Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson SYSTIR María Dolor, Torfhildur Steingrímsdóttir, Systir Tanja, Guðfinna Mathiesen og Helgi Helgason ræða saman eftir messu í Hafnarfirði. Kærleiksboðberar í íslenskunámi SYSTUR af reglu Móður Theresu frá Kalkútta, fjórar að tölu, sem komu til íslands í lok síðasta árs, hafa farið i heimsóknir til ýmissa safnaða kaþólsku kirkj- unnar og á stofnanir hennar und- anfarið. Systurnar fóru um helgina í heimsóknir í söfnuðinn á Suður- landi, en þar er messað i Hvera- gerði tvisvar í mánuði. í söfnuð- inn í Hafnarfirði fóru svo sama dag í heimsókn þær systir Tanja, sem er yfirmaður þeirra, og syst- ir María Dolor. Var þar fjölmenn messa með yfir 100 kirlgugestum sem drukku saman bollukaffi á eftir messunni og spjölluðu við systurnar. Auk þessa eru systum- ar komnar í nám í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla íslands og fá einnig aðstoð í sókninni. Kærleiksboðberar Systur þessar eru af þeirri reglu er hvað þekktust hefir orð- ið á öldinni og þá ekki síst stofn- andi hennar, Móðir Theresa frá Kalkútta. Em þær og regla þeirra í daglegu tali nefndar Kærleiksboðberarnir. Segjast þær hyggja gott til verunnar á Islandi þrátt fyrir snjó og kaldan vetur. Þær hafa komið sér fyrir að Hjallaseli 14 í Reykjavík og hafa sett upp kapellu á fyrstu hæð hússins þar sem þær halda dag- lega bænastund. Rekstrarskilyrði sauðfjárbænda Ohagstæður sam- anburður við ESB REKSTRARSKILYRÐI sauðfjár- Árleg beingreiðsla á vetrarfóðraða bænda hér á landi eru mun lakari en í löndum Evrópusambandsins þar sem styrkir eru miklir á sam- bærilegum landsvæðum og hlýrri. Gera má ráð fyrir að ef ísland væri aðili að ESB fengju allir fjár- bændur hér á landi um eða yfir 3 þúsund krónur í beingreiðslur þar sem ísland hefði trúlega allt verið skilgreint sem hálendissvæði. í löndum ESB eru beingreiðslur til sauðfjárbænda ekki tengdar framleiðslu eins og hér heldur er greitt út á vetrarfóðraðar ær, og þá hafa beingreiðslur í kornrækt verið verulegar og hafa óbein áhrif. Þetta kom fram í erindi Ketils A. Hannessonar, hagfræðings hjá Bændasamtökum íslands, sem hann flutti á Ráðunautafundi 1997 sem hófst á Hótel Sögu í gær og lýkur næstkomandi föstudag. í erindi Ketils kom m.a. fram að í löndum ESB er kvóti á þann gripafjölda sem greitt er á úr sjóð- um ESB og beingreiðslur eru á ær, en hver þjóð fær landskvóta og hver bóndi síðan sinn kvóta. Beingreiðslur eru út á kornrækt, olíu- og próteinjurtaframleiðslu og einnig það land sem ekki er sáð í. á er 2.048 kr. og á harðbýlum svæðum kemur til viðbótar 604 kr. beingreiðsla á vetrarfóðraða á og hálendisbændur fá að auki 315-670 kr. á vetrarfóðraða á. Sagði Ketill að ef ísland hefði gengið í Evrópusambandið myndu sennilega allir fjárbændur á íslandi fá þessar beingreiðslur vegna þess að ísland myndi verða skilgreint sem hálendissvæði. í samanburði, sem Ketill gerði grein fyrir á þeim rekstrarskilyrð- um sem skoskur fjárbóndi býr við annars vegar og íslenskur fjárbóndi hins vegar, kemur fram að miðað við bú með 100 ám eru 54% af tekj- um skoska bóndans beingreiðslur en 51% af tekjum þess íslenska. Breytilegur kostnaður hjá íslenska bóndanum er hátt í helmingi meiri en hjá þeim skoska og framlegð j skoska búsins því nokkuð meiri. Þannig næmu tekjumar af skoska búinu samtals 606.323 kr. og því I íslenska 885.540 kr, en breytilegur kostnaður á skoska búinu næmi 142.044 kr. og 237.300 kr. hjá því íslenska. Þannig væri framlegðar- stig skoska búsins 76,57 en þess íslenska 73,20. Búist er við að það skýrist í þessari viku í hvaða farveg kjaraviðræðurnar fara Nýrra tillagna að vænta frá báðum Hreyfíng vírðist vera að komast á kjaraviðræður. Forystumenn landssambanda ASÍ sátu á löngum fundum í gær og er stefnt að því að þau kynni sameiginlega launastefnu í vikulok. Forystumenn ----?----------------------------------------- VSI sátu einnig á fundum, en reiknað er með að þeir kynni nýjar hugmyndir á fundi með samninganefnd VMSÍ í dag. Egill Ólafs- son fylgdist með því sem er að gerast í kj aramálum. FORMENN landssambanda ASÍ eru að leggja lokahönd á yfirlýsingu um sameiginlega launasteftiu og kröfugerð á hendur stjómvöldum um breytingar i skattamálum og fleiri málum. Stefnt er að því að kynna yfírlýsinguna i lok vikunnar. Samninganefndir Verkamanna- sambandsins og vinnuveitenda hitt- ast hjá ríkissáttasemjara í dag og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ætla vinnuveitendur að kynna nýjar humyndir á fundinum. Samninganefndir vinnuveitenda og VMSÍ hittust hjá ríkissátta- semjara í gær. