Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSOKN FORSET- ANS TIL NOREGS ÞAÐ ER við hæfi, að fyrstu opinberu heimsóknir nýkjörins forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, og konu hans séu til Danmerkur og Noregs. Þetta eru þau tvö ríki, sem við höfum haft mest tengsl við frá því, að ísland byggð- ist og höfum enn. Raunar hafa samskipti okkar við Norðmenn aukizt síðustu áratugi m.a. vegna gagnkvæmra hagsmuna. Fyrir rúmum tveimur áratugum var þannig lögð áherzla á að auka samstarf Norðmanna og íslendinga á sviði öryggis- mála enda kom í ljós, að hagsmunir þessara tveggja þjóða voru og eru samtvinnaðir í þeim efnum. Það er mikilsvert fyrir báðar þjóðir, að öryggismál á Norður-Atlantshafi séu tryggð. Þá voru að vísu aðrar aðstæður en nú og bæði flugvél- ar og kafbátar á vegum Sovétríkjanna í tíðum ferðum á þessu svæði. Það á að vísu ekki lengur við en þegar til lengri tíma er litið er ljóst, að öryggishagsmunir okkar og Norðmanna fara mjög saman. Við höfum lengi átt mikið og gott samstarf við Norðmenn innan Fríverzlunarsamtaka Evrópu, EFTA, og mikilvægi þess samstarfs hefur ekki minnkað eftir að bæði Svíar og Finnar gerðust aðilar að Evrópusambandinu. Viðskipti okkar og Norðmanna hafa aukizt að því leyti tii að við kaupum nú umtalsvert magn af olíu og benzíni þaðan og töluverður áhugi er á því hjá a.m.k. tveimur norskum stórfyrirtækjum ýmist að fjárfesta eða auka fjárfestingar hér á landi. Við erum bæði samstarfsmenn og keppinautar Norðmanna í fiskveiðum-, vinnslu og sölu. Skuggi hvílir yfir þeim sam- skiptum vegna Smugudeilunnar og vonandi verður heimsókn forsetans til Noregs til þess að aukin áherzla verður lögð á að leysa þá deilu. í ræðu þeirri, sem Ólafur Ragnar Grímsson hélt í veizlu Noregskonungs, íslenzku forsetahjónunum til heiðurs í gær- kvöldi vék hann m.a. að einum sérstökum þætti í samskiptum þjóðanna og sagði: „Við höfum ávallt metið mikils vináttu og ræktarsemi norsku konungsfjölskyldunnar í garð okkar íslendinga. í árdaga íslenzka lýðveldisins kom Ólafur krón- prins færandi hendi til Reykholts, óðals Snorra. Þar stendur síðan hnarreist stytta Gustavs Vigelands af höfundi Heims- kringlu, tákn um böndin, sem binda okkur saman. Fyrir röskri viku sóttum við Guðrún Katrín guðsþjónustu í Reykholti og ræddum framtíð Snorrastofu við heimamenn. Þá báðu presturinn, ábúendur í Reykholtsdal og borgfirzkir bændur okkur hjónin að flytja yðar hátign og Sonju drottn- ingu og norsku þjóðinni kærar kveðjur frá heimabyggð Snorra.“ Það var vel til fundið hjá forseta íslands að minnast Reyk- holts sérstaklega í heimsókn sinni til Noregs. Nú stendur yfir uppbygging á staðnum, svo að tryggt sé að þar verði búið með þeirri reisn, sem hæfir. FRUMKVÆÐIVR YERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur fyrst allra stéttarfélaga lagt fram fullmótaðar kröfur sínar og krefst á þriggja ára samningstímabili rúmlega 17% launa- hækkunar í fjórum áföngum. Fyrsta hækkunin er um 5,3% hækkun við undirritun samningsins, en síðan hækki laun út samningstímann um 4,5% í upphafi hvers árs, nema síðasta ársins, þá sé hækkunin 2%, enda gildi