Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÆKIFÆRITIL HAGVAXTAR SIGURÐUR B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- markaðar íslandsbanka hf., færir rök að því í grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, að tækifæri séu til rúmlega 3% hagvaxtar á ári á næstu árum. Gangi þessi spá eftir munu Islendingar búa við vaxandi velmegun. í grein sinni segir Sigurður B. Stefánsson m.a.: „íslenzki þjóðarbúskapurinn hefur breytzt í grundvallaratriðum síð- ustu tíu til tólf árin. Mikilvægast er, að frjálsræði hefur verið aukið á öllum sviðum viðskipta, jafnt innanlands, sem við útlönd. Fjármálaviðskipti hafa verið gefin frjáls og við- skipti á verðbréfamarkaði, sem ekki hófust fyrr en um miðj- an síðasta áratug, eru nú snar þáttur í grózku atvinnulífs- ins, sem er meiri nú (en ekki minni) en um margra ára skeið. í fyrsta skipti í marga áratugi ríkir nú stöðugleiki í efnahags- málum, svo að fyrirtækjum hefur reynzt kleift að gera áætl- anir fram í tímann um meiri sókn en dæmi eru um hér á landi. íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki starfa nú í öllum heims- álfum (nema e.t.v. í Ástralíu) og hátæknifyrirtæki, sem byggja á þjónustu við sjávarútveg selja framleiðslu sína til flestra landa þaðan, sem sjósókn er stunduð. Stoðirnar und- ir íslenzku efnahagslífi hafa aldrei í sögunni verið styrkari en nú.“ Síðan segir framkvæmdastjóri VÍB: „Gerbreyting hefur orðið í atvinnuháttum á íslandi á síðustu árum en því fer fjarri, að áhrif þeirrar umbyltingar í átt til fijálsræðis hafi fjarað út. Tvær meginskýringar á meiri hagvexti síðustu þrjú árin en áður (3,7% að meðaltali árin 1994 til 1996) eru stöðugleikinn síðan árið 1991 og áhrif fiskveiðistjórnunar með framseljanlegum veiðiheimildum. Sú bylgja framleiðni- aukningar, sem skapaðist á fyrri hluta áratugarins vegna þessara tveggja þátta er alls ekki gengin yfir, enn er mikil hagræðing og tekjuaukning í vændum í sjávarútvegi. Þessu öllu til viðbótar njóta íslendingar auðvitað jákvæðr- ar þróunar á alþjóðlegum vettvangi: Tölvu- og upplýsinga- byltingin, tæknibreytingar í samgöngum og fjarskiptum, þreföldun á fijálsum markaðsbúskap í heiminum eftir að kalda stríðinu lauk, sívaxandi heimsviðskipti og þannig mætti lengi telja. Og þá hefur ekki einu sinni verið minnzt á ónýttar orkulindir íslendinga en vegna tækniframfara og aukinnar áherzlu á mengunarvarnir í umheiminum verða þær sífellt dýrmætari eftir því, sem tíminn líður.“ Það mat Sigurðar B. Stefánssonar er áreiðanlega rétt, að nú eru mikil tækifæri til hagvaxtar í íslenzkum þjóðarbú- skap. Okkur hefur tekizt ótrúlega vel að ráða við eina mestu kreppu, sem yfir þjóðina hefur gengið á þessari öld og at- vinnu- og efnahagslíf okkar er margfalt sterkara en það var, þegar kreppan gekk í garð. Nú skiptir meginmáli, að við fótum okkur jafn vel í góðær- inu. Niðurstöður þeirra kjaraviðræðna, sem nú standa yfir ráða úrslitum um það. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur tekið frumkvæði í því að beina þessum viðræðum í ákveðinn farveg, og ástæða er til að fagna því. Það sýnir mikinn styrk hjá þessu fjölmennasta launþegafélagi lands- ins. í dag má búast við, að verkalýðshreyfingin í heild geri grein fyrir hugmyndum, sem samstaða hefur verið að nást um innan hennar að undanförnu. í kjölfarið eiga samningaviðræður að geta hafizt af fullri alvöru. Nú þegar liggja fyrir merkilegar hugmyndir, sem VSÍ kynnti fyrir nokkrum mánuðum, þar sem vinnuveitend- ur leggja til að í kjölfar almennra kjarasamninga verði tekn- ir upp vinnustaðasamningar. í greinaflokki