Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kasparov náði Júdit Polgar SKAK Linares, Spáni: STÓRMÓT JÚDIT Polgar, Gary Kasparov og Yladímir Kramnik eru jöfn og efst í Linares þegar mótið er hálfnað. Davið Kjartansson varð Norður- landameistari í sinum flokki í skólaskák um helgina. Kasparov vann Búlgarann Ves- elin Topalov með svörtu í sjöttu umferð mótsins á meðan Júdit Polgar gerði jafntefli í 25 leikjum við Alexei Shirov, sem var neðstur. Vladímir Kramnik vann Úkra- ínumanninn Vasílí ívantsjúk, en sá síð- astnefndi er heillum horfinn og hefur tapað öllum skákum sínum á hvítt, fjórum að tölu. ívantsjúk lýsti því yfir í Las Palmas í desem- ber að hann vildi taka sér langt frí frá tafl- mennsku, en ákvað þó að standa við gerða samninga um þátt- töku í Linares. Önnur úrslit í sjöttu umferð urðu þau að Drejev vann Piket, Gelfand vann Nikolic og þeir Adams og Anand gerðu jafntefli. Staðan á mótinu er þessi: 1.-3. Júdit Polgar, Kasparov og Kramnik 4'A v. af 6 mögulegum. 4. Adams 4v. 5. Gelfand 3'A v. 6. Drejev 3 v. 7.-8. Piket og Nikolic 2'A v. 9.-10. Anand og Topalov 2 v. 11.-12. Shirov og ívantsjúk l'A v. VISA-bikarmótið íslensku keppendurnir á nor- ræna VISA-bikarmótinu í Þórs- höfn fara rólega af stað. Rúss- neski Ólympíumeistarinn Peter Svidler er eini keppandinn sem hefur unnið allar þrjár fyrstu skákir sínar. í þriðju umferðinni gerði Hannes Hlífar Stefánsson jafntefli við Stuart Conquest, Englandi, og Helgi Áss Grétars- son við Finnann Heikki Wester- inen. Áskell Örn Kárason vann Joan H. Andreasen, Færeyjum, Þröstur Þórhallsson gerði jafn- tefli við Danann Steffen Pedersen og Sævar Bjarnason gerði sömu- leiðis jafntefli við Flóvin Tór Næs, Færeyjum. Staðan efstu manna á mótinu: 1. Svidler, Rússlandi 3 v. 2.-6. Ivan Sokolov, Bosníu, Curt Hansen, Danmörku, Conquest, Eng- landi Djurhuus, Noregi og Ákesson, Svíþjóð 2 'A v. 7.-14. Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson, Westerinen, Finnlandi, Bjarke Kristensen, Sune Berg Hansen og Carsten Höi, allir Danmörku, og Jens Christian Hansen, Færeyjum, 2 v. Þeir Þröstur og Áskell hafa einn og hálfan vinning hvor og Sævar einn vinning. Davíð Norðurlandameistari Davíð Kjartansson, 14 ára gamall Reykvíkingur, sigraði í sínum aldursflokki á Norður- landamótinu í skólaskák sem lauk í Þórshöfn í Færeyjum á mánu- daginn. Davíð vann allar fimm skákir sínar og Stefán Kristjáns- son, sem varð í öðru sæti, vann MINNINGAR Davíð Kjartansson alla nema Davíð. Frábær frammi- staða, en í hinum flokkunum gekk íslensku keppendunum ekki eins vel. Frammistaða okkar unglinga í elstu flokkunum tveimur veldur vonbrigðum, en þeir yngstu stóðu sig hins vegar vel. A-flokkur: Annti Pihlaja Salo, Finnlandi, sigraði með 4V2 v. af 5 mögulegum. Arnar Gunnarsson varð í 5.-9. sæti með 3 v. og Torfi Leósson í 11.-12. sæti með l'/i v. B-flokkur: Simon Bekker Jensen, Danmörku og Leif Erlend Jo- hannessen, Noregi, sigruðu með 4 'A v. af 5 mögulegum. Jón Vikt- or Gunnarsson varð í 4.-7. sæti með 3 'A v. og Bragi Þorfinnsson í 8.-9. sæti með 3 v. C-flokkur: Davíð Kjartansson sigraði með 5 vinninga. Stefán Kristjánsson varð annar með 4 v. Fjórir skákmenn komu næstir með 3 lA v. D-flokkur: Esben Lie, Noregi, sigraði með 5 v. Guðjón Heiðar Valgarðsson varð í 2.