Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT Morgunblaðið/Björn St. Júlíusson HÓLMABORG SU á Ioðnumiðunum með vænt kast á síðunni. Hrognafylling orðin 13% LOÐNUVEIÐI var lítil í fyrrinótt þrátt fyrir hæglætis veður. Heldur var þó að lifna yfír veiðunum í gærmorgun og skipin að kasta á lóðningar 7-8 mflum suður úr Stokksnesi. Oddeyrin EA kastaði þó á lóðningar á Mýragrunni í fyrri- nótt en þar reyndist vera um smá- sfld að ræða. Líklegt er að farið verði að frysta loðnu á Japansmark- að upp úr næstu helgi. Að sögn þeirra skipstjómar- manna sem Morgunblaðið ræddi við í gær hafði loðnan dreifst í bræl- unni í fyrradag og veiði því enginn Frysting loðnu á Japansmarkað hefst upp úr helgi í fyrrinótt. Loðnan var óðum að þétta sig á ný og flest skip höfðu kastað um hádegisbilið í gær og mörg fengið ágætis afla. Stutt I Japansfrystingu Hrognaprósenta loðnunnar er nú orðin í kringum 13% og má því búast við að frysting á Japansmark- að hefjist upp úr næstu helgi en Japanir kaupa loðnuna þegar hún hefur náð 15% hrognafyllingu. Lítil- lega hefur verið fiyst af loðnu á Rússlandsmarkað upp á síðkastið en töluverð áta var í afla loðnuskip- anna í fyrradag og megnið af hon- um fór því í bræðslu. Atan virðist nú vera á undanhaldi. Fyrsta loðnan frá því um miðjan nóvember barst til SigluQarðar í fyrradag en þá lönduðu þar Hákon ÞH, Húnaröst SF, Bjami Ólafsson AK og Grindvíkingur GK samtals 4.002 tonnum. Árs nám í sj ávarútvegs-^ fræðum að hefjast við HI EINS árs nám í sjávarútvegsfræði þjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands hefst í lok febrúar 1997. Skipulag námsins miðast við að fólk af öilu iandinu geti stundað námið samhliða vinnu sinni. Mark- miðið er að sameina fræðilega og hagnýta þekkingu á þessu sviði og er leitast við að miðla nýjustu að- ferðum, hugmyndum og rannsókna- niðurstöðum eins og þær liggja fyr- ir hveiju sinni. Námið er ætlað sérfræðingum og stjómendum í íslenskum sjávar- útvegi. Það hentar bæði þeim sem lokið hafa háskóla- og tækniskóla- prófí, sem og öllum sem hafa góða almenna menntun og starfsreynslu í íslenskum sjávarútvegi, s.s. fram- kvæmdastjóram, fjármálastjórum, framleiðslustjóram, verkstjóram, Námið ætlað sérfræðingfum og stjómendum 1 sjávarútvegi útgerðarstjóram, auk starfsmanna opinberra stofnana og hagsmuna- samtaka. Kennt þrjá daga I senn Helstu námsgreinar era: rekstr- arhagfræði, efna- og örverafræði, íjármál, fískifræði, fískiðnaðar- tækni, gæðastjómun og gæðakerfi, markaðsfræði og utanríkisverslun, framleiðslustjómun, gæðakerfí, fiskihagfræði, rekstraramhverfí sjávarútvegsfyrirtækja, stefnumót- un og stjómun. Kennt þijá daga í senn, fimmtu- dag, föstudag og laugardag, einu sinni til tvisvar í mánuði (engin kennsla í júlí og ágúst). Námið sam- svarar tólf og hálfri einingu í námi á háskólastigi. Þátttökugjald 190.000 krónur Þátttökugjald er 190.000 kr og era kennslugögn innifalin að mestu leyti. Geiðslu má dreifa á námstím- anum, samkvæmt nánara sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 10. febr- úar. