Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 31 fltogMiifclfifrtíÍ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BROTALOM í HAFNAMÁLUM RÍKISENDURSKOÐUN beinir harðri gagnrýni að Al- þingi og Hafnamálastofnun í skýrslu sinni um hafna- framkvæmdir. Skýrum lagafyrirmælum um hafnaáætlun hefur ekki verið fylgt, hvorki af Alþingi, sem setti lögin, né stofnuninni, sem ber að vinna samkvæmt þeim. Er ljóst, að þar er pottur brotinn og ástæða til að gera bragarbót á hið fyrsta. Samkvæmt lögunum skal Hafnamálastofnun gera hafnaáætlun til fjögurra ára á tveggja ára fresti og skal hún lögð fyrir Alþingi með sama hætti og vegaáætlun og flugmálaáætlun. Um þetta segir m.a. í skýrslunni: „Að mati Ríkisendurskoðunar er langur vegur frá því, að mark- mið þau, sem lágu að baki lagafyrirmæla um hafnaáætlun hafi náðst. Til þessa hefur hafnaáætlun aðeins legið fyrir sem þingskjal og því algerlega skort þann lögformlega grunn, sem henni er ætlað að byggja á, þ.e.a.s. vera skýr og formleg viljayfirlýsing Alþingis um hafnaframkvæmdir og framkvæmdaröð í hafnamálum.“ Ríkisendurskoðun segir, að ráðist hafi verið í fram- kvæmdir eða áformum algerlega breytt án tillits til fyrir- liggjandi tillögu að hafnaáætlun, svo og verið veitt lán úr Hafnabótasjóði út á væntanlegan ríkisstyrk án þess að viðkomandi framkvæmd hafi verið komin inn í tillögu að hafnaáætlun. Stofnunin telur ákaflega brýnt, að ákvæði hafnalaga um hafnaáætlun verði virt og telur rétt að hnykkja á hafnalögum til að tryggja, að þær hafnir einar fái styrk sem komnar séu inn á hafnaáætlun. Það sama gildi um lán úr Hafnabótasjóði. Bent er á, að við af- greiðslu fjárlaga séu dæmi um, að fjárveitingar séu færð- ar milli framkvæmda innan sömu hafnar, milli hafna innan sama kjördæmis og milli hafna milli kjördæma, jafnvel þótt forsendur fyrir þeim kunni að hafa brostið. Þessu til viðbótar eru vinnubrögð Hafnamálastofnunar gagnrýnd að ýmsu leyti og m.a. bent á skort á upplýsingastreymi milli hennar og Alþingis. Ljóst er af skýrslunni, að verulega skortir á, að hafna- framkvæmdir fylgi þeim stjórnsýslureglum, sem krafa hlýt- ur að vera gerð um, þegar um meðferð opinbers fjár er að ræða. Það er Alþingis að ráða hér bót á hið fyrsta enda er höfuðábyrgðin þess. RÚSSNESK-ÍSLENZK ORÐABÓK ORÐABÓK fyrir íslenzka nemendur, sem leggja stund á rússnesku og eins Rússa, sem leggja vilja stund á íslenzkunám, er komin út hjá bókaforlaginu Nesútgáf- unni. Bókin, sem tekið hefur liðlega tvo áratugi að semja, er eftir Helga Haraldsson prófessor í rússnesku við Óslóar- háskóla og ritstjóri hennar er Valerij Berkov prófessor, sem fyrir 35 árum gaf út íslenzk-rússneska orðabók. Þá hefur eiginkona Helga, Dina Shakabajeva, aðstoðað við gerð hennar. Samning og útgáfa þessarar nýju orðabókar er fagnaðar- efni og hún er kærkomin viðbót í tiltölulega fábrotinni orðabókaútgáfu landsmanna. Þó hafa síðustu árin bætzt við nokkrar vandaðar og stórar orðabækur. Sú rússnesk- íslenzka er meðal stærstu orðabóka með um 50 þúsund uppflettiorð, óvenjumörg orðasambönd og notkunardæmi. Bókin gagnast við lestur margvíslegs texta, því að hún hefur að geyma fjölmörg