Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Mikið af rjúpu í byggð Vaðbrekku, Jökuldal - Óvenju mikið sést nú af ijúpu í byggð á Jökuldal. Ekki er óalgengt að sjá þrjátíu til fimmtíu ijúpna hópa á beit í kringum bæi og annars staðar þar sem jörð er. Frekar gott hefur verið til jarðar fyrir rjúpu það sem af er vetri, en ijúpan sækir mikið í kvist úti um hagann og í tijá- gróður heima við bæi. Muna menn síðast eftir svo miklu af ijúpu í byggð á útmánuðum árin 1978 og 1965 og meira var um ijúpu á veiðitímanum í haust en oft áður hér á Jökuldal. Höfnin full af íshröngli Morgunblaðið/Egill Egilsson Flateyri - Eftir frekar rysjótta tíð og vetrarhörkur undan- gengnar vikur hefur höfnin á Flateyri verið full af íshröngli sem hefur legið þétt upp að bryggju og bátum. Dagurinn lengist dag frá degi, skref fyr- ir skref og geð manna kætist eftir því sem sólarstunda nýtur lengur við. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ferðamálafélag í vesturhluta Rangárvallasýslu Fjölmenni á stofnfundi Hellu - Niðurstöður úr viðamikilli könnun á sviði ferðamála í vestur- hluta Rangárvallasýslu voru kynntar á fjölmennum fundi, sem nýlega var haldinn á Laugalandi. Á fundinum var einnig stofnað félag um ferða- mál í héraðinu og gerðust margir fundarmenn stofnfélagar þess. Á sl. ári var skipuð samráðsnefnd skipuð fulltrúum Rangárvallahrepps, Holta- og Landsveitar, Djúpár- og Ásahrepps til að vinna að tillögugerð um aukna samvinnu í ferðamálum í héraðinu. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands studdi verkið og ákveðið var að ráðast í könnun meðal ferða- manna á svæðinu. Rögnvaldur Guð- mundsson ferðamálafræðingur sá um framkvæmd og úrvinnslu könn- unarinnar sem gerð var sl. sumar. Erlendir og innlendir ferðamenn voru spurðir, svo og heimamenn og starfs- fólk ferðaskrifstofa. Á fundinum var skýrslan rækilega kynnt, en henni er ætlað að vera gagnlegt verkfæri í vinnu að samhæfðri áætlun um stefnumótun V-Rangárvallasýslu í ferðamálum til næstu ára með það að megintilgangi að efla og styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og fjölga atvinnutækifærum. Mikill og eindreginn vilji kom fram meðal fundarmanna til þess að auka samvinnu milli sveitarfélaga, fyrir- tækja og hagsmunaaðila í héraðinu, en það var einmitt það sem heima- menn töldu veikasta hlekkinn í mála: flokknum í áðumefndri könnun. I kjölfar umræðna og kynningar var síðan stofnað ferðamálafélag í vest- urhluta Rangárvallasýslu, en fjöldi fundarmanna gekk í félagið, bæði áhugasamir einstaklingar og eigend- ur og fulltrúar fyrirtækja í greininni. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Vörabíll valt Hnappavöllum. Öræfum. Það óhapp varð hér í sveit nýlega að vörubíll frá Vegagerðinni sem var að ryðja snjó af veginum valt við Kvísker í Öræfum. Bíilinn skemmdist mikið en bílstjórinn slapp óbrotinn en töiuvert marinn og skrámaður. Er talið að örygg- isbelti hafi bjargað honum. i f i I í I Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FJÖLMENNI var á fundi um ferðamál sem haldinn var fyrir stuttu á Laugalandi i Holta- og Landsveit. HUGFÉLA6 AKURIYRAR 1937 1997 FLUGLEIDIR I tilefhi 60 ára flugaítnælis bjóða Flugleiðir 6.000 kr. afslátt af verði allra pakkaferða* ÚT í HEIM'97 í 6 daga til laugardagsins 15. febrúar. Söluskrifstofur Flugleiða eru opnar laugardaginn 1S. febrúar tii kl. 16. ‘Afslátturinn bætist ekki viö afsláttartilboð í ferðabæklingum Flugleiða. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi i I » l *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.