Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 40
— ** 40 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA MAGNEA . SIG URÐARDÓTTIR Jóhanna Magnea Sig- urðardóttir fæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1911. Hún lést á Landakoti 29. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Guð- mundsson sjómað- ur og Sigurlín Ein- arsdóttir húsmóðir. Hinn 12. október 1934 giftist Jó- hanna Magnúsi Pét- urssyni sjómanni, f. 12.10. 1905, d. 21.8. 1965. Börn þeirra eru: Sigurlín E. gift Rósinkrans Kristjáns- syni, Þórir, kvæntur Maríu Jó- hannsdóttur, Gunnar H., kvæntur Sigrúnu Geirsdóttur, og Grétar, ókvæntur. Jóhanna eignaðist 13 barnabörn og 29 barnabamabörn. Útför Jóhönnu fer fram frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins, Hátúni 2, í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. -y Elsku mamma. Ég er að kveðja þig, það er svo sárt. Maður er aldrei tilbúinn að mæta endalokum hér á jörðu. En ég veit að þú er komin heim, já, heim til Jesú. Ég man svo vel þegar þú frelsað- ist fyrir 40 árum, þegar þú ákvaðst að ganga veginn með Jesú, gera hann að leiðtoga þínum og þú gekkst í hvítasunnusöfnuðinn. Fljótlega eftir að þú frelsaðist þá sagðir þú að þér fyndist þú verða að gera eitthvað fyrir Guð, vinna fyrir hann, boða fagnaðarerindið. Þá fórst þú að selja Aftureldinguna og Bamablaðið og þú skilaðir aldrei óseldum blöðum, heldur keyptir þau sjálf og dreifðir á líknarstofnanir. Síðar gafst þú kost á þér á barna- heimili og varst á Görðum við Flat- eyri í nokkur sumur og einnig varst þú á Hjalteyri við Eyjaíjörð. Og þú fórst á Vopnafjörð og hjálpaðir Aðalsteini, sem þá var nýbúinn að missa konuna sína, með börnin. Einnig rakst þú sunnudagaskóla þar og átt þar sjálfsagt mörg fræ- kom. Svo þegar þú réðst þig sem ráðs- konu á Kotmúla í Fljótshlíð þá starf- aði það barnaheimili allt árið. Þá '**' varst þú með allt að 42 börn yfir sumarið og kenndir þeim guðsorð. Ég átti því láni að fagna að eiga þig og pabba að foreldrum en hann dó alltof ungur, ekki sextugur. Það var alltaf opið hús hjá ykkur. Já, bömin mín áttu þeirri náð að fagna að eiga þig fyrir ömmu, þau elskuðu þig heitt. Alltaf áttir þú eitthvað sem þú gast kennt þeim úr Biblíunni eða eftir sjálfa þig, allar sögum- ar sem þú samdir. Elsku mamma, ég á eftir að sakna þín, en ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti þér á þeim stað sem þú ert búin að þrá lengi. Edda. Elsku Maja amma. Þá er nú kall- ið loksins komið. Með innilegu þakklæti og hlýju munum við minn- ast þín og allra stundanna sem við áttum saman. Á hveiju sumri kom- uð þið Grétar í heimsókn til okkar, þú alltaf svo kát og glöð þegar þú birtist í dymnum, klappaðir saman lófunum og hrópaðir: „Hó, hó, við erum komin á Sauðárkrók.“ Ekki var elsti sonur okkar margra daga gamall þegar þú varst mætt á stað- inn og komin með hann í fangið. Þú skiptir þér aldrei af uppeldi barn- anna okkar eins trúuð og þú varst, en eitt heilræði gafst þú mér nýbak- aðri móður. „Ásta mín,“ sagðirðu, „þú skalt aldrei láta börnin þin gráta sig í svefn, það skemmir svo sálina." Þú varst svo mikill fagur- keri, þú kenndir mér að skoða nátt- úruna í kringum mig og sjá liti jarð- arinnar í nýju ljósi, ég hafði aldrei veitt haustlitunum neina sérstaka athygli fyrr en þú bentir mér á það að hver árstíð hefur sinn sjarma. Tónlist og söngur var þitt yndi. Þú settist niður við píanóið okkar og þar spilaðirðu tímunum saman og lifðir þig inn í gamla tímann þegar þú varst með börnunum á barna- heimilunum. „Ég get ekki spilað neitt,“ sagðirðu alltaf, en samt steymdu fram ótal lög og oft söngstu með. Þú áttir þinn sérstaka stað hjá okkur, þinn stól í eldhúsinu og þitt herbergi í húsinu. Við eigum eftir að sakna þess að fá þig aldrei fram- ar í heimsókn. Við vitum að þú fylgist með öllu sem við gerum og við erum hjá þér í huganum. Elsku Maja amma, þakka þér fyrir það sem þú varst okkur Magga og strákunum. Guð blessi þig. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. -a t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞORGEIRSDÓTTUR, áðurtil heimilis í Hvassaleiti 28, Reykjavík. Edda Hólmfríður Lúðvfksdóttir, Sigurður Vignir Sigurðsson, Valdemar Loftur Lúðvíksson, Helga Sveinsdóttir, Þórir Lúðvíksson, Anna Margeirsdóttir, Ólavfa Stefanía Lúðvíksdóttir, Gunnlaugur Þór Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma sem flögruðu um mig því það voru alltsaman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. Þó get ég ei annað en glaðst við hvem geisla’ er á veg þinn skín og óska’ að söngur, ástir og rósir séu alla tíð saga þín. (Tómas Guðm.) Ásta. í dag kveð ég ástkæra ömmu mína, Jóhönnu Magneu Sigurðar- dóttur. Ég á þér svo margt að þakka, elsku amma mín. Alltaf þeg- ar ég og Kæja þurftum á þér að halda varstu komin um leið til mín, þótt ég væri búsettur úti á landi. Þú taldir það ekki eftir þér að vera hjá mér í Ólafsvík. Þegar ég lenti í slysinu þá komstu til okkar og passaðir með mér strákana þegar Kæja var að vinna. Ég minnist þess þegar þú sast með strákana mína og sagðir þeim frá Biblíunni og frá þér fengu þeir sína bamatrú, eins og ég þegar ég var með þér á Görð- um ásamt fleiri krökkum. Á seinni árum þegar ég kom í heimsókn til þín í Meðalholt, þá skoðaði ég oft myndir frá þeim tíma og var þá margt rætt um þá daga, því þú hafðir frá svo mörgu að segja. Alltaf varst þú tilbúin að hjálpa öðrum ef þú varst beðin um aðstoð. Stundum fannst mér þú eiga heima í ferðatösku, þú varst stundum ekki komin heim frá þeim sem þú þurft- ir að hjálpa þegar þú varst farin aftur og allt þetta gerðir þú í nafni Drottins, sem þú trúðir svo heitt á. Og ég veit að við fjölskyldan eig- um eftir að sakna heimsókna þinna til okkar. Ég bið Guð að blessa þig, elsku amma mín. Það vantar mikið þegar þú ert farin. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þinar, læknar öll þín mein, leysir líf þitt frá gröfínni, krýnir þig náð og miskunn. Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem öminn. (Sálmur 103,1.-5.) Jóhann Magni Sverrisson. í dag verður amma Maja borin til grafar. Við eigum eftir að sakna hennar mikið og eigum margar góðar minningar tengdar henni allt frá því við munum fyrst eftir okk- ur. Við systkinin vorum í sveit hjá henni á Görðum og þar kenndi hún okkur um Jesú, sem hafði frábærar afleiðingar í för með sér fyrir okkur. Amma Maja var sífellt að gefa af sér og þjóna öðrum. Hún vann á barnaheimilinu og flest munum við eftir henni á Kotmúla í Fljóts- hlíð, þá vorum við komin á ungl- ingsár og unnum hjá henni við barnapössun. Þar áttum við mjög góðar stundir. Amma Maja sagði okkur sögur um Jesú og það varð til þess að við tókum afstöðu með honum. Og enn hélt hún áfram að sá orði Guðs eftir að hún hætti í Kotmúla, þá tóku barnabarnabömin við og fengu að heyra heilu sögurnar um Jesú, bæði í söngvum og sögum sem hún samdi sjálf. Börnin elskuðu hana og sakna hennar sárt. Amma Maja þjónaði Guði vel og var mikill vitnisburður fyrir hans ríki hvar sem hún fór. Við erum þakklát fyrir samfylgd- ina, elsku amma. Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi genpr á vegi syndaranna og eip situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði, heldur hefír yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt. Hann er sem tré, gróðursett hjá rennandi lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, og blöð þess visna ekki. Allt er hann gjörir lánast honum. (Sálmur 1, 1-3.) Rut, Kristján og Linda. Með Jóhönnu Magneu Sigurðar- dóttur er genginn merkur og ötull trúboði, sem með fórnfúsu starfi í þágu barna var öðrum fremur sönn fyrirmynd. Ég þykist vita að ég geri engum rangt til, þótt ég telji fullvíst, að Jóhanna Magnea hafi átt drýgstan þátt í að móta árang- ursríkt barnastarf á vegum hvíta- sunnuhreyfingarinnar á íslandi. Hún hefir skilað góðu verki, sem mikill sómi er að. Ég tel það vera gæfu að hafa fengið að læra af kynnum við Jó- hönnu Magneu. Við kynntumst fyrst í Kotmúla í Fljótshlíð þar sem hvítasunnumenn starfræktu barna- heimili um langt árabil. I Kotmúla var grösugur sælureitur sem iðaði af lífi á sumrin. Jóhanna Magnea var þar forstöðukona. Það var mik- il æska í blóði hennar. Hún naut sín hvergi jafnvel og í stórum barnahópi. Hún bar alhuga önn fyrir hveiju barni sem kom í umráð hennar að Kotmúla. Oft og tíðum voru það hjálparvana börn úr heimi GUÐRÚN RAGNA VALGEIRSDÓTTIR + Guðrún Ragna Valgeirsdótt- ir fæddist á Höfn í Homa- firði 11. janúar 1923. Hún lést í Reykjavík 26. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 4. febrúar. Nú loks er lokið langri sjúkragöngu, lögð er til hvíldar þú mín móðir kær. Þitt þrek var horfið fyrir nokkuð löngu, þín sál hjá Guði nýja tilvist fær. (S.B.) Mig langar með örfáum orðum að minnast ástkærrar móður minnar, Guðrúnar Rögnu Valgeirs- dóttur. Það sem fyrst kemur upp í hugann eru bernskuárin heima á Höfn. Þá er fyrst til að taka ást hennar og umhyggjusemi fyrir vel- ferð barna sinna og eiginmanns, sem hún dáði og bar mikla virðingu fyrir alla tíð. Móðir mín var mjög árrisul kona, kom ótrúlegustu hlutum í verk áður en heimilisfólkið fór á fætur. Oftsinnis man ég að hún vakti okkur að morgni með nýbökuðum kleinum og öðru bakkelsi sem hún færði okkur í rúmið, með ijúkandi kakói. Alltaf var gestkvæmt heima og enginn fór frá garði án þess að þiggja það besta sem til var. Hún var mjög söngelsk og hafði afar gaman af að taka í spil, þá söng hún um langt árabil í kirkjukórnum á Höfn. Mig undraði oft hveiju hún kom í verk. Það var eins og hún hefði tíma til alls. Stærstu eðliskost- ir móður minnar voru gjafmildi hennar og gleði yfir að gleðja aðra. Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hún oft. Ekki hvað getur þú gert fyrir mig eða hvað fæ ég í staðinn. Það er gott að ylja sér við slíkar minningar um ástríka móður. Að lokum vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa átt slíka móður. Fari hún í friði, friður guðs hana blessi. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Elsku pabbi, ég bið guð að leiða þig og styrkja á erfiðri kveðjustund. Ykkar Þórveig. Það er svo margt sem rennur í gegnum huga minn þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar, sem nú hefur fengið hvíldina eftir erfið veik- indi. Minnisstæðar eru þær stundir sem ég og Maggi bróðir áttum hjá ykkur afa á Hornafirði þar sem þið alkóhólismans sem þekktu ekki annað en sorg og sút. Þau brostu sjaldan og sum höfðu dökka bauga undir augunum. Jóhönnu Magneu svall móður af ákefð og einlægni þegar hún reyndi að ljúka upp þó ekki væri nema broti af því leyndar- máli sem trúin getur verið við þess- ar kringumstæður. Hún vissi að ekkert gat komið sér betur til þess að svala og metta og hugga litlar magnþrota sálir en kærleiki Guðs. Kristur skilur ekki börnin sín eftir munaðarlaus. Það var viðkvæði Jó- hönnu Magneu. Hún var eldhugi í uppfræðslu barnanna um Biblíusög- urnar og innri merkingu þeirra. Morgunandaktir hennar líða seint úr minni. Það voru Jóhönnu Magneu mikil vonbrigði að starfið í Kotmúla skyldi vera lagt niður. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Þegar ég minntist á þetta við Jó- hönnu Magneu kom henni fátt ann- að til hugar en að Satan hefði ver- ið þar að verki. Ekki var það með öllu óskiljanlegt. Sú ákvörðun að skipta á Kotmúla og Völvufelli 11 í Breiðholti var umdeild á sínum tíma. Varla réðu þrengsli í Fíladelf- íukirkjunni þessari ákvörðun. Nú þegar Jóhanna Magnea er kvödd hinstu kveðju get ég ekki undan því vikist að varpa fram þeirri spurningu hvort söfnuðinum hafi raunverulega verið nauðugur þessi eini kostur að losa sig við Kotmúla. Annar kostur var sá að verða við ósk Samhjálpar um að taka við rekstri staðarins til þess að halda áfram hjálparstarfi í þágu barna alkóhólista. Það hefði verið í anda Lewi Pethrus-stofnunarinnar i Sví- þjóð og víkkað hlutverk Samhjálp- ar. Jóhanna Magnea mundi nöfn barnanna í Kotmúla löngu eftir að hún lét af störfum. Hún bað i ein- rúmi fyrir velferð þeirra. Sum börn- in nutu vináttu hennar mörgum árum eftir að starfið í Kotmúla var lagt niður. Til marks um þetta er samtal sem ég átti við hana fyrir þremur árum í síma. Ég starfaði þá á meðferðarstofnun Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti. Börnin hennar Jóhönnu Magneu í Kotmúla voru orðin fullorðin og sum þeirra höfðu komist í kast við lögin. Jóhanna Magnea var að leita úrræða fyrir þau hjá Samhjálp. Hún átti sér þann draum að ungir afbrotamenn gætu afplánað dóm í Hlaðgerðar- koti. Þá gætu sumir þeirra sem hún þekkti með nafni átt þess kost að bjargast. Ég sendi vinum og vandamönn- um Jóhönnu Magneu Sigurðardótt- ur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu hennar. Brynjólfur Ólason. bjugguð alla tíð nema síðustu árin, þá fluttuð þið til Reykjavíkur. Það var mikið ferðalag fyrir litla stelpu að fara austur með flugvél en eftir- væntingin var miki. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig. Heimilið þitt var alltaf fullt af fólki, ættingj- um og vinum. Þú sem varst svo dugleg tókst þessu öllu með jafnað- argeði. Ég sé þig fyrir mér í eldhús- inu að útbúa mat eða eitthvert bak- kelsi því enginn mátti fara svangur frá þér. Ekki má ég gleyma hænun- um, gæsunum og öndunum sem þú varst með, það þurfti að gefa þeim að borða og tína eggin. Fékk ég oft að koma með þér og hjálpa til, hafði ég mikla ánægju af þessum stundum með þér. Þú og afi voru með útung- unarvél heima og gátum við krakk- arnir horft á ungana klekjast út, það þótti okkur aldeilis spennandi. Aldrei varstu óþolinmóð við okkur krakk- ana þó mörg værum og hávær. Synir mínir fengu gott tækifæri að kynnast þér því styttra var á milli okkar eftir að þú fluttist suður. Allt- af var komið við hjá langömmu og afa þegar farið var til Reykjavíkur. Gaman var þegar þið afl komuð vest- ur til okkar í Stykkishólm og við fórum út í Purkey. Það var aldeilis glatt á hjalla og þú hrókur alls fagn- aðar. Við þökkum ömmu og langömmu góðar stundir. Megi góður Guð blessa hana og ástvini hennar. Ragna Sólveig og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.