orð úr talmáli, ýmis fornyrði og skáldamál auk íðorða og sérfræðilegs máls á ótal sviðum. Samskipti íslendinga og Rússa hafa aukizt til muna undanfarin ár og eftir að Sovétríkin liðu undir lok hafa ferðalög milli landanna aukizt. Orðabókin mun áreiðanlega verða mörgum hvatning til frekari samskipta, því að hún er samin með tilliti til þess að hún gagnist sem flestum og verður orðabókin bæði Rússum og Islendingum ómetan- leg stoð. Hún er t.d. fyrir nemendur á öllum stigum mála- náms og veitir jafnt byijendum sem reyndum þýðendum liðsinni eða eins og ritstjóri hennar, Valerij Berkov segir: „Hún mun verða Rússum örvun til íslenzkunáms og íslend- ingum hvöt til að taka gerska tungu glímutökum". Helgi Haraldsson á þakkir skildar fyrir samningu bókar- innar, sem er þrekvirki. í tvo áratugi hefur hann eytt öll- um frístundum sínum í verkið, hugsjón, sem Júrí Resetov sendiherra segir að hafi verið að „byggja orðsins brú“ milli tveggja þjóða. ÍSLAIMD ÁN FÍKNIEFNA ÁRIÐ 2002 Morgunblaðið/Kristinn HUGMYNDUM sem miða að því að uppræta barna- og unglingadrykkju er tekið fagnandi, en ekki eru allir sammála um leiðir að því marki. • • Oflugri forvarmr æskilegar en fram- kvæmdin viðkvæm Morgunblaðið/Ásdís SAMNINGUR Reykjavíkurborgar, ríkisins og ECAD um ísland án fíkniefna árið 2002 var undirritaður í gær. Það gerðu þau Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar- sljóri, og Áke Setréus, annar framkvæmdastjóra ECAD. Dögg Pálsdóttir, formaður verkefnisstjórnar, tryggði að öll eintök samningsins væru réttilega undirrituð. Fámenn þjóð getur barist gegn fíkniefnum Samningur milli íslenska ríkisins, Reykjavíkur- borgar og ECAD var undirritaður í gær. Ragnhildur Sverris- dóttir var viðstödd und- irritunina, en fyrsti áfangi verkefnisins ísland án fíkniefna árið 2002 verður að öllum líkindum í grunn- skólum borgarinnar og miðast að vímuefnalaus- um skólum, Umboðs- maður barna er sáttur við tilganginn, en ekki meðalið. MÉR líst mjög vel á að sett skulu þau markmið, að grunnskólinn verði vímuefnalaus, en hins vegar efast ég um aðferðina," sagði Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, í samtali við Morgunblaðið, aðspurð um viðbrögð hennar við hugmyndum um leitarstarf í grunn- skólum í Reykjavík. Skráning nafna andstæð lögum? Þórhildur sagði að hún efaðist um að skráning skólastjóra á nöfnum nemenda, sem staðnir eru að neyslu áfengis eða annarra vímuefna, stæð- ist lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. „I fjórðu grein Íaganna er tekið fram, að óheimilt sé að skrá upplýsingar er varða einka- málefni einstaklinga og þar er áfeng- is- og vímuefnanotkun sérstaklega nefnd. Sækja þyrfti um undanþágu frá banninu til Tölvunefndar, en ég gat ekki ráðið af þeim upplýsingum, sem fram komu í frétt Morgunblaðs- ins, að slíkrar heimildar hefði verið óskað og ég efast reyndar um að slík kerfísbundin skráning yrði leyfð.