Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 29 Aðför að sjúkrahúsum á landsbyggðinni MARKMIÐ 'neilbrigð- ismálaráðuneytisins er sagt vera spamaður. Spamaður hljómar vel í eyrum þeirra, sem sett hafa sjónarmið peninga- hyggjunnar í fyrsta, annað og þriðja sæti við alla stefnumótun í sam- félaginu, eins og núver- andi ríkisstjóm hefur gert. Spamaður hljómar einnig vel i eyrum fjöl- margra, sem ekki verða fyrir honum. En þetta er ekki sparnaður, þetta era fantabrögð. Heilbrigðisþjónusta er hluti af öryggisþjónustu við lands- menn, rétt eins og lögregla, slökkvil- ið og björgunarsveitir, eða þjóðvarðl- ið og her hjá öðram þjóðum. Heilbrigðisþjónusta er ekki og á ekki að vera bissness Því er það að við á Húsavík leggj- um ekki niður slökkvilið þó ekki verði eldsvoði í nokkur ár. Á sama máta leggjum við ekki niður skurðstofu, þó lífsbjargandi aðgerðir séu ekki framdar þar með reglulegu millibili. (Sleppum þeirri staðreynd að þar era framkvæmdar 600-900 smærri og stærri aðgerðir á hveiju ári). Þjónust- an þarf að vera til staðar þegar voða ber að höndum, hversu langt sem er á milli þeirra voveiflegu atburða. í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega leyfði talsmaður heilbrigðisráðuneyt- isins að tala niður til okkar sem stöndum fyrir heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum landsbyggðarinnar. Hann sagði beinlínis að sjúkrahúsa- þjónustan væri fyrir sjúklingana, en ekki fyrir stjómendur sjúkrahúsanna. Þetta er auðvitað hárrétt, en í þessu fólust aðdróttanir og dylgjur, annars hefður þessi orð verið ósögð. Sönnu nær væri að segja að sjúkrahúsaþjónustan væri fyrir sjúkl- ingana, en ekki tilraunaverkefni stjómlauss heilbrigðismálaráðuneyt- is. Boðaður niðurskurður á tilteknum sjúkrahúsum á lands- byggðinni er kallaður spamaður og það á að „spara“ hátt á ann- að hundrað milljónir króna. Ekki á að minnka þjónustuna sagði þessi ágæti tals- maður ráðuneytisins. Það á að koma upp stöðum sérfræðinga við sjúkrahúsin í Reykjavík og senda þá út á land og þar með gefið í skyn að það ætti að bæta þjón- ustuna við íbúana á landsbyggðinnni. Hvers konar hugarf- ar leynist á bak við svona yfírlýs- ingu, ef ekki er um hreint áróðurs- bull að ræða? Hugarfarið hlýtur að mótast af því viðhorfí að við sem störfum við sjúkrahúsin á landsbyggðinni föram með hálfgert kukl, íbúamir fái fyrst góða þjónustu þegar sérfræðingarnir koma að sunnan og fremja sinn gald- ur. Þetta er auðvitað í stíl við það sem áður hefur komið úr þessum Þetta er ekki spamaður, segir Gísli Auðunsson. Þetta eru fantabrögð. herbúðum, að sjúkrahúsin á lands- byggðinni veiti falskt öryggi. Það virðist ekki skipta neinu máli að ekki framkvæma aðrir skurðaðgerðir á þessum sjúkrahúsum en sérfræðing- ar í skurðlækningum. Það skal samt gert lítið úr þeim. Þannig er reynt að ræna okkur ærunni, ef ekki tekst að hrekja okkur burt með öðra móti. Auðvitað verður aldrei af slíkum ferðum vegna kostnaðar eða þær verða það stijálar að þær verðskulda ekki orðið þjónusta heldur þjónustu- leysi. Ef heilbrigðismálaráðuneytið hefur áhuga á að halda uppi traustri og góðri heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni hlýtur það að líta til þeirra staða, þar sem tekist hefur að halda henni traustri og samfelldri um ára- raðir. Það era nú um 30 ár síðan byggt var upp módel, ef svo mætti orða það, af heilbrigðisþjónustu í stijálbýli á íslandi hér á Húsavík. Þetta módel spratt upp af íslenskri þörf um leið og leitað var fanga í alþjóðlegri reynslu. Þetta módel hefur reynst vel, heilbrigðisþjónustan hér hefur verið öragg og áfallalaus og eftirtekt hefur vakið hvað starfsmenn hafa enst hér vel miðað við það sem ger- ist almennt í stijálbýli á íslandi. En heilbrigðismálaráðuneytið sér ekki ástæðu til að skoða þetta mód- el eða efla það, þvert á móti eru nú allt