Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 38
ií8 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MINNINQAR VALDIMAR FRIÐRIK GÍSLASON JKRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR + Valdimar Frið- rik Gíslason, kaupmaður, var fæddur í Hólsbæ á Stokkseyri 30. september 1908. Hann lést í Reykja- vík 28. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Stefánsson og- Magnea Magnús- dóttir. Valdimar átti fimm systkini; Stefaníu, Jónu, Gísla, Magneu og Guðrúnu, sem öll eru látin. Hann ólst upp á Stokkseyri til 12 ára aldurs en fluttist þá með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Valdimar kvæntist Kristj- önu Þorsteinsdóttur 19. febr- úar 1944. Þau eignuðust saman þijú börn. Afkomendur Krislj- önu og Valdimars eru 24 tals- ins. Valdimar starfaði sem kaupmaður í Reykjavík um ára- tugi, lengst af á Langholtsvegi 17, en síðustu áratugina rak hann heildverslun í Skeifunni Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrimsson.) Þessar ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson koma upp í hugann þegar ég í dag rk-veð tengdaforeldra mína Kristjönu Þorsteinsdóttur og Valdimar F. Gíslason. Vissulega er söknuðurinn mikill en einnig þakklæti til almætt- isins fyrir að leyfa þeim í hárri eili að fylgjast að yfir móðuna miklu. Samheldni, ást og virðing fyrir hvort öðru einkenndi allt þeirra hjónaband. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum mætu hjónum, en kynni okkar hóf- ust fyrir 24 árum þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir dótt- ur þeirra, Kötlu. Frá fyrsta degi tóku þau mér eins og syni og okkur varð strax vel til vina. Einnig er það ómetanlegt fyrir börnin okkar að hafa fengið að kynnast þeim og 3. Á árunum 1940-1948 var hann matsveinn á Kveldúlfs-togurun- um. Valdimar starfaði mikið að félagsmálum sinnar stéttar, sat í stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur, í stjórn Félags kjötversl- ana og var þar heiðursfélagi, sat í stjórn Kaupmannasamtaka Is- lands og var heiðursfélagi í Fé- lagi íslenskra kjötiðnaðar- manna. Hann var einnig um ára- tugi virkur félagi í Oddfellow- reglunni. Kristjana Þorsteinsdóttir notið samvista við afa sinn og ömmu sem ávallt voru boðin og búin að passa þau þegar á þurfti að halda, þá voru sagðar sögur, farið með vísur spilað og leikið sér. Á kveðjustund streyma fram minningar, ferðalög um ísland og síðar viðskiptaferðir með Valdimari erlendis en árið 1982 hóf ég að starfa við heildverslun Valdimars sem ber nafn hans, þar kynntist ég forretningsmanninum Valdi- mari. Þar sem annars staðar miðl- aði hann af reynslu sinni og kunn- áttu. Einnig eru minnisstæðir þeir mörgu veiðitúrar sem við fórum norður í Laxá í Skefilstaðahreppi þar sem Kristjana stjanaði við okk- ur eins og hennar var von og vísa og létti okkar lund, því oftar en ekki komum við með öngulinn í rassinum úr viðureign okkar við þann stóra í Laxá. Síðar aðrar veiði- ár, Norðurá þar sem Valdimar, létt- fetinn, hljóp eins og unglingur upp og niður brattar brekkumar. Spjall við árbakkann, kaffi og tár útí, málin rædd við veiðifélagana að kveldi dags, Valdimar hrókur alls fæddist í Knútsborg á Seltjarn- arnesi 16. janúar 1912 og ólst þar upp að fermingaraldri er hún fluttist til Reykjavikur. Hún lést í Reykjavík 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Jóhannsson og Þórkatla Eiríksdóttir. Kristjana var ein af tiu systkinum, en ásamt henni komust sex þeirra til full- orðinsára, þau Björgvin, Þuríð- ur, Lúðvík, Halldór og Þor- steinn. Eftir lifa Þuríður og Þorsteinn. Kristjana giftist Valdimar F. Gíslasyni 19. febrúar 1944. Saman eignuðust þau þrjú börn, 1) Magneu, gift Guðna Skúlasyni. 2) Valdimar, kvænt- ur Valgerði Marinósdóttur. 