Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ' FRÉTTIR Deila þrotabús útgerðarfélags og Islandsbanka um veiðikvóta Hæstiréttur hafnar kröfu bankans um bætur HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær þrotabú Útgerðarfélagsins Auðuns í Vestmannaeyjum og þijá stjómar- menn í félaginu af kröfu íslands- banka um að greiða bankanum 9,5 milljónir kr. Bankinn taldi að forsvarsmönn- um útgerðarfélagsins hefði verið óheimilt að ráðstafa hluta þess afla- marks sem skipi fyrirtækisins, Drangavík VE-555, var úthlutað fyrir fiskveiðiárið 1994/1995 á meðan þeir leituðu til dómstóla til að fá nauðungarsölu á skipinu hrundið. Héraðsdómi hnekkt Héraðsdómur Suðurlands hafði dæmt þrotabú útgerðarfélagsins til að greiða bankanum þær 9,5 m.kr. sem krafist var en í gær féllst Hæstiréttur á kröfu Brynjars Níels- sonar, lögmanns þrotabúsins, og stjórnarmannanna, sneri við dómi héraðsdóms og sýknaði þrotabúið af kröfunni sem Jón G. Briem hrl. gerði fyrir hönd íslandsbanka. Bankinn keypti Drangavík á nauðungaruppboði sem fór fram 28. júlí 1994 en fékk skipið afhent 22. nóvember sama ár eftir að Hæsti- réttur hafði að kröfu útgerðarfé- lagsins fjallað um lögmæti nauð- ungarsölunnar og kveðið upp þann dóm að hún skyldi standa. Meðan sá ágreiningur var til úr- lausnar fyrir dómstólum hafði Auð- unn gert skipið út eins og áður og höfðu aflaheimildir fiskveiðiársins verið skertar vegna veiða skipsins og framsals aflamarks. Aflahlut- deild skipsins, varanlegur kvóti þess, hafði hins vegar ekki skerst. Áður en niðurstaða Hæstaréttar árið 1994 um gildi nauðungarsöl- unnar lá fyrir hafði sýslumaður í Eyjum hafnað lögbannskröfu bank- ans við því að útgerð skipsins yrði haldið áfram og sjávarútvegsráðu- neyti hafði staðfest synjun Fiski- stofu við þeirri kröfu bankans að tilflutningur aflamarks frá skipinu yrði ekki staðfestur. Til þess er vísað í dómi Hæsta- réttar frá í gær og sagt að Fiski- stofa hafi léð atbeina sinn til þess að aflamark yrði flutt af og til Drangavíkur svo sem lög um stjórn fiskveiða bjóða meðan mál um ágreining aðilanna hafi verið rekið fyrir dómstólum og ráðuneytið hafi lagt blessun sína yfir þær aðgerðir. Hæstiréttur miðar við það að umráð skipsins hafí ekki flust yfir til bank- ans fyrr en með afhendingu skips- ins þann 22. nóvember 1994. Rýrðu ekki aflahlutdeild „Telja verður að stjómendur Auðuns hafi mátt gera allar þær ráðstafanir sem eðlilegar máttu telj- ast um útgerð skipsins, meðan þeir höfðu umráð þess. Ráðstafanir þeirra rýrðu ekki aflahlutdeild skipsins til framtíðar. Rétt stjórn- völd hafa metið ráðstafanir þeirra varðandi aflamark skipsins eðlileg- ar og hefur það mat ekki verið hrak- ið,“ segir í dóminum. Hins vegar er fallist á það með Héraðsdómi að aflahlutdeild Drangavíkur hafi átt að fylgja skipinu við nauðungarsöl- una enda hafi ekki verið gerð á því önnur skipan. Takmörkuð réttindi til verðmæta 1 dóminum fjallar Hæstiréttur einnig um það ákvæði í 1. grein laganna um stjórn fiskveiða að nytjastofnar hafsins séu sameign íslensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimildum. „Úthlutunin hefur engu að síður skapað