Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 27 Ólíkt höfumst við að Breytingar á dreifingu áfengis OFT hefur það komið fyrir, að íslend- ingar hafa tileinkað sér og tekið upp siði eða ósiði annarra þjóða í þann mund að þær (hinar þjóðirnar) hafa varpað þeim fyr- ir róða. Ýmis dæmi eru í flestra huga, og má m.a. benda á margar fyrirmyndir, sem við höfum sótt til sænskra í félags- og fræðslumálum um svipað leyti og þeir hafa troðið þeim í ruslakörfu ónothæfra hugmynda og misheppnaðra til- rauna. Þetta minnir dulítið á mistök bandamanna eftir heimsstyijöld- ina síðari, þegar þeir gerðu upp- tækar og hirtu þýskar verksmiðjur og þekkingu, en Þjóðveijar byij- uðu með allt það sem nýjast var og skutu bandamönnum fljótlega ref fyrir rass í iðnaði og tækni. Bandamenn sátu hins vegar uppi með gamla dótið frá Þýskalandi. Fyrir nokkru heimsótti Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði banda- rísk kona, sem hefur langa og mikla reynslu af skipulagningu verkefna á svið heilsueflingar. Hún hefur meistarapróf í stjórnun- arfræðum heilbrigðismála og hef- ur starfað í Kaliforníu, og þá m.a. sem ráðgjafi stjórnvalda í baráttu gegn mengun og reykingum. Hún fræddi okkur um það hvernig einstök bæjarfélög og sýslur hafa tekið ákvarðanir um mjög hertar aðgerðir gegn sölu og dreifingu á sígarettum. Þeir, sem selja börnum og unglingum þessa vöru, eru dæmdir í háar sektir og öll fræðsla aukin í skólum og á vinnustöðum. Stærri og stærri svæði verða reyklaus og í gangi er merkileg tilraun til að gera Monterey-sýslu reyklausa með öllu. Ástæður þessara hörðu viðbragða er sú staðreynd, sem allir viðurkenna, nema síg- arettuframleiðendur og þeir, sem hagnað hafa af sölunni, að reykingar deyði fleiri Bandaríkjamenn á ári en nokkur annar ein- stakur þáttur í um- hverfi þeirra. Konan sagði okkur líka frá svokölluðum „nágranna- samtökum", sem eru samtök íbúa í einstökum hverfum borga og bæja, sem láta nú mjög til sín taka við hverskonar heilsueflingu. Þessi samtök velja og hafna fram- Frelsi er í flestu gott, segir Arni Gunnarsson, en beita verður því af skynsemi og af virðingu fyrir merkingu orðsins. bjóðendum í pólitískar ábyrgðar- stöður í samræmi við stefnu þeirra og árangur í afmörkuðum mála- flokum, sem tengjast heilbrigðis- málum, baráttu gegn vímuefnum o.s.frv. Og þá sagði konan okkur frá því, sem var tilefni þessara skrifa minna. Yfirvöld víða í Kaliforníu móta nú stefnu sína í áfengismál- um á grundvelli vísindalegra rann- sókna, sem hafa sannað með óyggjandi hætti, að áfengisneysla eykst í réttu hlutfalli við aukið framboð áfengis. Þetta þarf eng- um að segja, sem stundar við- skipti og þekkir mátt auglýsinga. Bæjarstjórnir hafa mótað reglur um fjölda vínveitingastaða og út- sölustaða áfengis í samræmi við íbúafjölda. Víða er stefnt að því að fækka vínbúðum og börum. Um þessi mál er kosið. Víða í Bandaríkjunum eru menn að hverfa frá hinu algjöra frelsi í áfengissölu og vilja að litið sé á áfengi eins og aðra vímugjafa. Varla verður með nokkrum rétti sagt, að „vínmenning" sé minni í Bandaríkjunum en á íslandi. En þar taka menn mark á vísindaleg- um niðurstöðum og draga ályktan- ir af langri reynslu. Lokaorð: Sama daginn og kon- an flutti okkur þennan fróðleik, birtust fréttir þess efnis, að hér á landi væri stefnt að því, að auka frelsi í áfengissölu, fjölga sölustöð- um og auka „vínmenningu". Ólíkt höfumst við að. - Það er ekki bind- indismaður, sem skrifar þessa grein. En það er faðir og afi, sem tekur þátt í skólastarfi foreldra, starfar hjá heilbrigðisstofnun, hef- ur daglega fyrir augum afleiðingar hverskonar ofneyslu og sér ekki tilganginn með því að auka á vand- ann, nema ef vera skyldi peninga- lega hagnaðarvon fárra. Vanda- málið kemur hins vegar í skattaá- lögum til borgaranna. I þessu máli er rétt að láta hina raunverulegu hagsmuni borgar- anna ráða. Frelsi er í flestu gott, en frelsi