hér í Morgunblað- inu fyrir nokkrum vikum var rakið hvernig samningagerð á vinnustöðum hefur þróazt í Danmörku og bersýnilegt, að við getum margt af því lært. Aðilar að yfirstandandi kjaraviðræðum hafa nú tækifæri til að gera samninga, sem marka tímamót á tvennan hátt: í fyrsta lagi að semja með þeim hætti að stöðugleiki verði tryggður og aðstæður skapist til þess að nýta þá mögu- leika, sem Sigurður B. Stefánsson lýsti í tilvitnaðri grein. I öðru lagi að skapa þáttaskil í samningagerðinni sjálfri þann- ig að hún færist í vaxandi mæli inn á vinnustaðina sjálfa, sem ótvírætt mun leiða til viðbótar kjarabóta fyrir stóran hóp launþega og verða öðrum hvatning til þess að tryggja þá hagræðingu, sem getur tryggt sh'kar kjarabætur. Það er full ástæða til að ætla, að björt framtíð blasi við, ef rétt er á haldið næstu daga og vikur og samstaða tekst um skynsama kjarasamninga en jafnframt sanngjarna í garð launþega. Mikill áhugi á gosinu í Vatnajökli og Grímsvatnahlaupinu sem fylgdi í kjölfarið ERLEND áhuga- og fræðitímarit um náttúru og ljósmyndun hafa sagt ítarlega frá eldsumbrotunum í Vatnajökli og Grímsvatnahlaupi sem fylgdi i kjölfarið. íslenskir vís- indamenn flyija erindi víða í Evrópu Víða um heim er mikill áhugi á eldsumbrotunum í Vatna- jökli og Grímsvatnahlaupinu. ítarleg umfjöllun hefur birst um atburðina í erlendum fjöl- miðlum og íslenskir vísinda- menn hafa haldið fyrirlestra um efnið víða í Evrópu. Arna Schram ræddi m.a. við Helga Bjömsson jöklafræðing. HELGI Björnsson jöklafræðingur. FJÖLMARGAR fyrirspurnir hafa borist vísindamönn- um hjá Orkustofnun og Raunvísindastofnun Há- skólans um að þeir haldi opinbera fyrirlestra um eldsumbrotin í Vatna- jökli og Grímsvatnahlaupið sem fylgdi í kjölfarið, bæði við háskóla í Norður-Ameríku og í Evrópu. Margir íslenskir vísindamenn hafa orðið við þessari beiðni og flutt er- indi víða í Evrópu undanfarna mán- uði, m.a. á Norðurlöndum, í Eng- landi, Þýskalandi og Austurríki. Að sögn Helga Björnssonar jökla- fræðings hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands er ekki minni áhugi á þessum atburðum í Bandaríkjun- um. „Fáir vísindamenn hafa hins vegar séð sér fært að fara þangað til að halda fyrirlestra," að sögn Helga og er ástæðan einkum sú, að ekki hefur unnist tími til þess. Hið bandaríska jarðeðlisfræðifélag hefur á hinn bóginn ákveðið að fjalla sérstaklega um þessa atburði á ráð- stefnu í Bandaríkjunum næsta vor, þó enn sé óljóst hvaða íslensku vís- indamenn komi til með að flytja þar erindi. Þá segir Helgi að Vísindaráð Evrópu sé búið að ákveða að halda ráðstefnu hér á landi, vorið 1998, um Vatnajökul almennt og þær hamfarir sem þar urðu á síðastliðnu ári. Itarleg umfjöllun í National Geographic Áhuginn á eldsumbrotunum og hlaupinu hefur á hinn bóginn ekki einskorðast við sérfræðinga í jöklum og jarðfræði. Fjöldi erlendra frétta- manna og ljósmyndara kom hingað til lands meðan á gosinu stóð og birtust fréttir af hamförunum í íjöl- miðlum um alla Evrópu og í Norður- Ameríku. Auk þess hafa nokkur útbreidd áhuga- og fræðitímarit um náttúru og ljósmyndun í Evrópu birt ítarlega úttekt á þessum atburð- um á undanförnum mánuðum. I bytjun árs var til dæmis sagt frá gosinu og hlaupinu í franskri útgáfu af tímaritinu Geo, sem er útbreitt náttúrufræði- og ljósmynda tímarit i Evrópu. Þar voru birtar ljósmyndir af náttúruhamförunum eftir þekkta franska Ijósmyndara, þá Philippe Bourseiller og Jacques Durieux en auk þess á Þorkell Þor- kelsson ljósmyndari Morgunblaðsins eina mynd í því blaði. Auk þess voru þar ítarlegar útskýringar bæði með