Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FBBRÚAR 1997 7 FRÉTTIR Viðurkenmng á táknmáli felur í sér víðtækan rétt stjóri Norræna hússins á íslandi, hélt stutta tölu í bókabúðinni og rakti mikinn bókmenntaáhuga Is- lendinga og afrek á því sviði í alda- raðir. „ísland var, er og mun verða evrópskt stórveldi í bókmenntum," sagði Ivar Eskeland. „Fyrir þúsund árum þegar íslend- ingar sóttu heim konunga Noregs var háttur þeirra að færa fram skáldskap gestgjþfum til heiðurs og heilla," sagði Ólafur Ragnar og bætti því við að það væri í anda þessarar hefðar að opna þessa sýn- ingu íslenskra úrvalsverka á upp- hafsdegi opinberrar heimsóknar. „Ég hef stundum sagt að þótt kennt sé í helgri bók að guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig á hinum sjöunda, þá er það ekki alls kostar rétt. Hann gleymdi nefnilega íslandi. Og heima hjá okk- ur hefur sköpunin haldið áfram með miklum krafti. Við fengum enn eina sönnun þess í haust þegar eldgos hófst undir Vatnajökli," sagði Ólafur Ragnar. Kvöldverður í boði konungs Dagskrá gærdagsins lauk með hátíðarkvöldverði konungshjónanna til heiðurs Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu. í veislunni, sem haidin var í Akershuskastala, héldu konungur- inn og forsetinn stuttar ræður. Ólafi Ragnari mæltist m.a. svo, að íslendingar hefðu ávallt metið mikils vináttu og ræktarsemi norsku konungsfjölskyldunnar í sinn garð. „í árdaga íslenska lýðveldisins kom Ölafur krónprins færandi hendi til Reykholts, óðals Snorra. Þar stendur síðan hnarreist stytta Gustafs Vige- lands af höfundi Heimskringlu, tákn um böndin sem binda okkur saman. Fyrir röskri viku sóttum við Guð- rún Katrín guðsþjónustu í Reykholti og ræddum framtíð Snorrastofu við heimamenn. Þá báðu presturinn, ábúendur í Reykholtsdal og borg- firskir bændur okkur hjónin að flytja yðar hátign og Sonju drottningu og norsku þjóðinni kærar kveðjur frá heimabyggð Snorra." Haraldur Noregskonungur nefndi einnig Snorra Sturluson í ræðu sinni, en tók fram að yngri höfundar hefðu ekki síður haft mikil áhrif á sig. Lýsingar Halldórs Laxness á lífi þjóðar sinnar vörpuðu skýru Ijósi á landið, þjóðina og tungu hennar. „Það er bæði eðlilegt og rétt að þér, herra forseti, skylduð í dag opna sýningu á íslenskum bók- menntum. í tónlist, skapandi listum og kvikmyndum eru íslendingar einnig að gera strandhögg í Evrópu. Það er ekki hægt annað en hrífast af þeim sköpunarkrafti sem ávallt hefur sett mark sitt á og mun áfram vera einkenni íslensku þjóðarinnar." og ferðaðist milli Hvítabandsfé- laga í Englandi og Skotlandi. Tók þáttí sjálfstæðisbaráttu íslendinga Ólafía tók þátt í sjálfstæðis- baráttu Islendinga og sótti m.a. Þingvallafund árið 1895, þar sem sjálfstæðiskröfurnar voru ítrekaðar. Að fyrirsögn Einars Benediktssonar saumaði hún fyrsta bláhvíta fánann, sem varð fyrsti þjóðfáni íslendinga um tíma. Auk þess að starfa ötullega að framgangi baráttumála sinna hér á landi bjó Ólafía í Ósló frá 1903, þar sem liún veitti for- stöðu heimili sem Hvítabandið rak fyrir vændiskonur og drykkjukonur. Ólafía klæddist ávallt íslenskum búningi og varð