Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Sigríður Krist- ín Kristjáns- dóttir (Siddý) var fædd á Akranesi 7. janúar 1939. Hún lést á heimili sínu, Birkihæð 2 í Garðabæ, laugar- daginn 8. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Vilborg Þjóðbjarn- ardóttir, ættuð frá > Borgarfirði, f. 2. janúar 1902, d. 12. júlí 1984, og Krist- ján Ásmundur Þor- steinsson, kenndur við Kjaran- staði við Akranes, f. 20. nóvem- ber 1908, d. 16. ágúst 1989. Sammæðra bræður Sigriðar voru Valdimar Indriðason, fyrrverandi alþingismaður og framkvæmdastjóri á Akranesí, f. 9.9. 1925, d. 9.1. 1995, maki Ingibjörg Ólafsdóttir, og Óskar Indriðason, vélfræðingur, f. 9.9. 1930, maki Selma Júlí- usdóttir. Hinn 30. nóvember 1960 gift- -y ist Sigríður eftirlifandi manni sínum, Jóni Otta Sigurðssyni, tæknifræðingi, f. 26. nóvember 1934. Foreldrar hans voru Sig- urður Jón Jónsson, skipstjóri, f. 12. febrúar 1899, d. 17. maí 1963, og Margrét Ottadóttir, f. 3. september 1901, d. 27. júlí 1980. Son- ur Sigríðar og Jóns Otta er Sigurður Jón Jónsson, raf- magnstæknifræð- ingur, f. 6. október 1961, maki Guðný Jónsdóttir, matar- fræðingur, f. 12. aprfl 1961. Synir þeirra eru Jón Otti, f. 1985, og Pálmar, f. 1990. Sigríður lauk gagnfræðaprófi frá Akranesi 1956. Hún fór tii Englands 1957 og nam ensku og verslunarfræði. Hún starfaði hjá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna 1958-1961 og síðan í mörg ár við skrifstofu- störf hjá Isarn hf. Sigríður lauk röntgentæknaprófi 1980 og starfaði sem röntgentæknir á Landakoti frá 1980-1985 og síð- an á röntgendeild Krabbameins- félags íslands til dauðadags. Sigríður gekk í Oddfellowregl- una árið 1977 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan hennar. Hún var undirmeistari Rebekkustúku nr. 4 þegar hún féll frá. Utför Sigríðar Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku systir. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur á þessari kveðjustund. Ég ætla ekki að vera með neina langloku því ég veit að það er þér ekki að skapi, v Siddý mín. Allt frá þeim degi að þú fæddist í þennan heim varst þú algjör sólar- geisli okkar bræðranna. Eg var þá á níunda ári og Valdi bróðir okkar fímm árum eldri. Mjög fljótlega komu í ljós með- fæddir eiginleikar hjá þér, en einn þeirra var að gera lítið úr eigin ágæti, vilja sem minnst um það tala en aftur á móti halda hátt á lofti ágæti annarra. Mér kemur í huga smá atvik sem átti sér stað þegar þú hefur verið íjögurra eða fímm ára gömul. Mamma hafði saumað á þig íslensk- an búning sem þér fannst mikið til koma og vera mjög fínn. Mikil vin- “ kona okkar bjó í næsta húsi á Vest- urgötunni á Akranesi. Þú máttir til með að sýna Mekkín vinkonu þinni hvað búningurinn væri fínn. Þegar Mekkín sér þig segir hún: „Mikið ljómandi ertu fín, Siddý mín.“ Eftir smá umhugsun læddist upp úr þeirri stuttu. „Nei, ég er ekkert fín, ég er bara þokkaleg." Þetta var þitt rökrétta upphaf að því lítillæti sem einkenndi þína fram- komu allt frá bernsku til æviloka. Elsku Siddý mín, það er svo ótal- margt sem ég stend í þakkarskuld við þig með. Eg átti sjálfur við mikla vanheilsu að stríða og þá fann ég hvað ég átti mikla perlu fyrir systur þegar ég naut þinnar hjálpar og þíns manns. Einnig þakka ég þá ást og umhyggju sem þú ævinlega hefur veitt Kristjáni syni mínum frá fæð- ingu fram til þess að þú kvaddir þennan heim. Elsku Siddý mín, að lokum þetta. Kveðjustund sem þessi er jafnan erfíð. Maður sættir sig ekki við að leiðir skilji en fær víst engu ráðið í þeim efnum. Ég bið því góðan Guð um að veita þann styrk og blessun sem þörf er á þeim sem um sárast eiga að binda við fráfall þitt, þeim Jóni Otta eiginmanni þínum, synin- v um Sigurði Jóni, tengdadótturinni Guðnýju og litlu sonarsonunum Jóni Otta og Pálmari. Guð geymi jkkur öll. Óskar Indriðason. Elsku Siddý