í einu komin öfl sem era ákveðin í að rífa það niður. Því að það skal enginn fara í grafgötur með það, að skurðstofa Sjúkrahússins á Húsa- vík er mikilvægur hlekkur í upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar. Ef læknar í heilsugæslunni missa þann bakhjarl missa þeir um leið einn mikilvægasta öryggisþáttinn í þjónustunni og það gjörbreytir allri starfsaðstöðu. í litlum læknishérað- um þurfa læknar að lifa við að beij- ast í sjúkraflutningum milli lands- hluta ef voða ber að höndum. Þetta verður allt annað og meira mál þeg- ar íbúafjöldinn er jafnmikill og hér, því eftir því verða sjúkraflutningar tíðari. Fátt er jafn lýjandi fyrir lækni og tekur jafnmikið á hann tilfínn- ingalega eins og að flytja fárveikt fólk um langan veg, enda bætist oft við baráttan við ofsaverður og ófærð. Það hefur sýnt sig að aðeins örfáir læknar endast í slíku starfi til lengdar. Því munu sömu örlög ganga yfir heilbrigðisþjónustuna á Húsavík, eins og annars staðar, ef þessar tillögur ná fram að ganga, að hér mun heilbrigðisstarfsfólkið flosna upp og verða sífelld manna- skipti. íbúarnir munu flosna upp í kjölfarið, því hér býr nútímafólk sem krefst þjónustu, en ekki afglap- ar aftan úr öldum. Höfundur er læknir. Gísli G. Auðunsson Óbæriieg mismunun ÝMSIR hafa spurt mig hvemig kvótakerfið sé svo meingallað og svo miklu verri kostur en sóknarstýring að kjósa þurfí um hann í næstu kosningum. Það er augljós fírra að kvótinn skuli notaður til að ráðstafa óveiddum afla. Auðvitað er algjör- lega óvíst að fískurinn veiðist þótt kvótinn geri ráð fyrir því. Kvótinn minnir á kvæðið „Konen med æggen“ eftir H.C. Andersen, um konuna sem er á leið til markað- arins og ber fulla eggja- körfu á höfðinu og í huga hennar flögra loftkastalar um allt, sem hún ætlar að kaupa fyrir eggin. í dagdraumunum mætir hún hefðarmanni, sem henni fínnst að hún verði „búkka sig“ fyrir og við það steypist karfan í götuna og öll eggin brotna. Kvótinn gefur þeim ráðherra, sem með hann fer, svo mikil völd að hann getur haft líf flestra útgerðarfyrir- tækja í landinu í hendi sér. Ákvörðun ráðherra um magn kvótans er að verulegu leyti byggt á áliti einnar ríkisstofnunar, Hafró, en í því felst of mikil einhyggni. Hafró skipuleggur rannsóknirnar, gagnaöflun og vinnur úr gögnunum og kemst að niðurstöðu, síðan er hún túlkuð. Loks kveður stofnunin upp endanlegan úrskurð. í einu orði sagt fer Hafró ein með allt ferlið frá upphafí til enda sem er mjög óvís- indalegt. Fleiri aðilar ættu að vera með í ráð- um. Það má minna á Hafró til sárabóta að síðustu áratugi, þegar fiskveiðiþjóðimar í Norðursjónum hafa ver- ið að semja sín á milli um skiptingu sjávar- aflans þar, hefur frést að hver einasta fískteg- und hefur verið ofveidd. Hefðu þær tölur verið réttar síðasta aldar- fjórðunginn ættu allar fisktegundir í Norður- sjónum að vera í mínus, en þar er nú uppsveifla í þeim öllum, nema e.t.v. síldinni. Þetta rugl stafar allt af því að nánast allar tölur um veiðar sem gefnar hafa verið upp hafa verið vís- vitandi rangar eða falsaðar. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu, sem Hafró fær, ákveður sjávarútvegs- ráðherra kvótann. Sami ráðherra út- hlutar því næst milljarða verðmætun- um, sem í kvótanum felast. Vöid sjáv- arútvegsráðherrans eru gífurleg. Þau hafa á síðustu tímum aukist með lög- unum um úthafsveiðar. Heyrst hefur að ráðherrann út- hluti eftir einhveijum reglum hvetjar sem þær kunna að vera. Sá er gall- inn við slíkar úthlutanir að þeim fylg- ir spilling, hver sem ráðherrann er. Hætt er við að jafnræðisreglan verði Hafró ein, segir Gunn- laugur Þórðarson, fer með allt ferlið frá upp- hafi til enda. ekki virt sem ætti að vera leiðarljós. Sóknarstýring er öðruvísi en kvótakerfið að því leyti að úthlutað er dagafjölda til að veiða, veiðisvæði afmörkuð og fjöldi veiðiskipa