Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 25 EIN af myndum Jóhönnu Sveinsdóttur í Listakoti, Laugavegi 70. Haust- myndir MYNPUST Listakot EINÞRYKK/BLÖNDUÐ TÆKNI Jóhanna Sveinsdóttir. Opið mánud.- föstud. kl. 12-18, laugardaga 10-14, sunnudagana 2. og 9. febr. 14-18 til 11. febrúar. Aðgangur er ókeypis. ÞAÐ er dugur í stöllunum sem reka listhúsið Listakot að Lauga- vegi 70, og enginn uppgjafarbrag- ur á starfseminni. í efra rými eru reglulegar sérsýningar og virðast þær smám saman vera að fá á sig form þótt óneitanlega skorti stundum á nokkra hnitmiðun eins og raunar í öllu samanlögðu rým- inu og er hér þörf stöðugrar upp- stokkunar út frá mörkuðum grunni. Forðast skal allt kraðak í upphengingu og væri ráð að festa kaup á skúffuskáp, helst fleirum en einum, en við það aukast mögu- leikar á að hafa úrval óinnramm- aðra mynda á boðstólum, rækta um leið aðrar þarfir rekstursins. Slíkir skápar eru fyrsta húsgagnið sem listhús í útlöndum festa sér og má af því marka mikilvægið, en hér á útskerinu mætir það iðu- lega afgangi! Jóhanna Sveinsdóttir, sem kynnir nokkur einþrykk sín og myndir blandaðrar tækni í sýn- ingahorninu á annarri hæð hefur ekki haft sig mikið í frammi til þessa. Einungis haldið eina smá- sýningu í listhúsinu „Hjá þeim“ 1994 og tekið þátt í þrem samsýn- ingum á staðnum. Ýmislegt á sýn- ingunni segir mér að þetta sé óþarflega mikil hógværð því lista- konan hefur til að bera mjög upp- runalegt litaskyn sem henni ætti að vera innan handar að þróa til mun meiri afreka. Til þess þarf að sjálfsögðu frekari skólun, ósér- hlífni, aga og umfram allt sam- felld vinnubrögð. Myndir Jóhönnu með haust- mánuðina síðustu sem þema, tíma safaríks litagróðurs sem jörðin skreytir möttul sinn með áður en hún leggst í vetrardvala, eru verð- ar allrar athygli. Um er að ræða einþrykk á pappír, þrykkt af ryð- guðum járnplötum og koparplöt- um sem gengið hafa gegnum sér- stakt ætingarferli. Hluta þeirra hefur hún málað ofan í með vatn- slit og/eða akrýl. Þetta er jarð- bundið ferli og er best lætur tekst henni að ná fram mjög lifandi formheildum, ferskum og mettuð- um litatónum. Nokkuð ber á óör- yggi í útfærslu einstakra dökkra myndheilda, einkum í innra rým- inu, hinn græni stígandi í mynd- inni „Af fjalli IV“ er þó mjög þró- aður. Hins vegar kveður við allt annan og samræmdari tón í mynd- unum „Fjúk“, „Stilla“ og „Annir“ (35-37), svo og myndröðunum „Haust“ 1-8 og „Haust“ 9-16. Frá þeim eins og streyma töfrar og seðjandi birtumögn tímahvarf- anna. Bragi Ásgeirsson Svipmótið bakvið röddina BÓKMENNTIR Mannfræði STELPURNAR Á STOÐ- INNI Islenskar talsimakonur 1906-1991. Ásthildur G. Steinsen tók saman og skráði. 752 bls. Prentun: ísafoldar- prentsmiðja hf. Reykjavík, 1996. MIKIÐ er rit þetta, bæði að um- fangi og inntaki. Þarna eru ævi- skrár mörg hundruð kvenna, nöfn og ártöl nær óteljandi og hafsjór annars konar upplýsinga. Að safna því öllu saman hefur kostað ómælda vinnu og fyrirhöfn, miklu meiri en að taka saman lækna eða prestatal svo eitthvað sé nefnt til samanburðar. Slóð embætt- ismannsins er auðrakin. Símastúlk- an hverfur fremur í fjöldann. Síma- mær kallaðist hún forðum. Þannig töluðu þeir sem vildu vera hátíðleg- ir og vanda málfar sitt. Starfsheit- ið gaf sitt til kynna. Mörg slma- mærin stóð stutt við í starfi. Færi