teiknaðri þverskurðarmynd af Vatnajökli og löngum texta. Annað dæmi má nefna, en í febr- úarútgáfu franska vísindatímarits- ins euréka var fjallað um eldsum- brotin á sjö blaðsíðum með myndum eftir íslenska ljósmyndara og viðtöl við Ragnar Stefánsson jarðeðlis- fræðing og Guðveigu Bjarnadóttur sem rekur gistiheimili á Bölta, Skaftafelli. En þar með er umfjöllun virtra tímarita um atburðinn ekki lokið því náttúrufræðitímaritið National Ge- ographic hyggst segja nákvæmlega frá þessum atburðum í næsta tölu- blaði sínu, bæði í máli og myndum. Grímsvatnahlaupið um margt merkilegt Aðspurður hvað fræðimönnum þyki svona merkilegt við þessa at- burði segir Helgi Björnsson jökla- fræðingur, einn þeirra mörgu vís- indamanna sem sem fylgdist náið með hamförunum, að tína megi margt til. En honum sé Grímsvatna- hlaupið efst í huga, sem var um margt sérstakt. „Til dæmis hvað varðar uppsöfnun vatns og hvernig vatnið síðar braust út úr vötnunum og niður á Skeiðarársand," segir hann. „Grímsvötn eru í lægð í miðjum Vatnajökli sem hefur orðið til vegna stöðugs jarðhita og tíðra eldgosa sem brætt hafa jökulís," segir Helgi til útskýringar og heldur áfram: „Umhverfis vötnin er ísfarg meira en undir lægðinni og ofan á þeim flýtur íshella sem er um 250 metra þykk. Allt frá því um 1930 eða frá þeim tíma þegar farið var að skrá hlaupin, hefur vatn hlaupið úr Grímsvötnum á fjögurra til sex ára fresti. Það gerist á þann hátt að vatnið borar sér leið í gegnum veil- ur undir ísstíflunni án þess að lyfta henni og nær þannig hægt og síg- andi að þrengja sér út og niður á Skeiðarársand," segir hann. Það sem var hvað merkilegast við hlaupið í október, að sögn Helga, var að stíflan skyldi halda með þeim afleiðingum að vatnið reis um 60 metrum hærra en áður hefur sést. „Og á endanum var vatnið orðið það mikið að ísstíflan lyftist og flaut ofan á því. Undan rann vatnið með miklum krafti og niður á sandinn," segir hann. Tíðari hlaup næstu 10 árin „Ástæða þess að stíflan hélt var sú að gosið kom aðeins nokkrum mánuðum eftir hlaupið, sem var í apríl síðastliðnum. Það hlaup varð með venjulegum hætti en eftir það lokuðust allar veilur í ísstíflunni, eins og vera ber. Átta mánuðum síðar hófust eldsumbrotin í Vatna- jökli en þá hafði vatninu ekki enn tekist að bora sér leið í gegnum veilur og því voru allar vatnsrásir lokaðar undir stíflunni. Vatnið komst ekki út hina venjulegu leið heldur lokaðist inni þess í stað með fyrrgreindum afleiðingum. Helgi bendir hins vegar á að ef tvö eða þijú ár hefðu verið liðin frá síðasta hlaupi þegar eldsumbrotin urðu hefði þetta farið á annan veg. „Vatnið hefði sennilega aldrei náð að rísa svona hátt og hlaupið farið út með venjulegum hætti,“ segir hann. Helgi segir ennfremur að vegna eldsumbrotanna í Vatnajökli á síð- asta ári megi vænta tíðari hlaupa næstu tíu árin en undanfarinn ára- tug; annars vegar vegna aukinnar vatnssöfnunar og hins vegar vegna þess að hlaupið gæti við lægri vatns- hæð en áður, en mikilvægar breyt- ingar urðu á hæð ísstíflunnar í síð- asta hlaupi. „Stíflan er hins vegar enn svo löskuð að vatn getur ekki safnast fyrir í Grímsvötnum. Og á meðan þannig er, er ekki von á stór- um hlaupum,“ segir hann. „Ekki er unnt að spá fyrir með vissu um það hvenær ísstíflan grær og nær fyrri getu til þess að halda vatni. En við munum fylgjast með því hvenær það gerist og þannig hafa nokkurra mánaða fyrirvara um það hvenær næsta hlaup verður,“ segir hann ennfremur. Stapakenningin staðfest Þá segir Helgi að í gosinu hafi fengist endanleg staðfesting á svo- kallaðri stapakenningu, sem