Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 45
H MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 45 J I J I J J ? I ) ! 3 I 3 I i í i i i i i i í MYIMDBÖIMD Ævin- týraleg innrás Innrásardagurinn (Independence Dav)_________ Vísindaskáldsaga ★ ★ ★ Leikstjóri: Roland Emmerich. Handrit: Dean Devlin og Roland Emmerich. Framleiðandi: Dean Devlin. Kvikmyndataka: Karl Walt- er Lindenlaub. Tónlist: David Arn- old. Aðalhlutverk: Will Smith, Bill Pullman, Jeff Goldblum, Mary McDonnell, Judd Hirsch. 145 mín. Bandarisk. 20th Century Fox/Skíf- an 1996. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Útgáfudagur 12. febrúar. ÆVINTÝRIÐ heldur áfram. Innrásardagurinn, langvinsælasta mynd síðasta árs, er komin út á myndbandi og það verður að segjast eins og er að hún glatar töluverðum sjarma við flutn- inginn af stóru kvikmyndatjald- inu yfir á lítinn sjónvarpsskjá- inn. Því er fyrst og fremst um að kenna að áhrif hinnar gríðarlega tilþrifamiklu sviðsmyndar skila sér ekki nægilega vel, sem er eðlilegt. Það breytir samt ekki þeirri stað-. reynd að myndin er enn sama af- bragðsgóða afþreyingin. Söguþráð Innrásardagsins þarf vart að tíðinda, svo mikið hefur um hana verið fjallað en einhvers staðar var henni lýst sem sam- blöndu af Innrásinni frá Mars, og stórslysamyndum frá fyrri hluta 8. áratugarins líkt og myndum Irwins Allen og Earthquake. Við þá samlíkingu má bæta greinileg- um áhrifum frá Stjörnustríðs- myndunum og Steven Spielberg, en þaðan fær myndin þann ævin- týrakeim sem hæfir henni svo eink- ar vel. Það hefur ekkert upp á sig að vera að velta sér upp úr raunveru- leikagildi söguþráðarins í mynd sem þessari. Hún er ævintýri, vís- indaskáldsaga, af einfaldasta tagi, líkt og þær bestu frá 6. áratugnum og það er ekki síst sá áhrifablær sem gerir myndina svo smekklega og skemmtilega áhorfunar. Mynd- in fer á háflug þegar í upphafi og eru aðdragandinn að innrásinni, hinn stigmagnandi ótti sem skap- ast meðal jarðabúa þegar nærveru hinna óvinveittu gesta verður vart og sjálf árásin t.a.m. sérdeilis góð og spennandi atriði. Aftur á móti missir hún flugið þegar líða tekur. á og fellur í gryfju vandræðagangs og föðurlandsdýrkunar þegar for- seti Bandaríkjanna (Bill Pullman) flytur væmna hetjuræðu og tekur sjálfur virkan þátt í að beija á hin- um vondu gestum. Wili Smith tekst hinsvegar að bjarga myndinni frá þvi að taka sig of hátíðlega. Fyrir þá fáu sem ekki sáu Innrás- ardaginn í bíó er hiklaust hægt að mæla með henni sem afbragðs af- þreyingu en hinir sem sáu hana á stóra tjaldinu geta ekki gert ráð fyrir að verða fyrir eins miklum áhrifum þegar þeir sjá hana aftur í sjónvarpinu. Skarphéðinn Guðmundsson A flótta undan ástinni! Hr. Hörmung (Mr. Wrong)_____________ Gamanmynd ★ ★1/j Framleiðandi: Touchstone Pictur- es. Leikstjóri: Nick Castle. Hand- ritshöfundar: Chris Matheson, Kerry Ehrin og Craig Munson. Kvikmyndataka: John Schwartz- man. Tónlist: Craig Safan. Aðal- hlutverk: Ellen DeGeneres og Bill Pullman. 