Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gijótskriða úr Pétursey Mikil hreinsunar- vinna framundan Fagradal. Morgunblaðið. Stöð 2 með hálfellefu- fréttir ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin um það að fréttastofa Stöðvar 2 verði með útsendingu seinni sjónvarps- frétta kl. 22.30 á hveiju kvöldi nema um helgar. Að sögn Sigmundar Ernis Rún- arsson aðstoðarfréttastjóra koma þessar breytingar til framkvæmda á allra næstu vikum og verður um fullunninn fréttatíma að ræða. MIKIL vinna er framundan næsta vor og sumar við að græða upp skemmdirnar sem grjótskriða úr klettabelti ofarlega í fjallinu Pét- ursey í Mýrdal olli á miðvikudag. Grjótskriðán reif upp gras- brekkuna á 30-40 metra breiðum kafla. Mannhæðarhá björg námu stað- ar aðeins 50 metra frá íbúðarhús- inu í Eystri-Pétursey. Sigurjón Eyjólfsson bóndi segir að ef brekkurnar hefðu verið gadd- freðnar hefði grjóthrunið að öll- um líkindum náð lengra og hefði íbúðarhúsið þá verið í hættu. Málefni Hanes-hjónanna rædd á Alþingi Ráðherra gagn- rýndur fyrir málsmeðferðina Hagsmuna barnsins gætt, segir dómsmála- ráðherra HART var deilt á Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra við utandag- skrárumræður vegna meðferðar hans á málefnum Hanes-hjónanna en hann réttlætti gerðir sínar með vísan til Haag-sáttmálans. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalags, sagði að ef sam- svarandi mál hefði komið upp í nágrannalöndum okkar hefði ráð- herra þurft að segja af sér tafar- laust. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Alþýðuflokks, sagði máls- meðferðina íslenskum stjórnvöld- um til háborinnar skammar og taldi að hún hefði hvergi verið látin líðast þar sem lýðræði væri í hávegum haft. Svipt réttarvernd Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Alþýðubandalags, sem var málshefjandi, gagnrýndi að hjón- unum hefði ekki verið leyft að hitta stúlkuna eftir að hún var tekin frá þeim og þar til hún var send út með móður sinni. Hún sagði einn- ig að hjónin hafi verið svipt réttar- vernd vegna óðagots dómsmála- ráðuneytis við að senda stúlkuna til Bandaríkjanna. Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- maður Kvennalista, taldi að að- gerðir dómsmálaráðherra eigi sér lagalega stoð í alþjóðasamningi, en mannréttindi hafi engu að síður sennilega verið brotin. Hagsmuna barnsins gætt Þorsteinn Pálsson benti á að allir málsaðilar hafi verið banda- rískir og að í málinu lægju fyrir skýrir dómar um réttarstöðuna. „Engar lagalegar forsendur eru fyrir íslensk stjórnvöld eða dóm- stóla að taka málið til efnislegrar úrlausnar. Það má einnig benda á að samkvæmt íslenskum lögum geta Haftes-hjónin ekki fengið for- sjá barnsins. Samkvæmt Haag- sáttmálanum skulu stjórnvöld tryggja að börnum verði skilað sem fyrst og einkum skuli þau gera allt sem við á til að koma í veg fyrir að barnið bíði frekari skaða af málinu.“ Þorsteinn sagði að niðurstaða Hæstaréttar yrði til hliðsjónar ef sams konar mál kæmi upp. „Við sáum hvergi í meðferð málsins að við værum að ganga gegn skrifuð- um og samþykktum lagabókstaf og allt okkar starf miðaði að því að gæta hagsmuna barnsins." \ i í \ Sáttatillaga um lagningu Borgarfjarðarbrautar Hreppsnefnd vill umhverfismat HREPPSNEFND Reykholtsdals- hrepps hefur sámþykkt að beina því til Vegagerðarinnar að hún leggi sáttatillögu um lagningu Borgar- fjarðarbrautar, svokallaða leið 3, frá Flókadalsá að Kleppjámsreykj- um í mat á umhverfisáhrifum. Að sögn Jóns Rögnvaldssonar aðstoðarvegamálastjóra liggur leið 3 nálægt núverandi vegarstæði á svokallaðri efri leið. Talið er að kostnaður við þessa leið verði um 30 milljónum króna meiri en kostn- aður við gerð svokallaðrar neðri leiðar sem skipt hefði landi Stóra- Kropps í tvennt. í kjölfar mikilla deilna í fyrra um fyrirhugaða