okkar. Það er sárt að horfast í augu við að þú hafir kvatt jarðarsviðið og fá ekki að / njóta þinnar elsku á þann veg áfram. Ég veit að skarð þitt verður aldrei fyllt nema með fögru ljósi minninga sem aldrei féll neinn skuggi á. Þetta er stórt sagt en satt. Þegar ég kynntist þér fyrst í febr- úar 1954 var ég að koma í fyrsta skipti á Akranes sem unnusta yngri bróður þíns, aðeins 16 ára gömul. Þú stóðst á bryggjunni til að taka á móti okkur, aðeins nýorðin fímmt- án ára. Ég hafði aldei séð þig áður en ég þekkti þig strax. Þú ljómaðir af fegurð bæði innan frá og líkam- lega. Frá þessari stundu urðu þú og fjölskylda þín mjög stórt afl í lífí mínu. Daginn áður hafði Ing- veldur, yngsta barn Valda bróður þíns og Ingibjargar, fæðst. Þennan sólargeisla þurftum við öll að kveðja fyrir fímm árum. Fyrir tveimur árum kvöddum við svo Valda okk- ar. Siddý mín, þetta var þér mikil sorg en þú stóðst með þínum glæsi- brag og studdir við alla. Þú hefur á liðnum árum kvatt ótrúlega marga nána ættingja og vini, sem hafa farið langt um aldur fram, án þess að bogna og alltaf verið stuðningur þeirra sem eftir stóðu. Nú erum það við hin sem reynum að standast það stóra áfall að þú sért ekki við hlið okkar hérna megin en við reynum að fylgja þinni reisn og kærleika. Siddý mín, Guð gaf þér í vega- nesti ótrúlega líkamlega fegurð frá fyrstu tíð. Þér var líkt við frægar fagrar leikkonur. Þér var líka út- hlutað góðum gáfum og miklum kærleika til alls mannlífsins, en fjöl- skyldan naut þó fyrst og fremst góðs af honum og vinir. Þegar ég lít yfír farinn veg fínnst mér ótrúlegt hvað þér hefur tekist í gegnum öll þín æviár að gera allt með rökvísi en um leið með ótrúleg- um kærleika. Það var sama hvar heimili þitt var uppbyggt, það var alltaf þannig að þar var gott að koma og vera en aldrei virtist þú hafa mikið fyrir hlutunum. Þeir voru einfaldlega gerðir og það ótrú- lega vel. Þú ólst upp við að taka alla tíð tillit til veikinda stórbrotinnar móð- ur. Þú áttir föður sem var einstakur í skapgerð og umvafði allt í kær- leika. Þú hélst verndarhendi yfir þeim allt fram á endadægur. Þegar þú svo giftist Jóni þínum var sama virðing gagnvart hans foreldrum og foreldraheimili. Þú virtist alltaf hafa tíma fyrir bræður þína og tengdabróður. Tengdasystur og börnin öll fengu einnig stuðning þinn ómældan og virtist þér verða auðvelt að breiða kærleika þinn yfir fjölskyldurnar á undraverðan hátt. Einnig áttu hinir mörgu nánu vinir ykkar Nonna skjól á heimili ykkar hvort sem það var í blíðu eða stríðu, en þessi hópur var ótrúlega stór og náinn. Hvar sem þið Nonni byggðuð upp heimili var það gott og fallegt. Þið byijuðuð á Sundlaugaveginum í lít- illi íbúð en þar var oft mannmargt. Þið byggðuð síðan glæsilegt hús í Safamýri með Helga og Erlu þar sem fyrst kom fram ykkar ótrúlegi listasmekkur og rökvísi. Mér þótti mjög gaman að fylgjast með hvem- ig þið gátuð sameinað þá listakrafta sem bjuggu í vinunum Nonna, Þor- keli arkitekt og Sverri listasmið. Nonni sá um rafmagnið með hjálp meistara, Þorkell um teikningu inn- anhúss og Sverrir um smíði. Síðan komst þú, Siddý mín, með þinn glæs- ismekk og sameinaðir þetta á ótrú- legan hátt. Það mætti ætla að ekki mætti ganga um svona falleg híbýli nema með varúð en svo var ekki. Þama var alltaf mannmergð og öllum leið vel. Annað heimili ykkar var í Borg- arfírðinum í undurfallegu umhverfí. Allt var þar líka með sama brag. Smekkvísi, útsjónarsemi, fegurð, kærleiki og gestrisni. Nú síðast byggðuð þið drauma- húsið á Birkihæð 2, Garðabæ. Þetta hús er líkast listaverki. Þar var allt sameinað á ný. Kraftar Nonna, Þor- kels, Sverris og þínir, Siddý mín, ásamt mörgum öðmm völdum hag- verksmönnum. Kærleikurinn og gestrisnin voru þau sömu og alltaf var þar opið hús öllum bæði til gleði og stuðnings. Elsku Siddý, allir sem vora las- burða í fjölskyldu