Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 21 Yilja umbætur á skólakerfinu í Singapore Áhersla á raungreinar sögð á kostnað sköpunargáfu MENNTAKERFIÐ í Singapore hefur verið til mikillar umræðu eftir að nemendur þar í landi voru hæstir í heiminum á prófí í stærð- fræði og vísindum. En þótt ánægju gæti með útkomuna frá því í nóvember heima fyrir eru ekki allir ánægðir með mennta- kerfið sjálft og þegar Goh Chok Tong forsætisráðherra vann stór- sigur í kosningunum 2. janúar lýsti hann yfir því að hann hygð- ist leggja höfuðáherslu á umbætur í menntamálum. Lee Yock Suan var færður úr menntamálaráðuneytinu og arf- taka hans, Teo Chee Hean fiota- foringja, sem er á uppleið í stjórn- málum í Singapore, falið það verk- efni að gera umbætur í skólum, sem hafa hlotið þá viðurkenningu að vera bestir í heimi. Ástæðan fyrir því að talið er að gera þurfi breytingar á skóla- kerfínu er sú að farið er að draga úr hagvexti og það hefur styrkt þær raddir, sem halda því fram að í Singapore sé lögð áhersla á að steypa alla í sama mót með þeim afleiðingum að frumleika til að standast alþjóðlega samkeppni sé ábótavant. Óljóst hvaða umbætur verða gerðar Teo hefur ekki sagt hvað hann ætlast nákvæmlega fyrir, en þó er talið víst að hann hafi ekki í hyggju að knýja nemendur til að sýna sínar listrænu hliðar. í Sin- gapore hefur reyndar verið reynt að auka ,jafnvægi“ í þjóðfélaginu með því að veita opinberu fé til leikhúsa og listasafna, en áhersl- an er engu að síður á tæknihliðina. Árangurinn á samanburðar- prófinu náðist fram með mikilli vinnu, rannsóknarstofum með fullkomnum tækjum og góðum tölvukosti fyrir nemendur. En nú vilja ráðamenn í Singapore ekki láta sér nægja að þar sé fram- leiddur vélabúnaður, heldur einnig hugbúnaður. RAUNGREINATÍMI í Singapore. Ýmsir segja að þar sé markið ekki sett nógu hátt og í tímaritinu Newsweek var nýverið haft eftir Soh Yew Peng, kennara í Singap- ore, að þótt þar væru bestu tækni- kratar í heimi menntaðir héldu „margir því fram að þetta land hefði enga sál“. Minni áhersla á utanbókarlærdóm Skólar í Singapore hafa reynd- ar verið að færast frá þeim járn- aga og utanbókarlærdómi, sem einkennt hefur menntun í Austur- Asíu. Skólastjórar mæla almennt gegn líkamlegri refsingu. Nem- endur segja að nú þegar sé minni áhersla lögð á utanbókarlærdóm og meiri á sköpunargleði. Verið sé að bæta við námskeiðum í teikningu, ljósmyndun og útivist í skólum. Sagt er að skólar, sem undirbúi nemendur fyrir inntöku- próf í háskóla, séu heldur ekki jafn strangir og erfiðir og í Suður- Kóreu og Japan. Íbúar Singapore hafa ekki að- eins áhyggjur af því að áherslan á raungreinar hafi verið á kostnað sköpunargleðinnar. Undanfarið hafa stjómmálaleiðtogar haldið því fram að æska Singapore sé á niðurleið. Nemendur kunni ef til vill að reikna en þeir viti ekkert um söguna eða þá erfiðleika, sem vinna varð á, þegar Singapore ruddi sér til rúms með hættur á hveiju leiti. Unglingar skilji ekki hvað það kostaði að betjast við fátækt og sameina íbúa af kín- verskum, indverskum og mal- asískum uppruna. Þeir embættismenn, sem þetta segja, gefa einnig til kynna að ungt fólk mundi ekki kvarta und- an hækkandi framfærslukostnaði og höftum á málfrelsi ef það gerði sér grein fyrir þrengingum fortíð- arinnar. Bandaríkjaforseti kynnir áætlun um að eyða fjárlagahallanum á fimm árum Clinton vonast til að ná „málamiðlun með sæmd“ Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kynnti í gær fjárlagafrumvarp og kvaðst leita „málamiðlunar með sæmd“ við þingheim um að ráða niðurlögum fjárlagahallans. Repú- blikanar brugðust fálega við frum- varpinu. Frumvarpið nær til fjárlagaárs- ins 1998 og hljóðar upp á 1,69 billjónir dollara (um 116,61 billjón- ir íslenskra, króna). Þar er lagt til að niðurskurður í sköttum nemi 98,4 milljörðum dollara (um 6,79 billjónir króna), sem verði að hluta til vegið á móti með 76 milljörðum dollara (5,24 billjónum króna) í hærri sköttum. Þegar Clinton greindi frá frumvarpinu viður- kenndi hann að ágreiningur væri milli sín og repúblikana. „Ég heid að við þurfum að leggja hart að okkur til að ná málamiðlun með sæmd, en ég hygg að við getum gert það.“ Afgangur á fjárlögum 2002 í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að hallinn verði 120,6 milljarð- ar dollara (8,32 billjónir króna) á næsta fjárlagaári, sem nær frá 1. október 1997 til 30. september 1998, eða fímm milljörðum dollara (345 milljörðum króna) lægri en á yfirstandandi fjárlagaári. Síðan minnki hann smátt og smátt á næstu þremur árum og árið 2002 verði 17 milljarða dollara (1,17 billjóna króna) afgangur af fjárlög- um. Leiðtogar repúblikana gagn: rýndu þegar frumvarp Clintons. „í þessu skjali er einfaldlega ekki að fínna þá dirfsku, sem við vildum sjá og mundi færa almenningi heim sanninn um að það væru í raun breyttir tímar í Washington," sagði John Kasich, formaður fjárlaga- nefndar fulltrúadeildar þingsins. Reuter BILL Clinton Bandaríkjafor- seti kynnir fjárlagafrumvarp ársins 1998. - STÆRK SENNE lUjjar umbúðir SAMA GÓÐA SINNEPIÐ! Hið vinsæla UG sinnep hefur nú fengið nýjar umbúðir. UG sinnepið sem kitlað hefur bragðlauka íslendinga verður eftir sem áður fáanlegt í öllum helstu verslunum undir hinu nýja nafni Tkkert hatrð án 'Kafvuiœ ÍSLENSKIR OSTar^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.