verður að helsi sé því ekki beitt af skynsemi og af virð- ingu fyrir merkingu orðsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFI. Árni Gunnarsson Af hverju situr barnið þitt laust í bílnum? FORELDRUM ber að sýna barni sínu umhyggju og nærfærni og gegna forsjár- og uppeldishlutverki sínu svo sem best hentar hag barns og þörfum samanber 29. gr. barna- laga. Föstudaginn 24. janúar sl. var viðtal við Einar Inga Magnússon sálfræðing í Morgunblaðinu þar kom meðal annars fram sú skoðun að íslendingar virðast telja aga og sjálfstæði andstæður. Einar Ingi sagði m.a að oft væri klifað á því að ekki megi ofvernda börn, og hann bæti við hvort það sé bara ekki afsökun fyrir því að vernda þau of lítið. Þetta fannst mér orð að sönnu og í samræmi við það sem aðrir fræðimenn hafa haldið fram. Baldur Kristjánsson sálfræðingur t.d. árið 1994 í rannsókn á slysum á íslenskum börnum í ljósi aðbúnað- ar og daglegra lífshátta barnaijöl- skyldna fyrir Umferðarráð. Þar kemst Baldur að svipaðri niðurstöðu og segir að flest bendi til þess að íslensk börn séu óvenju illa varin gegn slysum í daglegu umhverfi sínu. Meðal annars vegna þess að foreldrar vilji ekki leggja of miklar hömlur á freisi og sjálfstæði þeirra. Börn þurfa vörn í bílum og foreldrar eiga að sjá um að þau séu vel varin I þessari grein ætla ég að gera að umtalsefni slysavarnir í bílum eða fremur skort áþeim. Árið 1996 slösuðust 67 börn á aldrinum frá fæðingu til 14 ára sem farþegar í bílum samkvæmt lög- regluskýrslum. Af þessum sextíu og sjö börnum slösuðust níu mikið. Fimm þeirra voru fjórtán ára og ekkert þeirra notaði bílbelti. Þess ber einnig að geta að eflaust hafa ennþá fleiri börn slas- ast sama ár en þau sem lögregluskýrslur segja til um þar sem oft er komið með börn á slysadeildir án þess að lögregla komi þar við sögu. Það er að sjálfsögðu engan veg- inn hægt að sætta sig við að börn Þriggja festu belti, sem eru til hliðar í bílnum, segir Margrét Sæmundsdóttir, veita mun meiri vörn. sitji laus í bílum þegar við vitum að koma má algjörlega í veg fyrir að börn slasist í sumum tilvikum en draga verulega úr áverkum í öðrum með réttri notkun öryggis- búnaðar. Það er löngu viðurkennt að aukinni notkun bílbelta á veru- legan þátt í því að al- varlegum áverkum í umferðarslysum hefur fækkað stórlega. Samt sem áður eru allt of margir án öryggisbelta bæði börn og ungling- ar og afleiðingarnar eru oft skelfílegar. Stundum getur öryggisbúnaður veitt falskt öryggi Barnabílstóll sem er illa festur og laflaus veitir ekki þá vörn sem til er ætlast. Bílbelti sem fest er lauslega utan um smábarn gerir heldur ekki gagn. Ef ekki er farið eftir leiðbeiningum um festingar og notkun öryggisbúnaðar er hætta á að hann geri ekki éins mikið gagn og til er ætlast. Því miður virðist vera tilhneiging hjá foreldrum að láta börn hætta að sitja í barnabíl- stól of snemma og setja þau á bíl- púða með bílbelti eða láta þau nota bílbeltið eingöngu. Þetta er ekki gott því öryggisbúnaður er miðaður við þyngd barns og aldur og örygg- ið er í samræmi við það að réttur búnaður sé notaður fyrir rétta þyngd barns. Umferðarráð mælir t.d. ekki með Margrét Sæmundsdóttir Með Yöku til framtíðar HINN 19. febrúar næstkomandi ganga stúdentar við Háskóla Islands að kjörborðinu og velja sér fulltrúa í Stúdenta- og Háskóla- ráð. Þessir fulltrúar hafa það verkefni að sinna hagsmunabar- áttu fyrir hönd stúd- enta og sjá til þess að réttur þeirra verði ekki fyrir borð borinn, jafnt innan háskólans sem utan. Stúdentaráð er á þennan hátt vettvang- ur okkar stúdenta til þess að hafa áhrif á og bæta háskólaumhverfið — það umhverfi sem við störfum í. Það er því mikilvægt að stúdentar noti kosningarétt sinn og taki afstöðu. Nýtum atkvæðisréttinn Á síðustu 6 árum hefur kjörsókn í kosningum til Stúdentaráðs og Háskólaráðs hrapað úr 59% í 47%. Það er vissulega áhyggjuefni. Það segir okkur að æ færri stúdentar