allt að óskum giftist hún og hvarf á braut, helst áður en þrítugsaldri var náð. »„Stelpurnar á stöðinni" voru stjörnur síns tíma og þóttu flestar gott gjaforð,« segir höfund- ur í inngangi. Með giftingunni fluttust sumar landshorna á milli, aðrar til útlanda. Að hafa uppi á þeim öllum nú, áratugum síðar - það hefur tekið á þolinmæðina. Hinar, sem gengu ekki út og urðu ekki berklunum að bráð héldu gjarnan stöðum sínum og unnu sumar til elliára. Þessi var sem sé gangur mál- anna á fyrri hluta aldarinnar. Með stríðinu breyttist flest. Eftir stríðs- lokin þótti ekki lengur tiltökumál að gift kona starfaði utan heimilis. Síðar varð það sjálfsagt talið. Meðan litið var á vinnu ungrar stúlku sem bið eftir hjónabandi voru laun skorin við nögl. Höfundur tekur þó fulldjúpt I árinni þegar hann segir að stúlkur, sem réðu sig í vist, hafi þrælað »oft- ast aðeins fyrir mat og húsnæði og einn frídag í viku«. Svo slæmt var það nú sjaldnast. Venjan var að þær fengju nokkurt kaup þótt ekki væri það hátt. Símastúlk- urnar unnu að sjálf- sögðu fyrir kaupi. Vafasamt er þó að þær hafi verið miklu betur settar en vinnukonurn- ar ef þær þurftu að greiða fæði og húsnæði fullu verði. Æviskrár eða »töl« af þessu tagi hafa komið út svo tugum skiptir á undanförnum árum. Höfundurinn hefur því haft ærnar fyrirmyndir að fara eftir. Samkvæmt megin- reglu skrásetur hann fæðingar og dánardag, nöfn og fæðingarár for- eldra, nafn og fæðingarár maka og foreldra hans, nöfn og fæðingar- dag barna. Að lokum er svo getið um menntun og störf viðkomandi persónu. Fæðingarstaðar er stund- um getið, oftast ekki. í sumum æviskránum er enginn staður nefndur nema vinnustaðarinn sem er þá skammstafaður. Ilending virðist ráða hvort getið er fæðing- ardags eða einungis fæðingarárs foreldra og tengdaforeldra. Mikill er líka munur á lengd æviskránna. Sumar eru einungis þrjár til fjórar línur, aðrar allt að hálfri blaðsíðu. Að minnsta kosti einnar konu er tvisvar getið, fyrst í átta línum, síðar í sjö línum. Orsökin mun vera sú að hún heitir tveim nöfnum og er skráð undir báðum. Mynd er með fyrri greininni en ekki með hinni síðari. Betra hefði ritið orð- ið ef höfundur hefði í upphafi sett sér ákveðnar vinnureglur þó svo að ekki hefði tekist að framfylgja þeim til hins ýtrasta. Áætlun verður til alls fyrst. Og gott er allt- ént skárra en sæmi- legt. Hentast hefði þó verið að fleiri kæmu að verkinu. Einum er tæpast ætlandi að safna þvílíkri forógn upplýsinga og skrá- setja svo fulls sam- ræmis sé gætt. Sýni- lega er verk þetta unn- ið af hugsjón. Og hún er náttúrlega lofsverð svo langt sem hún nær. Þrátt fyrir annmarkana er gam- an að grúska í riti þessu auk þess sem lesa má út úr því heilmikla samfélagsfræði. Með símastúlkun- um var í fyrsta skipti ráðinn ijöldi kvenna til tæknilegra starfa sem töldust vera bæði vandasöm og ábyrgðarmikil. Síminn, sem okkur þykir nú svo sjálfsagður, kom ekki átakalaust. Höfundur minnir á þær heiftarlegu deilur sem urðu með tilkomu hans á sínum tíma. En hann kom nú samt og varð á undraskömmum tíma hluti daglega lífsins. Eftir kyrrstöðu aldanna varð síminn eitt með öðru til að koma þjóðlífinu íslenska á hreyfingu. Það fór þó hægt af stað. Og símastúlk- urnar gerðu ekki víðreist, blessað- ar, fremur en aðrir landsins þegnar á fyrstu áratugum