Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ of mikið fyrir ungan strákinn af mölinni. Að verka fýl og salta í tunn- ur er, eða réttara sagt var, hluti af lífsstíl fólks á þessum slóðum sem mér fannst mikið varið í að hafa fengið að kynnast. Afi kenndi mér að borða fýl sem er alveg sérstök matmenning og þykir mér sá matur mjög góður. Reyndar var hann aldr- ei alveg sáttur við mig, hvernig ég borðaði fuglinn. Ég gat nefnilega aldrei látið fylluna af fuglinum inn fyrir mínar varir. Talandi um mat eða matarvenjur var það reyndar fleira sem ég lærði af afa mínum og hef síðan reynt að kenna börnum mínum, en það er að taka lýsi reglu- lega. Það fór ekki fram hjá neinum sem þekktu afa að hann var óþreyt- andi að bera hróður lýsis. Reyndar er óhætt að segja að hann hafi sjálf- ur verið gangandi auglýsing um ágæti lýsis, ef í huga er haft bæði hár aldur og góð heilsa. Bróður mín- um vngsta, sem nú vinnur hjá Lýsi hf., fannst hann einmitt gott dæmi um ágæti vörunnar og lét birta heil- síðumynd af honum í Morgunblaðinu í auglýsingarskyni. Ekki er hægt að minnast afa án þess að segja frá því að hann var mikill söngmaður. Eg leit ávallt upp til afa og öfundaði hann af því hversu góður hann var að syngja. Sjálfum fannst mér gaman að syngja þó að ég kæmist ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Tók ég mér gjarnan stöðu rétt fyrir aftan afa á fjölskyldumótum þegar lagið var tekið og reyndi að herma eftir röddinni. Hann var jafnvígur bæði á bassa og tenór. Það er í raun stutt síðan afi hætti að syngja og sakna ég þess mikið að ekki skuli vera tekið lagið á fjölskyldumótum eins og tíðkaðist hér áður fyrr meðan afa naut við. Hann söng í nokkrum kirkjukórum og var lengi m.a. í Skaftfellingakórnum. Afi var mikill vinstri maður í póli- tík og var hann lengst af flokksbund- inn Framsóknarmaður. Fyrir utan það að útvega mér ungum stráknum vinnu á flokksskrifstofunni, sem þá var við Hringbrautina, fórum við saman sem sjálfboðaliðar og hjálp- uðum til á kosningarskrifstofu flokksins þegar kosningar voru. Hann vissi nákvæmlega hvað var að gerast í þjóðmálum alla sína ævi. Það var gaman að tala við hann um pólitík og er ég ekki frá því að hann hafí haft ákveðin áhrif á skoð- anir mínar í þeim efnum. Hann gerði að minnsta kosti margar tilraunir til þess. Hann var hagmæltur og orti gjarnan vísur um alþingismenn og ráðherra. Þessar vísur vélritaði ég gjarnan fyrir hann. Þó að afi hafi aldrei miklað þessa hæfileika fyrir sér þá er eitt öruggt að ég mun gera tilraun til að taka þetta efni saman og varðveita. Ef ég man rétt var hann á tímibili með sér- stakan vísnadálk í Dagblaðinu. Ef hann orti ekki um pólitík þá orti hann nú í seinni tíð lof eða þakkar- rímur til starfskvenna í Lönguhlíð- inni, en óhætt er að segja að afi hafi verið kvensamur allt fram á síðasta dag. Nú í seinni tíð, eða eftir að afi fluttu í Lönguhlíðina, heimsótti ég hann oft eftir að vinnu lauk og stundum um helgar og þá með börn- in mín með mér. Það var ekki ósjald- an þegar ég var í sunnudagsbíltúrum með börnin mín að þau báðu mig að fara í heimsókn til gamla afa, eins og þau kölluðu hann. Ég heimsótti afa í hádeginu sama dag og hann lést, en það var ekki