Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1997, Blaðsíða 48
'.Si •«YUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA SH Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 Happaþrenuu fyrir afganginn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(á)CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK (:. *r' •tri -»JL Vinnuveitendur og VMSÍ ræða nýjar tillögur Hreyfing að komast Loðnu landað í frystingu ÞAÐ ER engu líkara en slíkur handagangur sé í öskjunni í „Salt- fiskstöflun" Sigurjóns Ólafssonar að verkafólkið sé orðið saltstokk- ið. Það er hins vegar vetur kon- ungur, sem hefur leikið sér að því að setja höggmyndalist höfuð- borgarinnar í nýtt ljós. Það gerir leikur barnanna á gamla vatns- geyminum í Rauðarárholti líka og myndar andstæðu við brauðst- ritið í mynd listamannsins. á kjaraviðræður TÖLUVERÐ hreyfing virðist vera að komast á kjaraviðræður á al- menna vinnumarkaðinum. Samn- inganefndir VMSÍ og vinnuveitenda hittust hjá ríkissáttasemjara í gær. Þar lögðu vinnuveitendur fram nýjar hugmyndir sem varða einkum launa- breytingar í fískvinnslunni og hvern- ig auka megi vægi fastra launa á móti bónusgreiðslum. Á að ræða til- lögumar og viðbrögð VMSÍ frekar á fundi samningsaðila í dag. Kröfugerð VR mælist misjafnlega fyrir innan ASÍ Stefnt hefur verið að því að kynna sameiginlega yfirlýsingu landssam- banda ASI um kröfur á hendur stjómvöldum og samræmdar áhersl- ur í launamálum undir lok vikunnar en af samtölum við forystumenn innan verkalýðshreyfíngarinnar í gær má ráða að mikil óvissa er um hvort það takist. Kröfugerð Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, um almennar prósentu- hækkanir launa, sem kynnt var á mánudag, mælist misjafnlega fyrir innan verkalýðshreyfingarinnar og sumir verkalýðsforingjar halda þvi fram að hún hafí spillt fyrir tilraunum til að fella kjarakröfur í einn farveg. Samkomulag virðist hins vegar í augsýn um kröfur á hendur stjórn- völdum en þar er megináhersla lögð á almenna skattalækkun og að tekið verði upp fjölþrepa tekjuskattur, lækkun tekjutengingar barnabóta, að elli- og örorkulífeyrir og atvinnu- leysisbætur fylgi launabreytingum í þjóðfélaginu og að félagsmenn í ASI, sem starfa hjá hinu opinbera, njóti sambærilegra lífeyrisréttinda og opinberir starfsmenn. í dag munu hagfræðingar VSÍ og VR eiga fund með sérfræðingum Þjóðhagsstofnunar til að reyna að ná að sameiginlegri niðurstöðu um líkleg verðlagsáhrif launakrafna VR. ■ Nýrra tillagna/4 Listí nýju ljósi LOÐNU átti að landa úr Faxa RE 241 í nótt í Þorlákshöfn og stóðu vonir til að hægt yrði að heilfrysta hana á Japansmarkað. Frysting fyrir Japansmarkað er hafin á höfnum fyrir austan. Ingvi Einarsson, skipstjóri á Faxa, sagði að loðnan hefði veiðst alveg uppi í fjöru, á um 20 faðma dýpi, við Tvísker og náðist að fylla bátinn í fjórum köstum og gefa Elliðaey 100 tonn að auki. Faxi ber um 640 tonn. „Núna er að komast fjör í þetta. Loðnan er farin að ganga langt vestur með landinu. Það var mikil veiði norður af Tví- skeijum og við fórum yfir torfur við Ingólfshöfða," sagði Ingvi. Hann sagði að einnig væri heil- mikil veiði austan við Stokksnes. „Við vonumst til þess að hún sé búin að ná 15% hrognafyll- ingu, öðruvísi vill Japaninn hana ekki. Fyrir tveimur til þremur dögum var fyllingin um 14%,“ sagði Ingvi. Morgunblaðið/Þorkell Hið