upp- runalega kom frá Guðmundi Kjart- anssyni, en hún gengur út á það að móbergsfjöllin á íslandi hafi myndast við gos undir jökli. „Surtseyjargosið var staðfesting á því að við gos í sjó mynduðust slíkir gtapar eins og til dæmis Dyr- hólaey og gaf ennfremur til kynna að stapar mynduðust við gos í jökli, því þar væru svipaðar aðstæður og í sjó; við gos undir jökli bráðnaði jökullinn þannig að í raun væri þetta eins og gos í vatni. Þarna gátum við fylgst með því í fyrsta skipti hvernig stapar verða til við gos undir jökli, en það hefur ekki verið hægt áður,“ segir Helgi að síðustu. FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 27 Konur verða oftast fyr- ír ofbeldi af hálfu maka Ný könnun á ofbeldi hér á landi sýnir að konur verða oftast fyrir ofbeldi inni á heimil- inu, af hálfu maka síns. Karlar eru hins veg- ar oftast beittir ofbeldi af ókunnugum. Skýringar kvenna sem beittar hafa verið ofbeldi á orsökum þess ofbeldis Afengisneysla Afbrýðissemi Skilnaður eða beiðni um skiln. Ágreiningur um fjármál Ágreiningur um börninl !■ «.tt% Alvarleg veikindi [3 7,1% Atvinnumissir [3 B,3% Meðganga H 4,5% Konur, giftar og fráskildar, sem orðið hafa fyrir ofbeldi Hlutfallsleg skipting eftir eðli ofbeldis og tengslum við þann sem beitti því 51 □ Hrinti, hristi eða slð B Sló með krepptum hnefa H3 Hrinti á húsgögn ■ Beitti grófu ofbeldi Núverandi Fyrrverandi Uppkomið Annar innan Okunnugur Annar utan maki maki barn fjöiskyldu fjölskyldu Karlar, giftir og fráskildir, sem orðið hafa fyrir ofbeldi Hlutfallsleg skipting eftir eðli ofbeldis og tengslum við þann sem beitti því □ Hrinti, hristi eða sló 11 Sló með krepptum hnefa 11 Hrinti á húsgögn ■ Beitti grófu ofbeldi % riXo o A__l Núverandi Fyrrverandi Uppkomið Annar innan Okunnugur Annar utan maki maki barn fjölskyldu fjölskyldu ORSTEINN Pálsson dóms- málaráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu nefndar, sem skipuð var árið 1995, um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum. í skýrslunni er meðal annars að finna niðurstöður víðtækrar könnunar, sem gerð var meðal 3.000 manna úrtaks í apríl á síðasta ári. Rannsókn nefndarinnar er fyrsta heildstæða rannsóknin á umfangi og prsökum heimilisofbeldis hér á landi. I skýrslu nefndarinnar er hugtakið heimilisofbeldi notað til lýsa „því ofbeldi sem konur og karlar verða fyrir af hálfu núverandi eða fyrrver- andi maka.“ í könnuninni var ekki spurt ein- vörðungu um heimilisofbeldi, heldur allt ofbeldi sem fólk hefði orðið fyr- ir, annars vegar síðastliðna tólf mán- uði og hins vegar á ævinni. Annars vegar var spurt hvort fólk hefði orð- ið fyrir „vægara“ ofbeldi, þ.e. verið slegið til viðkomandi, honum hrint eða hann hristur, og hins vegar hvort fólk hefði verið beitt „grófara“ of- beldi, þ.e. verið slegið með krepptum hnefa eða hlut, hrint á húsgögn, veggi eða niður tröppur. Grófara ofbeldi gegn konum Niðurstöður könnunarinnar sýna að alls voru 2,8% kvenna beittar ein- hvers konar ofbeldi síðastliðna 12 mánuði, en 9,4% karla. Ein kona af hundrað hafði verið beitt ofbeldi oft: ar en einu sinni en 6,7% karla. I helmingi tilfella höfðu konur verið beittar grófu ofbeldi. Jafnframt kom í ljós að þeir karlar, sem höfðu að- eins einu sinni verið beittir ofbeldi, urðu nær alltaf fyrir grófari gerð- inni. Ef hins vegar er litið á þá, sem urðu fyrir ofbeldi oftar en einu sinni, var nær alltaf um gróft ofbeldi að ræða á konunum, en aðeins í um helmingi tilfella hjá körlunum. Einnig var spurt hvort fólk hefði orðið fyrir ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka. Niðurstöðurn- ar sýna