Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FORSETIÍSLANDS í NOREGI Fjöldi fólks tók á móti forsetahjónunum í Osló Scanfoto KONUNGSHJÓNIN Sonja og Haraldur ásamt íslensku forsetahjónunum, Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrinu Þorbergsdóttur, við upphaf hátíðarkvöldverðar í Akershuskastala í gærkvöldi. Gjöf forseta ís- lands til norsku konungshj ónanna SKÁLDIÐ eftir Leif Breið- fjörð, gjöf forseta íslands til norsku konungshjónanna. Tákn arfsins sem tengir þjóðirnar FORSETI íslands færði í gær kon- ungi Noregs og drottningu steindan glugga eftir glerlistamanninn Leif Breiðfjörð. Verkið heitir „Skáldið" og sýnir skáld flytja Ijóð og texta í umhverfi sem minnir á forna tíma. I verkinu er vísað til þess, að það var háttur íslendinga á þjóðveldisöld að færa Noregskonungum skáldskap að gjöf og mæla í bundnu máli þeim til heilla. I íslendingasögum og verk- um Snorra Sturlusonar er að finna margar lýsingar af slíkum atburðum við hirð Noregskonungs. Þannig eru skáldin tákn arfsins, sem tengir Is- lendinga og Norðmenn órjúfandi böndum. Leifur Breiðfjörð er í fremstu röð glerlistamanna á Norðurlöndum. Verk eftir hann er að fínna víða um heim, meðal annars í Dómkirkjunni í Edinborg. í nýju húsi Hæstaréttar við Arnarhól eru gluggar eftir Leif Breiðfjörð þar sem þemað er textar úr fomum norrænum lagabókum, íslendingasögum og ritum Snorra Sturlusonar. Fjöldi fólks fylgdist með á Hallartorginu í Ósló í gær er norsku konungshjónin buðu íslensku forsetahjónin velkomin til Noregs. íslenski fáninn var áberandi á götum Óslóar og fjölmiðlar hafa sagt ítarlega frá heimsókninni. Ragn- hildur Sverrisdóttir fylgdist með heim- sókninni. TVÆR orrustuþotur norska flughersins fylgdu flugvél Flugleiða til lendingar á Fornebuflugvelli í Osló í gærmorgun, þegar opinber heimsókn Olafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, hófst. Forsetinn og eiginkona hans, Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir, héldu rakleiðis af flugvellinum að kon- ungshöllinni í miðborg Óslóar, þar sem Haraldur konungur og Sonja drottning tóku á móti þeim á torginu fyrir framan höllina. Fáni konungs, gyllt ljón á rauðum fleti, blakti yfir höllinni, skólabörn veifuðu fánum landanna og lúðrasveit lék. Þegar bifreið forsetahjónanna rann að höllinni var 21 fallbyssu- skoti hleypt af. Ólafur Ragnar kann- aði heiðursvörð konungs og lúðra- sveitin lék þjóðsöng landanna. Þá heilsuðu forsetinn og Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra ýmsum fyrirmennum. Að lokinni móttökuathöfninni á Hallartorginu buðu konungshjónin til hallar, þar sem skipst var á gjöf- um, en því næst var haldið að bú- stað konungshjónanna að Skaugum, þar sem Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín þáðu hádegisverð í boði kon- ungshjónanna. Ástæða þess, að boð- ið var til einkaheimiiis konungshjón- anna að Skaugum, rétt utan Óslóar, er sú að miklar endurbætur standa nú yfir á höllinni. FVrst á dagskrá opinberrar heim- sóknar var að leggja blóm að minnis- varða um Ólafíu Jóhannesdóttur, en hann stendur á Vaterlandsbru. Þar tók Per Ditlev-Simonsen, borgar- stjóri Óslóar, á móti gestunum. Hann sagði íbúa Óslóar gleðjast vegna þess mikla heiðurs, sem Guðrún Katrín og Sonja drottning sýndu minningu Ólafíu. „Ólafía var mikiivæg sínu heima- landi, en hún var ekki siður mikilvæg okkur Norðmönnum. Á tímum fyrri heimsstyijaldarinnar var hún án efa ein þekktasta kona í Ósló, vegna vinnu sinnar í þágu þeirra sem minna máttu sín. Það er ekki ofsagt að kalla hana Móður Teresu síns tíma. Hún var óþreytandi að heimsækja skjólstæðinga sína í sjúkrahús og fangelsi og hún veitti forstöðu heim- ili Hvítabandsins fyrir konur sem hvergi áttu höfði sínu að halla.“ Að lokinni tölu borgarstjórans afhentu tvö börn, fulltrúar íbúa í hverfinu, Guðrúnu Katrínu og Sonju drottningu blóm, sem þær lögðu að minnisvarðanum, sem á er letrað „vinur hinna ólánsömu". Fjöldi fólks fylgdist með athöfn- inni við Vaterlandbru, rétt eins og á hallartorginu fyrr um daginn. I fréttum fjölmiðla í gærkvöldi var ítarlega sagt frá heimsókn forseta- hjónanna og athöfnin við Vaterland- bru vakti greinilega mikla athygli. Stórveldi í bókmenntum íslendingar voru fjölmennir í bókaverslun Norlis skömmu síðar, þar sem forseti Islands opnaði kynn- ingu á íslenskum bókum. Kynningin er undir kjörorðinu „Fra Snorra til CD-ROM“ og til að undirstrika enn þann langa tíma sem hún spannar skreyta veggspjöld sýningarinnar myndir af fornum tréskurði og Björk Guðmundsdóttur. Ivar Eskeland, fyrrverandi for- A Lögðu blóm að minnisvarða um Olafíu Jóhannsdóttur Frumkvöðull í líknar- og mannúðarmálum GUÐRÚN Katrín Þorbergsdótt- ir og Sonja drottning lögðu í gær blóm að minnisvarða í Ósló umÓlafíu Jóhannsdóttur. Ólafía Jóhannsdóttir fæddist árið 1863. Ólafía barðist fyrir auknum réttindum kvenna og var helsti hvatamaður þess að hér var stofnað bindindisfélag kvenna árið 1895 og var hún fyrsti forseti félagsins. Félagið fékk nafnið Hvítabandið og var fyrsta íslenska kvenfélagið sem átti aðild að alþjóðlegum sam- tökum. Það starfar enn að líkn- ar- og mannúðarmálum. Ólafía varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka 4. bekkjar prófi við Lærða skólann í Reykjavík árið 1890. Hún var lengi í fararbroddi í félaginu og ferðaðist um landið og stofnaði Hvítabandsfélög. Var henni boð- ið að sækja heimsþing Hvíta- bandsins í Kanada en störf henn- ar og málflutningur vöktu mikla athygli forystu alþjóðasamtak- anna. í framhaldi af því var Ólafía í förum um Bandaríkin og Kanada í tæpt ár og hélt fyrirlestra, aðallega um bind- indis- og kvenfrelsismál. í ritinu Aldarspor eftir Margréti Guð- mundsdóttur sagnfræðing um 100 ára sögu Hvítabandsins seg- ir að stjórn alþjóðasambands Hvitabandsins hafi lagt hart að Ólafíu að dvelja áfram vestan hafs og starfa á vegum samtak- anna en hún hafi afráðið að halda til íslands. Ólafía fór einn- ig á alþjóðlegt þing í London um bindindismál og sótti heims- þing Hvítabandsins í Edinborg Scanfolo GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir og Sonja Noregs- drottning leggja blóm að minnisvarða um Ólafíu Jóhannsdóttur. > \ \ \ I > \ í I i » t I : >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.