verðmæti í hendi þess sem hennar hefur notið. Réttindi til þeirra verðmæta eru hins vegar takmörkuð af ákvæðum þessara laga og aðgerðum stjórnvalda sem teknar eru samkvæmt þeim. Af öðrum sviðum réttarins verða ekki dregnar beinar ályktanir um þessi réttindi svo sérstök sem þau eru,“ segir í dómi Hæstaréttar, sem dóm- ararnir Haraldur Henrysson, Guð- rún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfa- son, Hrafn Bragason óg Pétur Kr. Hafstein kváðu upp. Stofnun Yilhjálms Stefánssonar Frumvarp senn lagt fram GUÐMUNDUR Bjamason umhverfisráðherra mun í dag kynna á málþingi á Akureyri fmmvarp um stofnun Vil- hjálms Stefánssonar, sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum. Guðmundur segir að búið sé að fjalla um frumvarpið í ríkisstjórn og í stjómarflokk- unum. „Stofnuninni er ætlað að fjalla um nyrstu svæði heimsins þar sem eru ýmis viðfangsefni er tengjast bæði náttúmnni og félagslegum þáttum. Þetta eru viðkvæm svæði bæði hvað byggð varðar og lífríkið. Jafnframt á stofn- unin að vera samstarfsaðili fjölmargra annarra stofnana er vinna að þessum verkefnum í nágrannalöndunum." Guðmundur vonast til að fmmvarpið fái skjóta og já- kvæða umíjöllun í þinginu og að stofnun sem kennd verði við þennan merka landkönnuð taki til starfa á Akureyri síðar á þessu ári eða í kringum næstu áramót. Morgunblaðið/Kristján UNNIÐ var að bráðabirgðaviðgerð á slippkantinum í gærkvöldi. Sigtryggur Benediktsson iyá Siglingamálastofnun, sem stjórnaði viðgerðinni, stendur við sprunginn bryggjupolla. Slippkanturinn á Akureyri féll niður á nokkurra tuga metra kafla Mikið tjón er grófst undan bryggju Hannes leiðir í Færeyjum HANNES Hlífar Stefánsson er f 1.-4. sæti í norrænu VISA-bikarkeppninni í skák, sem nú fer fram í Færeyjum, eftir sigur á Dananum Curt Hansen f 5. umferð í gær. Hannes er með 4 vinninga ásamt Svidler frá Rússlandi, Sokolov frá Bosníu og Ákeson frá Svíþjóð. Þröstur Þórhalls- son hefur 3 vinninga. Áskell Örn Kárason 2,5 og Helgi Áss Grétarsson og Sævar Bjarna- son 2 vinninga. Þá vann Jóhann Hjartarson helgarskákmót á Bermúda um síðustu helgi. Jóhann fékk 5 vinninga af 5 mögulegum og hækkar verulega á skák- stigalistanum við það. TALIÐ er að tjón sem varð þegar slippkanturinn í höfninni á Ákur- eyri féll niður á nokkurra tuga metra kafla í gærmorgun nemi tug- um milljóna króna. Líklegt er að fylling hafi grafist undan stálþili og fylling innan þess farið út fyrir þilið með þeim afleið- ingum að steypt þekja bryggjunnar féll niður. Ekki er vitað hvað olli þessu. Slippkanturinn er á annað hundr- að metra langur. Gunnar Arason, yfirhafnarvörður á Akureyri, segir að stærsti hluti bryggjunnar sé enn nothæfur. „Þetta er mjög mikið tjón og ég myndi ekki telja það í einni eða tveimur milljónum króna. Ég myndi frekar halda að tjónið næmi tugum milljóna króna án þess að nokkuð sé vitað um það ennþá. Málið hefur snúist um það í dag að veija bryggj- una frekari skemmdum. Við höfum keyrt út efni og sturtað því með- fram þilinu utanverðu og við höld- um því áfram fram að miðnætti,“ sagði Gunnar í gærkvöldi. Kjarasamningar við SR-mjöl undirritaðir Aukagreiðslur fyr- ir