Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 O Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Steratöflur og líkamsrækt Frá Þorsteini G. Gunnarssyni: ÉG vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta þegar ég hlust- aði á útvarpsfréttir um helgina þar sem sagt var frá hinni makalausu tilraun til þess að smygla til lands- ins 32.000 steratöflum. Það var vissu- lega broslegt að brotamaðurinn skildi vera það mikill sælgæt- isgrís að hann tímdi ekki að henda namminu sem leiddi toll- verðina á rétta braut. Hið sorg- lega við þetta mál er hins vegar að þetta mikla magn, 32.000 steratöflur, dugar samkvæmt fréttum til þess að mæta þörf stórs hóps steraæta í langan tíma. Það allra alvarlegasta við þetta mál er hinsvegar sú staðreynd að brotamaðurinn skuli reka líkams- ræktarstöð! Ætla mætti, miðað við þann áróður sem verið hefur, að þorri almennings geri sér grein fyrir því að neysla þessara efna er varhuga- verð, beinlínis stórhættuleg. Það fyllti mig því óhug að heyra vamm- lausan mann segja í útvarpsviðtali í kjölfar smygltilraunarinnar að svo virðist sem meira hafi borið á neyslu stera nú á síðustu mánuð- um en oft áður. Maðurinn vissi meira að segja til þess að ungling- um væru boðin þessi efni á ákveð- inni líkamsræktarstöð. Sem betur fer brást hann rétt við fregninni og skarst í leikinn. Eftir stendur hins vegar sú staðreynd að ster- arnir eru á markaðinum og að- gengilegir. Að hér á landi skuli vera reknar líkamsræktarstöðvar, ein eða fleiri, sem útdeila þessum efnum til viðskiptavina sinna, er vægast sagt stóralvarlegt mál. Minnsti grunur um slíkt ætti í raun og veru að vera tilefni rannsóknar. En miðað við núverandi ástand er það ógerningur þar sem engin leyfí þarf til reksturs líkamsræktar- stöðva. Hver sem er getur í raun og veru opnað líkamsræktarstöð og boðið þar upp á hvað sem er. íþróttasamband íslands er eini aðilinn hérlendis sem bannar með- limum sínum notkun stera og ann- arra ólöglegra lyfja. ÍSÍ fylgist með íþróttamönnum sem iðka og keppa í íþróttum sem stundaðar eru innan vébanda sambandsins. Þetta er eina eftirlitið sem haft er með notkun stera og annarra ólöglegra lyfja hér á landi. í raun og veru er það furðulegt að heil- brigðisyfirvöld skuli ekki fyrir löngu vera búin að setja upp skil- yrði fyrir rekstri líkamsræktar- stöðva, skilyrði þar sem meðal annars er tekið á þessum málum. Skilyrði sem leiða af sér leyfis- sviptingu komi það á daginn að stöðin tengist ólöglegum lyfjum á einn eða annan hátt. Stærstur hluti þeirra sem stunda líkamsrækt gera það sann- arlega sér til heilsubótar. En hóp- ur manna, vonandi smár hópur manna, hefur annað viðhorf. Það fólk brýtur sig niður í stað þess að byggja sig upp. Steraætumar eiga það nefnilega sammerkt flkl- um hverskonar að trúa, alla vega fyrsta kastið, á skaðleysi efnanna sem þær innbyrða. Öfgalaus líkamsrækt í hvaða formi sem er gerir fólki gott. Hún byggir upp líkama og sál, styrkir hjarta og æðakerfi, bætir efna- skipti og hefur jákvæð áhrif á lík- amsþyngd og það sem meira er, reglubundin líkamsrækt vinnur gegn þunglyndi og losar um streitu, svo eitthvað sé nefnt. Sterarnir hins vegar auka ofbeld- is- og árásarhneigð, hækka blóð- þrýsting, skemma lifur og nýru og örva vöxt æxla. Hjá körlum minnka sterarnir framleiðslu karlkynshormóna, framleiðslu sáðfruma og valda getuleysi. Sterarnir auka karlkynseinkenni hjá konum, bæði rödd og hár- vöxt, þeir minnka bijóst og valda tíðatruflunum. Sífelld áminning um skaðsemi steranna er góð leið til að fyrir- byggja misnotkun þeirra, misnotk- un sem sannarlega getur leitt til ótímabærs dauða, eins og dæmin sanna. ÞORSTEINN G. GUNNARSSON, framkvæmdastjóri landssamtakanna íþróttir fyrir alla. Þorsteinn G. Gunnarsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ráðgjöf Bókhald Skattskil Skipholli 50b__sími 561 0244/898 0244__fax 561 0240 Öll bókhalds- og framtalsþjónusta af bestu gerð ■ Framtöl einstaklinga ■ Ársreikningar ■ Vsk-skýrslur og fyrirtækja og ráðgjöf og uppgjör RBS Gunnar Haraldsson hagfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.