samningurinn aðeins í einn mánuð eftir það og rennur út 1. febrúar árið 2000. Hækkunin á samningstímanum er þá 17,29%. í kröfugerðinni er einnig farið fram á að lægstu taxtalaun hækki sérstaklega og verði eigi lægri en 70.000 krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Þetta markmið bindur VR við svokall- aða fyrirtækjasamninga og vill að þessu marki verði náð á miðju samningstímabilinu. Eins og kunnugt er hefur VSÍ lagt áherzlu á að fyrirtækjasamningar verði gerðir. Vinnuveitendur meta þessar kröfur til 8% hækkunar á ári, sem myndi gera eitthvað á þriðja tug prósenta á samnings- tímanum. Framkvæmdastjóri VSÍ telur að kröfur VR kalli á 4 til 5% verðbólgu á ári, sem sé mun meiri verðbólga en spáð er að verði í helztu viðskiptalöndum okkar. VR metur hins vegar verðbólguáhrifin mun lægra eða um 2% til 2,5% og áætlar að kaupmáttaraukning á samningstímanum verði um 10%. Með því frumkvæði, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur tekið í kjaraviðræðunum er stigið fyrsta, raunhæfa skrefið til þess að ljúka yfirstandandi samningaviðræðum á vinnumarkaðnum á friðsamlegan hátt. Vonandi taka lands- samböndin innan ASÍ jákvæða afstöðu til þessa framtaks VR. Hverfafundur borgarstjóra með íbúum Grafarvogs FJÖLMENNT var á fundi Grafarvogsbúa með borgarstjóra og bárust margar fyrirspurnir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg U mferðarþunginn sí- fellt vaxandi vandamál Bættar samgöngur í Grafarvogi voru íbúum Grafarvogs greinilega hugleikið málefni á hverfafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra síðastliðið mánudagskvöld. Ama Schram fylgdist með umræðunum sem fóru fram á fjölmennum og líflegum fundi. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt sinn fyrsta hverfa- fund á þessu ári með íbúum Grafarvogs á mánudagskvöld. Einkavæðing Telefónica hin víðtækasta í sögu Spánar Boðuð innreið „kap- ítalisma hins smáa“ JOSÉ María Aznar, forsætisráðherra Spánar, hefur lagt mikla áherslu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja og er síminn næstur á dagskrá. H’ERFAFUNDURINN í Grafarvogi á mánudaginn var fýrsti af átta hverfa- fundum sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hyggst halda með Reykvíkingum á næstu vik- um. Fundurinn var haldinn í salar- kynnum félagsmiðstöðvarinnar Fjörg- yn í Grafarvoginum. í upphafí fundar fór borgarstjóri nokkrum orðum um borgarmálin al- mennt; um fjárhagsstöðu borgarinnar og stefnumörkun borgarmála, en ræddi síðan sérstaklega um málefni er tengdust Grafarvogi. Hún byijaði á þvi að segja frá hinni fyrirhuguðu hverfamiðstöð í Grafar- vogi, sem samþykkt var á fjárhags- áætlun fyrir árið 1997. Að sögn Ingi- bjargar er þama um að ræða persónu- lega þjónustu við íbúa Grafarvogs á sviði félags-, dagvistar-, skóla-, menn- ingar-, tómstunda og íþróttamála. Markmið hverfamiðstöðvarinnar séu einkum þrenn. í fyrsta lagi að bæta og hagræða í þjónustu við íbúa Graf- arvogshverfís, í öðru lagi að auka lýð- ræði og veita íbúum hverfísins nokkur áhrif og völd um þá þjónustu sem borg- in veitir og þá jafnframt hvemig hún er veitt og í þriðja lagi að leitast við að samþætta