sá tími sem ég kom venjulega í heim- sókn til hans. Systir mín, sem hafði heimsótt hann daginn áður, hringdi til mín um kvöldið og sagði mér að heilsu hans hefði hrakað nokkuð. Þó að enginn viti hvenær kallið kem- ur þykir mér samt sárt að hafa ekki verið lengur hjá honum þennan dag þegar yfir lauk. Mér er sama þó það hljómi eigin- gjarnt, en ég sakna hans sárt. Ég trúi því að afi Villi sé kominn á æðra tilverustig og nýtt hlutverk hafi tekið við. Það er viðeigandi að enda þessar hugrenningar með vísu, en eins og áður hefur komið fram var afi hagmæltur mjög og þess vegna vel við hæfi. Þess vísu fann ég á alnetinu, staddur í Nice í Frakk- landi þegar ég skrifa þessar línur en hér er engin íslensk Ijóðabók við höndina. Höfundur er óþekktur og er mér óhætt að segja að vandfund- inn er ljóðabútur sem hefur betri sambúð forms og efnis. Kvðlda tekur, sest er sól, sveimar þoka um dalinn. Komið er heim á kvíaból kýmar, féð og smalinn. Vilhjálmur Guðmundsson. Hinn 28. janúar kvaddi okkur hljóðlega háaldraður maður, sem ég hef átt samleið með nær óslitið um sjötíu ár, Vilhjálmur K. Hallgrímsson frá Felli í Mýrdal. Eru þá horfin okkur nær öll systkinin frá Felli, sem áttu mikið og gott samband við móðurfólk mitt á Giljum í Mýrdal á fyrstu áratugum aldarinnar og eins hér í Reykjavík. Vilhjálmur batzt þó sérstökum böndum við Gilnaheimil- ið, því að hann kvæntist Huldu Ragnheiði Jónsdóttur, sem var hvort tveggja bróðurdóttir Sigríðar, móður minnar, og uppeldissystir hennar. Hafði Hulda verið tekin til fósturs af ömmu sinni og afa á Giljum, þeg- ar móðir hennar lézt árið 1905. Dvaldist hún í góðu skjóli þeirra, þar til hún giftist Vilhjálmi árið 1925. Þau bjuggu fyrstu árin í Mýrdalnum, en héldu svo til Reykjavíkur árið 1929 og dvöldust þar í allmörg ár, og frá þeim tíma man ég þau vel. Vilhjálmur hafði um skeið stundað sjómennsku, eins og svo margir ung- ir Mýrdælingar gerðu á árunum eft- ir 1920. Hins vegar sneri hann blað- inu alveg við á fjórða áratugnum og tók að læra rafvirkjun hjá föður mínum. Á sama tíma bjuggu þau Vilhjálmur og Hulda um nokkur ár í húsi foreldra minna á Sjafnargötu 1. Er sá tími mér um margt mjög minnisstæður. Gestkvæmt var hjá þeim hjónum uppi á loftinu, enda þau bæði gestrisin með afbrigðum og sérlega bamgóð. Naut ég þess mjög á þeim árum og börn okkar hjóna seinna. Vil ég nú þakka það alveg sérstaklega, þegar Villi frá Felli kveður okkur. Vilhjálmur var söngmaður góður og minnist ég þess, hversu gaman var að heyra hann taka lagið með ýmsum söng- vinum sínum, sem sóttu þau hjón oft heim. Hann starfaði líka lengi í ýmsum kórum. Þegar Vilhjálmur hafði lokið prófi í rafvirkjun, hélt hann til starfa á ýmsum stöðum, og þá dvöldust þau hjón um allmörg ár utan Reykjavík- ur og m. a. um nokkurt skeið norð- ur á Akureyri. Þau fluttust svo aftur til Reykja- víkur. Tókst þá að nýju samband við þau hjón, enda hafði alltaf verið mjög kært með þeim fóstursystrum. Lengi bjuggu þau í Nóatúni 28, og þar lézt Hulda árið 1983, nær áttræð að aldri. Var það áreiðanlega Vil- hjálmi mikill missir. Eftir það bjó hann einn í íbúð sinni. Ekki var hann þó alveg einn, því að Ragnhild- ur, kjördóttir þeirra, og fjölskylda hennar litu