Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hverfisskólar taki við safnskólakerfi sunnan Glerár á Akureyri Skiptar skoðanir um ágæti ólíkra skólag’erða Morgunblaðið/Margrét Þóra JÓN INGI Cæsarsson starfandi formaður skólanefndar Akureyrar og Ingólfur Armannsson skólafulltrúi bera saman bækur sínar. KENNARAR og starfsfólk Gagnfræðaskólans á Akureyri hlýða á umræður um breytta skólaskipan grunnskólanna sunnan Glerár. SKOÐANIR eru skiptar um ágæti tillögu skólanefndar Akureyrar í þá veru að skipan skólamála sunn- an Glerár verði breytt, þrír hverfis- skólar taki við af núverandi kerfi, safnskólakerfinu. í því felst að nemendur í 8.-10. bekk úr þremur skólum, Barnaskóla Akureyrar, Oddeyrarskóla og Lundarskóla hafa flust í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Nái tillagan fram að ganga munu tveir skólar, Barnaskólinn og Gagnfræðaskólinn sameinast í einn. Hafa ýmsir þeir er málið varðar deilt um hvort betra sé fyr- ir börnin að stunda nám í hverfis- skólum eða safnskólum og var einnig tekist á um kosti og galla mismunandi skólagerða á fjölsótt- um borgarafundi í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á miðvikudags- kvöld. Jón Ingi Cæsarsson starfandi formaður skólanefndar fór yfir stöðu skólamála og kom m.a. fram í máli hans að hin formlega skóla- skipan á Akureyri væri safnskólar. Glerárskóli átti að verða safnskóli fyrir hverfið norðan ár en foreldrar og starfsfólk Síðuskóla reis öndvert gegn þeirri stefnu. Hverfisskólafyr- irkomulagið norðan ár væri því afleiðing vilja íbúanna sem gengu á sínum tíma gegn stefnu bæjarins í skólamálum. I kjölfar þess að sveitarfélög tóku við rekstri grunn- skóla á liðnu ári var ákveðið innan skólanefndar að marka stefnu í skólaskipulagi sunnan Glerár, en á síðustu árum hefur nefndin einbeitt sér að uppbyggingu skólahúsnæðis norðan ár og er fjármagn til fram- kvæmda við skóla handan hennar ekki á lausu fyrr en eftir aldamót. Gerði Jón Ingi grein fyrir þeirri vinnu sem fram fór áður en tillaga skólanefndar var lögð fram, en m.a. voru skipaðir starfshópar síð- astliðið haust við hvem hinna fjög- urra grunnskóla sunnan ár. í þeim áttu sæti skólastjóri, fulltrúi úr skólanefnd, fulltrúi starfsmanna og fulltrúar foreldra. Niðurstöðum hópanna var komið til samræming- arhóps sem ætlað var að samræma tillögur hópanna. Niðurstaða þriggja hópa, þeirra sem störfuðu í Oddeyrarskóla, Lundarskóla og Barnaskóla Akureyrar voru á þann veg að taka skyldi upp hverfis- skólafyrirkomulag, en innan Gagn- fræðaskólans er vilji til að halda í safnskólakerfið. 750 milljónir til að koma málum í viðunandi horf Formaður skólanefndar sagði ljóst að ágreiningur yrði um tillög- ur nefndarinnar, sama hver hefði orðið fyrir valinu. Krafa heimilanna væri hins vegar sú að börn geti sótt skóla sem næst heimili sínu og lokið þar sínu grunnskólanámi. Það væri skylda kjörinna fulltrúa að börnum skólabæjarins standi góð aðstaða til boða, en Ijarri lagi væri að hægt væri að vera hreyk- inn af þeirri mynd sem við blasti, 23% nemenda byggju ekki við að- stæður sem samrýmdust lögum um grunnskóla. Mikið starf væri því óunnið, en breyting á skólaskipan sunnan Glerár væri liður í mark- vissri uppbyggingu í skólamálum í bænum. Með samstilltu átaki allra er málið varðar myndi taka um 5-7 ár að snúa málum til betri vegar, en veija þyrfti um 750 milljónum króna til margvíslegra verkefna, þar af um 150 milljónum við skóla sunnan Glerár. Hvað sameiningu Barna- og Gagnfræðaskóla varðar er lagt til að hún gangi í gegn næsta haust. Ekki ætti að þurfa að koma til uppsagna og nýrra ráðninga nema hjá stjórnendum núverandi stofn- ana. Lagt er til að ráðinn verði einn skólastjóri og tveir aðstoðar- skólastjórar. Vantar 1.200 fermetra í nýju húsnæði Ingólfur Ármannsson skólafull- trúi fjallaði um nemendaspár og húsnæðismál í sinni