framvegis enn frekar þjónustu borgarstofnana í hverfínu og einnig að samræma eftir fóngum þjón- ustu borgar og ríkis við íbúa hverfisins. Sérstök hverfísnefnd hefur verið skipuð til að fara með stjórn hverfís- miðstöðvarinnar og mun hún halda sinn fyrsta fund innan fárra daga. Hana skipa borgarfulltrúarnir Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður, Sig- rún Magnúsdóttir og Hilmar Guð- laugsson, en fulltrúar íbúasamtakanna í Grafarvogi eru Friðrik Hansen Guð- mundsson og Knútur Halldórsson. íbúum fjölgaði um rúmlega eitt þúsund á einu ári Ingibjörg sagði frá framkvæmdum helstu málaflokka í Grafarvoginum eins og til dæmis skóla-, dagvistar- og íþróttamála, en fór síðan út í skipu- lagsmál. „Hverfið er ungt og í örum vexti,“ sagði hún. „Árið 1983 hófst uppbygging norðan Grafarvogs. Segja má því nú 14 árum síðar að hverfíð sé komið á gelgjuskeiðið, en því tíma- bili fylgir gjaman órói og umbrot. íbúar eru nú orðnir 12.650 og hafði ijölgað um 1.150 frá árinu á undan [árinu 1995] sem er nánast öll fólks- fjölgun í borginni á árinu.“ Þá sagði hún að vöxtur hverfisins hefði í fyrstu verið mjög hraður en áframhaldið hefði verið nokkuð skrykkjótt allt eftir ástandi á fasteigna- markaði á hvetjum tíma. „Árið 1995 var fáum ióðum úthlutað í hverfínu eða um 150 en á síðasta ári tók lóðaúthlut- un kipp og varð tvöfalt meiri eða um 300 íbúðir.“ Hún sagði ennfremur að gert væri ráð fyrir að næsta íbúðar- hverfí verði á Grafarholti austan Vest- urlandsvegar, en þar væri nýlega lokið hugmyndasamkeppni um skipulag. Ingibjörg gerði endurskoðun Aðal- skipulags Reykjavíkur einnig að um- talsefni og útskýrði fyrirhugað skipu- lag á Geldinganesi. Hún ítrekaði að ekki væri verið að tala um Geldinga- nesið sem hefðbundið iðnaðarsvæði og því óþarfí að óttast að þar verði mengandi stóriðja, „heldur starfsemi sem getur verið í sátt við umhverfíð og nálæg íbúðarhverfi,“ sagði hún. Tvöföldun Gullinbrúar og tengingar yfir til Kleppsvíkur í erindi sínu sagði Ingibjörg ljóst, að tvöföldun Gullinbrúar væri orðin tímabær og að horft væri til tenging- ar yfír til Kleppsvíkur í náinni fram- tíð. Þar væri hafín verkfræðileg undir- búningsvinna. „Reiknað er með að i lok þessa árs verði orðið skýrt hvaða leið og hvaða tæknileg lausn komi sterkust til álita,“ sagði hún. „Þá verði jafnframt komin gleggri hugmynd um kostnað við mannvirkið. Miðað við að tæknilegur undirbúningur og fjár- mögnun gangi snurðulaust fyrir sig gæti vegtenging verið komin að 5 til 6 árum liðnum.“ Ingibjörg sagði ennfremur að breikkun Gullinbrúar og bygging Sundabrautar yfir Kleppsvík væri hvor tveggja ijármögnuð af vegaáætlun ríkisins og því hefði Reykjavikurborg ekki forræði um tímasetningu fram- kvæmda. „Við á höfuðborgarsvæðinu höfum lengi haldið því fram að fjár- framlög til þjóðvega á höfuðborgar- svæðinu séu of lág,“ sagði hún og lagði áherslu á að líklega þyrfti að fjármagna Kleppsvíkurtengingu með sérstökum hætti. Ingibjörg fjallaði einnig um þá þró- un sem ætti sér stað á leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur (SVR) í Grafarvoginum og sagði að gert væri ráð fyrir því að nýjar leiðir