Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ h FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell FRÁ málþingi Norrænna samtaka um málefni fatlaðra á Grand Hótel í Reykjavík. Ásta B. Þorsteinsdóttir er fremst á myndinni. Málþing Norrænna samtaka um málefni fatlaðra Áhrif fötlunar á flölskyldulífið Á MÁLÞINGI Norrænna samtaka um málefni fatlaðra, NFPU og NSR, sem haldið er í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp á Grand Hótel í Reykjavík, er rætt um stöðu fjölskyldna fatlaðra og stöðu hagsmunasamtaka í samfé- laginu. Málþingið hófst á miðviku- dagskvöld og því lýkur síðdegis í dag. Um 150 manns sitja málþingið og eru fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum, fagfólk jafnt sem foreldrar. í ávarpi sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri flutti við setningu þingsins varpaði hún fram þeirri spurningu hvort umönnun og ábyrgð á fötl- uðum væru kvennamál. Þeirri umræðu var fram haldið í gær en þá var yfirskrift málþingsins Staða fjölskyldna fatlaðra í samfélaginu. Ábyrgð mæðra á umönnun fatlaðra barna Að sögn Ástu B. Þorsteinsdóttur, sem er varaformaður NFPU, Nor- rænna hagsmunasamtaka fatlaðra, var sérstaklega fjallað um ábyrgð mæðra á umönnun fatlaðra barna sinna og hvort þær ættu sömu möguleika til menntunar og starfs- frama og konur almennt eiga. Meðal þeirra spurninga sem velt var upp var hvort jafnréttisbarátta undanfarinna áratuga hefði einnig náð til þessara kvenna. Ásta segir þessi mál lítið hafa verið rædd opinberlega hér á landi fram að þessu en Landssamtökin Þroskahjálp hafi átt frumkvæði að því að hrint var af stað rann- sókn á högum fjölskyldna fatlaðra og áhrifum fötlunar á fjölskyldu- lífið. Rannsóknina gerði Rannveig Traustadóttir, lektor við Háskóla Islands, og kynnti hún helstu nið- urstöðurnar á þinginu í gær. Umræðuefni dagsins í dag er samstarf hagsmunasamtaka og frjálsra félagasamtaka við sljórn- völd. Meðal þess sem þar verður sérstaklega tekið fyrir er hvernig yfirtaka sveitarfélaganna á mál- efnum fatlaðra á öðrum Norður- löndum hafi gengið. Ásta segir sérstaka ástæðu til að gefa því gaum, þar sem nú styttist óðum í að sveitarfélögin yfirtaki þann málaflokk hér á landi. Athafnasvæði í Geldinganesi Sex önnur svæði koma til greina í SKÝRSLU sem unnin er af Afl- vaka Reykjavíkur hf. er bent á sex svæði sem komi til greina fyrir iðnað- og athafnaiíf í borginni, að sögn Gunnars Jóhanns Birgisson- ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks í skipulagsnefnd. Segir hann að skoða þurfi á ný tillögu í endur- skoðuðu Aðalskipulajgi 1996-2016 um að athafnasvæði verði í Geld- inganesi. Svæðin sex eru austan við Rauðavatn, Klettssvæðið við Sundahöfn, fyrirhugað nýbygging- arsvæði i gömlu höfninni, við Reynisvatn og á Álfsnesi, sem er í eigu Reykjavíkur en utan lögsögu borgarinnar. „Þessi svæði voru öðrum fremur valin úr en auðvitað mætti velja fleiri," sagði Gunnar Jóhann. Benti hann á að enginn munur væri á svæðunum, þau hefðu öll verið metin á sömu forsendum, þ.e. með tilliti til orkuöflunar, raforku, gufuorku, heitu og köldu vatni, samgöngum, frárennsli og um- hverfismálum. Vistvænn iðnaður? „Það eina sem Geldinganes hafði fram yfir svæðin, sem standa upp i landi er nálægð við hafnarsvæði," sagði hann. „Spurningin er hvernig iðnaður á að vera í Geldinganesi og hvaða iðnaður þarf að vera á hafnarbakkanum. Það efast enginn um að nánast einu fyrirtækin, sem þurfa slíka þjónustu eru stóriðjuver eða fýrirtæki í þungaiðnaði. Eg er viss um að enginn vill hafa slík atvinnufyrirtæki á þessu svæði. Þess vegna finnst mér að skoða þurfi skipulagið upp á nýtt. Ef við erum að tala um venjuleg iðnfyrir- tæki sem þurfa að liggja vel við samgöngum er hægt að skoða svæði sem liggja fjær höfninni. Menn eru að tala um vistvænan iðnað en hvað er það? Ég held að enginn viti hvað það er.