Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HÁSKÓLANEMAR í Belgrad halda á krossi og fána Júgóslaviu á mótmælagöngu í Belgrad í gær. Þúsundir sljórnarandstæðinga héldu mótmælunum áfram þrátt fyrir tilslökun Slobodans Milosevic forseta á þriðjudag. Serbneskir stj órnarandstæðingar svara tilslökun Milosevic Hætta mótmælunum verði lögin samþykkt Ætla að láta reyna á viðræður við serbnesku stjórnina París. Reuter. LEIÐTOGAR stjórnarandstöð- unnar í Serbíu sögðu í gær að götumótmælunum í landinu yrði hætt þegar þingið samþykkti frumvarp stjórnar Slobodans Mi- losevic forseta um að sigrar stjórnarandstöðunnar í sveitar- stjórnakosningunum í nóvember yrðu viðurkenndir. „Við hættum mótmælunum og látum reyna á viðræður samþykki þingið frumvarpið," sagði Vuk Draskovic, einn af þremur leið- togum Zajedno, bandalags serb- 'neskra stjórnarandstöðuflokka, sem sigraði í 14 borgum og bæj- um í kosningunum. Draskovic lét þessi orð falla eftir að leiðtogamir ræddu við Herve de Charette, utanríkisráð- herra Frakklands, í París í gær. Þeir voru enn tortryggnir í garð Milosevic, sem sneri skyndilega við blaðinu á þriðjudag og féllst á að verða við þeirri kröfu stjórn- arandstöðunnar að úrslit kosning- anna yrðu virt. Stjórn Milosevic hefur sam- þykkt drög að frumvarpi um kosningadeiluna, sem verður lagt fyrir þingið í næstu viku. „Þurfum að vera mjög varkár“ „Við þurfum að vera mjög, mjög varkár. Við höfum haft mjög slæma reynslu af Milosevic,“ sagði Draskovic. Hann bætti við að leiðtogarnir þrír hefðu ákveðið að láta á það reyna hvort hægt yrði að semja við stjórnina um önnur deilumál. De Charette sagði að leysa bæri deilur serbnesku stjórnmála- flokkanna með viðurkenningu kosningaúrslitanna, viðræðum milli stjórnarinnar og stjórnar- andstöðunnar, lýðræðislegum kosningum í lok ársins og frjáls- um aðgangi stjórnarandstöðunn- ar að fjölmiðlunum. Rússneska stjórnin fagnaði til- slökun Milosevic í gær og sagði að deiluaðilarnir þyrftu að nota tækifærið sem nú gæfist til að draga úr ólgunni í Serbíu. Dómsmálaráðherrar ESB Vilja aukið vald ESB á sviði dómsmála Sotheby’s sakað um listaverka- smygl London. Reuter. NOKKRIR starfsmenn Sotheby’s- uppboðsfyrirtækisins breska hafa verið leystir frá störfum um stund- arsakir vegna ásakana um, að þeir hafí smyglað til Lundúna ít- ölskum listaverkum. George Bailey, framkvæmda- stjóri Sotheby’s í Evrópu, sagði í gær, að fyrirtækið starfaði eftir mjög ströngum reglum og því væri ekki unnt að sætta sig við, að einhverjir starfsmenn þess hefðu brotið lög. Sagði hann, að um væri að ræða einangruð atvik en við þeim yrði brugðist af fullri hörku. Hann gagnrýndi hins vegar harðlega hvemig staðið var að þessu máli en ásakanimar koma fram í sjónvarpsþætti þar sem fylgst var með starfsmönnunum í Mílanó á Ítalíu með falinni mynda- vél. Átti að sýna sjónvarpsþáttinn á sjónvarpsstöðinni Rás 4 í gær- kvöld. Búist var við, að þar sæist sér- fræðingur Sotheby’s í gömlu meisturunum bjóðast til að smygla málverki eftir ítalska málarann Giusseppe Nogari til Bretlands og viðurkenna um leið, að það væri ólöglegt að fara með það frá Ítalíu. Alvarlegar ásakanir í þættinumm er stuðst við- bók eftir blaðamanninn Peter Watson, sem skrifar um listir, en hann heldur því fram, að Sotheby’s hafi skipulegt ólöglega flutning á mál- verkum frá Italíu og Indlandi til Bretlands og falsað pappíra til að fela uppruna annarra listaverka. „Við keyptum málverk eftir einn af gömlu meisturunum á Ítalíu, fórum með það á skrifstofu Sothe- by’s í Mflanó og þeir buðust til að smygla því til Bretlands sem þeir og gerðu. Þeir skipulögðu allt saman og ráðlögðu okkur að nota falskt heimilisfang i London,“ sagði Watson í viðtali við BBC, breska ríkisútvarpið. „Við fengum myndina í hendur þegar hún var komin til London og fórum með hana til Sotheby’s. Þar keyptum við hana aftur á uppboði og skiluð- um henni síðan til Ítalíu.“ Noordwyk. Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Evr- ópusambandsins (ESB) ákváðu í gær að knýja á um aukið hlutverk sambandsins í baráttunni við glæpi. Er það gert á grundvelli skýrslu sem leiðir í ljós, að tak- mörkuð samvinna aðildarríkja á þessu sviði hefur litlu áorkað. Frakkar, sem hingað til hafa verið varir um sig þegar um hefur verið að ræða að láta frá sér for- ræði, hvetja nú til þess, að sam- starfí á sviði dómsmála verði hag- að með sama hætti og viðskipta- og efnahagsmálum sambandsins. Alain Toubon, dómsmálaráð- herra Frakklands, sagði á blaða- mannafundi eftir seinni fundardag ráðherranna, að ESB bæri ekki einungis að koma á sameiginlegu svæði þar sem flutningar og ferða- lög yrðu fijáls, heldur stuðla einn- ig að auknu öryggi innan þess. *.