Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ferðaþjónusta í fyrirrúmi FERÐAMÁLARÁÐ íslands sam- þykkti á fundi sínum á mánudag að lýsa yfir fullum stuðningi við ályktun um umhverfismál sem sam- þykkt var af framkvæmdastjórn Ferðamálaráðs 21. janúar. í ályktuninni lýsti framkvæmda- stjórnin áhyggjum sínum af afleið- ingum áætlana um virkjanir og stóriðjuuppbyggingu og hvatti stjórnvöld til að samræma þessar áætlanir öllum skilyrðum fyrir áframhaldandi vexti íslenskrar ferðaþjónustu. Fundurinn samþykkti einnig að fela stjórn Ferðamálaráðs að fylgj- ast vel með og taka virkan þátt í opinberri umfjöllun um skipulag miðhálendisins, sem og almennri umræðu um umhverfismál, stóriðju og virkjanir á íslandi. „Það er álit Ferðamálaráðs ís- lands að mun meiri varfæmi þurfí að gæta í allri ákvarðanatöku um þessi mál en verið hefur til þessa og tryggja verði eins og kostur er að hagsmunir íslenskrar ferðaþjón- ustu verði hafðir í fyrirrúmi þegar íjallað er um framtíðarútlit fjöreggs þjóðarinnar, íslands," segir í álykt- uninni. ^Sími 555-1500 Höfum kaupanda aö 200-250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavíkursvæöinu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústaður í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Tilboð. Kópavoqur Foldasmári Glæsilegt ca 140 fm nýlegt raðhús á einni hæð. Áhv. ca 5,5 millj. Verð 12,9 millj. Garðabær Hlíðarbyggð Til sölu ca. 200 fm endaraðhús. Verð 11,5. Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bilsk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfiörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. ib. á jarðh. Breiðvangur Mjög góö 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýiishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítílli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Vantar eignir á skrá ÍFasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Umræður á Alþingí um arðgreiðslur og gjaldskrármarkmið Landsvirkjunar Mismunandí túlkun á sameiginlegri bókun SAMEIGINLEG bókun eignaraðila Landsvirkjunar um arðgreiðslur og gjaldskrármarkmið fyrirtækisins, sem gerð var í fyrradag, varð til- efni mikillar umræðu á Alþingi í gær, er atkvæði voru greidd eftir aðra umræðu um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um Landsvirkjun, og frumvarpið tekið til þriðju umræðu. Þingmenn Alþýðubandalags börð- ust gegn samþykkt frumvarpsins og gagnrýndu harkalega meðferð málsins af hendi stjórnarinnar, einkum framsóknarmanna. Þeir voru einu fulltrúar stjómarandstöð- unnar sem beittu sér gegn frum- varpinu. Nokkur áhrif á umræðuna höfðu ummæli borgarstjóra í sjónvarps- fréttum í gærkvöldi, þar sem hún sagðist ekki tilbúin að „víkja arð- gjafarmarkmiðum til hliðar". Iðnað- arráðherra sagði þetta mjög vel skiljanlegt, því greinarmun verði að gera á arðgjafar- og arðgreiðslu- markmiðum. Benti hann á, að sam- kvæmt frumvarpinu væri arðgjafar- Alþýðubandalagsmenn einir um að hafna frumvarpinu krafan 5-6% af eigin fé á ári, en eigendur ætla að greiða 5,5% arð af uppreiknuðum stofnframlögum. „Það sem eftir stendur er þetta, að eignaraðilarnir eru sammála um, að það sé forgangsverkefni að raun- verð á raforku geti lækkað eftir aldamót með þeim hætti sem sam- komulagið gerir ráð fýrir,“ sagði ráðherra. Ákvarðanir um arð- greiðslur verði