-3. sæti með 4 v. og Hlynur Hafliðason í 9.-11. sæti með 2 v. E-flokkur: Kecli Ong, Svíþjóð sigr- aði með 5 v. Hilmar Þorsteinsson varð í 4.-5. sæti með 3'/2 v. og Pálmar Jónsson í 6.-9. sæti með 3 v. Margeir Pétursson Efni í fermingarfötin Snið frá Burda, Hew Look og Kwivk Sew, auk sníðablaöa frá Burda, Knip o.fl. Allt til sauma. VIRKA Opið mánud.-rostud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. til l.júní. STOFffAMR - EmSTAKLIMGAR Ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnum frá 296 kr. og fataefni frá 150 kr. m. Opið mánud.-fösmd. kl. 10-18. Mörkinni 3, sími 568 7477 Laugard. kl. 10-14. til 1. júní. MARGRET VALDIMARSDÓTTIR ÓLAFSSON + Margrét Valdi- marsdóttir Ólafsson fædd- ist í Hnífsdal 24. nóvember 1900. Hún lést í Reykjavík 23. desember síð- astliðinn 96 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Valdi- mar Þorvarðsson, kaupmaður og út- vegsbóndi í Hnífs- dal, og Björg Jóns- dóttir, kona hans. Margrét var yngst af átta börnum þeirra hjóna og eru systkinin nú öll horfin til feðra sinna. Útför Margrétar f ór fram frá kapellu Fossvogskirkju 8. jan- úar. Afi minn, Valdimar Þorvarðsson, vildi mennta börn sín eins vel og hægt var á þeim tíma og efni stóðu til. Þrjár systurnar hlutu framhalds- menntun sína í Danmörku og Nor- egi, stunduðu nám í matreiðslu- og hannyrðaskólum. Eftir nám í Kvennaskólanum í Reykjavik fór sú yngsta líka í nám til Danmerkur og fór að læra nudd. Það má full- yrða að hún hefir verið bráðskörp til náms en ekki sagði hún mér þetta sjálf. En mörgum árum seinna þegar Margrét var gift kona í Reykjavík, fann ég heima í Hnífs- dal námsbækur hennar, ásamt mörgum stílaverkefnum á þýsku. Vöðvafræðin eða myológían og aðr- ar bækur voru allar á þýsku og latínu, sem sýnir að mikið var lagt á sig. Stílana gátum ég og vinkona mín, þegar við yorum við nám í Gagnfræðaskóla ísafjarðar, vel not- fært okkur og þótti yndislegt í þá dag, þótt algert svindl væri af okk- ar hálfu. Gaman væri ef þessar bækur fyndust. Nám hennar varð henni happa- drjúgt og eftir að hafa lokið því fór hún til Parísar, þar sem hún vann um tíma sem „au pair" stúlka á meðan hún var að læra frönskuna betur. Síðan var byrjað að vinna við sitt fag, þ.e. nuddið. Hún vann lengi í Nissa í Suður-Frakklandi. Mig minnir að hún hafi sagt mér að á veturna hafi hún unnið í Nissa, en í Karlsbad á sumrin og hún hafði mikið dálæti á þessum stöð- um, sérstaklega Karlsbad, sem hún sagði að hefði verið ákaflega full- kominn heilsustaður. í einu af bréf- um sínum til foreldra sinna, sem þau töluðu mikið um, man ég, að henni hafi verið boðið að setjast að í Nissa og setja þar upp nuddstofu. Ekkert varð af því, en seinna réð hún sig sem einka- nuddara til auðugrar konu og fór með henni á lúxusskipi til Amer- íku. Þessi kona ráð- lagði henni að setja upp nuddstofu í New York sem hún og gerði. Konan, sem var dansk- ur gyðingur, var henni mjög hjálpleg og þekkti margt efnað fólk í New York, sem hafði efni á að sækja nuddstofur. Þetta gekk allt prýðilega því hún keypti sér meira að segja bíl (af gerðinni Buick) og ein- hvers staðar er til mynd af henni í bílnum. Þegar ég sýndi