★★★* EVRÓPA^ Toubon mun hafa hvatt til þess á fundi ráðherranna, að samstarf skyldi stóraukið í baráttunni gegn fíkniefnum og glæpum. Jafnframt varpaði hann fram þeirri hugmynd, að ESB tæki yfír útlendingaeftirlit og málefni flóttamanna en það er háð því að uppbygging stofnana sambandsins verði endurskoðuð. Hvatti Toubon ennfremur til þess að möguleikar framkvæmdastjóm- arinnar til aðgerða á sviði dóms- mála yrðu auknir og valdsvið Evr- ópudómstólsins yrði aukið. Erfiðasta viðfangsefnið Samstarf á sviði dóms- og inn- anríkismála er eitt erfíðasta við- fangsefni ríkjaráðstefnu ESB. Bretar hafa einhliða beitt neit- unarvaldi til að stöðva ýmsar til- lögur á þessu sviði undanfarin ár. Og á sama tíma og ráðherrarnir kvarta undan ónógri samvinnu hafa ýmsar ákvarðanir ESB sem orðið gætu til þess að vinna á ýmsum vanda á sviði dómsmál- anna ekki verið staðfestar í aðild- arríkjunum. Þannig er Bretland eina ríkið sem staðfest hefur lög um Evrópulögregluna (Europol) og þrír bálkar um viðskiptasvik, tollasamstarf og gagnkvæmar reglur um brottvísun úr landi hafa ekki verið staðfestir í neinu ESB-ríkjanna. Evrópski fjárfest- ingabankinn Metútlán í fyrra Brussel. Reuter. EVRÓPSKI fjárfestingabankinn (EIB), helzta fjármögnunartæki Evrópusambandsins (ESB), setti met í útlánum á síðastliðnu ári. Alls veitti bankinn lán að upphæð 23,2 miiljarða Ecu, eða 1.910 millj- arða króna. Frá þessu greindi Sir Brian Unwin, bankastjóri EIB, í gær. Til þess að fjármagna þessi miklu útlán gaf EIB, sem í hópi alþjóð- legra lánastofnana er sú stærsta, út skuldabréf á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum í 22 gjaldmiðlum, að heildarupphæð 18,6 milljarða Ecu, sem samsvarar 1.525 milljörð- um króna. Þó megnið af fjárfestingar- og framkvæmdalánum bankans sé var- ið til verkefna I löndum ESB, voru fjárveitingar bankans til landa utan ESB einnig miklar á síðasta ári. Einkum nutu löndin í Mið- og Aust- ur-Evrópu þess, sem fengu samtals metupphæðina 1,1 milljarða Ecu, 90 milljarða kr., í lán frá bankanum. STUTT 79 farast í land- skjálftum AÐ minnsta kosti 79 manns létu lífíð í tveimur öflugum jarðskjálftum og eftirskjálfta, sem riðu yfír íran á miðviku- dag. Um 260 slösuðust í skjálftunum sem urðu rúmum 500 km norður af Teheran. Skjálftarnir mældust 5,4 stig, 5,7 og 6,1 stig á Richter og jöfnuðust tugir smáþorpa við jörðu. 25.000 manns misstú heimili sín í skjálftunum, að sögn innanríkisráðuneytisins í gær. Uppreisn gegn skæru- liðum DAGBLAÐ í Alsír sagði í gær að fjöldamorð í alsírskum bæ á föstudag hefði leitt til upp- reisnar meðal bæjarbúa gegn skæruliðum heittrúaðra músl- ima. Blaðið sagði að íbúar bæjarins gengju um með byss- ur og barefli til að koma í veg fyrir frekari árásir skærulið- anna, sem drápu 31 mann í bænum á föstudag. Gyðingar hætta við við- skiptabann SAMTÖK gyðinga í New York sögðust í gær hafa hætt við að beita sér fyrir því að gyð- ingar hættu viðskiptum við svissneska banka eftir að þrír stærstu bankarnir ákváðu að stofna sjóð til aðstoðar fórn- arlömbum þýskra nasista í síð- ari heimsstyijöldinni. Rússar eigna sér listaverk RÚSSNESKA þingið hefur samþykkt ályktun þar sem Rússar lýsa sig réttmæta eig- endur listaverka sem tekin voru af nasistum í lok síðari heimsstyijaldar. Þjóðveijar hafa gert kröfu um að fá verk- in aftur, en þeir hafa ekki vilj- að tjá sig um ályktun rússn- eska þingsins. Tsjetsjenar reka ÓSE- mann úr landi BANDARÍKJAMENN hafa krafist þess að fráfarandi for- seti Tsjetsjníu taki aftur ákvörðun sína um að reka yfír- mann Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, úr landi. Utanríkisráðherra Tsjetsjníju hefur gagnrýnt yf- irmanninn, Svisslendinginn Tim Guldimann, harðlega fyrir að hafa sagt Tsjetsjníju hluta af Rússlandi. Fleiri fá heila- himnubólgu MIKIL aukning hefur orðið á heilahimnubólgutilfellum, að sögn Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninnar, og létust um 16.000 manns úr sjúkdómnum I fyrra. Tilkynnt var um 150.000 tilfelli, en flestir þeirra sem létust voru böm í Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.