“ Þórhildur kvaðst einnig hafa orðið hissa þegar hún las um þessar hug- myndir í Morgunblaðinu, enda teldi hún eðlilegt að málið væri borið undir umboðsmann barna, sem lögum samkvæmt væri opinber talsmaður barna undir 18 ára aldri og ætti að gæta hagsmuna þeirra. „Mér fínnst sjálf- sagt og eðlilegt að tillögur af þessu tagi séu bornar undir mig, eða kynnt- ar fyrir mér. Ég get ekki haldið uppi réttindabaráttu barna nema ég fái tækifæri til að kynna mér hug- myndir af þessu tagi áður en þeim er hrint í framkvæmd.“ Þórhildur sagði að sér kæmi einn- ig undarlega fyrir sjónir ef ekki væri reiknað með að fulltrúar nem- enda tækju þátt í leitarstarfinu. Hún vísaði þar til 12. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, þar sem segir, að aðildar- ríki samningsins skuli tryggja barni sem getur myndað sér eig- in skoðanir rétt til að láta þær fijálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skuli tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. „Nemenda- verndarráð virðast eiga að taka ákvörðun um málsmeðferð, eftir að skýrt hefur verið frá neyslu nem- enda, en í nemendaverndarráði á enginn fulltrúi nemenda sæti. Þetta þykir mér skjóta skökku við.“ Umboðsmaður barna sagði að þótt skólastjóri hefði samband við for- eldra og léti vita af hugsanlegri vimuefnaneyslu barnsins, væri það allt annað mál en kerfisbundin skráning slíkra upplýsinga. „Ég vil gjarnan fá þessar tillögur í hendur og skoða málið nánar. Þetta framtak er ákaflega jákvætt og ég styð það heils hugar, en ég hlýt að setja spurningarmerki við aðferðirnir,“ sagði Þórhildur Líndal, umboðsmað- ur bama. Hljótum að stefna að vímuefnalausum grunnskóla „Ég fagna því mjög, að yfirvöld skuli ætla að leggja áherslu á vímu- efnalausan grunnskóla, enda hefur það ávallt verið hugðarefni okkar samtaka," sagði Guðbjörg Björns- dóttir, formaður Samfoks, sambands foreldrafélaga i grunnskólum Reykjavíkur. Guðbjörg sagði að þessar hug- myndir hefðu ekki verið kynntar eða ræddar innan Samfoks. „Ég get ekki svarað fyrir hönd foreldra almennt, en mér fínnst mjög jákvætt ef skól- arnir vinna markvisst að því að uppr- æta bama- og unglingadrykkju og láta foreldra vita, verði vart við neyslu hjá börnum þeirra. Það er bundið í lög, að áfengisneysla er óheimil þeim sem eru yngri en 20 ára, en slík lagaá- kvæði em markleysa ef þeim er ekki fylgt eftir.“ Guðbjörg sagði að þeg- ar víðtækar hugmyndir um leitar- starf í skólum væru kynntar mætti búast við að sumir óttuðust að þær gengju of langt. „Ég hef engar ástæður til að ætla annað en að stað- ið verði mjög fagmannlega að þessu starfi og ég lýsi sérstaklega ánægju minni með að haft verður náið samr- áð við foreldra. Það er þó nauðsyn- legt að kynna þetta starf vel fyrir- fram, svo foreldrar fái góða yfirsýn yfir markmið og leiðir." Guðbjörg sagði, að þrátt fyrir að henni litist mjög vel á leitarstarfíð, þá ætti hún ekki von á að það nægði til að stöðva barna- og unglinga- drykkju. „Við þurfum áreiðanlega að gera sitthvað fleira, en ég er sann- færð um að við getum ekki gert minna. Við hljótum að stefna að vímuefnalausum grunnskóla, annað kemur ekki til mála.