Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 21 Mynd eftir Helgu Signrðardóttur Helga sýnir í World Class HELGA Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu í World Class Fellsmúia 24 í á sunnudag kl. 16. Þetta er hennar 15. einkasýning. í kynningu segir: „Viðfangsefnið er mikilvægi meðvitaðrar samein- ingar líkama og sálar. Hún sýnir nú myndir unnar með vatnsakrýl og þurrpastel. Helga kallar list sína list sálarinnar." í tengslum við sýninguna eru gefin út kort um talnaspeki með myndum eftir Helgu en frummynd- imar verða á sýningunni. Sýningin stendur til 2. mars og er sérstaklega opin almenningi næstu tvær helgar eftir opnunina frá kl. 14-19. Gugga í Skruggusteini SKRUGGUSTEINN, listmunagall- erí og vinnustofur, Hamraborg 20a í Kópavogi, er rúmlega ársgamall. í tilefni ársafmælisins var tekið í noktun „Skot“ í galleríinu sem hentugt er fyrir litlar sýningar. Nú stendur þar yfir myndlist- arsýning Guggu, Guðbjargar Há- konardóttur. Gugga útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1995. Hún hefur einnig stundað nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur, í Finnlandi og viðar. Á sýningunni eru sjö myndir má!- aðar með olíu og er þema sýningar- innar „undir yfirborðinu“. Sýningin stendur til 6. mars og er opin á opnunartíma gallerísins virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-16. Smáhátíð í Undir pari NÚ STENDUR yfír smáhátíð í Undir pari, Smiðjustíg 3. Ýmislegt verður á hátíðinni, þ.á m. ljóðalest- ur, performansar, tónlist, frum- flutningur myndbanda og margt fleira. Einnig verður sett upp myndlistarsýning. í kvöld föstudagdagskvöld frá kl. 21.30-23 koma eftirtaldir lista- menn fram; Sólrún Trausta, Ægir og Jóakim og Vindvamey o.fl. Á laugardagskvöld frá kl. 20-23; Daníel Magnússon, Helga Þórs- dóttir, María Pétursdóttir, Egill Snæbjömsson og Hljómsveitin Mjólk. Undir pari er opið: fímmtudaga- laugardaga kl. 20-23. Kristín Geirs- dóttir sýnir í Stöðlakoti KRISTÍN Geirsdóttir opnar sýn- ingu á kolamyndum í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 í Reykjavík, laug- ardaginn 15. febrúar kl. 14. Kristín útskrifaðist úr málara- deild MHÍ árið 1989. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Á sýningunni eru átta stærri verk auk nokkurra minni verka. Myndimar era unnar með kolum og línolíu á pappír. Viðfangsefnið er tíminn — hvemig tíminn gengur á alla hluti. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Henni lýk- ur 2. mars. Sýningu Hall- dórs að ljúka SÝNINGU Halldórs Ásgeirssonar lýkur um næstu helgi, sunnudaginn 16._ febrúar. Á sýningunni er lituðu vatni varpað á vegg með halogenljósum. Ber sýningin nafnið „og að vatnið sýni hjarta sitt“ (úr ljóði eftir Octavio Paz). Sýningin er opin fímmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Ljósmyndasýn- ingu í Norræna húsinu lýkur UÓSMYNDASÝNING Mortens Krogvold í sýningarsölum Norræna hússins lýkur nú á sunnudag, 16. febrúar, og er hún opin um helgina frá kl. 14-19. Einar Garibaldi sýnir í Slunkaríki EINAR Garibaldi Eiríksson opnar sýningu í Slunkaríki, laugardaginn 15. febrúar í Slunkaríki á ísafirði. Sýninguna nefnir hann „Bönd“. Sýningin hefst kl. 16 og stendur til 9. mars. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson GUNNAR Kr. Jónasson við eitt verka sinna. Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Ásmundarsal GUNNAR Kr. Jónasson myndlist- armaður opnar sýningu á verkum sínum í Listasafni ASI, Ásmundar- sal við Freyjugötu, laugardaginn 15. febrúar kl. 16. Gunnar Kr. Jónasson er fæddur á Akureyri árið 1956. Hann lærði járnsmíði hjá Slippstöðinni á Akur- eyri og vann þar til ársins 1983. Þá festi hann kaup á auglýsinga- stofunni Stíl á Akureyri og hefur verið framkvæmdastjóri hennar síðan. Samhliða rekstrinum stund- aði hann nám við málaradeild Myndlistarskólans á Akureyri á áranum 1986-89. Sýningin í Ásmundarsal erþriðja einkasýning Gunnars og er hún jafnframt sölusýning. Sýnd verða 14 óhlutbundin verk, máluð með akrýllitum á striga og era þau öll unnin á sl. tveimur áram. Sýningin stendur til 2. mars nk. og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. LISTIR FRÁ tónleikunum í Listasafni íslands. Morgunbíaðið/Árni Sæberg Gamalt og nýtt TONOST Listasafn íslands MYRKIR MÚSÍKDAGAR Verk eftir Atla Ingólfsson, Finn T. Stefánsson, Snorra S. Birgisson, Hróðmar Sigurbjömsson og Áskel Másson. Caput hópurinn undir stjóm Guðmundar Ó. Gunnarssonar. Lista- safni íslands, þriðjudaginn 11. febr- úarkl. 