yrðu tekn- ar upp með vorinu. „í tillögum sem unnið er með hjá stjórn SVR er gert ráð fyrir að þjónusta við Borgarhverfi og Víkurhverfi muni bætast á leið 14. Hugmyndin er að leiðin aki Strandveg- Vættarborgir-Mosaveg að Gullengi i stað Borgarvegar. Einnir er gert ráð fyrir að aka Hallsveg-Fjallkonuveg i stað Hallsvegar-Strandvegar. Með þvi fær Hamrahverfið tengingu við versl- ulnarmiðstöð, íþróttahús og félags- miðstöð í báðar áttir, þar sem leið 15 gengur þá leið í hina áttina." Ingibjörg sagði einnig að fyrirhugað væri að leið 115 aki Gullengi-Mosa- veg-Víkurveg í stað Borgarvegar til að bæta tengsl við Borgarholtsskóla og Engja- og Víkurhverfi. Þá er „ráð- gert _að bæta tengsl úr skiptistöðinni við Ártún með nýrri leið sem aki á annatímum á virkum dögum. Ekið frá Ártúnsstöð að Skútuvogi - um Vatna- garða - Dalbraut - Sundlaugaveg - Borgartún og til baka. í lok erindis síns fjallaði Ingibjörg stuttlega um framkvæmdir Garðyrk- justjóra og Gatnamálastjóra Reykja- víkurborgar í Grafarvoginum. I því sambandi sagði hún m.a. að á Aðal- skipulagi Reykjavíkurborgar hefði alltaf verið reiknað með að loka Langarima við verslunarmiðstöðina fyrir annarri umferð en strætisvögn- um. „Meðan Borgarvegurinn var ekki kominn var almenn umferð um Langa- rima nauðsynleg. Erfitt hefur reynst að hrinda þessari lokun í framkvæmd eftirá. Lokunarslár verða endumýjað- ar, þótt þær hafí hingað til enst illa, og verða betur merktar svo minni hætta verði á ákeyrslum á þær.“ Erfitt að komast út úr Grafarvoginum Eftir að Ingibjörg Sólrún hafði flutt erindi sitt bárust fjölmargar fyrir- spumir frá fundargestum bæði munn- legar og skriflegar. Samgöngumál hverfisins bmnnu greinilega á íbúum hverfisins og var m.a. spurt hvenær stæði til að tvöfalda Gullinbrú og hvort ekki stæði til að bæta hringtorgið við enda Fjallkonuvegar sem væri allt of lítið til að taka við þeirri umferð sem þar færi um. Þá var mikið spurt um lokun vegar í Langarima og vildu menn ýmist að honum yrði lokað taf- arlaust eða að honum yrði haldið opn- um. Friðrik Hansen Guðmundsson for- maður íbúasamtaka Grafarvogs sagði að umferðarþungi í Grafarvogi hefði verið sífellt vaxandi vandamál og að nú væri ástandið orðið óviðunandi. Hann sagði að á hveijum morgni myndaðist mörg hundruð metra ef ekki kílómetra löng biðröð af bílum á leið út úr hverfinu. Af þeim sökum væri óásættanlegt að bíða í fímm til sex ár eftir tengingu yfir í Kleppsvík eins og borgarstjóri hafði áður minnst á. Hann taldi eina leiðina til þess að leysa þennan hnút vera að flýta fyrr- nefndum framkvæmdum með öllum tiltækum ráðum. Þá benti hann á að ekki væri for- svaranlegt að fara út í fyrirhugaðar framkvæmdir á byggða- og athafna- svæði á Geldinganesi án þess að koma samhliða á tengingu úr Grafarvogin- um yfír í önnur hverfí borgarinnar. Ingibjörg sagði að tenging hverfís- ins yfir til Kleppsvíkur væri verkefni fjármagnað af ríkinu. Hún viður- kenndi að það væri brýnt en of dýrt til þess að borgin gæti fjármagnað það með eigin fé. Þá sagði hún að embættismönnum Borgarverkfræð- ings og Gatnamálastjóra væri ljóst að hringtorgið á Fjallkonuvegi annaði