3) Þórkötlu, gift Svavari R. Olafs- syni. Fyrir átti Kristjana soninn Olaf Þ. Jónsson og gekk Valdi- mar honum í föðurstað. Olafur er kvæntur Önnu M. Ólafsdótt- ur. Útför Valdimars og Krist- jönu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. fagnaðar eins og venjulega. Einn var sá staður sem þeim hjónum var kærari en annar, en það var við Álftavatn í Grímsnesi. Höfðu þau hjónin byggt sér sumar- bústað við eina fallegustu víkina við vatnið. Þar skein sól alltaf í heiði hvernig sem viðraði. Dvöldu þau þar allar helgar yfír sumartím- ann og á ég og fjölskylda mín marg- ar kærar minningar þaðan. Oftar en ekki dvöidum við með þeim í sumarbústaðnum ásamt öðrum fjöl- skyldumeðlimum. Var þá oft þröng á þingi en allir ávallt velkomnir, oft var viðkvæðið hjá þeim „við sofum bara á stofugólfinu". Nú þegar komið er að ferðalokum og sól til viðar hnigin kveð ég ykk- ur, kæru vinir, með þökk í huga fyrir allt og allt. Svavar R. Olafsson. í dag er til moldar borinn Valdi- mar Gíslason kaupmaður, í daglegu tali nefndur Valli Gísla, en hann andaðist 28. janúar sl. á 89. aldurs- ári. Þegar stundin kemur og sam- ferðamenn og félagar hverfa á braut er ósjálfrátt dokað við og horft til baka. Ég átti þess kost að kynnast Valdimar fyrir u.þ.b. 40 árum og hafa þau góðu kynni hald- ist síðan. Á þeim tíma rak Valdi- mar verslun og kjötvinnslu á Lang- holtsvegi 17 hér í borg. Fram- leiðsluvörur sínar seldi Valdimar til verslana í borginni, þar á meðal var ég í viðskiptum fyrir mína verslun, þannig hófst okkar kunningsskap- ur. Valdimar var lærður kjötiðnað- armaður og matsveinn og voru framleiðsluvörur frá honum rómað- ar fyrir gæði. Dag einn er Valdimar kom með vörur sínar til mín, en hann keyrði þær ávallt sjálfur út í búðirnar, bauð hann mér að ganga til liðs við sig ásamt þriðja manni í ákveðið verkefni, það var að ljúka byggingu verslunarhúss og síðan að starfrækja verslunina í félagi með þeim. Eftir nokkra umhugsun ákvað ég að þiggja þetta boð sem ég átti ekki eftir að sjá eftir. Á árinu 1960 opnuðum við síðan versl- unina Vogaver í Gnoðarvogi 44-46. Um svipað leyti flutti Valdimar hluta af kjötvinnslunni af Lang- holtsveginum i Gnoðarvoginn, síðar hóf hann svo rekstur Frystigeymsl- unnar hf. i sama húsi og enn síðar umboðs- og heiidverslun ásamt syni sínum Valdimar, ber heildverslunin nafn hans enn þann dag í dag. Valdimar Gíslason var fæddur á Stokkseyri og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Árið 1920 flutti hann til Reykjavíkur, þar sem hann hefur dvalið síðan. Aðgerðarleysi var hon- um ekki í blóð borið. Hann byijaði að vinna sem sendill og vann einnig við verslunarstörf hjá versluninni Liverpool. Að eigin sögn mótaði hann sína framtíð þar. Seinni hluta ársins 1929 stofnaði hann sína fyrstu verslun, sem staðsett var við Hverfisgötu hér í borg. Verslunar- leyfi til Valdimars var útgefíð 2. janúar 1930 af Hermanni Jónas- syni, þáverandi lögreglustjóraj og er það vel varðveitt í dag. I þá daga var enginn leikur að reka fyr- irtæki, heimskreppan mikla skollin á, atvinnuleysi mikið og fólkið með takmörkuð fjárráð. Valdimar ákvað því að selja verslunina og ráða sig til Kjötverslunar Tómasar Jónsson- ar á Laugavegi 2. í byrjun stríðsins réð hann sig sem matsvein til sjós. Hann sigldi öll stríðsárin á Kveld- úlfstogurum. Þegar í land kom hóf hann störf hjá kjötverslun Tómasar Jónssonar á Laugavegi 32, þar til hann hóf rekstur eigin verslunar árið 1949 á Langholtsvegi 19, þar verslaði hann til ársins 1954 er t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og aðstoð við andlát og útför, SIGURBERGS ÞÓRARINSSONAR, Birkihlíð 4a, Hafnarfirði, Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sigurbergsdóttir, Anna Jónína Sigurbergsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Þórarinn Sigurbergsson, Rosalia Moro Rodriguez, Einey Þórarinsdóttir, Hjalti Þórðarson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓNAS MAGNÚSSON, Engjavegi 15, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. febrúar kl. 13.30. Aðalbjörg Katrm Haraldsdóttir, Sesselja Jónasdóttir, Jóna Bára Jónasdóttir, Ásbjörn Hartmannsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við þeim fjöl- mörgu, sem stutt hafa okkur, sent kveðjur og sýnt vinar- og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR MARÍU JÓHANNSDÓTTUR, Baldursgarði 12, Keflavík. Óskar K. Þórhallsson, Hrefna Björg Óskarsdóttir, Þórhallur Óskarsson, Karl Einar Óskarsson, Anna Pálína Árnadóttir, Kristinn