Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 39, _ sveit“ og fórum við oft með afa út á bát til að leggja net og vitja um. Ef fiskur var í netinu fórum við með hann inn og hann var soðinn og borðaður með bestu lyst með nýjum kartöflurn úr kartöflugarðin- um hans afa. í „afasveit" hafði verið byggður handa okkur lítill dúkkukofi, þar gátum við dundað okkur við að búa til drullukökur og laga til. Oft fórum við inn til ömmu til þess að athuga hvort hún ætti ekki eitthvað handa okkur til þess að fara með út í dúkkuhús og gat hún alltaf fundið eitthvað sem gladdi okkur. Amma gekk líka oft með okkur út til þess að tína blóm og í leiðinni kenndi hún okkur að þekkja nöfnin á _ blómunum sem vaxa á landinu. Á seinustu árum þegar einhver fór með afa og ömmu í bíltúr austur ljómuðu þau öll og töluðu mikið um ferðina næstu daga. Okkur eru einnig minnisstæðir þeir dagar sem við vorum í pössun hjá ömmu. Þegar við komum á morgnana lögðum við okkur í sóf- ann hans afa og fórum svo að hjálpa ömmu að undirbúa hádegismatinn handa afa, eða hjálpuðum við að baka kleinur með kaffinu. Oft var þar margt um manninn í hádeginu en alltaf var pláss fyrir alla. Tímun- um saman gátum við gleymt okkur í búðarleik í stiganum sem liggur upp á loft. Fengum við þá lánaða gömlu reiknivélina hans afa og mat úr eldhúsinu hennar ömmu. Stund- um var farið út í búð með gömlu regnhlífarkerruna okkar til þess að keyra matinn í heim. Amma hafði líka gaman af því að fara með okk- ur í strætó út á Nes til þess að sýna okkur hvar hún bjó þegar hún var lítil, þótti okkur það mikið sport að fara hring með strætó. Amma kenndi okkur að spila, einnig kenndi I hún okkur á klukku og var þá sótt stór bók inn í skáp sem afi átti og klukkan teiknuð upp. Alltaf höfðu amma og afi tíma fyrir okkur. Munu þau alltaf vera hjá okkur í minningunni. Við viljum þakka fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum með þeim. Blessuð sé minning þeirra. I Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur, . mín veri vöm i nótt. ' Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Guðrún Steinunn og Valdimar Friðrik. Nú eru þau öll horfin yfir móð- una miklu, Hólsbæjarsystkinin frá Stokkseyri, en Valdimar og móðir ) okkar, Guðrún, voru yngstu böm hjónanna þar, Magneu Magnúsdótt- ur og Gísla Stefánssonar. Afi missti sjónina um það bil sem móðir okkar fæddist, en þá var Valdimar á þriðja ári. Þau héldu lengi heimili á Stokkseyri á vetrum, en yfir sumar- ið fór amma í kaupavinnu með yngri bömin og Gísli fór til dóttur sinn- ar, Stefaníu, sem bjó í Reykjavík. Árið 1920 fluttu þau alfarin til Reykjavíkur og settust að á Hverf- F isgötu 37. Eldri systkinin voru þá öll farin að heiman og komin í vinnu eða búin að setja á stofn sín eigin heimili. Mamma og Valli voru því mjög samrýnd alla tíð. Mamma og pabbi byijuðu einnig sinn búskap á Hverfisgötunni. Þá var Valli enn ókvæntur og bjó þar ennþá. Eftir lát afa bjuggu Valli og amma sam- an í nokkum tíma þar til Valli kvæntist árið 1943. Snemma | hneigðist hugur hans að kaup- mennsku og verslun, þótt hann væri til sjós í mörg ár, en verslunar- leyfi fékk hann mjög ungur og hóf að flytja inn vörur í smáum stíl án þess að opna verslun. Mamma var alltaf mjög stolt af bróður sínum sem var svo duglegur að beijast áfram úr fátækt til þess að verða mikilsmetinn kaupmaður. Valli var af þeirri kynslóð íslensks alþýðu- fólks, sem ekki komst í skóla, en | menntaði sig sjálft með lestri og atorku og stóð samt jafnfætis hin- um langskólagengnu. Hann lét sig miklu varða öll þjóðfélagsmál og var frammámaður í félagsmálum kaupmannastéttarinnar meðan kraftar leyfðu. Eins og áður sagði kvæntist Valdimar mikilli ágætiskonu, Krist- jönu Þorsteinsdóttur, árið 1943. Þau eignuðust saman þijú böm, en Kristjana átti son fyrir giftinguna sem Valli gekk í föðurstað. Að þeim systkinum er nú mikill harmur kveðinn þar sem foreldrar þeirra