ekki umferð á álagstíma og að lausn- ir þyrfti að fínna á þeim vanda. Varðandi lokun Langarima sagði hún að ýmsir hefðu keypt sér íbúð eða byggt sér hús á þessum stað í þeirri trú að þar yrði vegurinn lokaður eins og skipulag gerði ráð fyrir. Hins veg- ar hefði þetta valdið deilum þar sem dregist hefði að loka götunni. Þá sagði Ingibjörg að gert væri ráð fyrir því í vegaáætlun að tvöföldun Gullinbrúar yrði eftir tvö ár. Bæta aðkomu við skíðabrekkuna Fjölmargar skriflegar spumingar komu einnig fram um önnur málefni. Til dæmis var spurt um það hvort ekki mætti breyta skipulagi um Gufu- neskirkjugarð og færa hann ofar, til dæmis nær Korpu, þannig að hann taki ekki eins mikið pláss frá annars áhugaverðu byggingarlandi og taldi Ingibjörg að það mætti taka til skoð- unar. Einnig var spurt hvort hægt væri að hafa 30 km hámarkshraða á fyrstu árum nýrra hverfa, því þar væri yfir- leitt mikið um lítil börn. Ingibjörg sagði þetta áhugaverða hugmynd, en það væri mat manna hjá Borgarverk- fræðingi og Borgarskipulagi að ekki þýddi að setja 30 km hámarkshraða í hverfí án þess að samhliða sé gripið til annarra aðgerða eins og til dæmis þrenginga inn i hverfin og upphækkun vega. Þá kom ábending um að bæta að- komu við skíðabrekkurnar í Grafar- vogi og sagði Ingiþjörg að verið væri að skoða það mál á vegum ÍTR. Ólöf Bjömsdóttir íbúi í Fannafold lagði til að þeir göngustígar sem væru á milli hverfanna yrðu hlykkjóttir þannig að börn sem þar færu um hjól- uðu ekki beint út á umferðargötu eins og stundum vildi verða. Ingibjörg tók vel í þessa ábendingu og vísaði henni til Borgarskipulags. Fleiri tillögur komu frá íbúum Graf- arvogs. Ein var á þann veg að láta strætisvagn ganga um hverfi Grafar- vogs og safna farþegum á sameigin- lega safnstöð. Þaðan yrði svo hraðferð beint niður í miðbæ Reykjavíkur. Þannig væri hægt að minnka bílanotk- un og auðvelda fólki að komast fyrr úr hverfínu. Einkavæðingn spænska símafyrirtækisins Tele- 3* fónica er að ljúka. As- geir Sverrisson, frétta- ritari Morgunblaðsins á Spáni, fjallar um þessi tímamót í ljósi pólitískra hagsmuna stjórnmála- manna og þess gríðar- lega atvinnuleysis sem einkennir líf fólksins í landinu. VÍÐTÆKASTA einkavæð- ing í sögu Spánar er á næsta leiti og þess er vænst að lokaverð á hlut ríkisins í símafyrirtækinu Telefónica verði opinberað á mánudag. Ákaft hefur verið deilt um ágæti einkavæð- ingar á Spáni og framkvæmd hennar af hálfu stjórnvalda hefur víða sætt gagnrýni. Margir óttast að missa atvinnuna og þess er tæpast að vænta að þjóðarsátt skapist um þessi umskipti í landi þar sem atvinnuleys- ið er löngu komið yfír öll þau mörk sem þekkjast í öðrum ríkjum Evrópu þótt stjórnvöld hafi ákaft lofað „kap- ítalisma hins smáa“ í tengslum við söluna á Telefónica. Spænska ríkið á nú 21% hlut í Telefónica og með sölunni á þessum bréfum verður einkavæðingu fyrir- tækisins lokið. Þrír spænskir bankar, Banco Bilbao Vizcaya, Argentaria, sem hefur verið einkavæddur að hluta, og La Caixa, stærsti sparisjóð- ur Barcelona, ráða samtals yfír um 15% hlutabréfa í fyrirtækinu. Juan Villalonga, forstjóri Telefónica, hefur sagt að