“ Nýir möguleikar Gunnar Jóhann sagði að ef farið yrði í samstarf við Hafnfirðinga eins og talað væri um myndu opn- ast nýir möguleikar, þegar borin væri saman uppbygging á iðnaðar- hverfi Straumsvík á móti uppbygg- ingu í Geldinganesi. Benti hann á að fyrirtæki væru hætt að greiða aðstöðugjöld til sveitarfélaganna og tekjurstofninn þvi ekki mikill. „Ef sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu geta komið sér saman um samvinnu um hafnargjöld, sem eru helsta tekjulindin, skiptir nán- ast engu máli hvar fyrirtækið er,“ sagði hann. „Þetta yrði liður í því | að líta á allt höfuðborgarsvæðið «| sem eitt atvinnusvæði." Eðlilega staðið að orkuverðlagningu Patreksfjörður Þorrablótið verð ur á Tálknafirði KVENFELAG Patreksfjarðar heldur þorrablót í íþróttahúsi Tálknafjarðar um næstu helgi. Til stóð að halda blótið að venju í upphafi þorra en vegna deilna um yfirráð yfír Félagsheimilinu á Pat- reksfirði var því frestað. „Það er ekki seinna vænna,“ sagði Rósa Bachmann, formaður félagsins. „Það er ekki hægt að draga þetta mikið lengur. Þetta er hefðbundið þorrablót með HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm undirréttar í máli Magnúsar Hreggviðssonar og Frjáls framtaks hf. gegn ríkinu. Héraðsdómur hafði sýknað ríkið af kröfum Magnúsar og Frjáls framtaks um að úrskurður yfírskattanefndar, þar sem Magn- úsi voru færðar til tekna úttektir hjá Fijálsu framtaki rekstrarárin 1985 til og með 1988, yrði ógiltur. Úrskurður yfirskattanefndar þar sem Magnúsi er synjað að taka til- lit til aukningar á hlutaíjáreign í Fijálsu framtaki og skulda vegna þeirrar aukningar var einnig stað- festur í Héraðsdómi og Hæstarétti. Úrskurður yfirskattanefndar vegna Fijáls framtaks er varðaði sömu efnisatriði var einnig staðfestur í Héraðsdómi og í Hæstarétti í gær. Ekki rekstrarkostnaður Niðurstaða yfirskattanefndar var m.a. sú að Magnús hefði látið gjald- færa hjá Fijálsu framtaki ýmsan kostnað sem ekki gæti talist rekstr- arkostnaður, sem draga mætti frá tekjum félagsins áður en skattur þorramat og aldurstakmark er 16 ára.“ Rósa sagði að boðið yrði upp á skemmtiatriði en síðan tæki við almennur dansleikur og þá væri ekki vínsala í húsinu. Áðspurð hvort gestir kæmu sjálfir með sín- ar veigar, sagði hún að það væri misjafnt hvað fólk gerði með það. Þessi skemmtun yrði eins og al- mennir dansleikir víða um land þar sem ekki væri selt vín. yrði á það lagður. Var talið að þarna væri um skattskyldar tekjur að ræða hjá Magnúsi sem meðhöndlað- ar voru sem arðgreiðslur félagsins til hans. Áfrýjendur töldu að með þessu væri verið að tvískatta þetta fé þar sem það væri skattlagt sem tekjur hjá báðum áfrýjendum. Töldu þeir að um lán væri að ræða frá félag- inu til Magnúsar sem hefði verið fært sem skuld hans við félagið á viðskiptareikningi. í dómi Hæstaréttar segir að ÞORSTEINN Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, vísar algerlega á bug ummælum Einars K. Guðfinnssonar alþingismanns um að orkuverð Landsvirkjunar sé 50% hærra en það þyrfti að vera. „Rafmagnsverð Landsvirkjunar er með því lægsta sem gerist hjá sambærilegum fyrirtækjum í Evr- ópu. Þetta kemur m.a. fram í áliti nefndar á vegum iðnaðarráðu- neytisins um skipulag orkumála, sem var undir forsæti Þórðar Frið- jónssonar, forstöðumanns Þjóð- hagsstofnunar," sagði Þorsteinn. Einar K. Guðfinnsson benti á það engin gögn liggi fyrir í málinu um það