Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.1997, Blaðsíða 42
*•* 42 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Þröstur Reykjavíkur- - meistari í sjötta sinn! Bragi Þröstur Þorfinnsson Þórhallsson og Dr. Ingimar Jónsson: Alfræðibókin um skák, A-Ö) SKAK Skákmiðstööin, Faxafeni 12: SKÁKÞING REYKJAVÍKUR: Þröstur Þórhallsson varð skákmeistari Reykjavíkur 1997. Bragi Þorfinnsson, 16 ára, og Jón Garðar Viðarsson urðu jafnir í öðru sæti. _________________ ÞRÖSTUR var langstigahæsti keppandinn á mótinu svo við sigrin- um var að búast. Þetta er í sjötta sinn sem Þröstur verður Reykjavík- urmeistari. Þar með jafnaði hann met Inga R. Jóhannssonar, alþjóð- legs meistara og löggilts endur- skoðanda, sem nýlega varð sextug- ur og hefur ekki tekið þátt í kapp- mótum um langt skeið. Nú er ekki að vita nema þetta valdi því að Ingi R. dusti rykið af taflmönnunum og reyni að eiga metið einn. Skákþing Reykjavíkur var fyrst háð árið 1931. Næstir á eftir þeim * Þresti og Inga R. eru sjö skákmenn með fjóra Reykjavíkurmeistaratitla hver. Það eru þeir Ásmundur Ás- geirsson, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Benóný Benediktsson, Bjöm Þorsteinsson, Jón Kristinsson og Sævar Bjarnason. (Heimildir: Heimasíða Daða Arnar Jóns- sonar á alnetinu. Slóð: HYPERLINK http://www.vks.is/skak/skakmeis.html http://www.vks.is/skak/skakmeis.html Arangur Braga Þorfinnssonar er hans besti til þessa og hann hefur tekið stórstígum framförum í vetur. Þrír félagar hans úr sveitinni sem sigráði á Ólympíumóti 16 ára og yngri 1995, Jón Viktor Gunnarsson, Bergsteinn Einarsson og Einar Hjalti Jensson, urðu í 4.-10. sæti ásamt fleirum. Þarna er greinilega um verulegar framfarir að ræða, þótt Jón Viktor hafi að vísu oft staðið sig betur, enda stigahæstur þeirra félaga. Röð efstu manna: 1. Þröstur Þórhallsson 9 '/2 v. 2. -3. Jón Garðar Viðarsson og Bragi Þorfinnsson 8 v. 4.-10. Einar Hjalti Jensson, Tómas Bjömsson, Björgvin Víglundsson, Jón Vikt- or Gunnarsson, Berg- steinn Einarsson, Sverrir Norðfjörð og Páll Agnar Þórarins- son 7 '/2 11.-15. Sævar Bjama- son, Leifur I. Vilmund- arson, Guðmundur Sverrir Jónsson, Krist- ján Öm Elíasson og Bjöm Þorfínnsson 7 v. 16.-22. Davíð Kjart- ansson, Haraldur Bald- ursson, Halldór Garð- arsson, Stefán Krist- jánsson, Sigurjón Sig- urbjörnsson, Torfí Leósson og Halldór Pálsson 6‘/2 v. o.s.frv. Þátttakendur í opna flokknum voru 70 talsins. Skákstjóri var Ólaf- ur H. Ólafsson. Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 9. febrúar kl. 14. Teflt fyrir augað Sverrir Norðfjörð, arkitekt, er einn þeirra sem leggja meira upp úr fegurð skáklistarinnar en þvi að safna vinningum og Elo-stigum. Það er þó ánægjulegt þegar þetta fer saman eins og núna. Sverrir varð fremur óvænt í 4.-10. sæti ásamt miklu stigahærri skákmönn- um. Þessi ásókn í vinninga kom þó ekki niður á stflnum eins og eftirfar- andi skák sannar: Hvítt: Sverrir Norðfjörð Svart: Haraldur Baldursson Frönsk vöm 1. Rc3 - d5 2. d4 - Rf6 3. Bg5 - e6 4. e4 - dxe4 5. Rxe4 - Be7 6. Bxf6 - Bxf6 7. Rf3 - Rd7 8. c3 - Be7 9. Dc2 - Rf6 10. Bd3 - h6 11. h3 - Bd6 12. 