Alþýðublaðið - 11.12.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ E.s. „Lagarfoss” fer héðan eftir helgina til Vestmannaeyja, Leith og New-York. — Farþegar eru beðnir að gera vart við sig á skrifstofu vorri í dag-. 0 &% w 0 %2* %2f 0 LÆKNISRAÐ. Læknir sem um lengri tíma haíði notað öll járnmeðul handa konu sinni, sá engan bata á henni. Eftir að hafa notað eina flösku af Fersól, var konan mun betri, eftir tvær flöskur var hún »ær orðin heil heilsu, og eftír 3 flöskur var hún orðin albata. Látið ekki hjá líða að nota blóðmeðalið MF* FERSÓL '91 sem fæst í Laugavegs Apoteki, og flestum öðrum Apo tekum hér á landi. — (Að eins FERSÓL ekta). 0 0 æ JP50L. 0 andinn. Amensk /andnemasaga. (Framh.) Roland hélt, að dugandi sund- maður mundi hægiega geta náð eynni og notið þar skjóls fyrir skotum rauðskinna. Hann var meira að segja farinn að hugsa um, hvort ekki mundi hægt að komast bangað með alt fólkið á hestunum, þegar óvenju bjart leyftur sýndi honum, að það sem honum hafði sýnst vera eyja, voru tré, sem stóðu þarna upp úr vatninu. Straumniðurinn gaf líka til kynna, að stórgrýti mundi um- hverfis tréin, sem sundmaður hæglega gæti rotsst á. „Við er um umkringd á alla vegu“, sagði hann hnugginn, „jafnvel Guð hef- ir yfirgpfið okkuri" Meðan hann enn var gagntek- inn af þessari hugsun, kom Iítill eintrjáningsbátur í Ijós á ánni rétt við gjáropið, og maður stökk á land. Roland hrökk við, ea áttaði sig brátt, og réðist að komu- manni, þar eð hann hélt hann vera Shavvnía, og sló hann högg mikið f höfuðið, því hann laut áfram til þess að kippa bátnum á þurt, svo hann steyptist til jarðar. „Drepstu, hundurl" sagði Ro land, um Ieið og hann sté á brjóst mannsins og bjóst til að greiða honum banahöggið. En þá opu’ aði hann alt í emu munninn og hrópaði á góðri ensku: „Dauði og djöfull, hvíti maðurl — hvað viltu mérl“ Það var ekki hægt að villast á þessari rödd; hún var eign for- ingja hestaþjófanna, sem nú stóð á fætur. Sverð Rolands hafði að eins höggvið sneið ofan af -hatti hans, en ekki meitt hann vitund. Hann veifaði byssunni, eins og hann ætlaði að endurgreiða högg- ið; en sama Ieyftrið, sem sýndi Roiand andlitsdrætti hans, færði honum heim sanninn um það, við hvern hann ætti. „Dauói og djöfulll" hrópaði hann frá sér numinn af gleði og kreisti hendi Rolands af öllu afli. „Dauði og djöfull, hermaður, ef eg hefði ekki komið til þess að Kjálpa þér út úr klípunni! Eg keyrði skot og óhljóð, og þá sló því niður eins og leyftri í huga mér, að hin goðum Ifka kona, sem bjargaði mér úr snörunni, væri í hættu stödd. Mér hefir ekki skjátlast 1 “ öskraði hann og hoppaði í loft upp „Hér er eg kominn, og skal berjast fyrir þá yndislegu mær, við alt sem andar og lifir: kristna, rsuðskinna, hvíta, rauða, svarta eða skjöldótta. Sýndu mér hunangsrósina, og þá skal eg fara þannig með óvini hennar, að ekkert verði eftir af þeim nema hárið og neglurnar“. An þess að skeyta nokkuð þessari ræðu spurði Roland hesta- þjófínn, hvernig hann væri þang- að kominn. Barnakerti ódýrust í verzlun Hannesar Olafssonar Grettisgötu 1. — Sími 871. Yerzlunin wVonK selur sykur í heildsölu og með miklum afslætti f smásölu, danskar kartöfl- ur á 20 kr. pokann, ágætan lauk, afbragðs spaðsalfað kjöt, hangið kjöt, smjör og flestar aðrar nauð- syaiegar vörur. Gerið svo vel og reynið viðskiftin í „Von“. Virðingarfylst. Guanar Signrðsson. Sími 448. Sími 448.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.