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins kynntu vinnu- veitendur á fundinum hugmyndir sem verða ræddar frekar á samn- ingafundi á morgun. Vonast er eftir að vinnuveitendur útfæri þær frekar á fundinum. Einn heimilda- maður Morgunblaðsins sagði fund- inn geta ráðið úrslitum um fram- hald viðræðnanna. Samninganefnd VMSÍ ræddu hugmyndimar í gær og er því að vænta einhverra við- bragða af þeirra hálfu í dag. Formenn landssambandanna og forseti ASÍ ræddu saman á tveim- ur fundum í gær þar sem farið var yfir málin. Milli funda komu samn- inganefndir verslunarmanna og Verkamannasambandsins saman til að fara yfir fyrirliggjandi tillög- ur. Samninganefnd Samiðnar kem- ur saman í dag. Undanfarnar vikur hafa for- menn landsambandanna unnið að því að samræma sjónarmið varð- andi kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þessari vinnu hefur miðað hægar en stefnt var að af ýmsum ástæð- um. Samiðn og Rafiðnaðarsam- bandið hafa lagt mikla áherslu á að knýja á um breytingar á skatta- kerfinu, en Verkamannnasam- bandið hefur ekki haft nákvæm- lega sömu áherslur. Kröfur VR valda óróa Kjarakröfur Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur, sem kynntar voru í fyrradag, virðast hafa kom- ið talsverðu róti á kjaramálin. Að sumra áliti hefur þetta útspil já- kvæð áhrif á meðan aðrir segja það spilla fyrir þeirri vinnu sem var í gangi. Innan VMSÍ er tak- mörkuð hrifning á tillögum VR. Þar hafa menn viljað fara krónu- töluleið, en ekki prósentuleið eins og VR leggur til. Eins telja marg- ir innan VMSÍ að þriggja ára samningstími, sem er í tillögum VR, sé of langur. Einn viðmælandi Morgunblaðs- ins sagði þó að útspil VR í fyrra: dag virtist ætla að auðvelda VMSÍ og iðnaðarmönnum að ná saman um áherslur í kjaramálum. Ástæð- an væri sú að með því að taka höndum saman við iðnaðarmenn vonaðist forysta VMSÍ eftir að henni tækist að koma í veg fyrir að tillögur VR yrðu ráðandi í kjara- viðræðum næstu daga. Fyrir gerð síðustu kjarasamn- inga var nokkur ágreiningur innan ASÍ um hvaða leið ætti að fara. VR kynnti þá ítarlega kröfugerð á blaðamannafundi með líkum hætti og gert var í fyrradag. Segja má að tillögur VR hafi orðið ofan á því samningarnir, sem gerðir voru í febrúar 1995, byggðu að stórum hluta á þeim ramma sem VR bjó til. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins óttast margir innan for- ystu VMSÍ að það sama gerist aftur núna. Þeir leggja því áherslu á að ná samkomulagi við iðnaðar- menn um áherslur í kjaramálum og koma þannig í veg fyrir að VR leggi línuna í kjarasamningunum. Samninganefnd Landssam- bands verslunarmanna sat á löng- um fundi í gær. Innan nefndarinn- ar eru skiptar skoðnir um hvort landssambandið eigi að styðja til- lögur VR. Landssambandið semur fyrir hóp sem er ekki eins samsett- ur og VR. í VR er mjög stór hóp- ur skrifstofufólks, sem er á sæmi- lega háum launum. Innan Lands- sambands verslunarmanna er hins vegar mun stærra hlutfall af- greiðslufólks á tiltölulega lágum launum. Meðal þessa fólks er and- staða við hugmyndir VR um vinnu- staðasamninga. VR fer sjálft með samningsum- boð fyrir félagið og það á því eng- an fulltrúa í samninganefnd Landssambands verslunarfólks. Óvissa um störf | jaðarskattanefndar Innan verkalýðshreyfingarinnar | er fylgi við það sjónarmið að breyt- ingar á skattakerfinu séu forsenda fyrir gerð nýrra kjarasamninga. Rafiðnaðarsambandið og Samiðn hafa lagt mikla áherslu á þetta sjón- armið. Formaður Rafiðnaðarsam- bandsins hefur látið hafa eftir sér að ef stjómvöld geri ekki breyting- ar á skattakerfinu hljóti rafiðnaðar- ; menn að endurskoða kröfugerð sína og hækka kjarakröfumar. Alls óvíst er hvaða tillögur j aðar- | skattanefnd ríkisstjómarinnar ger- ir, en henni var falið að koma með tillögur sem fela í sér lækkun jaðarskatta. Nefndin hefur fundað vikulega að undanfömu, en enginn fundur hefur verið boðaður í nefnd- inni eftir síðasta fund. Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri og formaður nefndarinnar, segir að áherslumunur sé á milli nefndarmanna um hvaða breyting- ar eigi að gera. Nefndin hafi velt upp ýmsum tillögum og látið reikna út áhrif þeirra. Þessi mál séu hins vegar mjög flókin og margvísleg sjónarmið uppi. Hann segir óvíst hvenær nefndin skili áliti. Sáttatilraun Dagsbrúnar ekki skilað árangri Undanfarið hefur forysta Dags- brúnar og forysta VSÍ rætt óform- lega saman, en 'að samkomulagi varð í upphafi mánaðarins að hætta formlegum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og kanna sam- komulagsgrunn í óformlegum samtölum. Halldór Björnsson, for- maður Dagsbrúnar, segir að þessi tilraun til að ná samkomulagi virt- ist ekki ætla að skila árangri. Hann segist gera ráð fyrir að Dagsbrún óski eftir formlegum samningafundi hjá sáttasemjara í lok vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.