20. FANNFERGIÐ úti fyrir var til fyrirmyndar. Það kæfði bíla- hávaðann. Loftræsting (eða drag- súgur, nema hvort tveggja hafi verið) Listasafnsins var hins veg- ar framan af heldur til ama, þar sem aðskotaniður lagði dijúgan en óvelkominn skerf til vitrænnar tónlistar á viðkvæmari augnablik- um. Að öðru leyti voru þriðju tón- leikar Myrkra músíkdaga 1997 af átta alls einkar skemmtilegir og fjölsóttir að vanda. Músíkdagarnir, hinir tólftu síð- an 1980, eru fyrir löngu orðnir fastir liðir eins og venjulega í ís- lenzku tónlistarlífi, svo vitnað sé í „gigtarávarp“ Ríkisútvarpsins áður fyrr á árunum. Margt hefur verið skrifað og skrafað um sett- leika módernismans í seinni tíð, og er undirr. ekki alsaklaus af því. Ný tónlist er hætt að remb- ast við fyrst og fremst að vilja koma á óvart, eins og var eitt sinn aðaleinkenni hennar. Hún hefur fundið sinn fasta farveg, vettvang og áheyrendahóp. Engu að síður er alltaf jafngleðilegt að verða vitni að þeim tiltölulega mikla fjölbreytileika sem enn virð- ist hægt að kreista upp úr hinni - núorðið - hefðbundnu framúr- stefnu, eins og mátti heyra á umræddum þriðjudagstónleikum. Undir niðri nagaði þó hin vand- svaranlega samvizkuspurning, eins og svo oft, þegar Caput-hóp- urinn hefur sýnt sitt lands- (og senn heims-) kunna banastuð, hvort glæstur flutningurinn hafi samt ekki gert útslagið. Frumflutningar Oll verkin nema eitt voru frum- flutningar. Fyrst léku 11 Caput- limir La Métríque du Crí eða „Uppmæling öskursins," ef skól- afranskan bregst manni ekki, er Atli Ingólfsson samdi suður í sinni sjálfkjörnu Ítalíuútlegð í fyrra. Eftir verkinu að dæma virðist tónsköpun Atla hafa þróazt í hlustvænni átt frá því sem var, í þeim skilningi, að andstæðufletir hafa stækkað til muna og þar með fjölbreytileiki upplifunar áheyrandans. Verkið hófst á n.k. iðandi vorblótsstemningu í móto- rískum rytma, en varð síðan ýmist gisnara eða þéttara, ýmist með kaótískum neanderthalspúls eða kyrrlátu senza misura, er leiddi hugann að glitri vetrarsólar á hjarni. Atli leyfði verkinu að „anda“ með hæfilegu millibili, og kom hið ljóðræna inntak fyrir vik- ið betur til skila en oft áður. Eina verkið sem ekki var frum- flutt á þessum tónleikum var Syrpa úr óperunni Leggur og skel eftir Finn Torfa Stefansson, en hún, þ.e. syrpan, leit fyrst dagsins ljós í Hafnarfírði fyrir rúmu ári að mig minnir. Endurflutningur- inn var í hæsta máta viðeigandi, því nú loks komu fram innviðir, er glötuðust við frumflutninginn á sínum tíma, væntanlega sakir ónógra æfinga. Þrátt fyrir ytra borð, sem getur verkað sakleysis- lega einfalt, eru undir niðri flókn- ari hlutir að gerast í hrynjandi og raddfærslu, sem miðlungstúlk- un nær ekki að ljá nauðsynlegt áreynsluleysi, og geta því undir slíkum kringumstæðum orðið truflandi. En nú var hulunni sem sagt svipt af verkinu og allir gátu loksins virt tónlistina í réttu ljósi. Tónamál þessa „sýnishorns“ af heilli óperu, sem vel að merkja enn bíður frumflutnings, er ein- kennilega samsett, en engu að síður heillandi á sinn hátt. Þó að það sé gegnsýrt af þýzk-klass- ískri hugsun, er það líka furðu „þjóðlegt“ í sér. Samt er tónlistin undir niðri mótuð af módernískum konstrúktívisma, án þess þó að fórna skáldlegu innihaldi, sem á hinn bóginn á til að vega salt við paródíu, eins og samnefnt ævintýr Jónasar gefur ugglaust tilefni til. Stiklað á stóru Svo stiklað sé á stóru var Vögguljóðið „rómantískt“ með expressjónísku schönbergsku eft- irbragði. Hin