinnu- lausir á skrá í Reykjavík 3.676 hinn 1. febrúar í fyrra. Árið 1991 '-voru 660 manns skráðir atvinnu- lausir í Reykjavík um þetta leyti, 853 árið 1992, 2.290 árið 1993, 3.364 árið 1994, 3.288 árið 1995 og 3.574 í fyrra, segir Oddrún. Óskað eftir vinnuafli Talsverð eftirspurn hefur verið eftir vinnuafli undanfarið og aug- lýst er eftir fjölda fólks í störf í ýmsum atvinnugreinum í Morgun- blaðinu í dag. „Það kemur alltaf sprettur í byijun árs, enda gefst ekki vel að auglýsa eftir fólki í kringum hátíðirnar," segir Oddrún. ■ Atvinnu-og rað- auglýsingar/B14-31 % Bílgreinasambandið reiknar með svipuðum innflutningi bíla í ár og í fyrra Tíu þúsund bílar fluttir inn á ári „VIÐ eigum von á að innflutn- ingur nýrra bíla verði svipaður á þessu ári og í fyrra, en niður- staða kjarasamninga hefur sjálfsagt einhver áhrif, hver sem þau verða. Nú eru 140 þúsund bílar í notkun hér á landi,“ sagði Jónas Þór Stein- arsson, framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins í samtali við Morgunblaðið. Fluttir voru inn rúmlega átta þúsund nýir fólksbílar til landsins í fyrra og hafa ekki verið fluttir inn fleiri nýir fólksbílar frá árinu 1991. Þá voru fluttir inn 1.670 notaðir bílar og var innflutningur þeirra meira en fjórðungur af samanlögðum fólksbílainn- flutningi. Innflutningur not- aðra bíla hefur aukist um 55% miðað við meðaltal síðustu ára og ef litið er til meðaltals síð- ustu fimm ára er um meira en þreföldun á innflutningi not- aðra bíla að ræða. Þá varð um 45% aukning á innflutningi á jeppum. Jónas Þór sagði erfitt að spá fyrir um fjölda innfluttra bíla á þessu ári. „Við vonum að hann haldist þokkalegur, en miðað við meðaltal undanfar- inna ára endurnýjast bílaflotinn á um 15 ára fresti. Kjarasamn- ingar skipta auðvitað máli í þessu og verkföll gætu dregið verulega úr möguleikum fólks til að endurnýja heimilisbílinn.“ Morgunblaðið/RAX ÁGÆT bílasala var hér á landi í fyrra og búist er við svipaðri sölu í ár. Mikill floti bíður nýrra eigenda á hafnarbakkanum. Eftirspum og stöðugt vérð á mjöl- og lýsismörkuðum VERÐ á mjöli og lýsi hefur haldist nokkuð stöðugt síðustu misserin og telja forsvarsmenn SR mjöls að ekki sé að vænta mikilla breyt- inga á markaðnum þrátt fyrir að stefni í aukna framleiðslu íslend- inga á mjöli og lýsi. Gert er ráð fyrir mikilli fram- leiðsluaukningu á mjöli í heiminum á næstu árum, einkum vegna vaxt- ar í fiskeldi en fiskimjöl er mikil- vægt fóður í þeirri grein. Því er einnig spáð að lýsisnotkun í fisk- eldi muni tvöfaldast á næstu 10 árum. 4,3 milljarða króna útflutningverðmæti Loðnuafli íslendinga hefur aldr- ei verið meiri en í fyrra og sömu- leiðis gekk síldveiði mjög vel en stór hluti hennar var unninn til manneldis á síðasta ári. Eins og stendur er lítið af mjöl- og lýsjs- birgðum óselt hér á landi og fyrir liggja samningar um sölu á frek- ari framleiðslu. Verð á mjöli og lýsi hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði og í lok síð- asta árs fengust um 42 þúsund krónur fyrir tonnið af mjöli en um 32 þúsund krónur fyrir lýsistonn- ið. SR Mjöl flutti út um 71 þúsund tonn af mjöli á síðasta ári og um 43 þúsund tonn af lýsi. Miðað við markaðsverð í desember í fyrra má því varlega áætla að verðmæti mjölútflutnings SR mjöls hafi verið þrír milljarðar króna og verðmæti lýsisframleiðslunnar um 1,3 millj- arðar króna. Erfitt að spá Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR mjöls, segir mjög erfitt að spá um markaðsþróun á mjöli og lýsi. Hann segir að á síðastliðnu ári hafi fengist þokkalegt verð fyrir afurðirnar og eftirspurn eftir lýsi hafi farið vaxandi. „Það fæst gott verð fyrir lýsi þó að lítið hafi verið selt að undanförnu en mér er sagt að þar geti jafnvel orðið enn frek- ari uppsveifla. Mjölið hefur hins- vegar daiað aðeins nú eftir áramót- Verðmæti mjöls og lýsis á alþjóðamarkaði 2.5 2,0 1.5 1,0 0,5 1985 1990 1995 in eins og venja er. En það eru talsverðar sveiflur á þessum mark- aði og erfitt að spá til langs tíma,“ segir Jón Reynir. Jón segir að þótt síðasta ár hafi verið metár í loðnu- og síldveiði og útlitið sé gott á þessu ári, sýni sagan að ekki megi treysta um of á þessar veiðar. „Loðnuveiðin hef- ur alltaf verið upp og niður og farið nánast niður í ekki neitt. Það þarf ekki að fara lengra aftur í tímann en til ársins 1991 til að finna sama sem enga loðnuveiði. Ég er sannfærður um að slík ár koma aftur því loðnustofninn er viðkvæmur þegar kemur að skil- yrðum í hafi og öðru.“ Brædd loðna er ekki ónýt Jón segir að einnig megi sjá fram á aukningu í síldveiðum, eink- um úr norsk-íslenska síldarstofnin- um. Það megi því búast við að meiri síld komi til bræðslu á allra næstu árum. „Það er nú samt þannig að menn halda að það sé verið að henda síldinni þegar hún er tekin í bræðslu. Það er mesti misskilningur og þó manneldis- vinnsla á síld sé alltaf að aukast, þá er ljóst að það verður ekki hægt að vinna allt það sem veitt verður úr þessum stofni til mann- eldis,“ segir Jón. Spariskírteini Mikil sala og ávöxt- unarkrafa Iækkar VERULEG sala var á spari- skírteinum til 20 ára á Verð- bréfaþingi á föstudag og lækkaði ávöxtunarkrafan um 0,15 prósentustig í viðskipt- um dagsins. Samtals seldust bréf fyrir tæpar 180 milljónir króna að nafnvirði. Ávöxtunarkrafan var 5,51% í byijun en hafði lækkað í 5,36% í lok dagsins. Það sem virðist hafa orðið til þess að ávöxtunarkrafan lækkaði var tilkynning Lána- sýslunnar um að engin 20 ára spariskírteini yrðu í boði í næsta útboði. Þá var einnig tilkynnt á föstudag að sölu húsnæðisbréfa hjá Kaup- þingi væri lokið, en bréfin eru til 25 og 43 ára. Hins vegar lækkaði ávöxtunar- krafa húsbréfa einungis lít- ilsháttar eða um 0,04 pró- sentustig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.