henni myndina fyrir nokkrum árum (þá orðin mjög sjóndöpur), gerði hún lítið úr því, sagðist hafa keypt hann notaðan. Elsku frænka mín, ég þakka þér allar gjafirnar sem þú sendir litlu stúlkunni í Heimabæ, meðan þú varst í Frakklandi, sérstaklega jóladótið og seinna fínu viðardósina, fóðraða með rauðu leðri, sem ég á enn. Líka vil ég þakka dvölina í fyrstu íbúð ykkar Jóhanns á Öldu- götu 29, vikurnar sem ég var í undirbúningsdeildinni í Miðbæjar- barnaskólanum og veturinn í Ág- ústarskólanum. Þið sáuð ekki eftir tímanum sem fór í að hjálpa mér með tungumálin, sem börnin í Reykjavíkurskólunum höfðu lært en sveitabarnið ég ekki. En þó þú værir ötul við að hjálpa mér, þótti mér alltaf betra ef Jóhann las með mér, hann var svo ljúfur og þolin- móður. Þú óskaðir samt óþekka táningnum, Huldu, alls hins besta og það skildi ég þegar ég varð eldri. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku föðursystir mín, Margét. Þú fékkst langþráða ósk þína í jólagjöf. Eg og fjölskylda mín sendum börnum þínum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Hulda Valdimarsdóttir. Þegar hátíð ljóss og friðar gekk í garð barst okkur sú frétt að Mar- grét, móðursystir okkar, væri látin og þrátt fyrir háan aldur fyllist maður miklum söknuði. Nú var síð- asti fulltrúi okkar af aldamótakyn- slóðinni farinn yfir móðuna miklu. Langri ævi mikilhæfrar konu var lokið. Frænka okkar var mikil heimskona. Þó fæddist hún og ólst upp í fámennu byggðarlagi norðar- lega á Vestfjörðum. Hún kom frá miklu athafnaheimili þar sem stunduð var útgerð, verslun og bú- skapur og hjá foreldrum sínum kynnist hún þeim hugsunarhætti að samhjálp væri mikilvæg. Mar- grét var glæsileg ung stúlka. Átján ára gömul fer hún að heiman í Kvennaskólann í Reykjavík og fylgdi þar með í fótspor systur sinn- ar, Þorbjargar. Er kvennaskólanámi lauk fór hún til Danmerkur og dvaldi þar í fjögur ár við nám og störf. Margrét var mikil listakona og hún lætur eftir sig sérlega fallega handavinnu, því meðan sjónin var í lagi féll henni aldrei verk úr hendi. Sem ung kona saumaði hún t.d. gullfallegt stórt refils veggteppi eftir fyrirmynd frá Þjóðminjasafni íslands og sat hún þar löngum stundum með leyfi Matthíasar þjóð- minjavarðar. Heimili Margrétar og Jóhanns sýndi, svo af bar, fágaðan smekk og íistfengi þeirra hjóna. Það er ekki ofsagt að heimili þeirra á Öldugötu 18 var eitt það glæsileg- asta og fágaðasta heimili sem við höfðum séð um ævina. Margrét lét sér mjög annt um ættingja sína. Ég (Borghildur) minnist þess sérstaklega þegar hún bauð mér sumarvinnu hjá vinkonu sinni í Danmörku, þegar ég var 19 ára gömul. Ég fór því á stundinni og með samþykki foreldra minna lagði ég land undir fót, sem varð til þess að um haustið fór ég í kenn- aranám í Kaupmannahöfn. í þá daga var mjög erfitt að fá yfir- færslu á gjaldeyri og það tók bróð- ur minn marga mánuði að fá það í gegn. Á meðan sýndi Margrét mér það traust að lána mér danska peninga. Frænku okkar hlotnaðist sú gæfa að halda andlegri reisn til hins síð- asta dags. Hún fylgdist með ætt- ingjum, vinum og atburðum, en hún var farin að þrá hvíldina, því líkam- inn var talsvert farinn að gefa sig. Við vottum ástvinum hennar inni- lega samúða. Hvíl