að 0,4% kvenna höfðu orðið fyrir slíku ofbeldi einu sinni sl. 12 mánuði en 0,9% oftar, samtals 1,3%. í hópi karlanna hafði 0,1% orðið fyrir ofbeldi af hálfu konu sinnar einu sinni á tólf mánuðum, en 0,7% oftar, samtals 0,8%. I niðurstöðunum kemur jafnframt fram að um 54% af þeim konum, sem höfðu verið beittar ofbeldi, urðu fyr- ir grófu ofbeldi, en um 38% af körlun- um. „Konur eru bæði fremur beittar ofbeldi [af völdum maka] og einnig oftar grófu ofbeldi," segir í skýrsl- unni. „Þegar þessar tölur eru um- reiknaðar og þeim beitt á fjölda kvenna og karla á aldrinum 18 til 65 ára sést hversu um- fangsmikið vandamálið er. Niðurstöðuna er því hægt að setja fram þannig að tæplega 350 konur hafi á seinasta ári verið beittar ofbeldi einu sinni af núver- andi eða fyrrverandi eigin- manni eða sambýlismanni. Enn stærri hópur kvenna, um 750 konur, hafa mátt þola ofbeldi af völdum eiginmanns síns oftar en einu sinni og bendir það til þess að þær búi við ofbeldi... Samtals hafa því á bilinu 1.000 til 1.100 konur mátt þola ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi eiginmanns eða sambýl- ismanns á síðasta ári, en um 650 karlar hafa verið beittir ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka.“ I könnuninni var einnig spurt hvort fólk hefði orðið fyrir ofbeldi einhvern tímann á ævinni og niður- stöðurnar m.a. bornar saman við danskar tölur. Hlutfallslega fleiri ís- lenzkar konur og karlar hafa orðið fyrir ofbeldi en danskir karlar og konur, en það á hins vegar ekki við um grófasta ofbeldið. „Má því leiða líkur að því að þrátt fyrir að ofbeldi virðist algengara hér á landi en í Danmörku sé það síður eins gróft,“ segir í skýrslunni. Færist ofbeldi í vöxt? Er litið er á ofbeldi, sem karlar segjast hafa verið beittir á ævinni, kemur fram að algengast er að karl- ar á aldrinum 18-24 ára segist hafa verið beittir ofbeldi. Hlutfall þeirra sem segjast hafa verið beittir ofbeldi fer lækkandi með aldri, en nefndin segir að búast hefði mátt við hinu gagnstæða. „Þessar niðurstöður gætu því bent til þess að ofbeldi fari vaxandi hér á landi. Á hinn bóginn gleyma menn ýmsu þegar þeir eldast og segja þess vegna ekki frá löngu iiðnum atburðum. Þá er rétt að vekja athygli á því að hér kann að vera munur á milli kynslóða í þá átt að eldri karlmenn eigi erfiðara með að viðurkenna að þeir hafi verið beittir ofbeldi," segir í skýrslu nefndarinn- ar. Fram kemur að algengast er, þeg- ar konur verða fyrir ofbeldi, að nú- verandi eða fyrrverandi maki sé ger- andinn. Af konum, sem hafa orðið fyrir „vægara“ ofbeldi tilgreina 37% fyrrverandi maka og 24% núverandi maka, en 25% ókunnuga. Svipað er uppi á teningnum varðandi grófara ofbeldi. Aðeins 4% karla, sem orðið hafa fyrir „vægu“ ofbeldi sögðu núverandi maka hafa ráðizt að sér og 6% til- greindu fyrrverandi maka en 85% ókunnuga. „Þessar niðurstöður styðja rannsóknir sem sýna að karlar eru frekar beittir ofbeldi af ókunnug- um en konur verða hins vegar fyrir ofbeldi af völdum þeirra sem þær þekkja," segir í skýrslunni. Ef litið er á allan svarendahópinn, segjast um 14% kvenna hafa verið beittar ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka einhvern tímann á ævinni og voru 7% beittar grófu of- beldi. Hins vegar hafa tæplega 4% karla verið beittir ofbeldi af hálfu maka og 1% grófu ofbeldi. Mismunandi skilgreining kynjanna á ofbeldi Svör fólks við því hvort það hafi beitt aðra ofbeldi eru athyglisverð. Um það bil helmingi fleiri konur en karlar segjast hafa beitt maka sinn ofbeldi, eða 4% á móti 2%. Þessi nið- urstaða gengur þvert á tölur um það hversu