að félagið hafi lánað Magnúsi fé, heldur hafi það greitt ýmsan kostnað fyrir hann sem ekki væri heimilt að draga frá tekjum af at- vinnurekstri. Fjárhæðin sem hér um ræðir var samkvæmt úrskurði yfirskattanefndar 21,8 milljónir króna. Til vara héldu áfrýjendur því fram að líta bæri á úttektirnar sem laun til Magnúsar sem séu frádrátt- arbær rekstrargjöld hjá Fijálsu framtaki. í dómi Hæstaréttar segir í þingræðu að orkuverð Landsvirkj- unar væri 50% hærra en langtíma- jaðarkostnaður nýrra virkjana. Þor- steinn sagði að fylgt hefði verið ábyrgri stefnu í verðlagningu ork- unnar þar sem tekið væri mið af eðlilegum kostnaði við uppbygg- ingu og rekstur raforkukerfisins. Verðið væri ákveðið af stjóm fyrir- tækisins að fenginni umsögn Þjóð- hagsstofnunar. Það væri því staðið eðlilega að verðlagningu orkunnar. Hann benti á að raforkuverð á ís- landi hefði lækkað á undanförnum ámm og nú væri búið að marka þá stefnu að lækka það ennfrekar á næstu árum. að laun Magnúsar þau fjögur ár sem um sé að ræða séu samkvæmt skattframtali 11.381.600 krónurog útgjöld sem hann gjaldfærði hjá félaginu á sama tíma séu miklum mun meiri. Hefði hann mátt vita að þetta gat ekki talist eðlilegur rekstrarkostnaður hjá félaginu. Greiðslur hlutafjár ekki í samræmi við lög í dómi Hæstaréttar er bent á að hlutafé Fijáls framtaks var aukið um 46.376.000 kr. á árunum 1985, 1987 og 1988. Hlutaféð hafi að mestu verið greitt með þremur skuldabréfum sem útgefin voru af Magnúsi. Bréfin voru til 6, 17 og 14 ára og voru vaxtalaus, óverð- tryggð og án veðs eða ábyrgðar. í dómi Hæstaréttar segir að þessi greiðsluháttur sé ekki í samræmi við hlutafélagalög. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Haraldur Henrysson, Arnljót- ur Björnsson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjöitur Torfason og Hrafn Braga- son. Hjörtur skilaði sératkvæði. Listasafn íslands Ólafur Kvaran skipaður for- stöðumaður @ ÓLAFUR Kvaran hefur verið skip- % aður forstöðumaður Listasafns Is- lands af menntamálaráðherra að fenginni umsögn safnráðs Lista- safnsins. Ólafur er skipaður um fimm ára skeið frá 1. mars 1997 að telja. í sam- tali við Morgun- '(jj§ blaðið sagði g Ólafur að starfið legðist ákaflega ™ vel í sig. „Safnið hefur verið rekið með svo miklum ágætum undanfarin ár og það er ekki síst sú staðreynd sem er svo mikil ögrun, það er spennandi að reyna að gera þetta góða safn að enn betra safni." Ólafur sagði að sjálfsagt yrðu l! einhveijar breytingar á safninu ^ þegar nýr maður tæki þar við stjórn. m „En meginhlutverk safnsins verður ^ ræktað áfram, það er að segja að sýna íslenska myndlist á 20. öld og sýna hana í alþjóðlegu samhengi." Ólafur er doktor í listasögu frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð og hefur frá árinu 1991 verið deildar- stjóri skrifstofu norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn. ^ Þar hefur hann einkum haft með höndum umsjón með norrænu lista- samstarfi. Ólafur var forstöðumað- ^ ur Listasafns Einars Jónssonar árin 1980 til 1991 og listráðunautur Norræna hússins árin 1985 til 1991. Níu umsóknir bárust um starf forstöðumanns en umsækjendur voru, auk Ólafs, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, myndlistarmaður, og listfræðingarnir Halldór Björn Run- ólfsson, Hrafnhildur Schram, Þor- £ geir Ólafsson, Aðalsteinn Ingólfs- son, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Guð- ^ rún Helga Jónsdóttir og Sigríður V Gunnarsdóttir. Hæstiréttur í máli Magnúsar Hreggviðssonar gegn ríkinu Úrskurðir yfirskatta- nefndar standi W &9 V9Vr' www www

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.