scherzó-leita Leggjareið sló á strengi kerskn- innar, og Söngur drengsins um framtíðardrauma - í svo til hrein- ræktuðum dúr og moll - var sveipaður eftirminnilegri angur- værð og mun líkast til á góðri leið með að verða sígilt post-gull- aldarsönglag. í Dansi vindsins (og reyndar víðar) mátti ímynda sér að þar færi árangurinn af því ef endurfæddur Jón Leifs hefði lagt stund á kontrapunkt af kappi. Hin „aristókratíska“ Aría skeljar- innar í lokin gaf ekki síður en hitt vísbendingu um spennandi og afar sérstætt tónverk í álögum þagnar, er teflir jöfnum höndum saman hátimbraðri „Grand Op- éra“ og túskildingsháði í blöndu, er engu öðru líkist. Sverrir Guð- jónsson kontratenór og 12 Caput- istar fluttu af innlifun og ná- kvæmni. Snorri Sigfús Birgisson bar ábyrgð á nýjum septett er bar hið_ vísindaskáldsögulega heiti I segulsviði. Hann er saminn fyrir píanó (leikið af höfundi), flautu, klarínett, marimbu og strengj- atríó. Verkið hófst á þéttingssam- stígum spyijandi hljómum í blás- urum og strengjum, er píanó og marimba svöruðu með dulúðugum pianissimo klösum. Að þeirri inn- gangsantifóniu lokinni tók verkið að gerast ágengara, og óðar en varði var allt komið í grenjandi kös. Hljómheimur Snorra var engu að síður afar fínlegur á köfl- um, og milli átaka kvað við allt önnur veröld, sveipuð dulúð og seiðmögnun, „Hellir hafgúunn- ar,“ eins og prógrammhlynntur áheyrandi gæti hugsanlega kallað hana. Undir seinni hluta brá fyrir hrynmynztri er afþreyingarmeng- aður neytandaheili gæti sem hæg- ast ruglað saman við latnesk sölsuáhrif, og að viðbættum síð- asta óveðurskaflanum lauk verk- inu, svolítið fyrirvaralaust, með friði og spekt. Stykkið var auð- heyrilega vandvirknislega unnið og leikið af þeirri snerpu og fágun sem til þurfti. Stokkseyri sló í gegn Óhætt er að segja að framlag Hróðmars Sigurbjörnssonar, Stokkseyrí við samnefndan 8 Ijóða sveig eftir ísak Harðarson, hafi slegið í gegn. Hið fyrsta sem undirr. páraði niður sér til minnis var slanguryrðið „STEF-bolla,“ m.ö.o. að svona verk væri líklegt til að fá ríflega spilun í útvarpi, enda bæði aðgengilegt og afar áferðarfallegt. Það þurfti eitt sinn - og þarf kannski enn - tölu- verða dirfsku til að bera svona „gamaldags" nýklassískt verk á borð innan vébanda framsækinn- ar tónsköpunar, en hlustandinn skynjaði brátt, að heilsteyptur hugur lá að baki og að aðgengi- leikinn væri ekki til að þóknast neinum. Fegurðin var hrein, ekta og uppgerðarlaus og verkkunn- áttan á sínum stað. Þó að mætti sjálfsagt finna ýmsa hugsanlega áhrifavalda, allar götur frá Ma- hler, Stravinsky og Vaughan Will- iams fram að „pópúlistum" augnabliksins eins og MacMiIlan, þá verkaði framsetningin í senn persónuleg og nærri ofurmann- lega áreynslulaus í ótímabundinni og innblásinni ljóðrænni tjáningu sinni, enda frábærlega vel sungin og leikin af þeim Sverri og Caput undir skýrri stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Lokaverkið var ný kammersin- fónía eftir Áskel Másson, Sinfónía nr. 2. Sennilega hefur lengd verksins ráðið staðsetningu þess á dagskránni, en hinn fremur hranalegi heildarsvipur þess hefði notið sín betur í upphafi við óþreytta áheyrn. Fram kom í tón- skrá, að meðal þess efnis sem verkið byggir á er gamalt stef sem þekkt hefur orðið með textanum „Gefðu, að móðurmálið mitt.“ Mátti til sanns vegar færa, að mislangar hendingar og brot úr þessu alkunna þjóðlagi gerðu mikið til að tengja verkið saman í eina heild, þótt ekki fyndist manni sú tenging takast jafn vel og þegar Liljulagið gengur eins og rauð DNA lykkja gegnum Choralis Jóns Nordals. Hvað sem því líður, skorti ekki kraftinn í verki Áskels. Honum tókst víða að laða fram sinfónískan hljóm úr aðeins 14 spilurum, nútímaleg- ir hljóðeffektarnir voru kunnáttu- samlega unnir og skiluðu sér með ágætum í snarpri túlkun þeirra Guðmundar Óla og hljóðfæraleik- aranna í því litla músíkalska kraftaverki þessa lýðveldis er heitir Caput. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.