mjög til hans. Hið sama gerði og Árni, sonur Vilhjálms, sem er rafvirkjameistari á Húsavík, og fjölskylda hans. Var samband Vil- hjálms mjög náið við þessar fjöl- skyldur, sem sýndu honum mikla umhyggju til hinztu stundar. Vilhjálmur var heilsuhraustur alla ævi og þurfti því sjaldan að leita til lækna, og ekki mun hann nema tvisvar á ævi sinni, sem entist nær 98 ár, hafa lagzt inn á sjúkrahús. Slíkt er mikil guðs gjöf. Fyrir all- mörgum árum fluttist hann úr íbúð sinni og settist að í lítilli íbúð í Lönguhlíð 3. Þar undi hann sér vel og hafði m.a. sér til dægraslyttingar ýmiss konar föndurvinnu. Fórst hon- um það mjög vel úr hendi. Þá fékkst hann einnig við að mála landslags- myndir og hafði mikið yndi af því. Þetta sýnir, hversu myndvirkur hann var í öllu því, sem hann tók sér fyr- ir hendur og lifandi fram á hinzta dag. Þessum fáu orðum um horfínn samferðamann fylgja svo að lokum samúðarkveðjur til barna hans og skylduliðs þeirra frá mér og fjöl- skyldu minni. Jón Aðalsteinn Jónsson. FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 37 MINNINGAR PÁLL HILMAR KOLBEINS + Páll Hilmar Kol- beins fæddist í Reylyavík 13. maí 1940. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þorvald- ur Kolbeins prent- ari og ættfræðingur í Reykjavík, f. 24. maí 1906, d. 5. febr- úar 1959, og Hildur Þorsteinsdóttir Kol- beins húsmóðir, f. 12. maí 1910, d. 13. ágúst 1982. Systkini Páls eru: Jóhanna, lést 14. september 1991, Hannes, Þor- steinn, Július, Þóra Katrín tví- burasystir Páls, Þórey, Sigríð- ur, Eyjólfur og Þuríður. Hinn 6. júlí 1963 kvæntist Páll eftirlifandi konu sinni, Helgu Sigríði Claessen, f. 22. ágúst 1940. Foreldrar hennar voru Jean Emil Claessen stór- kaupmaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1911, d. 7. ágúst 1970, og Jóhanna Guðbjarts- dóttir Claessen hús- móðir, f. 26. sept- ember 1918, d. 11. febrúar 1982. Börn Páls og Helgu eru: 1) Helga Kristín, f. 8. nóvember 1963, maki hennar er Arnar Hjaltalín og eiga þau einn son, Ásgeir Helga, 2) Jóhann Emil, f. 21. maí 1970, 3) Hilmar Örn, f. 18. október 1976. Páll starfaði sem rafvirlya- meistari hjá O. Johnson og Kaaber og Heimilistækjum alla sína starfsævi. Útför Páls fer fram frá Bú- staðakirkju föstudaginn 7. febr- úar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er Palli bróðir farinn í ferðina miklu. Hann brá ekki út af vanan- um að vera alltaf skrefi á undan mér í einu og öllu. Hann fæddist 13 mínútum á undan mér, pínulít- ill, en ég stór og feit. Hann var á undan mér í stafrófínu. Hann byij- aði að ganga á undan mér. Hann lærði að hjóla á undan mér. Hann lærði á bíl á undan mér. Nú þegar komið er að hinstu kveðjustundinni hrannast minning- ar liðinna ára upp í huga mínum. Ljúfar minningar, sem munu ylja mér um hjartarætur á komandi árum. Það var oft býsna kátt í Meðalholtinu og mikill hávaði, enda tíu systkini sem öll reyndu samtím- is að ná athygli mömmu og pabba. Ætíð var Palli bróðir reiðubúinn að koma mér til hjálpar ef ég þurfti á athyglinni að halda, en í frum- bernsku fannst mér hann nú stund- um einum of leiðinlegur, þegar hann var að stinga mig af. „Það er af því að þú passar ekki í stráka- leiki,“ sagði hann, „þú ert bara