0-0-0 - Bd7 13. Kbl - b5 14. Re5 - a5 15. Rc5 - Bxe5 16. dxe5 - Rd5 17. Bf5! - Bc8 18. Bxe6!! - Bxe6 19. Rxe6 - fxe6 20. Dg6+ - Kd7 21. Df7+ - Kc6 22. Dxe6+ - Kc5 23. b4+ - Kc4 24.Dc6 mát! Alþjóðamótið á Bermúda Eftir að hafa unnið þijár fyrstu skákirnar á mótinu á Bermúda hef- ur Jóhann Hjartarson hrokkið í baklás og tapað tveimur skákum en gert jafntefli í þremur. Jóhann byijaði á að vinna bandarísku al- þjóðameistarana Josh Waitzkin, Maurice Ashley og nýju stjörnuna Tal Shaked. Síðan hefur hann tapað fyrir stórmeisturunum Hodgson, Englandi og deFirmian, Bandaríkj- unum. Hinum síðamefnda hefur löngum vegnað illa gegn íslenskum skákmönnum. Síðast tókst honum að leggja Jóhann að velli árið 1982, þótt ekki hafi skort tilraunirnar. Skemmst er þess að minnast er Jóhann vann hann í síðustu umferð á Rilton mótinu í Stokkhólmi um áramótin. Jóhann hefur gert jafntefli við alþjóðlegu meistarana Lesiege, Kanada, Vescovi, Brasilíu og Jo- han Hellsten frá Svíþjóð. Röð efstu manna á mótinu er þessi: 1. Hodgson, Englandi 7'A v. af 9 2. Lesiege, Kanada 5‘A v. af 8 3. -5. Jóhann Hjartarson, de Firmian og Tal Shaked, Bandaríkjunum 4 'A v. o.s.frv. í tveimur síðustu umferðunum átti Jóhann að tefla við Þjóðveij- ana Maiwald og Bezold. Alþjóð- legi meistarinn Lesiege hefur staðið sig mjög vel og tvö jafn- tefli duga honum til áfanga að stórmeistaratitli. Skákþing Akureyrar 1997 Mótið hefst sunnudaginn 9. febr- úar í félagsheimili Skákfélags Ak- ureyrar, Þingvallastræti 18. ftorræna VISA-bikarkeppnin Síðasta mótið í undankeppninni hefst í Þórshöfn í Færeyjum á laug- ardag og taka þátt fjölmargir stór- meistarar, þ.á m. eru Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson, Þröstur Þórhallsson og Helgi Áss Grétars- son skráðir til leiks frá íslandi. Linares mótið Úrslit í annarri umferð urðu þau að Nikolic vann Shirov, Kramnik vann Piket, en jafntefli gerðu Drejev og Kasparov, Gelfand og Anand, Adams og ívantsjúk, Top- alov og Júdit Polgar. Staðan eftir 2 umferðir: 1.-5. Polgar, Kramnik, Topalov, Adams og Kasparov 1 'U v., 6.-8. Gelfand, Nikolic og Piket 1 v., 9.-11. Drejev, ívantsjúk og Anand ‘A v. 12. Shirov 0 v. Margeir Pétursson RAÐAUGÍ YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Nýtt fyrirtæki skrásett á íslandi. Einn af þriðju stærstu rafeindavöruframleiðendum heims, leitar að umboðsmönnum og sölufólki. Salan mun fara fram með „Mlm-Network Marketing". Upplýsingar veitir Ragnar Bragason í símum 00 47 90 878 592 eða 581 4806 (Reykjavík, Kjartan Sigurjónsson). Kynningarfundur verður í Reykjavík 13.2. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR FELAG ELDRI BORGARA Aðalfundur Félags eldri borgara f Reykjavík og nágrenni Aðalfundur félagsins verður haldinn í Súlna- sal Hótels Sögu sunnudaginn 2. mars 1997 kl. 13.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Á skrifstofu FEB hangir uppi listi með nöfnum þeirra, sem gefa kost á sér til stjórnarsetu næstu tvö ár. Öllum félagsmönnum er heim- ilt að koma með tillögur um menn til stjórnar- kjörs. Þærtillögurskulu berast skrifstofu eða kjörnefnd hálfum mánuði fyrir aðalfundinn. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 11. febrúar 1997, kl. 10.00, á eftirfarandi eign: Sambyggð 2, íb. C-3, Þorlákshöfn, þing. eig. Hafdís Guðmundsdótt- ir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rikisins. Sýslumaðurinn á Selfossi, 6. febrúar 1997. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um, sem hér segir: Fjarðargata 14, efri hæð, Þingeyri, þingl. eig. Sólveig S. Guðnadótt- ir og Viktor Pálsson, gerðarþeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánu- daginn 10. febrúar 1997 kl. 15.00. Mjallargata 6A, 0101, isafirði, þingl. eig. Þórir G. Hinriksson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Bæjarsjóður ísafjarðar, mánu- daginn 10. febrúar 1997 kl. 10.40. Pollagata 4, 0304 ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd [safjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 10. febrúar 1997 kl. 10.00. Pollagata 4, 0401, (safirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Isafjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 10. febrúar 1997 kl. 13.30. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Deildarfell, Voþnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðend- ur Búnaöarsamband Austurlands og Kraftur hf., 12. febrúar 1997 kl. 16.00. Hafnarbyggö 27, Voþnafirði, þingl. eig. Ólafur Rúnar Gunnarsson og Steingerður Steingrímsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Austurlands og Samvinnulífeyrissjóðurinn, 12. febrúar 1997 kl. 16.30. 6. febrúar 1997. Sýslumaðurínn á Seyðisfirði. Túngata 15, 2. hæð t.h., Suðureyri, þingl. eig. Húsnæðisnefnd (sa- fjarðarbæjar, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánu- daginn 10. febrúar 1997 kl, 13.30. Sýslumaðurinn á ísafirði, 5. febrúar 1997. Kópavogsbúar - opið hús Atvinnumál Opið hús er á hverjum laugardegi milli kl. 10-12 í Hamraborg 1, 3. hæð. Atvinnumál verða tekin fyrir laugardaginn 8. febrúar. Stutta framsögu flytja Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður Atvinnu- málanefndar Kópavogs, og Sigurður Hjaltason, stjórnarformaður Hugbúnaðar hf. Fundarstjóri Þórir Bergsson, varaformaður Sjálf- stæðisfélags Kópavogs. Allir bæjarbúar velkomnir. Heitt kaffi á könnunni. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Slttá auglýsingar TOMIMÍIs'* Skeiðarsandur Dagsferðir með leiðsögn alla sunnudaga og fimmtudaga. Jakahlaupið, skemmdir á mann- virkjum o.m.fl. skoðað. Uppl. í síma 557 1735. FÉLAGSLÍF Mlðlun Pýramídinn - andleg miðstöð Skyggnilýsingarfundur Björgvin Guðjónsson, miðill, verður með skyggnilýsingarfund í kvöid í Dugguvogi 2. Húsið opnað kl. 19.30. Símar 588 1415 og 588 2526. I.O.O.F. 1 = 178278V2 = I.O.O.F. 12 = 178278'/2 = Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Föstudaginn 7. febrúar 1997 i kvöld kl. 21 flytur Ásmundur Gunnlaugsson erindi, „Hið innra yoga", í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu kl. 15.30. Guðrún Bergmann segir frá trú- arbrögðum og helgitáknum indí- ána. Á sunnudögum kl. 17 er kyrrð- ar- og hugleiðingarstund. ‘ Bókaþjónusta félagsins er opin á miðvikudögum kl. 16 til 18 með úrval andlegra bókmennta. Starfsemi Guðspekifélagsins er öllum opin endurgjaldslaust. m brgutt M - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.