ákveð- inn, enginn fær óveiddan afla gefíns fyrir fram. Með því móti er fískað eftir því sem aðstæður leyfa og allur aflinn fluttur í land og nýttur eins og hægt er og síður hætta á brott- kasti, sem er mjög umtöluð fylgja, kvótans og er talið að nemi 10-20% af bolfiskaflanum sem samsvarar a.m.k. 10 milljörðum í útflutnings- verðmætum. Sóknarstýring gefur líka möguleika til þess að veiða fleiri fisktegundir og að nýta uppsveiflu í afla, eins og er nú. Með sóknarstýr- ingu er líka hægt að ákveða að stærstu skipin físki t.d. einungis utan 50 sjóm., en grunnsvæðið sé ætlað minni skipum. Sóknarstýring skapar ekki eignaraðild á auðlindum hafsins gagnstætt kvótanum. Kvótinn veitir fjölda manna millj- ónir króna, ýmsir þeirra koma hvergi nærri útgerð. Svona glóralaus ójöfn- uður er óbærilegur og óþolandi í hvaða þjóðfélagi sem er. Höfundur er lögfræðingur. Gunnlaugur Þórðarson Fæðuval í skólum Nína Pálsdóttir FUÓTLEGA eftir stofnun Tannvemdar- ráðs var ákveðið að fyrsti föstudagur í febrúar ár hvert skuli vera tannverndardag- ur og síðan hefur þema þessa dags verið mismunandi viðfangs- efni, sem geta leitt til betri tannheilsu. í ár er ætlunin að beina sjónum foreldra að vali á skólanesti og jafnframt hvað skól- arnir hafa að bjóða handa börnum og unglingum á mat- málstímum. Matarveiyur barna Mikið hefur breyst til batnaðar fyrir yngri börnin á sl. árum. Til- koma heilsdagsskóla, þar sem yngri börnin geta fengið morgun- og eða hádegismat er mikil hjálp fyrir útivinnandi foreldra. Flest hafa auk þess líka með sér nesti að heiman, sem þau borða á miðj- um skóladegi. Varla þarf að taka það fram að helst á þessi nesti- spakki barnanna að innihalda brauð með hollu áleggi og/eða ávexti. í fletum skólum geta böm- in keypt drykkjarföng, þ.e. mjólk, kókómjólk og ávaxtasafa og ætti mjólki að verða fyrir valinu sem oftast, þar sem hún er bæði ódýr- ustu og hollust. Unglingar og mötuneyti Um eldri nemendur gildir allt annað. í all- flestum skólum er ekkert mötuneyti fyrir þau og auk þess fínnst mörgum þeirra þau upp N úr því vaxin að hafa með nesti að heiman. Vinnudagur þess- ara skólabarna er oft jafnlangur og starfsdagur fullorðinna sem allflestir hafa aðgang að mötu- neyti á sínum vinnustað. Ein- hverra hluta vegna hefur lítið ver- ið gert í að hafa skólamáltíðir í íslenskum skólum, eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Helstu afsakanir fyrir að gera ekkert í þeim málum er að kostn- aður sé of mikill, húsnæði vanti V SKEMMIR TENNUR o.s.frv. Þegar frímín- útur verða um hádeg- isbilið flykkjast því þessir unglingar flest- ir í næstu sjoppu eða skyndibitastað sem oftast eru í næsta ná- grenni við skóla í Reykj avíkursvæðinu. Hvað sparast? Er þessi „sparnað- ur“ ekki dýru verði keyptur? Hvað spar- ast þegar heildar- dæmið er gert upp? Það er vitað að íslensk skólabörn hafa meiri tannskemmdir en skólabörn t.d. á Norðurlöndum og síðustu árin hefur aukist sá hlutur sem foreldrar verða að Mikið hafa matarvenjur breyst, segir Nína Páls- dóttir, til batnaðar fyrir yngrí böm á síðastliðn- um árum. greiða af kostnaði við tannlækna- þjónustu. Samkvæmt nýrri könn- un sem birt var seint á sl. ári er námsgetu íslenskra skólabarna ábótavant, bæði samanbor- ið við nágrannaþjóðir og Asíuþjóðir. Stutt eftir að sú skýrsla var kynnt var sagt frá könnun sem gerð hafði verið um náms- getu 10. bekkkinga hér á landi. í þeirri könnun kom fram, að þau börn sem fengu undir- stöðuríkan morgunverð áður en farið var í skólann og höfðu nesti með sér í skólann voru áhugasam- ari og stóðu sig allajafna betur í námi en hinir sem stunduðu sjopp- urnar. Fyrir foreldra skólabarna ætti því dæmið að liggja ljóst fyrir. Með betra fæðuvali sparast fjármunir og námsgeta eykst. Höfundur er skólatannlæknir í Foldaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.