marg- ir hafi orðið fyrir ofbeldi og segja skýrsluhöfundar hana renna stoðum undir að kynin líti ofbeldi ólíkum augum. Þannig megi leiða líkur að því að karlmenn líti ekki á minniháttar líkamsárásir sem ofbeldi, hvort heldur þeir verði fyrir þeim eða beiti sjálfir slíku of- beldi. „Konur hafa því ef til vill önnur viðmið en karlar um það hvað sé ofbeldi. Félagsmótun kynjanna er ólík þar sem drengir eru aldir upp við að sýna sjálfstæði, áræði og dirfsku í meira mæli en stúlkur, sem eiga að sýna mildi og hlýju og koma sér hjá líkamlegum átökum. Þetta gæti bent til þess að konur hafi víð- ari skilgreiningu á ofbeldi en karl- ar,“ segja skýrsluhöfundar. Fram kemur að ofbeldi sé oft beitt í sjálfsvörn og að algengara sé að konur en karlar geri það. í um 35% tilvika sögðu konurnar að ofbeldi gegn eiginmönnum eða fyrrverandi maka hefði verið í sjálfsvörn, en um 20% karla höfðu svipaða sögu að segja. Engar einfaldar skýringar Konur, sem höfðu orðið fyrir of- beldi af hálfu maka síns, voru spurð- ar um orsakirnar og má sjá svörin á meðfylgjandi mynd. í skýrslunni kemur fram að þrennt virðist einkum koma til er ofbeldi er beitt; í fyrsta lagi fjárhagslegt og félagslegt ör- yggisleysi, t.d. vegna atvinnumissis eða beiðni um skilnað, í öðni lagi barnsburðarhlutverk konunnar, sem verður sumum karlmönnum tilefni til ofbeldis, og í þriðja lagi afbiýði- semi og áfengisneyzla. Um síðast- nefnda þáttinn segja skýrsluhöfund- ar: „Skaðsemi áfengisneyzlu er vel þekkt og misnotkun áfengis er viður- kennt vandamál í íslenzku þjóðfé- lagi. Þeir sem beita ofbeldi og þeir sem verða fyrir því hafa því oft sömu viðhorf. Bæði ofbeldismaður og brotaþoli eiga því auðvelt með að grípa til áfengis sem sökudólgs og gefa því vægi í skýringum á ofbeldi. Þess vegna er hætta á að of mikið sé gert úr sambandi milli áfengis og ofbeldis en ekki beint nægilegri at- hygli að öðrum veigamiklum orsök- um ofbeldis." Nefndin segir að engar einfaldar skýringar á heimilisofbeldi séu til. Ekki nægi að leita skýringa í ein- staklingsbundnum einkennum og fé- lagslegum aðstæðum þeirra kvenna, sem hafi verið beittar ofbeldi. „Skoða þarf hvernig sambandi og hlutverk- um kynjanna er háttað í samfélaginu og hvernig þeim er viðhaldið ... Jafnframt skal undirstrikað að það er alltaf minnihluti karla sem beitir slíku ofbeldi, flestir sem búa við sömu aðstæður beita því ekki,“ segir í skýrslunni. Alvarlegar afleiðingar Fram kemur að áhrif ofbeldis á konur, fyrir utan beina áverka, eru . margvísleg. Nefndin greinir áhrifin i í þrennt; í fyrsta lagi langtímaáhrif ■ á borð við það að konur skammast ; sín, hafa sektarkennd, sjálfstraustið minnkar og þær fá kvíðaköst, í öðru lagi skammtímaáhrif á borð við reiði, þunglyndi, ótta, áhyggjur af börnun- um og svefnleysi, og í þriðja lagi öryggisleysi, sem komi m.a. fram í því að konur verði tortryggnari í garð annarra og eigi erfiðara með að tengjast þeim tilfinningaböndum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að alls hafa 23% kvenna, sem orðið hafa fyrir ofbeldi, notað áfengi í því skyni að jafna sig, tæplega 20% höfðu tekið inn lyf í sama tilgangi og um 3% sögðust hafa notað fíkni- efni. „Lyfin eru væntanlega notuð að læknisráði en áfengisnotkunin! bendir til þess að sumar kvennanna hafi ekki fengið hjálp frá utanaðkom- andi aðilum,“ segir í skýrslunni. „Áframhaldandi áfengisneyzla í því skyni að lækna alvarleg sálræn ein- kenni er ekki líkleg til að leysa vand- ann heldur má búast við að hún auki á hann.“ Ofbeldi al- gengara en vægara en í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.