fljótt þekkt á götum höfuðborg- ar Noregs. Vann hún mikið starf að málefnum fátæks fólks í hverfunum Vaterland og Grön- land. Ólafía lést árið 1924, en um miðja öldina reistu Norðmenn henni minnismerki, sem nú stendur við Vaterlandbrúna í Ósló. Árið 1990 var ákveðið að nefna götu í nýja Vaterlands- hverfinu Olafia-gangen, eftir Ólafíu, en hún var kölluð „Móð- ir Vaterlands" vegna síns fórn- fúsa starfs í þágu meðborgara sinna. BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra segir að viðurkenning á íslensku táknmáli sem móðurmáli heymarlausra og heymarskertra snúi ekki eingöngu að mennta- málaráðuneytinu heldur sé um pólitískt mál að ræða sem vinna þurfi í samvinnu ráðuneyta og á vettvangi ríkisstjómar. Menntamálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Svanlaugar Jónasdóttur á Alþingi um málefni heyrnarskertra og heyrnarlausra að viðurkenning á táknmáli sem móðurmáli heyrnarlausra og heymarskertra feli ekki einungis í sér aukinn rétt heyrnarlausra til táknmálskennslu og táknmálstúlk- unar í skólakerfinu heldur sé um að ræða víðtækan rétt til þjónustu og þátttöku á öllum sviðum samfé- lagsins. Þar megi t.d. nefna dóms- kerfi og heilbrigðiskerfi. Talið að 20.000 manns þurfi texta með öllu sjónvarpsefni Menntamálaráðherra sagði að í nágrannalöndum okkar hefði víð- ast verið farin sú leið að við viður- kenningu á táknmáli að setja í áföngum lög sem tryggja rétt heyrnarlausra og heymarskertra til táknmáls og túlkunar á ýmsum sviðum. Opinber stefna hefði ekki verið mörkuð í þessum málum hér á landi en almennt hefði verið talið farsælla að tryggja smám saman með lagasetningu rétt heyrnar- lausra og heyrnarskertra til þjón- ustu. I fyrirspurn Svanlaugar kemur fram að talið er að um 20 þúsund heyrnarskertir og heyrnarlausir íslendingar þurfi texta með öllu sjónvarpsefni. Menntamálaráð- herra segir Ríkisútvarpið, Sjón- varp, engar tímasettar áætlanir hafa um sérstaka textun á inn- lendu efni fyrir heymarlausa og heyrnarskerta. Textun frétta í beinni útsendingu væri afar kostn- aðarsöm og því ekki á döfinni í nánustu framtíð. Þá kemur fram í svari mennta- málaráðherra að framboð á túlka- þjónustu fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa hér á landi hafi aldr- ei verið svo mikið að það hafi full- nægt þörf. Verð til 28. febrúar Verð frá 1. mars til 30. apríl Kaupmannahöfn 27.570 31.570 Ósló 28.270 32.270 Stokkhólmur 26.990 30.990 Amsterdam 29.860 33.860 Lúxemborg 29.100 33.100 París 29.130 33.130 Mílanó 32.900 36.900 Barcelona 32.240 36.240 Vín 33.460 37.460 Zurich 33.000 37.000 Hamhorg* 29.590 33.590 Frankfurt* 29.990 33.990 *Aðeins í beinu Ilugi Flugleiða FLUGLEIDIR Pantaðu fyrir 1. mars ogþúfcerð sumarleyfisferð d sérstöku tilboðsverði! Ferðatímabil er frá 5. apríl til 30. september. Lágmarksdvöl er 7 dagar og hámarksdvöl er 1 mánuður. Gildir i beinu flugi Flugleiða og um Kaupmannahöfn með Flugleiðum og SAS. Flugvallarskattur er innifalinn í verði. Nánarí upplýsingar fást á söluskrífstofum okkar, lijá umboðsmönnum og öllum ferðaskrifstofum. ff/ÍISAS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.