hafa nú látist með viku millibili og eru bæði kvödd í dag. Það er þó huggun að þau fengu að fylgjast að síðasta spölinn eins samrýnd og þau voru alla tíð. Okkur Brávalla- götusystkinum fannst alltaf mikil gleði og hamingja ríkja á heimili þeirra og þangað var alltaf gott að koma, bæði á Bollagötuna og í Stangarholtið og ekki síður í sumar- bústaðinn við Alftavatn. Þau tóku okkur börnunum sem jafningjum og höfðu innilegan áhuga á því að fylgjast með hveijum og einum. Þau voru í einu og öllu samtaka um að veita gestum sínum bæði andlega og líkamlega næringu. Það urðu því oft fjörugar umræður um bók- menntir og stjórnmál í fjölskyldu- veislunum þótt ekki væru allir alltaf sammála, en það gerði bara umræð- umar fjörugri og jók á víðsýni í hinum ýmsu málum sem um var rætt. Við systkinin kveðjum þau því nú með miklum söknuði og þökkum þeim fyrir samfylgdina og sendum um leið okkar innilegustu samúðarkveðjur til barna þeirra og fjölskyldna. Brávallagötusystkinin. Kveðja frá FÍK Nú er einn af heiðursfélögum Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna fallinn í valinn. Það er ekki ofsagt að Valdimar Gíslason var einn af merkustu frumkvöðlum í íslenskum matvælaiðnaði. Allt frá árinu 1930 rak hann eig- in verslun og kjötvinnslu og kom þá fljótlega í ljós frumkvæði hans á þessi sviði. Það er síðan um 1954 sem hann byijaði að flytja inn tæki og tól að hjálparefni til kjötiðnaðar fyrir sig og kollega sína eins og hann orðaði það sjálfur. Árið 1959 er Valdimar sendur ásamt Vigfúsi Tómassyni hjá Sláturfélagi Suður- lands til Brussel á vegum Samein- uðu þjóðanna í tengslum við Marsh- all-þjálpina að kynna sér kjötiðnað í Evrópu. Það má því segja að þessi ferð hafi valdið straumhvörfum í lífi Valdimars því allt frá þeim tíma óx stöðugt áhugi hans á framgangi kjötiðnaðar hér heima á íslandi. Uppúr 1970 stofnaði Valdimar síðan heildverslun undir eigin nafni og má segja að alla tíð síðan hafi hann verið sverð og skjöldur Félags íslenskra kjötiðnaðarmanna. Hann var óþreytandi við að kynna nýjung- ar á þessu sviði sem hann var viss um að gætu orðið þessari iðngrein til framdráttar. Öll hans framganga bar vott um falslausan áhuga um að öll mál mættu sem best fram ganga. Það var greinilegt að Valdi- mar rak sitt fyrirtæki undir þeirri gullnu reglu að „kúnnans hagur er okkar hagur“. FÍK fór ekki bónleitt til búðar þegar það þurfti á stuðningi að halda við hin ýmsu tækifæri. Valdi- mar Gíslason og fyrirtæki hans var ávallt tilbúið að veita þann stuðn- ing, sem það taldi sig geta veitt hveiju sinni. Um leið og við kveðjum þennan höfðingja sinnar stéttar þökkum við ánægjuleg kynni og samstarf á liðn- um árum. Blessuð sé minning hans. Minningu um Valdimar Gíslason munu verða gerð betri skil á afmæl- isári félagsins sem nú er nýgengið í garð. Fyrir hönd Félags íslenskra kjöt- iðnaðarmanna, Gunnar Páll Ingólfsson. Elsku amma og afi, nú þegar við systkinin kveðjum ykkur koma svo margar fallegar minningar upp í huga okkar að okkur reynist erfitt að setja þær allar á blað. Minning- ar um allar þær stundir sem við áttum saman bæði í Stangarholtinu og uppi í sumarbústað eru ofarlega í huga. Við systumar munum þegar við vorum í pössun hjá ömmu og feng- um að kúra í gula sófanum í Stang- arholtinu, og þú, amma, vaktir okk- ur með mjólk og sandköku og við fengum að leggja með þér á borðið og bíða eftir að afi kæmi heim í hádegismat. Þú leyfðir okkur alltaf að tæta úr eldhússkápunum og raða öllu upp í stiganum svo við gætum leikið okkur í búðarleik. Alltaf var svo gott og hlýtt að vera hjá þér og það var svo gaman að spila við þig manna og leggja kapal. Þessi hlýja og ást sem við fengum hjá ykkur afa mun ávallt fylgja minningunni um ykkur. Við minn- umst jóla- og páskaboðanna, þegar öll fjölskyldan kom saman og borð- aði svínasteikina hennar ömmu, sem amma eldaði svo vel með að- stoð afa. í huganum sjáum við afa vera að draga