vaktir koma fyrr VINNUVEITENDASAMBANDIÐ og stéttarfélögin sem semja fyrir hönd starfsmanna SR-mjöls hf. undirrituðu nýjan kjarasamning í fyrrinótt. Samningurinn byggist á samningi, sem undirritaður var á Eskifirði 2. febrúar sl., en með þeirri viðbót að álag fyrir vaktir kemur fyrr og starfsmenn fá borgað auka- lega fyrir hálftíma á hverri vakt. í Eskifjarðarsamningnum var samið um að starfsmenn fengju 1.660 kr. fyrir hveija 12 tíma vakt eftir að hafa staðið 70 vaktir. í samningum SR-mjöls kemur álagið inn eftir 60 vaktir í verksmiðjunum á Siglufirði, Seyðisfirði og Raufar- höfn og eftir 50 vaktir á Reyðar- firði. Signý Jóhannesdóttir, formað- ur verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- fírði, sagði að ástæðan væri sú að verksmiðjan á Reyðarfírði færi oft- ast síðar í gang en hinar verksmiðj- urnar og bræddi yfírleitt minna en þær. Eskifjarðarsamningurinn gerir ráð fyrir að starfsmenn fái aukalega hálftíma á dag greiddan í yfirvinnu til að setja nýja vakthópa inn í stöðu mála í verksmiðjunni, en samningur SR-mjöls gerir ráð fyrir að starfs- menn fái að auki hálftíma í yfir- vinnu vegna takmörkunar á neyslu- hléum. Samningurinn gerir ráð fyrir að vinnutíminn verði styttur úr 72 tím- um á viku í 60. Signý sagðist gera ráð fyrir að í verksmiðjunum á Siglu- fírði og Seyðisfírði yrði unnið sam- kvæmt 5 vakta kerfí, en að á Reyðarfírði og Raufarhöfn yrði áfram unnið á 6 vöktum. Það yrði þó skoðað betur með starfsmönnum. Frávik markast af aðstæðum Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að þessi samningur væri svipaður og Eskifjarðarsamningurinn. „Við get- um ekki verið að gera mjög frá- brugðna samninga eftir fjörðum í nákvæmlega sams konar starfsemi. Það eru þó frávik í nokkrum atrið- um og þau markast af því að þarna er verið að semja við eitt fyrirtæki sem rekur fjórar verksmiðjur, en í hinum samningnum var verið að semja við fjögur fyrirtæki. Fyrir- tækið er í aðstöðu til að deila hrá- efni á milli verksmiðja,“ sagði Hannes. Bónusmál rædd áfram eftir helgi SAMNINGANEFNDIR Verka- mannasambandsins og vinnuveit- enda luku ekki umræðum um breyt- ingar á bónusgreiðslum í físk- vinnsluhúsum í gær. Samninga- menn skiptust á útreikningum og ætla að ræða áfram saman á mánu- dag. í dag kynnir ASÍ sameiginleg- ar kröfur sem beinast bæði að vinnuveitendum og stjórnvöldum. Björn Grétar Sveinsson, formaður verkamannasambandsins, sagði að menn væru að skoða þær hugmynd- ir sem lægju á borðinu um breyting- ar á kaupaukakerfi í fiskvinnsluhús- um frá öllum hliðum. Þessari vinnu miðaði í rétta átt. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að báðir aðilar væru að skoða í sínum hópi útfærslur á kaupaukakerífínu. Hann sagði að hugmyndir VMSÍ, sem lagð- ar voru fram á fundi á miðvikudag, kæmu nokkuð misjafnt við einstök fískvinnsluhús. Það væri álitamál hvort það væri æskilegt eða gerlegt að færa hluta af bónusgreiðslum inn í kauptaxta með einni ákvörðun vegna þess hvað aðstæður væru mismunandi milli vinnustaða. Hann sagði að viðræður færu fram í vin- samlegu andrúmslofti þessa dagana. > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.