“ Grundvöllurinn er samstaða foreldra Samstaða foreldra er grundvöllur þess að leitarstarfið beri tilætlaðan árangur, að sögn Guðbjargar. „Við höfum sýnt og sannað, að standi foreldrar saman er hægt að ná ótrú- legum árangri. Þetta kom vel í ljós þegar lögð var áhersla á að fylgja Iögboðnum_ útivistartíma barna og unglinga. í fyrstu voru úrtöluradd- irnar margar, fólk taldi lögin úrelt og að vonlaust væri að framfylgja þeim. Annað hefur komið á daginn og þessar úrtöluraddir heyrast ekki lengur. Þess vegna er ég sannfærð um að við getum útrýmt barna- og unglingadrykkju." Guðbjörg sagði að skólar hefðu ávallt haft þá skyldu að láta forráða- menn barna vita, ef eitthvað amar að. „Hugmyndir um að haft verði samband við foreldra til að láta þá vita um neyslu barna sinna eru því engin bylting, en þetta er nánari útfærsla á þeirri reglu. Hins vegar hlýt ég að gera athugasemd við það sem fram kemur í tillögunum, að ábendingar um neyslu geti meðal annars borist frá þeim foreldrum sem sinna foreldrarölti. Við höfum aldrei rætt þann möguleika að benda á unglinga með þessum hætti og hljót- um að þurfa að taka afstöðu til þess sérstaklega. Það er því of snemmt að fullyrða að ábendingar um neyslu gætu komið frá foreldrarölti," sagði Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Samfoks. Eingöngu hugmyndir „Mér finnst vissulega bæði virð- ingarvert og þarft verk að huga að öflugri forvörnum í grunnskólanum," sagði Steinunn Helga Lárusdóttir, formaður Skólastjórafé- íslands í samtali við Morgunblaðið. „Hins veg- ar skiptir framkvæmdin miklu. Þarna er eingöngu um hugmyndir að ræða og allt starf á eftir að samræma. Mér finnst því ábyrgðarlaust að tjá mig frekar um þessar hugmyndir að sinni.“ BORGARSTJÓRI, dómsmála- ráðherra og fulltrúar ECAD, samtaka evrópskra borga gegn fíkniefnum, undirrituðu I gær samkomulag Reykjavíkurborgar, íslenska ríkisins og ECAD um samstarf á sviði fíkni- efnavarna. Þar með er formlega hleypt af stokkunum áætluninni Is- land án fíkniefna árið 2002. Fyrsti liðurinn í þeirri áætlun verður að öll- um líkindum samstarfsverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- iands, Reykjavíkurborgar, heilbrigðis- ráðuneytis og félagsmálaráðuneytis um leitarstarf í grunnskólum Reykja- víkur og stofnun Unglingamiðstöðv- ar, eins og skýrt var frá í Morgunblað- inu í gær. ECAD-samtökin voru stofnuð í apríl 1994 og var Reykjavík ein þeirra borga sem stóðu að samtökunum frá upphafi. ECAD var í raun svar ýmissa evrópskra borga við áformum ann- arra borga um lögleiðingu fíkniefna. Stofnborgirnar voru 21, en nú hafa 178 borgir og bæir gengið til liðs við samtökin. ECAD komst fyrst í fréttir hér á landi þegar ákveðið var, á fundi sam- takanna í París í október sl., að hleypa af stokkunum verkefni sem sneri ein- göngu að íslandi. Á fimm árum skal stefnt að því að koma í veg fyrir inn- flutning, dreifingu og neysíu ólög- legra fíkniefna hér á landi. ECAD styrkir verkefnið með því að veita sérfræðiaðstoð Islendingum að kostn- aðarlausu. Þá munu sérfræðingar ECAD einnig veita aðstoð við skipu- lagningu ráðstefna og við menntun lykilhópa, en ísland greiðir kostnað vegna þessa. Reiknað er með að stór ráðstefna, með yfirskriftinni Island gegn fíkniefnum verði haldin hér á landi í haust. Fögnum frumkvæðinu Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráð- herra, sagði fyrir undirritun sam- komulagsins í