framsögu. Kom fram að miðað við tillögu skólanefndar yrðu tveir skólanna, Lundarskóli og Brekkuskóli með tvær bekkjardeildir í árgangi, en hvor skóli yrði með um 500 nem- endur en í Oddeyrarskóla yrðu alls um 180 nemendur og ein bekkjar- deild í árgangi. Hvað húsnæðismálin varðar þarf um 1.200 fermetra af viðbótarrými við skólana auk breytinga á núver- andi húsnæði til að vel sé, en það INNROMMUN ú SERTILBOÐ Álrammar: 18x24 cm 300 kr. 20x25 cm 400 kr. 24x30 cm 650 kr. 30x40 cm 750 kr. 40x50 cm 980 kr. 50x70 cm 1.980 kr. r SERTILBOÐ Plaggöt: 40x60 cm 400 kr. 56x71 cm 500 kr. 60x90 cm 600 kr. k SERTILBOÐ Trérammar: 13x18 cm 300 kr. 18x24 cm 350 kr. k L 1 Innrammaðir speglará sértilboði RAMMA INNRÖMMUN MIÐSTOÐIN SIGTUNI 10 - SIMI 511 1616 15% afsláttur af öllum vörum og innrömmun T S A L A 6.-13 febrúar færi eftir stefnumótun bæjaryfir- valda hvar viðbótin kæmi. Verði tiliögur skólanefndar samþykktar þarf um 700 fermetra við Lundar- skóla og 420 við Oddeyrarskóla. Verði Gagnfræðaskólinn áfram safnskóli þyrfti viðbótin að mestu að koma þar og við Barnaskólann. Kostnaður við að koma húsnæðis- málum skólanna í viðunandi horf er svipaður, sama hvor kosturinn yrði ofan á. Engan asa Fulltrúar foreldra, Páll Tómas- son frá Barnaskólanum, Róbert Sigurðsson, Lundarskóla og Erling- ur Níelsson, Oddeyrarskóla voru sammála tillögu skólanefndar og töldu meirihluta foreldra í hverfun- um vera sama sinnis. Kara Guðrún Melstað fulltrúi foreldra barna í Gagnfræðaskólanum taldi tillögur skólanefndar með eindæmum. Dró hún í efa niðurstöður viðhorfskönn- unar um að meirihluti foreldra væri fylgjandi hverfisskólum og einnig setti hún spurningamerki við ráðgjafa skólanefndar vegna tillög- unnar og heimildarvinnu nefndar- innar almennt. Taldi hún safnskóla- kerfið hafa kosti umfram hverfis- skólana og hvatti til þess að hægt yrði á málinu. Tilfinningamál í almennum umræðum var tekist á um tillögur skólanefndar og þær óskir komu m.a. fram hjá þeim sem aðhyllast núverandi safnskólakerfi að um mikið tilfinningamál væri að ræða svo réttast væri að bíða eitthvað með að taka endanlega ákvörðun. Baldvin Bjarnason skólastjóri Gagnfræðaskólans taldi mikla eftirsjá að Barna- og Gagn- fræðaskólanum yrðu þeir Iagðir niður í núverandi mynd, þeir væru elstu og virðulegustu grunnskólar á Akureyri. Fyrirgangurinn stafaði af húsnæðisskorti eins skóla, en allir vissu að ef drepa ætti flugu á vegg þyrfti ekki að nota fallbyssu. Nær væri að leysa húsnæðivanda Barnaskólans með því að byggja myndarlega við hann. Benedikt Sigurðsson skólastjóri Barnaskól- ans er fylgjandi hverfisskólahug- myndinni en sagði allar breytingar kalla á andstöðu. Málið snérist hins [ vegar ekki um hver hefði hæst, heldur hagsmuni barnanna, miklu skipti að bregðast við kalli nýrra tíma. ------♦ ♦ «---- Tvær flaut- urogpíaíió i GUÐRÚN Birgisdóttir flautuleik- ari, Martial Nardeau flautuleikari, og Peter Máté píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju á morgun, laugardag, kl. ,16. Á efnisskránni eru m.a. verk eft- j ir Schubert, Antonin Dvorak, Fri- j edrich Kuhlau, bræðurnar Franz og Karl Doppler og rússnesk sígauna- I lög. Þau Guðrún, Martial og Peter hafa starfað saman í u.þ.b. tvö ár og haldið fjölda tónleika, m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum. ------♦ ♦ ♦---- Danskir dagar í KEA > ÞESSA dagana standa yfir'Danskir dagar í öllum matvöruverslunum KEA á Akureyri og í nágranna- sveitafélögunum. Af því tilefni er boðið upp á úrval danskra vara og eru á annað hund- rað vörutegundir á sérstöku tilboðs- verði. Á meðal þess sem er til sölu en í takmörkuðu magni þó, er hinn þekkti kóladrykkur, Jolly Cola, sem m.a. var framleiddur hjá Sana á | Akureyri fyrir fjölda ára. Danskir dagar standa yfir í rúma viku, eða ' til laugardagsins 22. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.