Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 37. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flótti Hwangs Jang-yops frá Norður-Kóreu undirbúinn í eitt ár Hervörður við sendiráð Suður- Kóreu í Peking Peking. Seoul. Reuter. HWANG Jang-yop, sem var einn af valdamestu mönnum í Norður- Kóreu, var enn í suður-kóreska sendiráðinu í Peking í gær en þar leitaði hann hælis á miðvikudag. Utanríkisráðherra S-Kóreu ætlaði að ræða við starfsbróður sinn kín- verskan í dag og er búist við, að hann fari fram á, að Hwang verði leyft að fara til S-Kóreu. Strangur hervörður var um s- kóreska sendiráðið í Peking í gær en n-kóreskir sendimenn biðu þar skammt frá á bílum sínum. Segja þeir og stjórnin í Pyongyang, að Hwang hafi verið rænt en Suður- Kóreustjórn vísar því á bug. Birti hún í gær bréf þar sem hann skýr- ir frá ástæðum flóttans. Talsmaður s-kóreska sendiráðs- ins sagði í gær, að n-kóreskir sendimenn hefðu reynt að bijótast inn í bygginguna í fyrrinótt. Erfitt fyrir Kínveija Þetta mál er mjög erfitt fyrir Kínveija, sem eru einu bandamenn N-Kóreumanna og voru vopna- bræður þeirra í Kóreustríðinu. Þeir hafa hins vegar mikil efnahagsleg samskipti við Suður-Kóreu og er því spáð, að það muni vega þyngra og því muni þeir leyfa Hwang að fara til S-Kóreu. Suður-kóreskir fjölmiðlar lýstu Hwang í gær sem gömlum komm- únista, sem hefði á gamals aldri áttað sig á, að fýrirheit kommún- ismans væru blekking. Hwang er raunar sjálfur helsti höfundur „Juche“-stefnunnar, sem felst í því, að N-Kóreumenn séu sjálfum sér nógir um allt, og þekkir örugg- lega flest leyndarmál stjórnarinnar í Pyongyang. Hafði samband fyrir ári Sagt er, að Hwang hafi farið að undirbúa flóttann fyrir ári þeg- ar aðstoðarmaður, sem hann treysti, kom bréfi til suður-kóresks kaupsýslumanns í Peking en loka- þátturinn hófst í Tókýó þar sem Hwang var í tveggja vikna heim- sókn. Þar var honum haldin glæsi- leg veisla og þar á hann að hafa fengið síðustu leiðbeiningarnar. Nokkrir veislugesta segja nú, að Hwang hafi þá verið hálfundar- legur og telja, að það hafi verið merki um, að hann væri tilbúinn að flýja. Ryutaro Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, sagði í gær, að Hwang hefði augljóslega verið vel gætt þegar hann var í Japan fyrr í mánuðinum og við brottförina var hann umkringdur þéttum hring líf- varða. Taldi Hashimoto, að þá hefði stjórnvöld í N-Kóreu verið farið að gruna, að Hwang vildi flýja. ■ Sálarstríð/18 Reuter KÍNVERSK herlögregla marsérar fyrir'framan suður-kóreska sendiráðið í Peking í gær eftir að lögreglan hafði lokað öllum leiðum að byggingunni. Vistin verri en dauði Moskvu. Reuter. RÚS.SAR hafa stöðvað aftökur í samræmi við skuldbindingar sín- ar gagnvart Evrópuráðinu. Fjöldi fanga vill þó fremur deyja en þurfa að þola vist í sérstökum búðum sem þeim eru ætlaðar í norðurhéruðum Rússlands. Anatólí Prístavkín, formaður sérstakrar forsetanefndar sem m.a. getur breytt dauðadómi í refsivist, segir að um 20% fanga, sem teknir hafi verið af aftöku- skrám, hafi sérstaklega farið fram á að fá að deyja fremur en þola fangavist til langframa. Gúlagið endurreist „Þeir grátbiðja um að fá að deyja fremur en dúsa til lífstíðar í fangelsi," sagði Prístavkín. Fangar þessir eru sendir í tvenn- ar einangrunarbúðir, þar sem vistin er miskunnarlaus og hörð, í stað venjulegra fangelsa. Dúsa þeir í litlum þröngum klefum í 23 tíma á sólarhring, fá ekki að vinna og eru veikir öllum stundum, rúmlega helm- ingur með berkla. „Innanríkisráðuneytið hefur endurreist Gúlagið. Við þurfum