fánann að húni í „afa- sveit“ við Álftavatn og vitja um netið og alltaf var jafn spennandi að vita hvort eitthvað væri í því. Alltaf var afi jafn glaður og jákvæð- ur og allt fram á síðustu sumur var sem hann væri síungur, og ekki eru mörg ár síðan hann lék með okkur að sparka bolta á flötinni fyrir fram- an sumarbústaðinn. Þessi staður við Álftavatn var ykkar „paradís" og við fundum það svo vel þegar við vorum þar með ykkur. Nú standa þar og vaxa öll grenitrén sem afi gróðursetti fyrir hvert barn í fjöl- skyldunni. Elsku amma og afi, við þökkum ykkur fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og kveðjum ykkur með ást og söknuði nú þegar þið farið saman til Guðs, saman eins og þið alltaf voruð og í sam- fylgd eins og þið höfðuð óskað ykk- ur. Við kveðjum ykkur með þeirri bæn sem amma kenndi okkur. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinb. Egilss.) Sigrún, María og Kristján. Elsku amma og Valli. Mig langar til að minnast ykkar í fáeinum orð- um og þakka ykkur fyrir alla þá ást sem þið veittuð mér. Þið létust með viku millibili og finnst mér það lýsa vel hversu hjartkært samband ykkar var. Þetta er ákaflega fallegt og sorgin er mikil en allar þær fal- legu minningar sem ég á um ykkur hjálpa mér í sorginni. Alltaf á sunnudögum eftir sunnu- dagsskólann á meðan steikin hjá mömmu var að malla fór ég með pabba upp í Stangarholt. Ég hafði ekki mikla lyst á matnum þegar við komum til baka því amma lum- aði ávallt á einhveiju góðgæti og alltaf fékk maður nesti með sér heim. Það voru ófá skiptin sem ég gisti hjá ömmu og Valla. Valli svaf þá inni í kvistherberginu en við amma kúrðum saman uppi í hjóna- rúmi og það var þá sem amma sagði mér sögur af sér þegar hún var lít- il stúlka. Valli keyrði mig síðan heim daginn eftir og hvað við sung- um mikið, því hærra því skemmti- legra og alltaf vildi maður að það væri farinn einn auka hringur. Minningar frá Álftavatni eru marg- ar. Við komum yfírleitt alltaf á undan ykkur þangað. Ef ég vissi að þið voruð á leiðinni lagðist ég upp í koju og hlustaði eftir bílnum ykkar. Þegar ég heyrði bflhljóð var ég þotin af stað til að opna hliðið fyrir ykkur, hjálpaði ykkur að bera úr bílnum og fannst þá kominn tími til að við amma settumst niður til að spila marías. Síðan var ég hjá ykkur allan daginn. Þessar minn- ingar og margar fleiri varðveiti ég í hjarta mfnu. Með söknuð í hjarta kveð ég ykkur. Guð geymi ykkur elsku amma mín og Valli minn. Ykkar Anna Valbjörg. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JENSJOENSEN Eyjahrauni 31, Þorlákshöfn, (áður búsettur í Vestmannaeyjum) lést á heimili sínu 3. febrúar. HannaJoensen, Friðbjörg Joensen, Bogi Leifs Sigurðsson, Jenný Joensen, Jógvan Daníel Joensen, EvaJoensen, Ruth Dyresen, Arve Dyresen, barnabörn og barnabarnabörn. ! i i t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, LORNE KRISTJANSSON, Winnipeg, Kanada, lést á heimili sínu 4. febrúar. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Linda Kristjansson, Anna Margrét Ævarsdóttir, Joyce Kristjansson, Margrét Kristjansson, Ron Kristjansson, James Kristjansson, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EINAR JÓNSSON, fyrrum bóndi, Skálanesi, Gufudalssveit, verður kvaddur frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Jarðsett verður að Gufudal. t Börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför NÖNNU EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalar- heimilisins Seljahlíðar. Ólafur Karlsson, Sólveig Jónsdóttir, Ásbjörn Karlsson, Steinunn Hjartardóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans kveðjur og þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, séra SVERRIS HARALDSSONAR. Sigrfður Eyjólfsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, Á-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld i úrvinnslu. f i <;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.