síðan teknar á árs- fundi hveiju sinni. Einar K. Guðfinnsson, þingmað- ur Sjálstæðisflokks, sagði liggja fyrir, að útborgun arðs yrði sam- kvæmt sameiginlegu bókuninni og orðum iðnaðarráðherra „klárlega víkjandi atriði". Arðurinn verði ekki greiddur út nema áður sé búið að tryggja raunlækkun orku- kostnaðar um 2-3% á ári á árinu eftir 2000. „Það er á hinn bóginn ljóst,“ sagði Einar, „að eiginfjármyndunin hjá Landsvirkjun hefur gerzt í ljósi óeðlilegra taxta. Gjaldskrá Lands- virkjunar hefur legið langt fyrir ofan langtímajaðarkostnað orku- verðs frá nýjum virkjunum og er nú talin liggja um 50% hærra en eðlilegt væri að öðru leyti. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir hinni öru eiginfjármyndun fyrirtæk- isins,“ sagði Einar. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðis- flokki, sagði meginverkefnið á sviði orkumála vera lækkun raforkuverðs til almennings og fyrirtækja í land- inu. Með samkomulagi eigenda Landsvirkjunar væri þeim ásetningi lýst, að lækkun raforkuverðs verði forgangsverkefni, það komi á und- an arðgreiðslukröfunni. „í ljósi þessa samkomulags, sem ég treysti, er ég samþykkur þessu frumvarpi," sagði Sturla. Um hina sameiginlegu bókun sagði Sturla annars, að hún væri óheppilega orðuð; með henni væri stjórnarandstöðunni „gefið óþarflega mikið fóður fyrir umræð- una um þetta mál“. „Ótrúlegt blaður" Svavar Gestsson sagði ummæli stjórnarþingmanna vera „ótrúlegt blaður". Rökstuddi hann þessa full- yrðingu sína með því, að menn höfðu fellt breytingartillögu Al- þýðubandalagsmanna við frum- varpið um að ákvæði um forgang orkuverðslækkunar fram yfir arð- greiðslur yrðu sett inn í lögin sjálf, í stað þess að láta við sameiginlega bókun eignaraðilanna sitja. Svavar hélt fast við þá túlkun, að með sam- þykkt frumvarpsins eins og það lægi fyrir, væri verið að „leggja á 10% skatt á alla rafmagnssölu til almennings á íslandi næstu 10 ár“. Búist var við að þriðju umræðu um frumvarpið lyki seint í gær- kvöldi. Lokaatkvæðagreiðsla á að fara fram í dag. Morgunblaðið/Ásdís Ók á ljós, grindverk og skilti ÖLVAÐUR maður á bílaleigubíl endaði ökuferð sína um götur Reykjavíkur á öðrum tímanum í fyrrinótt uppi á gangstétt í Aðal- stræti og fékk að gista fanga- geymslur lögreglu það sem eftir var nætur. Maðurinn hafði ekið bifreiðinni á umferðarljós og grindverk á mótum Hofsvallagötu og Hringbrautar og á leið sinni niður í miðbæ hafði hann ekið á tvö umferðarmerki í Tryggvagötu. Bifreiðin fannst eins og áður sagði á gangstétt í Aðal- stræti, óökufær og mannlaus. Ökumaðurinn fannst fljótlega í Fischersundi þar sem hann var handtekinn og færður á lögreglu- stöðina. Vetrarríki ÞAÐ er sjálfsagt álitamál að hversu miklu gagni regnhlíf kemur í því rysjótta veður- fari, sem hefur verið í höfuð- borginni að undanförnu. Afram er spáð svipuðu veðri; smáéljum og björtu á milli. Snjóinn, sem gerir vegfar- endum erfitt fyrir, tekur varla upp í bráð. Deilt um markmið gjald- skrár í borgarráði r^fTTTT^lTI^TTW SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. fyrirtæki 4. Framleiðsfyrirtæki fyrir sjávarútveg og byggingariðnað. Hentugt út á land. Blómaverslun í verslunarmiðstöð. Húsnæði og rekstur til sölu. Matsölu- og vínveitingahús til sölu í miðborginni. Staður sem allir kannast við. Pizza ’67. Einn sá stærsti og vinsælasti. Miklir möguleikar fyrir duglegt fólk. 5. Hverfispöbb á frábærum í stað í fjölbýli. Glæsilegur staður með góðan orðstír. 