Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 13 AKUREYRI Hvítasunnukirkjan Amber Harris syngur og predikar GOSPELSÖNGKONAN og predikar- inn Amber Harris heimsækir Hvíta- sunnukirkjuna á Akureyri dagana 11. til 16. febrúar og verður með samkomur í kirkjunni við Skarðshlíð í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30 og á sunnudag, 16. febrúar, ki. 14. Harris hefur þjónað með söng sín- um og talað á stjórnmálafundum, í skólum, fangelsum og sjónvarpsþátt- um víðs vegar um heim. Allir eru velkomnir á samkomurnar. -----» ♦ ♦ Fræðslufundur FRÆÐSLUFUNDUR Félags að- standenda alzheimersjúklinga á Ak- ureyri og nágrenni verður haldinn á morgun, laugardaginn 15. febrúar, kl. 13 í sal Dvalarheimilisins Hlíðar. Gestur fundarins verður séra Svavar A. Jónsson. Allir eru velkomnir á fundinn. Morgunblaðið/Kristj án Utsala, útsala SYSTURNAR Sunna Kristín og og meðal þess sem þær gerðu sér Aðalbjörg Rósa voru ásamt til skemmtunar var að skoða i frænku sinn Júlíu Guðrúnu á ferð- búðargluggana, en nú standa út- inni í miðbæ Akureyrar í gærdag sölur yfir í fjölda verslana. 18 mánuðir fyrir líkamsárás SAUTJAN ára piltur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfellda líkamsárás en hann réðst að 22 ára gömlum manni á tjaldstæðinu á Akureyri á hátíðinni Halló Akureyri um síðustu versl- unarmannahelgi og stakk hann með hníf í bijóstholið. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Pitlurinn tók sér frest til að ákveða hvort málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar. Ríkissaksóknari ákærði piltinn, sem var 16 ára er atburðurinn varð, fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsá- rás. Til átaka kom milli piltanna sem endaði með því að ákærði veitti fórnarlambinu eftirför og stakk með vasahnífí hægra megin neðar- lega í brjóstholið. Akærði var ölvað- ur er atburðurinn átti sér stað. Hann viðurkenndi verknað sinn, en andmælti því að hafa reynt að svipta manninn lífi. Sökum alvarleika brotsins þótti ekki fært að skilorðsbinda refsing- una. Til frádráttar refsingu kemur tveggja sólarhringa gæsluvarð- haldsvist. Dómurinn var fjölskipaður, Ólaf- ur Ólafsson hérðasdómari var dómsformaður, en ásamt honum dæmdu í málinu þeir Halldór Hall- dórsson og Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómarar. ESB styrkir viðamikið rannsóknar- verkefni hjá Fiskeldi Eyjafjarðar Samstarf við þrjá evrópska háskóla HJÁ Fiskeldi Eyjafjarðar er að hefj- ast viðamikið rannsóknarverkefni varðandi lúðueldi, sem unnið er í samstarfi við þijá háskóla í Evrópu, í Gautaborg í Svíþjóð, Cardiff J Wales og Faro í Portúgal. Verkefn- ið, sem hefst formlega um næstu mánaðamót og stendur yfir næstu þijú ár, snýr að frekari rannsóknum á vexti og þroska kviðpokalirfa, frá klaki og þar til þær fara að éta. Heildarkostnaður er áætlaður í kringum 85 milljónir króna og þar af styrkir Evrópusambandið verk- efnið um 70 milljónir. Hér á landi verður unnið við verkefnið í seiðaeld- isstöðinni á Hjalteyri og hefur verið ráðinn starfsmaður til að sinna því. Tímamót og viss viðurkenning Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar segir að ferill kviðpokalirfa sé bæði langur og strembinn og mun lengri en hjá öðrum eldistegundum, eða 40-50 dagar og er lirfan mjög við- kvæm á því stigi. „Það er hægt að segja að það séu ákveðin tímamót, að fyrirtækið er nú að hefja Evrópu- samstarf með styrk frá Evrópusam- bandinu. Einnig er þetta ákveðin viðurkenning á því sem við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur. Fyrstu lúðuseiðin voru framleidd í stöð FE sumarið 1990 og síðan hefur ekki tekist að framleiða veru- legan fjölda seiða fyrr en í fyrra. Næststærsti seiðaframleiðandi í heiminum Um 40.000 seiði lifðu myndbreyt- inguna í seiðaeldisstöðinni á síðasta ári og var fyrirtækið næststærsti seiðaframleiðandinn í heimi í fyrra. Landsbréf með hluta- fjárútboð Samherja LANDSBRÉF hafa gert samkomu- lag við útgerðarfyrirtækið Sam- heija hf. um að annast hlutafjárút- boð félagsins og er stefnt að því að sala hlutabréfa hefjist í fyrri- hluta mars. Þorsteinn Már Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Samheija sagði að fyrirtækið myndi til að byija með vera á Opna tilboðsmarkaðnum en stefnt væri að því að fara fljótlega á Verðbréfaþing íslands. Skrifstofa Landsbréfa á Akureyri mun hafa umsjón með útboðinu, en verið er að vinna við útboðsgögn þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.