aldarinnar. Höf- undur bendir á »hve margar þeirra fóru lítið af bæ, eða voru að mestu innan sinnar sveitar langt fram á þessa öld«. Myndir fylgja flestum æviskránum. Gefur þar að líta marga fagra snót með hýrri brá. Erlendur Jónsson Ásthildur G. Steinsen * Ur landslagi í afstrakt í TILEFNI af því að nú hefur Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi sitt þriðja starfsár hefst laugar- daginn 8. febrúar nk. sýningin Úr landslagi í afstrakt. Sýning þessi er úr safni Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar og er hluti úr sýn- ingu með sama nafni sem sett var upp í Hafnarborg 13.-29. ágúst 1994. Sýnd verða verk eftir Ágúst Petersen, Ásgrím Jónsson, Bene- dikt Gunnarsson, Björn Roth, Eirík Smith, Jón Þorleifsson, Júlí- önnu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Sigurð Sigurðs- son, Svein Björnsson og Veturliða Gunnarsson. Viðfangsefni sýningarinnar er landslag sem verður kveikja að afstraktmynum og afstraktmynd- ir sem kvikna af landslagi. Sýningin stendur til 23. febr- úar og er Listasetrið opið frá kl. 19-21 virka daga og frá kl. 15-18 um helgar. „Táknmyndir hugans - minningabrot“ SÓLVEIG Helga Jónasdóttir myndlistarkennari opnar sýningu á neðri hæð Listasafns Kópavogs laugardaginn 8. febrúar kl. 15 sem hún nefnir Táknmyndir hug- ans - minningabrot. Verkin á sýningunni eru unnin í olíu á striga á árunum 1991- 1997. Maðurinn og Qöllin eru meginstefið í minninga- heimi lista- konunnar en eðli minning- anna ólíkt. Sólveig Helga er fædd á Siglufirði 1945. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1962-66 og 1988-89. Þetta er fyrsta einka- sýning hennar en áður hefur hún tekið þátt í samsýningu Félags íslenskra myndlistarmanna í Nor- ræna húsinu 1975. Sýningunni lýkur 2. mars og er hún opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 12-18. Björn Birnir sýnir í List- þjónustunni SÝNING Björns Birnis hefst á laugardag í Listþjónustunni, Hverfisgötu 105, á fjórum stórum myndum unnum með akríl á striga auk nokkurra minni mynda unnum með tússi. Myndefnið er helst jökullinn eins og hann blasir við Birni í íslenskri náttúru. Björn Bimir hefur haldið margar einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Björn hefur verið kennari við MHI til margra ára og síðasta 0 i ,v / Kínadagar V / í Perlunni í tilefni 25 ára stjórnmálasambands íslands og Kína veröur efnt til Kínadaga '97, sem hefjast nýársdag skv. kínversku almanaki; 7. febrúar. Málþing, vörusýning og ýmsir listviðburöir Málþing um samskipti íslands og Kína x Perlunni í dag f östudaginn 7. febrúar kl. 11.30—16.25. Efni: Samskipti á sviði vísinda, stjórnmála, menningar og lista, fjárfestinga, ferðamála og viðskipta; Sl. öldin - öld Kína o.fl. Aðgangseyrir kr. 5000,- hádegisverður innifalinn, greiðist við innganginn. Skráning og upplýsingar í síma 588 8910 á skrifstofu FÍS, Húsi verslunarinnar, 6. hæð. Verið velkomin á vöru- og listsýninguna Gerið góð kaup á kínverskum vamingi. Ýmsar uppákomur á dagskrá alla helgina. Opin laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 18. Aðgangur ókeypis. Ath; í tilefni KínacLaga ' 97 verður kínverskur áramótamatseðill á borðum í veitingahúsi Perlunnar! Íslensk-kínverska viðskiptaráðið Kínversk-íslenska menningarfélagið Utanríkisráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.