Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skip afskráð I Mexlkó en skráð á íslandi til að ná í 30 miiljóna króna kvóta: SÆGREIFA Júlía hélt hvorki vatni né millum þegar Rómeó fór að kyrja sín grátklökku ljóð með ekta mexíkana hatt á toppstykkinu . . . Ræða nýja útfærslu á Eskifjarðarsammngnum Vilja halda óbreyttu kaupi fyrir minni vinnu STJÓRNENDUR og starfsmenn loðnubræðslu Hraðfrystihúss Eski- fjarðar ræddu í gær hvemig kjara- samningur Alþýðusambands Aust- fjarða og vinnuveitenda yrði út- færður í loðnubræðslunni. Sigurgeir Jóhannsson, trúnaðarmaður í verk- smiðjunni, segir að útfærsian geti ráðið úrslitum um hvort samningur- inn verði felldur eða samþykktur. Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, seg- ir að óánægja starfsmanna loðnu- bræðslna á Austfjörðum með kjara- samninginn sem gerður var á Eski- firði sl. sunnudag snúist fyrst og fremst um að þeir sætti sig ekki við að heildarlaun þeirra skerðist samhliða styttingu á vinnutíma. Eskifjarðarsamningurinn gerir ráð fyrir að hámarksvinnutími í loðnubræðslum verði 60 tímar á viku, en hann var 72 tímar. Sigurð- ur sagði að samningurinn gerði ráð fyrir að starfsmenn fengju helming af þeirri tekjulækkun, sem þessi stytting á vinnutíma hefði í för með sér, bætta í hærra tímakaupi og álagi eftir að hafa staðið 70 vaktir. Hann sagði að margir starfsmenn væru óánægðir með að halda ekki óbreyttum launum. Álagið kemur of seint Sigurgeir Jóhannsson, trúnaðar- maður í loðnubræðslu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar, sagði að starfs- menn væru óánægðir með að halda ekki sömu launum fyrir minni vinnu. Að þeirra mati kæmi álagið á vaktimar einnig of seint. 70 vakt- ir þýddi að menn fengju ekki álag- ið, sem er 1.660 kr. fyrir hverja 12 tíma vakt, fyrr en búið væri að bræða í þijá og hálfan mánuð. Sigurgeir sagði að samningurinn gerði ráð fyrir að verksmiðjumar hefðu ákveðið svigrúm til að útfæra hann. Menn hefðu í dag verið að skoða hvemig hann yrði fram- kvæmdur á Eskifirði og ef starfs- menn yrðu sæmilega sáttir við út- færsluna ykjust líkur á að hann yrði samþykktur. Sigurgeir sagðist sjálfur ætla að styðja samninginn þegar hann yrði borinn undir at- kvæði. Sigurður sagðist hafa trú á að samningurinn yrði samþykktur. Ef svo færi að hann yrði felldur myndi ríkissáttasemjari boða sáttafund og ef engin hreyfing yrði í átt til sam- komulags á fundinum yrði tillaga um verkfallsboðun lögð fyrir félags- menn. Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku á Siglufirði, sem er í forystu fyrir stéttarfélögin sem semja við SR-mjöl hf., sagði að félögin sættu sig ekki við þá launatöflu sem væri í Eskifjarðarsamningnum. Taflan væri einfaldlega of lág og kæmi sérstaklega illa við starfsmenn sem hefðu 2-3 ára starfsaldur að baki. Samkvæmt launatöflunni fær starfsmaður með fimm ára starfs- reynslu rétt rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun. * * ^ 1/2 2 5/ _ al/tti/ a//s hiaiia • ÆgisíðiÉ * LmkiansSta Baiuarfirði Helgartilbod Safnkortshafar fá aö auki 3% afsfátt i punktum Scraa'-samfetaf teaiÉar Rökrætt um hugarfar og hagvöxt Verður efnis- hyggjan allsráð- andi á næstu öld? Framtíðar- STOFNUN boðar til rökræðu um hug- arfar og hagvöxt mánu- daginn 10. febrúar klukk- an 20.15 í Norræna hús- inu. Stefán Ólafsson pró- fessor mun þar gera grein fyrir þróun og einkennum hugarfars nútímamanna og reifar horfur til fram- tíðar. Eftir erindið munu Þórður Friðjónsson, for- stöðumaður Þjóðhags- stofnunar, Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsókn- arráðs íslands, Vilhjálmur Árnason heimspekingur, Margrét Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri Há- skóla íslands, og Gylfi Arnbjörnsson, hagfræð- ingur ASÍ, vera með í rökræðum um áhrif hugarfars á hagvöxt. Stefán var spurður um erindið. - Hvað ætlar þú að leggja til málartna um hugarfar og hagvöxt? „Ég mun gera grein fyrir hug- arfarsþróun nútímamanna með sérstakri áherslu á vöxt hinnar veraldlegu lífsskoðunar á