gær, að það hefði bor- ið vel í veiði fyrir ríkisvaldið þegar Reykjavíkurborg óskaði þátttöku þess í ECAD-verkefninu. „Um sama leyti var ríkisstjórnin að kynna stefnu- mörkun sína í fíkniefnamálum, en hún fól meðal annars í sér að leita skyldi samstarfs við sveitarfélög, foreldra, félagasamtök og aðra þá, sem að forvörnum koma. Það var því heppileg byrjun að taka þátt í verkefni ECAD, en í raun hefur ríkisstjórnin þegar hafið baráttuna með stórauknum framlögum til lögreglu og tollgæslu, auk þess sem nýju áfengis- og vímu- varnaráði var komið á laggirnar. Við fögnum hins vegar frumkvæði borg- aryfirvalda og gerum okkur grein fyrir, að árangur næst ekki nema með samstarfi allra. Islendingar hafa nú skipað sér í sveit með þeim, sem setja sér metnaðarfyllstu markmiðin í baráttu gegn fíkniefnavá. Við eigum að setja markið hátt, til að ná sem allra bestum árangri.“ Árangur með hugarfarsbreytingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóri, sagði að stefna Reykjavíkur- borgar í vímuwörnum hefði legið ljós fyrir frá miðju ári 1995. Þá hefði verið sett á laggirnar vímuvarnanefnd Reykjavíkur, sem hefði haft það markmið að samræma krafta allra þeirra, sem starfa að forvörnum í borginni, hvort sem þar voru á ferð starfsmenn sveitarfélagsins, ríkis- starfsmenn, félagasamtök eða ein- staklingar. „Árangur af starfi nefnd- arinnar hefur þegar komið í ljós, því hún beitti sér mjög varðandi útivistar- tíma barna og unglinga haustið 1995. Ástandið í miðbænum, þegar ungling- ar söfnuðust þar saman svo hundruð- um eða þúsundum skipti, var orðið mjög slæmt, en nú hefur mikil breyt- ing orðið þar á.“ ingibjörg Sólrún sagði að verkefnið ísland án fíkniefna 2002 væri liður í þeirri stefnu ECAD að útrýma fíkni- efnum í Evrópu fyrir árið 2012. „Árangur næst ekki nema hugarfars- breyting verði í þjóðfélaginu. Það þurfa allir að leggjast á eitt. Stjórn verkefnisins mun leggja fram tillögur um verkefni til dómsmálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, borgar- stjóra fyrir hönd Reykjavíkurborgar og ECAD og stýrir þeim verkefnum sem ráðist verður í. Við setjum ströng skilyrði um að verkefnin séu skýrt afmörkuð og ákveðið verði fyrirfram hvernig meta beri árangur af þeim.“ Borgarstjóri sagði að verkefnis- stjórnin myndi fá fjórar milljónir króna til að standa straum af starfí sínu á þessu ári. „Þau verkefni, sem ákveðið verður að ráðast I, verða fjár- mögnuð sérstaklega. Við reiknum með að Reykjavíkurborg, Forvarna- sjóður, fyrirtæki og félagasamtök leggi fram fé til slíkra verkefna. Þá vil ég jafnframt benda á, að fíkniefni eru ekki eingöngu vandi Reykjavíkur, þrátt fyrir að stundum vilji fólk líta svo á að sollurinn sé fyrir sunnan, heldur vandi alls landsins. Á síðustu árum hefur ríkt umburðarlyndi eða alla vega andvaraleysi vegna vímu- efnaneyslu og það leiðir til þess að neyslan færist neðar í aldurshópum. Þessu ætlum við að breyta." Borgarstjóri tók undir þau orð dómsmálaráðherra, að setja bæri markið hátt. „Við getum ekki fullyrt núna að okkur muni takast að útrýma fíkniefnum, en við ætlum svo sannar- lega að sameinast um að reyna það. Fámenn þjóð á tök á að