Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN að þessi sáttmáli skuli gerður á þjóð- hátíðardegi íslendinga því samkvæmt skilgreiningu hans er eyðimerkur- myndun á 40-50% af flatarmáli ís- lands sem er hlutfallslega með því mesta sem þekkist. í tengslum við þennan sáttmála verður haldin al- þjóðaráðstefna næsta haust á Kirkju- bæjarklaustri um jarðvegseyðingu. Er jafnvel talið að á íslandi verði í náinni framtíð komið á fót alþjóð- legri rannsóknastöð jarðvegseyðingar og eyðimerkurmyndunar og frá þess- ari rannsóknastöð verði skipulagðar alþjoðlegar vemdaraðgerðir. A ráðstefnuna á Kirkjubæjar- klaustri mæta 60-90 jarðvegssér- fræðingar hvaðanæva að úr heimin- um. Þá munu íslenskir starfsbræður þeirra geta kynnt þeim ráðabrugg Landsvirkjunar viðvíkjandi Þjórsár- verum og líklegar afleiðingar þess fyrir jarðveg og gróður. Það verður dapurleg kynning því þýðing Þjórs- árvera fyrir náttúruauðlegð íslands og alls heimsins var staðfest með því að þau voru tekin á svokallaða Ramsar-skrá yfír votlendi sem hafa alþjóðlegt mikilvægi (Convention on Wetlands of Intemational Import- ance especially as Waterfowl Habit- at). Hvernig skyldi útlendingunum á ráðstefnunni verða við þegar þeir frétta um fyrirhugaða atlögu að þessari víðfrægu náttúruperlu? Kall tímans Væntanlega mætir Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra á þessa mikilvægu ráðstefnu. En hann sagði í viðtali í Morgunblaðinu 29.9. 1996: „Útlendingar koma hingað til þess að njóta okkar sérstæðu nátt- úru. Við verðum að gæta þess að fórna ekki ómetanlegum verðmæt- um. Þetta þurfum við að skoða gaumgæfilega í sambandi við virkj- unarmál. Stærstu draumarnir í virkj- unarmálum, sem gætu þýtt flutning á Jökulsá á fjöllum, koma ekki til framkvæmda í minni tíð sem um- hverfisráðherra, svo mikið er víst. Ég er ekki tilbúinn til að fallast á að Dettifoss verði gerður að „túrista- fossi" sem eitthvert vatn yrði látið renna í svo hægt væri að sýna foss- inn að sumri til.“ Gott. En hvað skyldi umhverfisráðherr- ann segja um fyrirhugaða atlögu Landsvirkjunar að Þjórsárverum og háskalegt og smánarlegt framlag þessa fyrirtækis til gróðureyðingar og frekari eyðimerkurmyndunar sem að líkindum fylgir með í atlögupakk- anum? Það er kominn tími til að íslensk- ir stjórnmálamenn í öllum flokkum svari kalli tímans, skilji að þeir og Landsvirkjun eru að miklu leyti á villigötum í stóriðju- og virkjana- áætlunum, skilji að þau viðhorf sem Jakob Björnsson, dr. Jóhannes Nor- dal og samheijar þeirra hafa bitið sig í eru viðhorf gærdagsins og drag- bítur á framtíðina, skilji að fram- kvæmdir í anda þessara úreltu við- horfa gera landið í senn ófýsilegt til heimsóknar og búsetu, skilji að það eru að verða straumhvörf, nýir tímar og ný viðhorf að fæðast sem að endingu munu fela í sér bjargfastan skilning á því að ægifögur og lítt snortin náttúra landsins er mesta auðlind okkar og hagkvæmustu virkjunarkostir eru þeir sem valda minnstum spjöllum á henni, skilji að með því að svara þessu kalli tímans verða þeir samferða þjóðinni inn í dögun nýrrar aldar. Að öðrum kosti munu þeir í senn verða viðskila við tímann og þjóðina og stjórna gegn henni og framtíð hennar í landinu. Það má ekki gerast. Höfundur er rithöfundur. i:Sgm SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAJR 1997 31 aaaiiftisas. Viltu styrkja stöðu þína vinnuumhvem Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á kvöldtíma tvisvar sinnum í viku kl. 18:00-21:30. Námið hefst 10. febrúár Skráning og upplýsingar ísíma 568 5010 i\ Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 j I I i ! ÞAR SEM FASTEIGNIRNAR FLJÚGA ÚT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.