Vestur- löndum. Þessi þróun tengist meðal annars minnkandi hlutverki trúar- bragða í mótun hugarfars og lífs- hátta. Einnig meiri áhrifum raun- hyggju og efnishyggju." - Hvenær byrjaði þessi þróun? „Með endurreisninni á 14. og 15. öld tók þessi þróun stefnu og varð greinileg með siðaskiptunum á 16. öld og loks með upplýsing- unni á 17. og 18. öld varð þróun efnishyggjunnar ráðandi. Segja má að markaðshyggja, neyslu- hyggja og velferðarstefna nútím- ans séu skilgetin afkvæmi þróun- arinnar sem hófst með siðaskipt- unum. í rökræðum Framtíðarstofnun- ar ætla ég að gera grein fyrir megininntaki þessa í mótun nú- tímamannsins og spyija síðan hvort hin ráðandi efnishyggja í lífsskoðun nútímamanna sé traust í sessi eða hvort hún muni hopa fyrir öðrum sjónarmiðum. Gagnýni á efnishyggju hefur auðvitað verið mikil í gegnum tíð- ina, meðal annars frá íhaldsmönn- um, trúmönnum, marxistum, efa- hyggjumönnum og rómantíkerum. Framgangur efnishyggjunnar hefur því ekki verið án fyrirstöðu. Strax við siðaskiptin --------- kom andsvar frá ka- þólsku kirkjunni. Rómantíska stefnan á 19. öld var svo andsvar við upplýsingastefn- unni á öldinni á undan. Togstreit- an birtist líka í listum og hug- myndasögu. Ég ætla að reifa þessi atriði á mánudaginn og leggja fram gögn sem gefa vísbendingar um að efn- ishyggjan sé ekki að víkja fyrir öðrum sjónarmiðum. Til dæmis gögn um viðhorf til vinnu og efnis- legra gæða. Viðhorf yngri kyn- slóðarinnar í ólíkum löndum eru borin saman við eldri kynslóðina. Efasemdir eru um að menn vilji áfram helga jafnstórum hluta lífs síns vinnunni og áður. Gögnin sýna hins vegar að atvinnuþátt- taka þegna þjóðanna eykst þótt vinnuvikan styttist, meðal annars vegna atvinnuþátttöku kvenna. Stefán Ólafsson ► STEFÁN Ólafsson er fædd- ur árið 1951 í Reykjavík. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð frá 1971 og lauk M.H. prófi frá Edinborgarhá- skóla árið 1976. Hann er doktor frá háskólanum í Oxford frá 1981. Núna starfar hann sem prófessor í Félagsvísindadeild Háskóla Islands og er forstöðu- maður Félagsvísindastofnunar. Hann ritaði bókina Hugarfar og hagvöxtur sem út kom árið 1996. Stefán er kvæntur Eddu Andrésdóttur fréttamanni og eiga þau tvo syni. Trúin hopará hæl fyrir efnishyggju flestir eru fangar efnishyggjunnar og reyna að fanga vindinn í lífs- gæðakapphlaupinu. “ - En grefur efnishyggjan þá und- an mannlegu samfélagi? „Gagnrýni á efnishyggjuna felst m.a. í því að hún fullnægi aðeins efnislegum þörfum en grafi undan félagslegum tengslum og skipulagi með ofuráherslu á ein- staklinginn og viðskipti. Spurning er hvort samfélagsmenningin sé veikari eða sterkari hjá ríkustu þjóðunum, en þar liggur svarið við gagnrýni m.a. frá marxistum, sem segja að kapítalisminn eyði- leggi menningu og félagsleg tengsl í samfélaginu. - Hvað gæti hugsanlega komið í staðinn fyrir efnishyggjuna? „Það hefur verið kallað ný-lífs- gæðahyggja, sem er blanda af sálrænum, félags-, menningar- og -------- umhverfislegum áherslum sem koma oft á dagskrá í umræðum um mengunarmál og hagvöxt." - Er trúin hvergi í þessu dæmi? „Trúarbrögð hafa í Evrópu vik- ið fyrir veraldlegum sjónarmiðum. Hins vegar sækja Bandaríkja- menn kirkju í meira mæli en marg- ar aðrar þjóðir og eru jafnframt fremstir í veraldlegri þróun. Meg- inniðurstaðan er samt að trúar- brögðin hafi vikið fyrir efnis- hyggju.“ - Stundum er sagt: „Það þarf bara að breyta hugarfarinu. “ „Það þarf meira til vegna sam- spils hugarfars og skipulags í þjóðfélaginu. Skipulagið mótast af hugarfarinu en hins vegar hafa þjóðir tilhneigingu til að festast í skipulaginu og það tengist vald- inu. Hópar hafa því hagsmuni af Öfugt við það sem margir halda skipulagi hvers tíma. Nýsköpunar- er umfang launaðar vinnu meira menn þurfa því að hafa vald til í dag en á síðustu áratugum." að yfirvinna fyrirstöðu þeirra sem - Hvers vegna er það? veija gamla skipulagið og gamla „Meðal annars vegna þess að hugarfarið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.