Óskarsson, Steinþóra Eir Hjaltadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærr- ar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓREYJAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Háteigsvegi 9, Reykjavik. Sólveig Steingrímsdóttir, Birgir Jensson, Svava Ásdís Steingrfmsdóttir, Ágúst Már Sigurðsson, Guðrún Steingrfmsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, Ásgeir H. Ingvarsson, Alda Steingrímsdóttir, Oddur Eiríksson, Kolbrún Lind Steingrímsdóttir, Jóhannes Eiríksson, Rósa Steingrfmsdóttir, Guðmundur B. Jósepsson og barnabörn. MORGUNBLABIÐ hann byijaði að versla á Langholts- vegi 17 eins og fyrr er getið. Við fráfall Valdimars Gíslasonar er horfínn af sjónarsviðinu einn af elstu og virtustu kjötkaupmönnum borgarinnar. Þó Valdimar hefði nóg á sinni könnu hvað vinnu snertir, gaf hann sér þó tíma til að sinna ýmsum félagsstörfum og skal hér stiklað á stóru hvað það varðar. Valdimar var skipaður af ráðherra í nefnd ásamt öðrum mönnum til þess að undirbúa og stofnsetja Matsveina- og veitingaþjónaskóla íslands og sat hann í fyrstu skóla- nefnd þess skóla. Hann sat einnig í stjórn sjómannafélagsins í mörg ár og var jafnan ritari stjórnar. Árið 1953 gerðist Valdimar félagi í félagi kjötverslana. Honum voru falin þar ýmis trúnaðarstörf fyrir félagið, sat í fjölmörgum nefndum og ráðum. Einnig sat hanp nær 20 ár í aðalstjórn félagsins. Á 25 ára afmæli Kaupmannasamtakanna ár- ið 1975 voru Valdimar þökkuð hans störf innan samtakanna og ekki síst hve jákvæður og heilsteyptur hann var í sínum störfum fyrir kaupmenn, hann var við þetta tæki- færi sæmdur gullmerki samtak- anna. I tengslum við 50 ára af- mæli Félags kjötverslana 1984 var Valdimar kjörinn heiðursfélagi fé- lagsins. í þakkarávarpi sínu við þetta tækifæri sagði hann meðal annars að hann væri hreykinn af að tilheyra stéttinni. Við kaupmenn sem áttum þess kost að vera sam- ferðamenn Valdimars munum ætíð minnast hans með hlýhug. Allt sem Valdimar tók sér fyrir hendur gerði hann með reisn. Ég veit að ég mæli fyrir munn félaga hans innan Kaupmannasamtakanna, þegar ég þakka honum hans störf í þágu kaupmanna. Hann var ávallt tilbú- inn til starfa, ósérhlífinn, jákvæður og vildi öllum vel, hans sæti meðal kaupmanna verður vandfyllt. í þann mund sem þessar línur eru festar á blað, berst mér sú fregn að lífs- förunautur Valdimars, Kristjana Þorsteinsdóttir, hafði látist 4. febr- úar sl., eða réttri viku eftir andlát Valdimars. Ekki getur maður hugs- að sér neitt fegurra en þegar hjón sem lifað hafa saman, stutt hvort annað gegnum þykkt og þunnt, kveðja svo þennan heim svo til sam- tímis. Ég sendi börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Gunnar Snorrason, fyrrverandi formaður Kaupmannasamtaka Islands. Okkur systurnar tekur það sárt að þurfa að kveðja ömmu og afa með svo stuttu millibili, en það var líklega það sem þau vildu. Það sýn- ir kannski hve samrýnd þau voru ávalit. Við kveðjum ykkur nú með söknuði, elsku amma og afi, og með einlægri þökk fyrir allt sem þið hafið gefið okkur. Biðjum við þess að góður Guð fylgi ykkur og veiti ykkur eilífan frið. Halla og Vala. í dag verða amma okkar og afi, Kristjana Þorsteinsdóttir og Valdi- mar F. Gíslason, borin til grafar. Okkkur systkinin langar að minnast þeirra í nokkrum orðum. Þegar við hugsum til baka til þeirra stunda sem við áttum með ömmu og afa er margs að minnast. Eru okkur þó á þessari stundu efstar í huga allar ferðirnar sem við fórum upp í „afasveit", en það kölluðum við sumarbústaðinn þeirra við Álfta- vatn. Eyddum við flestum helgum yfir sumartímann þar með þeim. Allir voru velkomnir í „afasveit“ og var ætíð mikið um gesti sem komu í kaffi á góðum sumardögum. Allt- af var eitthvað til með kaffinu, þvi ekki komu afi og amma tómhent í sveitina. Afi hafði þann sið að gróð- ursetja grenitré handa hveiju barni og barnabarni. Höfðum við mjög gaman af því að biðja afa um að fara með okkur í reitinn þar sem hann gróðursetti trén til þess að sýna okkur hvaða tré við áttum. Alltaf var mikið um að vera í „afa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.