Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 17 ÚRVERINU Richard E. Gutting bandarískur sérfræðingur í fiskveiðistjórnun „ÆTLI íslendingar sér að hefja hvalveiðar að nýju, felst í því geysileg áhætta, sem þið verðið að gera upp við ykkur hvort sé þess virði eða ekki. Ég get hvorki latt né hvatt ykkur til þess þó ég geti lýst því ástandi, sem ríkir á mörkuðunum sem þið verðið að byggja á viðvíkjandi sölu á öllum ykkur fiskafurðum. Ef þið ákveðið að stíga skrefið og hefja hvalveið- ar, þurfið þið að undirbúa jarðveg- inn mjög vel þannig að sú ákvörð- un verði vísindalega veijandi og þið þurfið að fá sem flestar þjóðir í lið með ykkur. Þetta tekst ekki ef þið standið einir í baráttunni," segir Richard E. Gutting, banda- rískur sérfræðingur í fískveiði- stjórnun, en hann er staddur hér á landi um þessar mundir og flyt- ur erindi um hvaða áhrif hvalveið- ar íslendinga gætu haft í för með sér á ráðstefnu á Akureyri í dag. Gutting, sem er lögfræðingur að mennt, hefur áralanga reynslu af störfum fyrir hið opinbera í Washington, en starfar nú fyrir samtök innan einkageirans, sem samanstanda af um eitt þúsund stórfyrirtækjum á sviði sjávarút- vegs á breiðum grunni. Hlutverk hans þar er að vera einskonar tengiliður þeirra við ríkisstjórn og opinberar stofnanir auk þess að vera ráðgefandi við laga- og reglu- gerðarvinnu. Gæti leitt til viðskiptabanns „Fyrirtækin, sem ég vinn fyrir, eiga mikið undir fiskafurðum frá Islandi. Við þurfum að halda verk- smiðjum okkar gangandi og við þurfum að hafa nægar birgðir til að fullnægja okkar markaði. Okkar menn hafa hinsvegar miklar áhyggjur af því að ef íslendingar hefja að nýju umdeildar hvalveiðar, þá muni viðskiptatengsl við íslend- inga glutrast niður. Máttur um- hverfisverndasamtaka, sem beij- ast m.a. gegn hvalveiðum, er stað- reynd og hjá því verður ekki litið. Það er mjög mikilvægt að gera sér alltaf grein fyrir því hvað við- skiptavinirnir eru að hugsa og láta Takið mikla áhættu með hvalveiðum á ný Spurningin um pólitísk- an vilja Morgunblaðið/Golli RICHARD E. Gutting, sér- fræðingur í fiskveiðistjórnun. sér annt um þeirra skoðanir. Satt best að segja tel ég að ykkar við- skiptavinir í Bandaríkjunum og Evrópu skilji ekki í dag af hveiju í ósköpunum þið viljið hefja hval- veiðar að nýju. Við viljum afdráttarlaust að ís- lendingar geti haldið áfram að stunda sínar fiskveiðar, en við vilj- um ekki fyrir neinn mun verða vitni að þeim hörðu deilum og mót- mælum, sem munu án ________ nokkurs efa eiga sér stað í Bandaríkjunum og í Evrópu ef íslendingar hefja hvalveiðar að nýju sem jafnvel gæti leitt til þess að ríkisstjóm Bandaríkjanna setti viðskiptabann á íslenskar vörur. Þetta eru ekki bara hagsmunir Islendinga sem eru að veði því ef okkar kaupend- ur, veitingastaðir og verslanir, verða þvingaðir til þess að snið- Framtíðarhúsgögn fyrir ungt fólk Sífiif sttlirttó ganga íslenskar vörur munum við gjalda þess alveg eins og þið,“ segir Gutting. Vísindaleg úttekt á aflamarkskerfinu Hugmyndin að baki aflamarki á skip er tiltölulega mjög ný af nálinni og voru íslendingar meðal frumheija í að taka slíkt kerfi upp ásamt Nýsjálendingum og Kanadamönnum. Bandaríkjamenn tóku þetta kerfi upp í kringum 1991 og hefur það verið mjög umdeilt þar í landi sem leitt hefur