Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Valdimar SAUÐÁRKRÓKSFEÐGAR láta ekki atvikið á Gaddstaðaflötum í sumar þegar Óður varð staður i úrslitakeppninni hafa áhrif á sig. Munu þeir verða með hestinn í notkun á húsi í vor og hyggjast leiða allar hryssur sínar undir hann. Myndin er tekin í forkeppni A-flokks á Gaddstaðaflötum þegar allt lék í lyndi hjá þeim félögum Óði og Hinriki Bragasyni. MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 9 Félag stofnað um Óð frá Brún Verðmæti hests- instalið um 10 milljónirkr. NÝLEGA var gengið frá stofnun sameignarfélags um stóðhestinn Óð frá Brún sem ber nafn hestsins. Hlutirnir í félaginu eru 23 og hefur hver þeirra rétt á að halda þremur hryssum undir hestinn sem þýðir að sextíu og níu hryssur verði leidd- ar undir hestinn árlega. Þrír af þessum hlutum tilheyra félaginu og er ætlaðir til að standa undir rekstri á hestinum. Verða þessi níu pláss leigð á fijálsum markaði og hefur verð undir hestinn verið ákveðið 45 þúsund krónur á hveija hryssu fyrir utan virðisauka. Hver hlutur var seldur á fimm hundruð þúsund og er því verð- mæti hestsins ríflega 10 milljónir króna. Seljendur hlutanna voru Hinrik Bragason og Hulda Gústafs- dóttir, en þau eiga stærstan hlut í hestinum og eru með fþ'óra hluti. Óður verður í notkun á Suður- landi í sumar en verið er að leita að girðingu. Það verða hinsvegar Sauðárkróksfeðgar, Sveinn Guð- mundsson og sonur hans, Guð- mundur, sem munu nota Óð á húsi og hyggjast þeir leiða allar sínar hryssur sem mögulegt er undir Óð í vor. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir væru fyrst og fremst að leita eftir góðu tölti og miklum fótaburði. Einnig nefndi hann að Óður væri kominn út af Sörla í gegnum föður sinn Stíg frá Kjartansstöðum sem væri undan Náttfara Sörlasyni. Ekki mun stefnt með Óð á sýn- ingar í vor en Hulda kvað ekki úti- lokað að hann kæmi fram á ein- hveijum samkomum í vetur og vor áður en hann byijar að sinna skyld- um sínum. Skemmtíkvöld Úrvals-fólks fyrir alla 60 ára og eldri. Miðvikudaginn 19. febrúar verður skemmtikvöld Úrvals-fólks í Súlnasal Hótels Sögu kl. 18.30, húsið opnar kl. 18.00. Hin eina sanna Úrvals-fólks stemmning. Kór eldri borgara á Selfossi, stjórnandi Sigurveig Hjaltested. Einsöngur: Guðrún E. Gunnarsdóttir og Hafdís Hafsteinsdóttir, nemendurí tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi. Undirleikari: Aðalheiður Eggertsdóttir. i Danssýning Dansflokkur frá Dansskóla Sigvalda. Happdrætti Veglegir vinningar í boði. Dans Hljómsveit Hjördisar Geirs sér um fjörið. Vegna mikillar aðsóknar óskast pantanir sóttar sem fyrst. Miðasala og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi á skrifstofu Úrvals-Útsýnar í Lágmúla 4 frá kl. 9.00-17.00 í síma 569 9300. Verð aðeins 1.990 kr. Miðinn gildir sem happdrættismiði. ÚRVAL-ÚTSÝH Lágmúla 4: stmi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: stmi 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. Vertu áfram í öruggum höndum og endurnýjaðu spariskírteinin þín t nýjum ríkisverðbréfum ef þú átt skírteini á innlausn í febrúar: 1. febrúar 1. fl. D 1992-5ár 10. febrúar 1. fl. D 1989-8ár Tryggðu þér áfram góð kjör og skiptu gömlu skírteinunum yfir í ný ríkisverðbréf. Við aðstoðum þig og gefum góð ráð við skiptin. Komdu með gömlu spariskírteinm og skiptu yfir í ný * LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð, sími 562 6040 s UTBOÐ RÍKTSVERÐBRÉFA • SALA • INNLAUSN • ASKRIFT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.