stelpa." Það voru fullkomin rök í hans huga. En svo tóku unglingsárin við, og við náðum bæði nokkrum þroska. Strákaleikir viku fyrir al- vöru lífsins, skólagöngu og öðru er átti að gera okkur betur í stakk búin til þess að takast á við lífíð. Palli bróðir var ungur að árum þegar hann ákvað að læra rafvirkj- un, honum sóttist námið vel og lauk meistaraprófí í faginu. Það sýnir best hvað Palli bróðir var staðfastur og lítið gefínn fyrir hringlandahátt, að eftir námið hefur hann unnið hjá sama fyrirtækinu, O. Johnson og Kaaber, og síðan dótturfyrirtæki þess Heimilistækjum. Forráða- mönnum þessara fyrirtækja skal nú þakkað fyrir þann velvilja sem Palla og fjölskyldunni hefur verið sýndur, eftir að hann veiktist fyrir tæpum fímm árum. Stærsti og mesti hamingjudagur í lífi Palla bróður var þegar hann kvæntist henni Helgu sinni. Helga hefur búið honum bróður mínum yndislegt heimili og þau voru mjög samrýnd um að gera allt saman, og ógleymanlegt er hvað þau voru samtaka um að gera allt það besta fyrir Hilmar Örn, sem er yngstur þriggja barna þeirra, en eldri eru Helga Kristín og Jóhann Emil. Ekki má gleyma litla afastráknum honum Ásgeiri Helga, sem hefur nú misst sinn besta vin, en Palli var mjög hreykinn af Eyjapeyjan- um sínum. Missir Helgu og barnanna er óendanlega mikill, en það er hugg- un harmi gegn að nú er Palli laus við allar þjáningar, og meira að segja laus við hækjuna. Palli bróð- ir var oft harður í horn að taka hér áður fyrr, en eftir að hann veiktist varð hann þeim mun mýkri Palli, og þá gat ég farið að ráðsk- ast með hann. Eitt af því sem við Palli bróðir tókum okkur fyrir hendur var að reyna okkur í mál- aralistinni. Mörg yndisleg kvöld erum við búin að eiga með Svein- birni Þór, listmálara, sem hefur verið svo elskulegur að segja okkur til. Ekki var alltaf mikið málað, en því meir hlegið og brandarar fuku út og suður. Ég held að vinur okk- ar Sveinbjörn Þór hafí að hluta til gefið Palla trúna á lífíð aftur, því þegar hann var kominn með pens- ilinn í höndina var eins og hann yrði annar maður. Undanfarin ár hefur Palli bróðir verið í dagvistun í MS-húsinu og líkaði honum mjög vel að vera þar, enda fékk hann þar frábæra umönnun og þjálfun. Þar eignaðist hann marga góða vini sem hér með er öllum þakkað frábært starf. Síð- ustu dagana var Palli bróðir á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, og þar fékk hann alveg yndis- lega umönnun, og er hjúkrunarfólki og læknum þakkað það mikla starf sem þar er unnið. Ég trúi því að Palli bróðir sé nú í góðum höndum hjá Hönnu systur, pabba og mömmu og fleiri góðum vinum, kominn heill á húfí á fund drottins allsheijar. Það er trúin á Guð og eilíft líf, sem sefar nú sárustu sorg- ina, en mikill er söknuðurinn eftir mínum elskulega bróður. Þó Palli bróðir hafí stungið mig af núna eins og hann gerði svo oft þegar við vorum lítil böm, þá er vissan um að ég mun fínna hann aftur þegar minn tími kemur, sem gerir lífið þessa dagana aðeins létt- bærara. Ég hlakka til endurfundanna við kæran bróður. Við Maggi sendum Helgu og börnunum, tengdasyni og dóttursyni innilegar samúðar- kveðjur, og biðjum Guð að styrkja ykkur í þungri sorg. Far í friði, elsku Palli minn. Blessuð sé