100 mín. Bandaríkin. Touchstone Home Video/Sam- myndbönd 1997. Útgáfudagur 10. febrúar. ASHTON er 31 árs þegar yngri systir hennar giftir sig og hún fer þá að fínna fyrir utanaðkomandi þrýstingi um að gera hið sama. En Ashton er ánægð ein og býst ekki við að finna þann rétta í bráð. Upp rennur Valent- ínusardagur; eini dagur ársins sem hún er einmana. Og viti menn! A bar hittir hún hinn fullkomna gæja og þau verða ástfangin. Allt er sem á rósrauðu skýi, þar til hið rétta eðli hans kemur í ljós. Hann er hörmung og svo sannarlega uppáþrengjandi hörmung! Hér sannast að fullkomnu gæj- amir í bíómyndunum eru bara plat og að lífið endar bara vel í Holl- ývúdd. Þetta er háðsleg stæling á öllum órau.nsæjum og draum- kenndum kvikmyndum. Stundum er farið svo fínt í sakirnar með því að nota allar algengustu formúlu- klisjumar, að húmorinn gæti farið fyrir ofan garð og neðan hjá sum- um. Það fer þó ekki á milli mála að hér er um gamanmynd að ræða og eru óumdeilanlega mjög góðir sprettir í myndinni. Bob og Inga eru aukapersónur sem koma úr heimi ofbeldis- og spennumynda og er helst til að þau séu ýktar persónur. Jafnframt því að vera fyndin er myndin ansi spennandi og jafnvel taugatrekkj- andi og ekki laus við að vera sorg- leg á köflum. Þetta er skrýtið sam- bland og það er bara að leigja og sjá! Margir við þjá Nær 40 milljónir manna eru á flótta eða heimilislausir í eigin landi végna vopnaðra átaka og náttúruhamfara. Þúsund ungmenna lenda í vanda vegna vímuefna, erfiðra heimilisaðstæðna, samskiptaörðugleika o.fl. Fjöldi íslendinga, ungra og gamalla, er hætt kominn árlega vegna slysa og sjúkdóma. Meira en 2.000 börn, mæður og feður verða jarðsprengjum að bráð í hverjum mánuði. Fjöldi geðfatlaðra hér á landi býr við félagslega einangrun og þarf á stuðningi að halda. Framleiddur er nægur matur fyrir alla jarðarbúa. Samt líða 750 milljónir manna næringarskort. íslendingar hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna náttúruhamfara á undanförnum árum og fjöldi fólks hefur misst ættingja og heimili sín. við sem getnm linaðl Um 30 geðfatlaðir einstaklingar koma daglega í Vin, athvarf Rauða krossins Með hiálp dmennims oel lölda fyr'r geðfatlaða, brjótast þannig út úr sjálfloMiSa hjálpaSi 'i„"‘sruninni og styrkil fdigslegl Rauði krossinn milljónum flóttamanna og annarra þeirra sem minna mega sín á síðasta ári. stöðu sína. Rauði krossinn sá milljónum manna um víða veröld fyrir matvælum og öðrum lífsnauðsynjum á síðasta ári. Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf fyrir börn og unglinga, hefúr aðstoðað þúsund unglinga síðan það var stofnað. Trúnaðarsíminn er opinn allan sólarhringinn! Um 95 prósent allra sjúkraflutninga í landinu fara fram í sjúkrabifreiðum Rauða krossins og deildir halda uppi öflugri fræðslu í skyndihjálp og slysavörnum. Rauði krossinn berst ótrauður fyrir því að notkun jarðsprengna verði bönnuð og sá þúsundum fórnarlamba jarðsprengna fyrir gervilimum og endurhæfmgu á síðasta ári. Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru ævinlega reiðubúnir að leggja fram krafta sína við að hjálpa þeim sem verða fyrir barðinu á náttúruhamförum. + Við hjálpum með þinni hjálp! Þú getur tekið þátt í að lina þjáningar með þvi að kaupU Rauða kross penna á öskudaginn RAUÐI KROSS ISLANDS Hildur Loftsdóttir A plás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.