opinbera í samkeppni við einkaaðila á að minnsta kosti 23 sviðum Meiri kröfur oft gerðar til einkaaðila HIÐ opinbera stundar atvinnustarf- semi í beinni samkeppni við einkaað- ila á að minnsta kosti 23 sviðum, og búa einkaaðilar oft við annað og kröfuharðara umhverfí en opinberir aðilar. Þannig eru dæmi um að virðis- aukaskattur hafi ekki verið innheimt- ur af opinberu fyrirtæki þótt álit rík- isskattstjóra þar að lútandi lægi fyr- ir, dæmi er um vanskil opinberra stofnana og neitun þeirra á að greiða dráttarvexti, og þá eru dæmi um til- hneigingu ríkisstofnana til að beina viðskiptum inn á við, þ.e. til annarra ríkisfyrirtækja eða hlutafélaga í eigu ríkisins án þess að láta fara fram útboð. Þetta kemur fram í skýrslu vinnu- hóps um jafnræði milli opinberra aðila og einkaaðila sem lögð verður fram á Viðskiptaþingi á fimmtudag. Undanþegin sköttum og skyldum í skýrslunni eru talin upp 23 svið þar sem hið opinbera er í samkeppni við einkaaðila og bent á að listinn sé ekki tæmandi. Þannig er hið opin- bera til dæmis í beinni samkeppni við einkaaðila í fjármálaþjónustu, innflutningi og heildsölu áfengis, ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu, rekstri verslana, sölu síma- og fjar- skiptabúnaðar, hraðflutningsþjón- ustu og flutningsmiðlun, fjarskipta- þjónustu, hugbúnaðargerð og tölvu- þjónustu, menntaþjónustu, ræsting- um, öryggisgæslu, verkstæðisþjón- ustu og heilbrigðisþjónustu. Bent er á að opinber fyrirtæki séu oft undanþegin sköttum og skyldum, þau njóti yfírleitt ótakmarkaðrar ábyrgðar hins opinbera á rekstri sín- um og skuldbindingum, til þeirra sé sjaldnast gerð skilgreind arðsem- iskrafa og í mörgum tilvikum sé ekki allur kostnaður færður til gjalda hjá þeim heldur borinn annars staðar af hinu opinbera. I skýrslunni segir að með því að viðhalda mismunandi samkeppnis- stöðu sé farið gegn hinni svokölluðu jafnræðisreglu með því að með- höndla sams konar aðstöðu á mis- munandi hátt. Einstökum fyrirtækj- um sé veitt óeðlilegt forskot sem ekki byggist á gæðum vöru eða þjón- ustu heldur á þeim hlunnindum sem þeim séu veitt af hinu opinbera um- fram keppinautana. Á þennan hátt sé samkeppni skekkt og markmið samkeppnisreglna gert að engu. Bent er á þijár meginleiðir til úr- bóta. í fyrsta lagi einkavæðingu op- inberra fyrirtækja, en það leiði til þess að reksturinn komist í hendur einkaaðila og í sama samkeppnisum: hverfi og önnur fyrirtæki búa við. í öðru lagi geri hlutafélagavæðing opinberra fyrirtækja í orði umhverfið hið sama hvað varðar skatta, rekstr- arábyrgð og ábyrgð á skuldbinding- um. Ef önnur hvor þessara leiða verði ekki farin verði að afnema sam- keppnisleg fríðindi eins og t.d. skatt- fríðindi og ótakmarkaða ábyrgð á rekstri og lánum, og setja ótvírætt ákvæði um bann við ríkisstyrkjum í samkeppnislög. Mikið framboð af skipum ÓVENJUMIKIÐ framboð er nú af togurum til sölu miðað við fyrri ár. „Þar sem kvóti er nú kom- inn á velflestar veiðar utan lögsögu, hafa möguleikar á slíkum veiðum minnkað veru- lega frá því sem var. í annan stað er þónokkuð um eðlilega endurnýjun togara. Keyptir eru togarar frá útlöndum og þeir eldri seldir úr landi, en það er alveg ljóst að töluvert meira framboð er af skipum núna en var fyrir rúmu ári,“ segir Friðrik Arngrímsson skipasali. ■ Óvenjumargir/Bl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.