til þess að ríkisstjórn Bandaríkj- anna ákvað fyrir fáeinum mánuð- um að leggja fjögurra ára bann við frekari útþenslu aflamark- skerfisins þar til lokið er ítarlegri rannsókn á kostum og göllum kvótakerfisins. Bandaríska vísindaakademían hefur verið beðin um að taka að sér þá vinnu og skila um þetta skýrslu innan tveggja ára sem á m.a. að svara því hvort halda eigi áfram á sömu braut eða ekki. Sjálfur segist Gutting vera á móti alhæfingum enda telji hann að aflamarkskerfið geti gengið áfram við stjórnun á sumum tegundum, en öðrum ekki. „Spumingarnar, sem vaknað hafa um ágæti kerfisins, eru af ýmsum toga og eiga eflaust við hjá fleiri þjóðum, sem búa við sams konar fiskveiðistjómunarkerfi,“ segir Gutting. „í fyrsta lagi spyija menn á hvaða grunni útdeila eigi kvótum og hvort réttlætanlegt sé að út- deila útgerðarmönnum einum fisk- veiðikvótum án endurgjalds fyrir háar ijárfúlgur. Og við hvað ætti veiðileyfagjald að miðast og hversu hátt ætti það að vera, sé á annað borð pólitískur vilji fyrir þvf? í öðru lagi hefur framsalsheim- ildin verið bitbein manna á meðal og hún talin getað stofnað til einokunaraðstöðu þegar aflaheim- ildir safnast á færri og færri hend- ur. í þriðja lagi tala menn um að hætta sé fyrir hendi að útlending- ar eignist hluti í auðlindum lands- ins með því að kaupa sig inn í sjávarútvegsfyrirtækin. Það er jafnframt staðreynd að um leið og aflamarkskerfi er kom- ið á, verða kvótarnir allt í einu mjög verðmætir sem hindrar venjulegt fólk í því að komast inn í greinina vegna þess að það hefur engin ráð á því að kaupa sér kvóta og gerast útgerðarmaður á meðan seljandinn hefur fengið kvótann sinn án endurgjalds. Markmiðið með þeirri vinnu, sem nú er að fara í gang, er að sjá hvað við höfum lært af reynslu aflamarks- áranna svo við getum betur gert okkur grein fyrir hvernig best er að byggja fískveiðistjómunarkerf- ið upp til að njóta kosta kerfísins og sneiða hjá göllunum.“ Veiðileyfagjald á neytendur Að mati Gutting er framsal afla- heimilda óhjákvæmilegur fylgi- fiskur aflamarkskerfisins til að gefa mönnum svigrúm til hagræð- ingar í rekstri. Aðspurður um af- stöðu sína til veiðileyfagjalds, svaraði Gutting því til að ekki væri til neitt einhlítt svar við því. „Við viljum hvetja fólk til að nýta auðlindirnir og fjárfesta í því skyni. Eiga þeir, sem það gera, þá ekki bæði heiður og verðlaun skilið fyrir það? Sú er afstaða margra og ég tel að mun væn- legra væri að útgerðin yrði látin greiða fyrir alla þá dýru þjónustu, sem er óhjákvæmileg samfara fiskveiðistjómuninni. Og þegar ég segi að þessi kostnaður ætti að vera á herðum greinarinnar sjálf- ar, þá vitum við að svo yrði aldrei í reynd því að í hvert skipti sem sett er á útveginn nýtt gjald, hef- ur hann tilhneigingu til þess að koma því yfír á aðra. Á endanum eru það auðvitað neytendur vör- unnar, sem borga brúsann. Spurningin um veiðileyfagjald snýst því að mínu viti miklu frem- ur um það hvort pólitískur vilji er fyrir því að setja veiðileyfa- gjald á neytendur, sem í ykkar tilfelli eru útlendingar í meirihluta þar sem að þið flytjið svo mikið út af sjávarfangi." '’WK - xlentímmcirdagur Rós og grænt Kr. 395, Stóra ástin Kr. 1 990f- Astarjátning Kr. 990,- ’ fmmur i í i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.