hann vænti þess að einstakl- ingar og smærri fjárfestar muni eiga um 60% hlutaljárins. Eftirlit ríkisvaldsins Markaðsvirði hlutabréfa ríkisins í Telefónica er talið vera um 600 millj- arðar peseta (um 300 milljarðar króna). Reynist matið rétt verður upphæðin þrefalt hærri en fyrri einkavæðing hefur skilað. Þótt hlutur ríkisins verði boðinn til sölu með þessum hætti hafa stjórnvöld í Madrid ákveðið að slá ákveðna varnagla í þessum efnum líkt og ríkisstjórnir fjölmargra ann- arra aðildarrikja Evrópusambands- ins, sem nú vinna að einkavæðingu símafyrirtækja í samræmi við ákvarðanir um að frelsi skuli ríkja á þessum markaði. Mikilvægasti fyrirvari ríkisvalds- ins er sá að samþykki yfirvalda þarf að liggja fyrir áður en sömu fjárfest- ar geta eignast tíu prósent eða meira í fyrirtækinu. Með þessu móti hyggst rikisvaldið koma í veg fyrir hugsan- lega yfirtöku fjárfesta sem talist geta „fjandsamlegir" auk þess sem tryggt verður að smærri fjárfestar beri ekki skarðan hlut frá borði. í nafni fjölskyldunnar Einkavæðing Telefónica hefur far- ið hátt í spænskum fjölmiðlum og hrint var af stað gríðarlega umfangs- mikilli auglýsingaherferð í sjónvarpi. Áætlanir stjórnvalda kváðu á um að alls yrði rúmum þremur milljörðum peseta (um 1.500 milljónum króna) varið til herferðarinnar. Áhersla hef- ur verið lögð á að ná til einstaklinga og smærri fjárfesta og Telefónica hefur verið kynnt sem öflugasta fjöl- þjóðafyrirtæki Spánar enda eru um- svif þess umtalsverð í Suður-Amer- íku. Á Spáni eru svonefnd „fjölskyldu- gildi“ enn í heiðri höfð og því hafa sjónvarpsauglýsingar flutt þann boð- skap að fjölskyldan öll geti vænst þess að njóta góðs af einkavæðing- unni enda sé tilgangurinn með henni einnig sá að „bæta tengslin" manna í millum. Fyrirtækið eigi sér bjarta framtíð og öldungis öruggt sé að leggja fram spariféð til hlutbréfa- kaupa. Juan Villalonga, áðumefndur forstjóri fyrirtækisins, segir að með því að einkavæða Telefónica verði „kapítalismi ljöldans“ að veruleika á Spáni. Markmiðið er að rúm milljón manna komi til með að eiga hlut í fyrirtækinu en hluthafar eru nú um 650.000. Velferðarkerfi fjölskyldunnar Þessi áhersla á fjölskylduna og „kapítalisma litla mannsins" kemur ekki á óvart í landi þar sem atvinnu- leysið er skelfilegt og andstaða við einkavæðingu ríkisfyrirtækja djúp- stæð. Atvinnuleysið er nú um 22% að meðaltali i landinu og á nokkrum stöðum í suðurhlutanum þarf allt að helmingur vinnufærra manna að draga fram lífíð með öðrum hætti. Þótt ákveðnar stéttir og starfsgrein- ar hafi notið og njóti enn mikils at- vinnuöryggis er fátækt víða mikil og aðstoð við hina atvinnulausu í mörgum tilfellum lítil sem engin. „Fjölskyldan er spænska velferð- arkerfið," segja Spánveijar gjarnan og vísa þá til þeirrar samhjálpar sem einkennir fjölskyldulífið enda væru margir öldungis á vergangi nytu þeir ekki húsaskjóls og aðstoðar ættmenna sinna. Trúlega er hvergi að fínna svo vanþróað velferðarkerfi í álfunni vestanverðri. Vaxandi andstaða Stjórn mið- og hægriflokkanna á Spáni, sem verið hefur við völd und- ir forsæti José María Aznar í tæpt ár, hefur lagt þunga áherslu á