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands, Tæknigarði, Dun- haga 5, 107 Reykjavík, sími: 525-4923. Nýtt skip til Húsavíkur Húsavík. Morgunblaðið. FJÖLNOTASKIPIÐ Geiri Pét- urs ÞH 344 kom til heimahafnar á Húsavík í áliðnum janúar. Það er samnefnt eignarhaldshlutafé- lag, sem keypti skipið á uppboði f Færeyjum. Þetta var eitt af bestu skipum færeyska flotans. Skipið er smíðað í Danmörku og Færeyjum árið 1989 og var gert út til bolfiskveiða. Það er rúmlega 40 metra langt, 519 brúttótonn, með 1.500 kw Warts- ila-aðalvél, tveimur ljósavélum og með 26 tonna togvindu. Sett verður í skipið ný rækju- vinnslulína og frystibúnaður endurnýjaður. Að þeim endur- bótum loknum fer skipið á rækjuveiðar. Skipstjóri verður Olgeir Sig- urðsson en framkvæmdastjóri Ljósmynd/Hafþór GEIRI Péturs kemur til heimahafnar. er Sigurður Olgeirsson, sem út eldra skip, sem var rúm 240 ásamt fjölskyldu er eigandi út- tonn og hefur það nú verið selt gerðarinnar. Áður gerði félagið úr landi. Deilt um auðævi O. J. Simpsons Santa Monica. Reuter. DEILT er um hver auðævi bandarísku raðningshetjunnar O.J. Simpsons era en hann hefur verið dæmdur til greiðslu 8,5 milljóna dollara miskabóta, jafnvirði 600 milljóna króna, fyrir að hafa verið valdur að dauða fyrr- verandi konu sinnar, Nicole Simpson, og vinar hennar, Rons Browns. Eftir er að fella úrskurð um aðrar skaðabætur. Lögfræðingar Simpsons segja að auður hans hafí minnkað úr 8 milljónum doll- ara í febrúar í fyrra og nemi nú aðeins 500.000 dollurum. Sam- kvæmt athugun CMV-sjónvarps- stöðvarinnar og T/me-tímaritsins nam auður Simpsons 11 miHjónum dollara fyrir fjóram árum. Sérfraeðingar í fjármálum munu vitna í skaðabótamál- inu og einn slíkur mun þar halda fram, að tekjur Simpsons af auglýsingum, með- mælum o.þ.h. geti numið allt að 24 millj- ónum dollara á næstu 20 áram. Búist var við því í gær, að hann yrði dæmdur til greiðslu mjög hárra skaðabóta til viðbótar miskabót- unum. Að sögn sér- fróðra yrðu lögmenn líklega á eftir honum um mörg ókomin ár, þess vegna til æviloka, við að reyna að innheimta bætumar. Yrði hann líklega neyddur til að selja eigur sínar og taka upp hófsamari lifnað- arhætti. Lögfræðingur, sem er náinn vin- ur Simpsons, sagði CNN-stöðinni að dómum, sem felldir voru yfír Simpson í vikunni, yrði áfrýjað. OJ. Simpsons Reuter Jeltsín talar í sjónvarpi Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tal- aði í gær í fyrsta sinn til þjóðar sinnar í sjónvarpi frá því hann fékk lungna- bólgu fyrir mánuði. Jeltsín ræddi við forseta efri deild- ar þingsins, Sambandsráðsins, og talaði fyrir framan sjónvarpsvélamar í 45 sekúndur fyrir fundinn. Forsetinn virtist þreytulegur en ákveðinn og talaði hægt til að full- vissa aldraða Rússa um að ellilífeyrir þeirra yrði ekki skertur. Forsetinn var að svara embættismanni, sem vill að greiðslur til starfandi lífeyris- þegar verði skertar. Forsetinn hækkaði röddina og virt- ist reiður þegar hann lýsti því yfír að hvorki hann né stjómin hefði léð máls á slíkri skerðingu. Tútsar í sókn UPPREISNARHER tútsa í austurhluta Zaire hefur hafið gagnsókn gegn sljórnarher landsins, sem hóf nýlega mikla sókn til að reyna að endur- heimta svæði sem Tútsarnir náðu á sitt vald í október. Uppreisnarmennirnir segjast hafa stöðvað sókn sljómar- hersins og krefjast þess að Mobutu Sese Seko forseti segi af sér fyrir 21. febrúar. Myndin var tekin þegar um 5.000 nýliðar í uppreisnarher tútsa gengu um borgina Goma og sungu lofsöngva um leið- toga sinn, Laurent Kabila, og níð um Mobutu forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.