endurbyggingu Borgarfjarðarbrautar í Reyk- holtsdal fól Halldór Blöndal sam- gönguráðherra vegamálastjóra í júní síðastliðnum að endurmeta vegstæði Borgarfjarðarbrautar milli Kleppjárnsreykja og Varma- lækjar og gera sérstaka athugun á svokallaðri efri leið nálægt nú- verandi vegstæði. Hefur lítið gildi ef ekki er samkomulag Vegagerðin fól Hönnun hf. að skoða og endurmeta gögn um end- urbyggingu Borgarfjarðarbrautar, og að sögn Jóns Rögnvaldssonar var kannað hvort hægt væri að finna leið sem hugsanlega gæti orð- ið til málamiðlunar. Hefur sú leið sem fannst og kölluð hefur verið leið 3 undanfarið verið til umsagnar hjá hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps, en Vegagerðin kynnti hana fyrir heimamönnum 21. janúar síð- astliðinn. „Þessi hugmynd var kynnt fyrir hreppsnefridinni með það fyrir aug- um að kanna hvort það gæti orðið sátt eða samkomulag um hana, en hún hefur kannski ekki mikið gildi ef það er ekkert samkomulag um hana,“ sagði Jón Rögnvaldsson í samtali við Morgunblaðið. Vonast eftir fram- kvæmdum á þessu ári Gunnar Bjarnason á Hurðarbaki, oddviti Reykholtsdalshrepps, segir að veglínan samkvæmt sáttatillög- unni þjóni mjög vel þeirri byggð sem að henni liggi, bæði hvað varðar tengingu við Flókadal og eins þeirri landbúnaðaruppbyggingu sem sé neðan veglínunnar. Sagði hann að sáttatillagan hefði verið samþykkt með meirihluta atkvæða í hrepps- nefndinni. „Ég vona að þetta gangi nokkuð greiðlega fyrir sig og að þetta verði boðið út á þessu ári og framkvæmd- ir verði hafnar. Þá er þessu máli í raun og veru lokið og það er ekki nokkur vafi á því að menn verða ánægðir þegar vegurinn verður kominn. Þetta er greið leið og ein- hver besta lausnin sem getur orðið á þessu svæði,“ sagði Gunnar. Neðri leiðin besti kosturinn Sigurður Bjarnason í Nesi, sem sæti á í hreppsnefnd Reykholtsdals- hrepps, segist sem áður vera fylgj- andi því að neðri leiðin svokallaða verði farin. Raunar komi það fram í skýrslu Vegagerðarinnar að hún vilji kanna hvort sátt náist um leið 3 en telji eftir sem áður neðri leið- ina vera besta kostinn, og staðfesti það þau rök sem Sigurður og fleiri hafi haldið fram í málinu um að neðri leiðin sé besti kosturinn. „Sveitungarnir eiga eftir að fá að fjalla um þetta og þessi sam- þykkt í hreppsnefndinni er í raun og veru bara upphaf ferilsins. Sam- kvæmt reglugerðinni á að halda um þetta borgarafund og svo gefst fólki tækifæri til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri í umhverfismat- inu. Þarna munar 30 milljónum króna í kostnaði og það eru búnir að skoða þetta óvilhallir aðilar og gera skýrslur um þetta og þeir kom- ast allir að sömu niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Allir eiga að geta vel við unað Jón Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi, segist fagna þvi sérstaklega að hreppsnefnd skuli hafa samþykkt I sáttatillögu Vegagerðarinnar og þar með verði nú endanlega hafíst handa um samgöngubætur í Borgarfírði. Hann telur að allir eigi að geta vel við þessa sáttaleið unað, og sjálfur hafí hann tilkynnt Vegagerðinni og samgönguráðherra að hann muni láta land endurgjaldslaust undir veg- inn, en þar gæti orðið um fjóra hekt- | ara að ræða. „Ég lýsi ánægju minni með störf P Vegagerðarinnar og Hönnunar hf. 1 í þessu máli og að þeir skyldu leggja svona mikla vinnu í að fínna þessa leið. Hún uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til stofnbrauta að því er varðar umferðaröryggi og greiðar samgöngur. Þessi leið hefur enga tæknilega örðugleika og er fyllilega sambærileg við þann val- kost sem Vegagerðin hefur þegar | lagt fram. Síðan er ég sérstaklega ánægður fyrir hönd vina minna í | Flókadalnum sem í framtíðinni fá 1 þarna góðar og greiðar samgöng- ur,“ sagði Jón. JS4J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.