minning þín. Þóra Katrín. Við andlát góðs vinar streyma minningarnar fram og vil ég með fátæklegum orðum kveðja sam- stafsmann minn til tæplega þijátíu ára. Árið 1964 lágu leiðir okkar Páls H. Kolbeins saman hjá Heimil- istækjum hf. þar sem hann vann við viðgerðir á stærri raftækjum. Síðar varð hann yfirmaður þjón- ustunnar og varð samvinna okkar mjög náin þar sem ég vann við sölu tækjanna. Páll var mjög fær í sínu fagi og einstaklega ljúfur í öllum samskiptum. Samskiptahæfí- leikar hans við fólk sýndu sig best í að aldrei kom til erfiðleika á milli okkar öll þessi ár, þó að stressaður sölumaðurinn gerði miklar kröfur, og vil ég sérstaklega þakka honum það. Þjónusta við biluð heimilistæki er ein kröfuharðasta þjónusta sem veitt er, heimili með slík tæki biluð vilja viðgerð strax. Með lipurð og lagni var leyst úr öllum málum svo allir gátu vel við unað. Slíkir starfs- < menn eru ómetanlegir hveiju fyrir- tæki. Þegar tóm gafst til var sest nið- ur og dægurmálin rædd, sjón- deildarhringur hans var stór og á öllum málum hafði hann skoðun. Páll hafði unun af málverkum og mikið lán var að í veikindum sínum gat hann snúið sér að hugðarefni sínu og farið að mála eigin mynd- ir. Það var stoltur myndlistarmaður er hélt sína fyrstu sýningu fyrir tæpum tveimur árum ásamt Katr- ínu systur sinni. Hann hafði ákveð-. ^ ið að halda aðra sýningu en því miður náði hann ekki að sjá það verða að veruleika. Við hjónin erum ánægð að verk Páls skuli prýða veggi okkar í dag. Páll var mjög raungóður vinur og sýndi hann það í verki. Þess nutum við hjónin mjög er hann tók að sér alla rafmagnsvinnu, frá hönnun til loka, er við byggðum hús okkar. Slíkur vinargreiði gleymist ei. Leiðir okkar lágu ekki mikið saman utan vinnustaðar utan nokk- urra veiðiferða. Þær samveru- stundir voru góðar. Þeir sem til þekkja vita að Páll bar hag fjöl- skyldunnar mjög fyrir bijósti ogC umhyggjan fyrir börnunum var mikil. Hilmari syni sínum gaf hann allt sitt í hans veikindum. Við hjón- in vottum Helgu og bömunum sam- úð okkar við fráfall Páls. Hann var góður drengur með stórt hjarta og kom sér alls staðar vel. Gunnar Kr. Gunnarsson. Kveðja frá æskuvinum Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Og Dauðinn þig ieiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnamir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem bamið, er beygir kné til bænar í fyrta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! Með þessum erindum hins dáða borgarskálds okkar, Tómasar Guð- mundssonar, kveðjum við þig, æskuvin okkar. Þökkum þér fyrir áratuga vináttu, tryggð, glaðværð og þína ljúfu glettni. Kæri vinur, „þótt úti sé alltaf að snjóa“, eins og við sungum svo oft, mun seint fenna í sporin þín. Þau verða okkur ógleymanleg. Guð geymi þig. y* Elsku Helga, Hilmari, Jóhanni, Helgu Kristínu, Arnari og Ásgeiri svo og systkinum hans og fjölskyld- um þeirra, að ógleymdum vini hans Ottó, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefí ykkur styrk í sorginni. Gylfi Árnason, Stefán B. Hjaltested. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skrá*, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinununi-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.