að skapa þeim betri aðstæður. Einhveijir fanganna kunna að breytast í betri menn þar sem helmingur þeirra er undir þrít- ugu,“ sagði Prístavkín. Talið er að í rússneskum fang- elsum séu milli 500 og 700 fang- ar sem hlotið hafa dauðadóm. Búast við bellibrögðum Biblía líffærafræð- innar byggð á fórn- arlömbum nasista? Vínarborg. Reuter. Tadjíkístan Segja gísl líflátinn Dushanbe. Reuter. UPPREISNARMENN í Tadjíkíst- an, sem halda rúmum tug vest- rænna og rússneskra manna í gísl- ingu, eru sagðir hafa drepið einn þriggja eftirlitsfulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sem þeir hafa í haldi við Obígarm, 80 km austur af Dúshanabe. Fréttamenn Ítar-Tass og Inter- fax sendu fréttir um aftökuna en þeir eru sjálfir í hópi gíslanna. Fulltrúar SÞ í Dúshanbe neituðu að tjá sig um fréttirnar og vest- rænir stjórnarerindrekar sögðu fyllstu ástæðu til að taka henni með miklum fyrirvara. Hvorugur fréttamannanna nefndi fulltrúann líflátna á nafn en tveir SÞ-mannanna eru frá Sviss og sá þriðji frá Úkraínu. Hermt er að aftakan hafi átt sér stað þar sem ekkert hafí orðið af fyrirhuguðum skiptum á gíslum og fangelsuðum félögum uppreisn- armannanna. SÍÐUSTU lagalegu hindrunum fyrir valdatöku stjórnarandstæð- inga í Belgrad var rutt úr vegi í gær er kjörnefnd staðfesti stjórnarumboð borgarfulltrúa kosningabandalagsins Zajedno. Slobodan Milosevic forseti kann að hafa rétt andstæðingum sínuni eitraðan kaleik því þeir geta litlu áorkað án aðstoðar ríkisvaldsins, sem er í höndum sósíalista. Ráða borgarstjórnirnar t.a.m. yfir vatns- veitu, holræsakerfi og sorphirðu en lögregla borganna og rafveitur eru á forræði ríkisins. „Stjórn Mi- losevics beitir ugglaust öllum til- tækuin brögðum og efnahagsleg- um þvingunum til að koma okkur i bobba og hamra síðan á að okkur hafi mistekist," sagði Vuk Draskovic, einn leiðtoga Zajedno. Ekkert lát er á mótinælum gegn stjórn Milosevics á göturn úti og var myndin tekin í Belgrad í gær. RANNSOKN hófst í gær á því hvort biblía 'iíffærafræðinnar, Pernkopf Atlas, sé að hluta til unnin út frá líffærum og líkams- hlutum fórnarlamba nasista. Sömuleiðis hófst athugun á því hvort líkamshluta andstæðinga stjórnar Adolfs Hitlers væri að finna í þeim þúsundum sýn- iskrukka sem er að finna í geymsl- um Vínarháskóla. „Bæði sem mannleg vera og sem fulltrúi Vínarháskóla skamm- ast ég mín fyrir þátt skólans í viðbjóðsverkum nasista," sagði Alfred Ebenbauer rektor í gær. Pernkopf Atlas kom fyrst út 1937 og hefur verið endurprent- aður 415 sinnum. Á mörgum teikninganna er að finna haka- kross eða önnur nasistatákn við hlið höfundarnafns. Bókin er not- uð við kennslu í læknisfræði um heim allan. Hún dregur nafn af höfundinum, Eduard Pernkopf, sem var stækur nasisti. Hann varð forseti læknadeildar Vínarháskóla 1938, rektor skólans 1943-45 og félagi í Vísindaakademíu Austur- ríkis til dauðadags 1955. Við inn- töku í akademíuna flutti hann ræðu í einkennisskrúða nasista. Samkvæmt upplýsingum í skjalasafni um austurrísku and- spyrnuhreyfinguna var líkum póli- tískra andstæðinga Hitlersstjórn- arinnar pakkað tveimur í senn nið- ur í tinkistur sem fluttar voru rak- leitt til líffræðideildar Vínar- háskóla. Bernd Matouschek, blaðafull- trúi Vínarháskóla, sagði lík dæmdra glæpamanna hafa verið notuð við líffærarannsóknir. „Skólinn fékk lík frá héraðsdómi. Frá 1942 var enginn skortur á þeim.“ Hann sagði að líklega hefðu flest fórnarlambanna verið liðs- menn andspyrnuhreyfinga en ekki komið úr röðum gyðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.