einka- væðingu ríkisfyrirtækja og óumdeil- anlegt er að mörg þeirra eru rekin á afar hæpnum forsendum og að sjálft rekstrarformið er í mörgum tilfellum úrelt. Á það einkum við um kolavinnslufyrirtæki, skipasmíða- stöðvar og fyrirtæki í hergagnaiðn- aði. Ríkisstjórn Aznar kveðst vera sú fyrsta sem beitir sér fyrir raunveru- legri einkavæðingu ríkisrekstrarins en það voru raunar sósíalistar í stjómartíð Felipe Gonzalez, þáver- andi forsætisráðherra, sem hófu sölu ríkiseigna þótt hún væri í takmörk- uðum mæli. Andstaðan við þessa stefnu hefur hins vegar farið vax- andi enda óttast margir um atvinnu sína og oft ekki að ástæðulausu. Yfírlýsingar ráðamanna hvað einka- væðinguna varðar eru alltjent ekki jafn afdráttarlausar og áður þótt því , fari fjarri að ríkisstjórnin hafí horfíð r frá því grundvallarviðhorfi að einka- rekstur taki almennt og yfirleitt hin- um opinbera fram. Niðurskurður og pólitískir hagsmunir Stjórnin er hins vegar gagnrýnd á þeim forsendum að skýra stefnu skorti og samhæfing sé ófullnægj- andi. Pólitískir hagsmunir hinna ráð- andi afla eru helsta skýringin á þessu. Risastór ríkisfyrirtæki veita atvinnu á fjölmörgum svæðum sem" eru mikilvæg og því viðkvæm i póli- tísku tilliti. Við þetta bætast síðan samkiptin við öflug verkalýðsfélög sem leggjast með sívaxandi þunga gegn niðurskurðaráformum ríkis- stjórnar Aznar forsætisráðherra. Þau áform má aftur einkum rekja til þeirrar áherslu sem Spánverjar leggja nú á að vera í hópi þeirra aðildarríkja Evrópusambandsins sem mynda munu efnahags- og mynt- bandlag þess (EMU) en til að svo megi verða þarf að draga úr halla- rekstri ríkissjóðs niður fyrir skil- greind mörk. Vítahringur atvinnuleysis Tæpast verður um það deilt að •>" efnhagslífið á Spáni er að mörgu leyti „vanþróað“ borið saman við mörg önnur ríki Evrópusambandsins, ekki síst í norðri. Spænsk stjórnvöld standa hins vegar frammi fyrir djúp- stæðari vanda en flest önnur rlki sambandsins. Á sama tíma og fram- kvæma þarf erfiðan uppskurð á efna- hagskerfinu, sem er sérlega hættu- leg aðgerð í pólitísku tilliti, til að aðlaga það að efnahagslegum stöðl- um Evrópusambandsins, er atvinnu- leysið löngu komið fram yfir mörk hins skelfilega og raunar er það svo að hvergi i vestrænu iðnríkjunum er þessi vandi alvarlegri. Bein afleiðing þessa er minnkandi _ fæðingatíðni, sem einnig er með þeirri lægstu i heimi hér. Því er það 1 svo að hlutfall vinnandi skattborgara gagnvart þeim sem þurfa að njóta aðstoðar og aðhlynningar af hálfu hins opinbera verður sífellt óhag- stæðara og því er spáð að Spánveij- um muni fækka á næstu öld gagn- stætt þvi sem við á víðast hvar ann- ars staðar. Með öðrum orðum má ætla að sífellt þyngri byrðar verði lagðar á herðar hinnar „borgandi millistéttar" sem, líkt og í flestum öðrum ríkjum Evrópu, stendur undir velferðarkerf-- inu á Spáni með skattgreiðslum sín- um. Langtímalausnir eru vandfundn- ar og við þennan vanda munu spænskir stjómmálamenn þurfa að glíma hvað sem líður allri einkavæð- ingu og skammtímahagsmunum þeirra og þeirra afla, sem þeir eru fulltrúar fyrir. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.