Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 19 Stormur og strengleikar Morgunblaðið/Halldór ÞORVALDUR Þorsteinsson tekur við viðurkenningu úr Sjóði Richards Serra úr hendi Beru Nordai í Listasafni íslands. Þorvaldur Þorsteinsson þriðji Serrahafinn Ríkt myndmál TONLIST Kópavogskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Marteinn H. Friðriksson fluttu verk eftir Albinoni, J.S.Bach, Buxtehude, Kreisler og Mend- elssohn. Sunnudagurinn 9. febrúar, 1997. KÓPAVOGSKIRKJA er sér- kennilega heilstætt formlistaverk, hvar sem á hana er litið, yst sem innst og því hefði ytra form hins nýja orgels mátt falla að formgerð kirkjunnar. í stað þess er snúist gegn bogadregnum línum hennar, svo að myndhlið orgelsins verður hreint stílbrot. Innviðir orgelsins eru sjálfsagt góðir og hljómanin er falleg. Áhugamenn um tónleika í Kópavogskirkju stóðu fyrir tón- leikum í kirkjunni sl. sunnudag og fengu til liðs við sig Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeist- ara, Gunnar Kvaran sellóleikara og Martein H. Friðriksson dóm- organista. Þess má geta að faðir Guðnýjar, Guðmundur Matthías- son, var lengi orgelleikari við Kópavogskirkju og undirritaður man vígslutónleika fyrsta orgels- ins og að það var Páll ísólfsson sem leiddi orgelið til samlags við kirkjuna, vígði það með leik sín- um. Tónleikarnir hófust á Adagio í g-moll, eftir Albinoni, sem leikið var í útfærslu fyrir fiðlu og org- el. Þetta fallega lag var mjög vel flutt af Guðnýju og Marteini en það kom nokkuð á óvart, að endur- ómanin af orgelloftinu er mjög sérkennileg en venst þó vel. Annað verkefnið var þriðja sellósvítan eftir J.S. Bach, sem Gunnar lék mjög vel og yfirvegað. Því hefur oft verið haldið fram, að sá sem leiki vel saraböndu þættina í þess- um svítum Bachs, hafi þær vel á valdi sínu og það átti einnig við að þessu sinni. Sarabandan var mjög vel flutt og það var meiri ró yfir flutningnum í heild hjá Gunnari að þessu sinni en oft áður og má vera að samspilið við „Kára gamla“, sem nauðaði utan dyra sinn þunga söng, hafi átt sinn þátt í því. Næsta viðfangsefni tónleikanna var orgelprelúdia og fúga í D-dúr, eftir Buxtehude, sem Marteinn lék mjög vel, þrátt fyrir þungan storm- dyn mátti vel heyra að orgelið er fallega hljómandi og þá mun betra að innri gerð sinni en ytra útliti. Guðný flutti síðan Allegro og fúgu í c-moll, eftir fiðlusnillinginn Fritz Kreisler. Kreisler (1875- 1962) var undrabarn og kom fýrst fram 7 ára gamall og lærði m.a. hjá Joseph Hellmesberger eldri og Leopold Auer. Kreisler samdi nokkur fiðluverk og faldi tónsmíð- ar sínar undir nafni Geatano Pugn- ani (1731-1798), er var ítalskur fiðluleikari sem sennilega mun hafa lært hjá Tartini. Sagnfræð- ingar slepptu Kreisler ekki og hann varð síðar að játa sig réttan höf- und þessara fiðluverka, sem stungu svolítið í stúf við þá tón- list, sem menn fengust við um og eftir aldamótin. Þess má geta að Kreisler starfaði með Schönberg og þekkti því vel til þess sem nýj- ast var að gerast í tónsmíði. Lögin eftir Kreisler eru syngj- andi falleg og á köflum skemmtileg viðfangsefni fyrir leikna fiðluleik- ara og var flutningur Guðnýjar allur hinn besti. Tónleikunum lauk með hinu fræga sönglagi Mendelssohns, „Á vængjum söngsins" er var flutt í útfærslu fyrir fiðlu, selló og orgel. Þetta fallega lag hljómaði sér- kennilega á móti þórdunum „Kára gamla“, er blandaði saman við þessa söngbæn, þrungnum trega náttúrunnar, sem bæði á til að gefa, undurblíða fegurð og þrum- andi ógn. Vonandi viðrar betur fyrir næstu tónleika í Kópavogskirkju, því þarna má búa vel að ýmsu fögru á sviði tónlistar. Jón Ásgeirsson ÞORVALDUR Þorsteinsson hlaut í gær viðurkenningu úr Sjóði Richard Serra. Andvirði Áfanga í sjóðinn Sjóður Richard Serra var stofnað- ur árið 1990 að tilhlutan hins þekkta bandaríska myndhöggvara Richards Serra í tilefni þess að umhverfisverk hans Áfangar var reist í Vesturey Viðeyjar. Serra ákvað að gefa ís- lensku þjóðinni andvirði verksins og skyldi það renna í sérstakan sjóð til