vinna sam- hent gegn fíkniefnum." Merkisdagur í sögu íslands „Þessi dagur er merkisdagur í sögu ECAD og sögu íslands,“ sagði Áke Setréus, annar framkvæmdastjóra ECAD. „Innan vébanda ECAD eru 178 borgir og bæir með 60-70 milljón-> ' ir íbúa. Þetta fólk berst gegn þeim öflum, sem vilja gefast upp og lög- leiða fíkniefrii. Við ætlum okkur ekki að sætta okkur við ástandið eða reyna að halda í horfinu, heldur beijast gegn fíkniefnum með öllum ráðum. Island er fyrsta landið sem lýsir þvi yfir að það ætli að útrýma fíkniefnum úr þjóðfélagi sínu og við hjá ECAD leggjum stolt okkar af mörkum til þess að svo megi verða.“ í verkefnisstjórn áætlunarinnar eru frá dómsmálaráðuneyti Dögg Páls- dóttir, lögmaður og formaður stjórn- arinnar, frá félagsmálaráðuneyti Árni Gunnarsson, aðstoðarmaður ráð- herra, frá heilbrigðisráðuneyti Hrafn Pálsson, deildarstjóri, frá Reykjavík-- urborg Kristín A. Árnadóttir, aðstoð- arkona borgarstjóra, og frá ECAD Áke Setréus, framkvæmdastjóri. Verkefnisstjóri í hálfu starfi er Snjó- laug Stefánsdóttir. Náið samstarf við foreldra Dögg Pálsdóttir sagði að ýmis verkefni væru í burðarliðnum á veg- um nefndarinnar, en ekkert þeirra væri jafn langt komið í undirbúningi og fyrirhugað leitarstarf í grunnskól- um. „Við reiknum þó með að á þessu ári verði mikil áhersla lögð á aukið starf lögreglu og tollgæslu, en það starf hefur í raun hafist með auknum fjárframlögum í samræmi við stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar. Nefndin vill líka virkara forvarnarstarf og það hlýtur að byggjast á nánu samstarfi við foreldra. Foreldrar hafa reyndar tekið æ meiri þátt í slíku forvarnar- starfi og nægir að vísa þar til foreldr- aröltsins.“ Aðspurð hvort hún reiknaði með að stofnanir, félagasamtök og fyrir- tæki yrðu fús til að leggja fé í forvarn- arstarfið svaraði Dögg játandi. „Við höfum kannað undirtektir og fundið mikinn áhuga manna á að leggja þessu góða málefni lið. Fjölmörg fyr- irtæki hafa lagt fram umtalsverðar fjárhæðir til forvarna og ég tel engá’ ástæðu til að ætla annað en að við fáum góðar viðtökur.“ „Við vinnum undir kjörorðinu /s- land án fíkniefna árið 2002 svo önnur sveitarfélög geta að sjálfsögðu tekið þátt í þessu, enda er hlutverk ráðu- neytanna að samræma starfið um land allt,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Torgny Peterson, framkvæmdastjóri ECAD Beitum ekki gömlum lausnum á ný vandamál „ VIÐ getum ekki beitt gömlum lausnum á ný vandamál. Ég er mjög bjartsýnn á að þessi nýstárlega tilraun, sem íslendingar ætla að gera til að útrýma fíkniefnum í landi sínu, muni takast. Það verður að taka í taum- ana. Hvemig verður ástandið annars eftir 5-10 ár? Verða fíkniefnin þá búin að festa sig í sessi líkt og áfengið, svo enginn mögu- leiki verði á að hrófla við þeim? Það má ekki gerast og í þessu fámenna landi getið þið útrýmt vandanum,11 sagði Torgny Peter- son, framkvæmdastjóri ECAD, samtaka evr- ópskra borga gegn fíkniefnum, í samtali við Morgunblaðið. Torgny Peterson kom hingað til lands í tilefni þess að undirritaður var í gær samn- ingur Reykjavíkurborgar, ríkisins og ECAD um ísland án fíkniefna árið 2002. EC AD