í friði, kæra frænka. Borghildur Jónsdóttir, Valdimar Kr. Jónsson. Látin er frú Margrét Ólafsson 96 ára að aldri. Margrét var fædd aldamótaárið í Hnífsdal þar sem faðir hennar rak útgerð. Hún sleit því barnsskónum þar sem frum- kvöðlar íslenskrar útgerðar gerðu sínar fyrstu tilraunir með fiskveiðar á mótorbátum og stærri skipum en þeim róðrarbátum sem fiskiróðrar feðra okkar höfðu miðaðst við fram til þess tíma. Faðir Margrétar, Valdimar Þor- varðsson, tók þátt í þessari miklu byltingu en á þessum tíma var ísa- fjörður og nágrenni helsti þéttbýlis- kjarni landsins utan Reykjavíkur. Margrét lagði ung að árum leið sína út í heim sem var mjög óvenjulegt fyrir unga stúlku á þessum árum. Hún lærði nuddlækningar og ferð- aðist víða um lönd vegna starfs síns. Hún hefur trúlega verið með víð- reistustu konum landsins þá. Mála- kunnátta hennar óx að sama skapi og talaði hún reiprennandi dönsku, AGUST BÖÐVARSSON + Ágúst Böðvarsson, fyrrver- andi forstöðumaður Land- mælinga Islands, fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 3. janúar 1906. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 27. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. febr- Úrvalsmennið Ágúst Böðvarsson hefur kvatt. Með honum er genginn einn merkasti og heiðarlegasti mað- ur, sem ísland hefur fóstrað. Þetta eru stór orð, en rök hafa verið færð að þessu í minningargreinum um hann. Mér veittist sú ánægja að kynn- ast þessum merka manni fyrir nærri þremur áratugum. Það var þegar sú mæta kona, Ingibjörg á Flanka- stöðum, sem látin er fyrir nokkrum árum, hafði ásamt öðrum beðið mig að freista þess að fá hið svokallaða Flankastaðamál (hæstaréttarmál nr. 185/1960) endurupptekið fyrir Hæstarétti, en annar lögmaður hafði flutt það. Með dómi í því máli voru jarðareigendur í Flanka- staðatorfu sviptir landskikum við Miðnesheiði, sem tilheyrt höfðu þeim jörðum frá örófi alda. Agúst var einn þeirra þriggja merkis- manna, sem að beiðni minni höfðu samið greinargerðir, er allar hnigu í þá átt að dómur Hæstaréttar væri í veigamiklum atriðum rangur. Ágúst Böðvarsson var brautryðj- andi í töku loftljósmynda og vann þar afrek. Meðal fyrstu svæðanna, sem teknar voru myndir af úr lofti, var svæðið umhverfis Keflavíkur- flugvöll á árinu 1950. Meðan um- rætt mál var rekið hafðist ekki upp ¦¦¦¦¦MlMMMMMMMÍ á myndum af því svæði sem landa- merkjadeilan snerist um. Við flutn- ing á skrifstofum Landmælinga ís- lands komu myndir af þessu svæði í leitirnar. Fyrir rétti gerði Ágúst grein fyrir því hvenig tekist hafði til og að ekki hefði verið kunnugt um loftljósmyndirnar, þegar Flankastaðamálið var flutt. Honum sárnaði verulega, þegar Hæstiréttur virti að vettugi orð hans um þau atriði, sem var einn þáttur í röksemdum fyrir því að málið fengist leiðrétt. Ágúst hreifst af baráttu minni og tókst með okkur einlæg vinátta. Hann var skáld gott og mér þótti sérstaklega vænt um eftirfarandi vísu, sem hann sendi mér á 75 ára afmæli mínu: Þig ei skelfdu þyrnibrautir, þeirra, er leita sannleikans, enda vannstu þyngstu þrautir sem þegn í riki kærleikans. Þessi yísa hefði eins getað verið ort um Ágúst Böðvarsson sjálfan. Gunnlaugur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.