eflingar og hvatningar höggmynda- list á íslandi. Listahátíð í Reykjavík, Reykjavíkurborg og Listasafn ís- lands tóku síðan að sér að reisa verkið og stofna fyrrgreindan sjóð sem ber nafn hans. Varð að sam- komulagi að Reykjavíkurborg hefði umsjón með verkinu í Viðey en Listasafn íslands hefði umsjón með sjóðnum. Stjórnin rökstyður val sitt á styrk- þega með eftirfarandi hætti: „Verk Þorvaldar Þorsteinssonar sýna óvenju ríkt og tjáningarfullt mynd- mál sem birtist okkur í myndefni sem tengist hinu hversdagslega. og nána í lífi okkar. Hið daglega líf verður honum síendurtekið yrkisefni, sem hann afhjúpar en um leið upphefur á nærfærinn en oft afar slunginn hátt. Þorvaldur hefur á stuttum list- ferli skapað mjög persónulegan stíl þar sem hann af djúpu innsæi tekst á við grundvallarlögmál og forsendur myndlistarinnar." Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum; Beru Nordal frá Listasafni íslands, Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Sambandi íslenskra myndlistar- manna og Guðjóni Ketilssyni frá Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Camilla Söder- berg á Myrkum músíkdögum Camilla Hjálmar H. Söderberg Ragnarsson BLOKKFLAUTU - LEIKARINN Camilla Söderberg kemur fram á tónleikum Myrkra músíkdaga í Listasafni íslands í kvöld kL 20 ásamt Guðrúnu Ósk- arsdóttur, sembal, Ric- hard Korn, kontra- bassa, Ragnheiði Har- aldsdóttur, blokkflautu, og Þórunni Bjömsdótt- ur, blokkflautu. Camilla frumflytur á tónleikunum nýtt einleiksverk fyrir ten- órblokkflautu eftir Hjálmar H. Ragnars- son sem hún pantaði sérstaklega af þessu tilefni. Tón- skáldið segir að við samningu verksins hafi hann hugsað um það eitt að tónarnir væru í réttu sam- hengi og heildarhæðin í jafnvægi. „Allt annað, svo sem einhveijar sérstakar takmarkanir eða óvenju- legir möguleikar hljóðfærisins, skipta mig litlu máli. Formið er skýrt; hæg tónlist og syngjandi skiptist á við hraða og leikandi. Tónbyggingin einkennist af stórum sjöundum og stækkuðum ferundum en hljóðfallið er kvikt og síbreyti- legt innan hins fastsetta tempós. Camilla Söderberg hafði frum- kvæði að þvi að ég skrifaði þetta verk og fékk hún til þess fjárstuðn- ing frá Tryggingafélaginu Sjóvá- Almennum. Kann ég henni og fé- laginu bestu þakkir fyrir." Auk verks Hjálmars em fluttar í fyrsta sinn á Islandi Fléttur fyrir tenórblokkflautu og tölvuhljóð eftir Þorstein Hauksson sem voru skrif- aðar fyrir danska blokkflautuleikar- ann Ban Laurin. Þá er þess að geta að verk Arne Mellnás, The Mummy and the Humming-bird, er skrifað fyrir Camillu Söderberg. Önnur verk á efnisskránni eru Meditation fyrir tenórblokkflautu eftir Ryohei Hirose, Les Barricades fyrir þrjár blokkflautur eftir Matthias Maute, Arrangement fyrir þrjár blokkflaut- ur eftir Kazimiert Serocki, Daido fyrir blokkflautu og kontrabassa eftir Poul Leenhaouts og Eldey Is- land, Rondó fyrir blokkflautu og segulband eftir Eric Stokes. Camilla Söderberg er fædd í Sví- þjóð en ólst upp í Vínarborg. Hún lærði á blokkflautu hjá dr. René Clemencic og Hans Maria Kneihs við Tónlistarháskóla Vínarborgar þar sem hún lauk einleikaraprófí árið 1970. Camilla stundaði fram- haldsnám hja Jeanette van Winderen við Schola Cantomm Bassiliensis í Sviss. Hún lagði einnig stund á raf- tónlist um þriggja ára skeið. Hún hefur haldið tónleika í Austurríki, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á íslandi og gert up_ptökur fyrir útvarp og sjón- varp á Islandi og víða erlendis. Cam- illa hefur verið búsett hér á Iandi frá árinu 1980 og er tónlistarkenn- ari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Kennaraháskóla íslands. 4S> Whirlpool @ uppþvottavéla á snarlækkuðu verðil 4 nú verðáður 63.100 kr. kr. eða 49.875 kr.stgr. ADP952 með fimm þvottakerfum, 39 db. nú Ul viirnllf I/ kr. eða 65.930 kr.stgr. verð áður 79.900 kr. - þ a d © Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 k. e m u i e k k e * t a n n a 6 til Umboðsmenn um land allt. m á t a ! ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.