láta sig varða hvernig staðið er að hinum ýmsu málum sem með beinum hætti snerta líf þeirra á meðan þeir eru við nám í háskólan- um. Á hveijum degi erum við minnt á mikilvægi þess að staðinn sé vörður um hagsmuni okkar. Við sitjum í tímum og höfum ýmislegt um kennsluna að segja, fáum okkur kaffibolla og skonsu á kaffistofunni, viljum hafa þokka- lega aðstöðu til lestrar og aðgang að tölvuverum, gerum kröfu um að einkunnum sé skilað á réttum tíma og bíðum í ofvæni eftir láni frá lánasjóðnum. Allt eru þetta hlutir sem við viljum hafa í eins að börn sitji í tveggjafestu bílbeltum nema í algjörri neyð. Tveggjafestu beltið veitir minna öryggi þar sem það getur ekki stöðvað hreyfingar erfi hluta líkamans og þrýstingur eykst á innri líffæri og neðri hluta hryggjar. Þess vegna á síður að nota miðsætið að aftan fyrir börn nema fyrir barnabílstól. Þriggja festu belti sem eru til hliðar í bílnum veita mun meiri vörn. Börn taka betur eftir því sem við gerum en því sem við segjum Eins og áður segir bera foreldrar ábyrgð á öryggi barnsins en ekki barnið sjálft. Samfélagið setur regl- ur og foreldrum ber að sjá til þess að börn fylgi þeim og síðast en ekki síst að vera þeim gott for- dæmi. í umferðarlögum 71. gr seg- ir: Hver sá sem notar sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti, skal nota beltið þegar bifreið er á ferð. Barn yngra en 6 ára skal í stað öryggis- beltis eða ásamt öryggisbelti nota barnabílstól, beltispúða eða annan sérstakan öryggis- og verndarbún- að ætlaðan börnum. Ef slíkur bún- aður er ekki fyrir hendi í bifreið skal barnið nota öryggisbelti ef það er unnt. Ennfremur segir í sömu grein : Ökumaður skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti örygg- is- og verndarbúnað í samræmi við 1.-4. mgr. Umferðarráð, Slysavarnafélags íslands, og átakið Betri borg fyrir börn standa að átaki fyrir bættri notkun öryggisbúnaðar vikuna 3.-7. febrúar nk. Markmiðið er að fá alla sem aka í bílum til þess að nota öryggisbúnað alltaf. Höfúndur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarráði. góðu horfi og frekast er unnt. Stúdentar geta í kosningunum haft áhrif á þessi mál. Það eina sem þárf til er að nýta sér kosn- ingaréttinn. Kraftur í Vöku í vetur hafa fulltrú- ar Vöku í Stúdenta- og Háskólaráði starf- að af krafti og barist fyrir ýmsum umbót- um í háskólasamfé- laginu. Meðal annars hafa verið lagðar fram tillögur um taka fyrstu skrefin í uppbyggingu náms á alnetinu. Starfshópur á vegum Stúdentaráðs, þar sem Vaka hafði meirihluta, hefur skilað niðurstöð- um og umræddar tillögur lagðar fram í Háskólaráði. Það er engum vafa undirorpið að með námi á netinu opnast óþijótandi mögu- Við viljum horfa til framtíðar og leggjum áherzlu á, segir Kristín Pétursdóttir, að stúd- entar geti haft áhrif á að HÍ verði betri menntastofnun. leikar á því að bæta kennsluna og aðlaga hana að breyttum tímum. Háskólinn má ekki dragast aftur úr i þessari þróun og verður að vera í fararbroddi hér á landi. Það er því ánægjuefni að rektor há- skólans sýni þessu máli þann skiln- ing sem fram kom í ræðu hans við brautskráningu kandídata þann 1. febrúar síðastliðinn. Þar gerði hann meðal annars að um- fjöllunarefni starf og tillögur fyrr- nefnds starfshóps. Verður það að teljast mikill stuðningur við hug- myndir Vöku. Veljum bjarta framtíð Námsnetið er eitt fjöldamargra dæma um þann ferskleika sem einkennir Vöku og það starf sem unnið er í félaginu. Vaka er trú- verðugur kostur fyrir stúdenta, sterkt afl sem getur áorkað miklu. Við viljum horfa til framtíðar og leggjum áherslu á að stúdentar geti haft áhrif á að Háskóli ís- lands verði betri menntastofnun. Aðeins þannig náum við árangri. Höfundur er lag-anemi og skipar 1. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs. www.treknet.is/throun Kristín Pétursdóttir Á annað þúsund notendur H KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.