6. Verslunarhúsnæði til leigu. Einnig tii sölu. Fyrir sjoppu, ísbúð, fiskbúð eða pizzastað. Laust. Mikið úrval af fyrirtækjum frá 1 millj. til 500 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SAMEIGINLEG bókun iðnaðarráð- herra, borgarstjóra og bæjarstjóra Akureyrar með yfirlýsingu um að lögð verði áhersla á lækkun raforku- verðs var samþykkt eftir nokkra umræðu á fundi borgarráðs í gær. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgar- stjómar, lagði fram bókun þar sem segir að ljóst sé að í frumvarpi um breytingu á lögum um Landsvirkjun sé ekki ákvæði um þau gjaldskrár- markmið, sem koma fram í sameigin- legri bókun ráðherra, borgarstjóra og bæjarstjórans á Akureyri. I fyrri bókun Guðrúnar í borgar- ráði kemur fram að ekki sé nauðsyn á afgreiðslu borgarráðs þar sem ekk- ert nýtt komi fram í bókun ráðherra, borgarstjóra og bæjarstjóra Akur- eyrar. Aðalatriði samkomulagsins séu arðgreiðsla til eignaraðila, sam- anber samkomulag frá 28. október sl. Sú niðurstaða sé til komin þar sem ekki náðist samkomulag um óskir borgarinnar um yfirtöku á hlut henn- ar í Landsvirkjun. Sammála í bókun borgarráðsfulltrúa sjálf- stæðismanna á fundinum segir að þeir séu sammála því samkomulagi um bókun sem liggi fyrir fundinum enda sé það í fullu samræmi við sam- komulag eigenda Landsvirkjunar um eignarhald, rekstrarform og hlutverk Landsvirkjunar. Það sé ennfremur í samræmi við frumvarp til laga um Landsvirkjun hvað arðgreiðslur varð- ar. Vitnað er til 2. gr. frumvarpsins þar sem segir að arðgreiðslu skuli ákveða með hliðsjón af afkomu fyrir- tækisins og yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum. Fullyrðing Guðrúnar um að arð- greiðslur séu til komnar vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag um óskir borgarinnar séu rangar. I við- ræðunefnd eignaraðila hafí ekki ver- ið reynt að ná slíku samkomulagi enda engar óskir komið fram þar um. í síðari bókun Guðrúnar er vísað til þess að vilji borgarinnar um hugs- anlega yfirtöku ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafi komið skýrt fram í máli borgar- stjóra og annarra áður en nefnd eignaraðila tók til starfa. Niðurstað- an hafí orðið að fengist hafi mat á eigendaframlagi borgarinnar í Landsvirkjun og arðgreiðslur af því framlagi. Samningurinn hafi síðan verið samþykktur samhljóða í borg- arstjóm. Ljóst sé að í frumvarpi um breyt- ingu á lögum um Landsvirkjun sé ekki ákvæði um þau gjaldskrár- markmið, sem komi fram í sameigin- legri bókun ráðherra, borgarstjóra og bæjarstjórans á Akureyri en þar segi meðal annars: „sammæli er um að það sé forgangsverkefni að raun- verð á raforku geti lækkað eftir alda- mót með þeim hætti sem samkomu- lagið gerir ráð fyrir.“ Óþarfa bókanir Loks bókaði Pétur Jónsson, borg- arráðsfulltrúi Reykjavíkurlista, að hann teldi bókanir Guðrúnar og Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar óþarfar. í sameiginlegri bókun eignaraðila Landsvirkjunar frá 10. febrúar sl., sem borgarstjóri hafi undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs og væri til umfjöllunar, komi ekkert fram sem ekki hafi áður verið sam- þykkt af hálfu borgaryfirvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.