ákvað að styrkja tilraun Islendinga, á þeim forsendum að útbreiðsla ólöglegra efna hefði ekki verið eins mikil hér á landi og t.d. í Mið-Evrópu og taldi EC AD að vegna félagslegrar stöðu og landfræðilegrar legu ætti Island möguleika á því að takmarka og að lokum útrýma fíkniefnum í landinu. „Islendingar áttu sjálfir hugmyndina að þessu verkefni, sem ég er viss um að á eft- ir að vekja mikla athygli á landi og þjóð,“ sagði Peterson. „Innan ECAD er mikill áhugi á að fylgjast með hvemig til tekst. Ég tel, að ef ekki verður ráðist gegn fíkni- efnum á íslandi núna nái þau að festa sig í sessi.“ Peterson sagði að hér á landi, líkt og í heimalandi hans, Svíþjóð, væri áfengis- neysla mikið vandamál. „Hins vegar hefur áfengið fyrir löngu öðlast sess í þessum þjóðfélögum og því vonlaust að ætla að útrýma því. Að sjálfsögðu eigum við að beijast gegn barna- og unglingadrykkju og eftir sem áður munum við veita þeim aðstoð, sem verða áfengissýkinni að bráð. Áfeng- inu sjálfu munu við hins vegar ekki úthýsa. Um fíkniefni gildir annað og á Islandi fer því fjarri að þau hafi gegnsýrt svo þjóðfé- lagið að ekki verði aftur snúið.“ Metnaður íslendinga öðrum hvatning Peterson sagði að metnaður Islendinga væri öðrum innan ECAD mikil hvatning. „Borgum og bæjum innan samtaka okkar fer ört fjölgandi, en þvi fer þó fjarri að allir í Evrópu séu sam- mála um nauðsyn þess að útrýma fíkniefnum. I Hollandi hafa menn gefist upp og má benda á Amsterdam, sem telur sig geta leyst vandann með því að dreifa fíkniefnum. Þá berst ECAD við samtökin European Cities on Drug Policies (ECDP), samtök rúmlega 30 evrópskra borga sem vilja lögleiða kannabis, dreifa heróíni til fíkla og fleira í þeim dúr. Mér flnnst að hver þjóð þurfl að velta því fyrir sér hvert stefnir og ef þær komast að þeirri niðurstöðu, að fíkniefni séu ekki æskileg, þá eiga þær að sjálfsögðu að berjast gegn þeim með oddi og egg.“ Peterson segir að því fari fjarri að samtökin ECDP séu þau einu, sem berjist fyrir lö- gleiðingu fíkniefna. „Á síðustu árum hefur alls konar félaga- samtökum, sem hafa lögleið- ingu á stefnuskránni, vaxið fiskur um hrygg. Þessi félaga- samtök eiga oft fjárhagslega hauka í horni og þeirra þekkt- astur er auðkýfingurinn Ge- orge Soros. Hann hefur á síð- ustu árum lagt 15 milljónir doll- ara, rúman milljarð íslenskra króna, í baráttuna fyrir lögleið- ingu kannabisefna. Þess verður áreiðanlega ekki lengi að bíða að samtök, sem hafa lögleið- ingu fíkniefna á stefnuskrá sinni, nái að hasla sér völl í mínu heima- landi, en frumkvæði íslendinga í forvarna- málum kemur áreiðanlega í veg fyrir að það gerist hér á landi. Til þess að tryggja það verða allir, þar með taldir fjölmiðlar, foreldrar, íþróttafélög, skólar, lögregla og tollayfirvöld, að leggjast á eitt. Á Islandi er vel menntað, áhugasamt fólk, sem getur áreiðanlega virkjað þessa fámennu þjóð í baráttunni gegn fíkniefnum,“ sagði Torgny Peterson, framkvæmdasljóri ECAD, sam- taka evrópskra borga gegn fíkniefnum. Torgny Peterson Leitað verði álits ungling- anna sjálfra Skólum ávallt Hgs skylt að við- vara foreldra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.