ykkar Nonna eða gamalsaldur var farinn að hijá fengu ykkar athygli og heimsóknir. Þú valdir þér starf þar sem þú reyndir að leggja lið við að uppræta eða lina þjáningar þeirra sem hafa fengið þann illvíga sjúkdóm krabbameinið. Allir sem þú aðstoðaðir róma hversu kærleiskrík og þolinmóð þú varst í starfí þínu sem röntgentæknir. Margir ættingjar og vinir þínir hafa látið lífíð vegna þessa vágests og oft vissir þú meir en aðrir hvað fram- undan var hjá þeim sem fengu hann til sín. Alltaf stóðst þú sem klettur við hlið þeirra. Fyrir um það bil ári komstu til mín og sagðir mér að nú væri kom- ið að þér sjálfri. Þetta var okkur öllum mjög stórt áfall en þú gekkst í gegnum þennan dóm svo reist og falleg að við munum aldrei gleyma þeirri tign. Þú hélst fegurð þinni fram á síðustu mínútu. Þú ræktaðir huga þinn og líkama eins og þú ræktaðir allt annað í þinni ábyrgð og návist. Þú vannst fram á það síðasta við að hjálpa þeim sem hinn illvígi sjúkdómur hijáði. Þú stýrðir fundi hjá Oddfellowreglunni þar sem tekin var fyrir hjálp við dauðvona sjúklinga og ættmenn þeirra. Hafði þetta verið þér mikið hjartans mál. Síðar sama dag var þér ekki stætt lengur og fórst þú á sjúkrahús þar sem upp kom að sjúkdómur þinn var kominn á mjög hátt stig. Siddý mín. Ég álít að Guð hafí leyft þér vegna áunninna verðleika að fá að fara fljótt og fá að halda fegurð reisn og ótrúlegum kærleika fram á síðasta dag. Þú kvaddir okkur eins fagurlega og hægt er að gera. Þú kvaddir á eigin heimili í faðmi fjölskyldu þinn- ar. Þú varst blessuð bæði fyrir og eftir brottför þína bæði af yndisleg- um Guðsmanni og fjölskyldu. Einnig vora við hlið þína læknar og hjúkr- unarkona sem veittu þér bæði vin- áttu og fagmennsku eins og hún fegurst getur orðið. Guð gaf þér mikið en þú sýndir að þú varst verð- ug þeirra gjafa. Guð líknaði þér á undursamlegan hátt þegar ekki var stætt lengur. Elsku Nonni minn, þér var gefið, verðskuldað, ótrúlega mikið þegar þú fékkst Siddý fyrir eiginkonu. Missir þinn er því mikill en ljósið sem hún skilur eftir mun hjálpa þér því það lýsir upp alla skugga. Eftir er sameiginlegur Ijársjóður ykkar sem er sonur ykkar, tengdadóttir og synir þeirra Pálmar og Jón Otti. Eitt ljósið í viðbót mun líta dagsins ljós innan fárra daga. Ég bið Guð um að styrkja ykkur og hjálpa í gegnum þessa raun. Við vitum öll að Siddý lifir á öðra til- verastigi og endurfundir verða. Selma. Það er gamlárskvöld. Árið 1997 gengur í garð og undir fögrum, flug- eldaprýddum miðnæturhimninum föðmumst við frænkumar og óskum hvor annarri gleðilegs árs. „Þetta ár leggst vel í mig, þetta verður gott ár,“ sagði ég. „Ég er sammála, þetta verður gott ár,“ sagði Siddý, og við héldum brosandi aftur inn á fallega heimilið hennar og Nonna á Birkihæð 2, þar sem fjölskyldan var saman komin að venju til að halda upp á áramótin. En skjótt skipast veður í lofti. Síðasta ár var erfítt fyrir Siddý. Hún greindist með krabbamein í brjósti í mars sl., en eftir aðgerð og meðferð benti allt til þess að komist hefði verið fyrir meinið. En því mið- ur reyndist svo ekki vera. Með ógn- arhraða gaus sjúkdómurinn upp á ný og á rúmum hálfum mánuði var lokabaráttan háð. Enn einu sinni sitjum við og læknavísindin með langan spumingalista fyrir framan okkur. Hvemig, hvað, hvar, hvenær, hvers vegna? Lítið verður um svör. Spurningamar færast síðan yfír á persónuna og tilgang lífsins yfír- leitt. Hvers vegna hún? Hvers vegna enn eitt skarð í fjölskylduna? Hvers vegna era gersemar eins og Siddý teknar burtu langt fyrir aldur fram? Hefur það einhvem æðri tilgang? Bíða verðugri verkefni? Er það bara eigingimi í okkur sem eftir eram, að vilja ekki missa slíkar perlur? Já, hún Siddý var gegnheil perla. Yst sem innst geislaði af henni og þeir sem kynntust henni urðu rík- ari. Ég var alltaf montin að eiga þessa yndislegu frænku, sem var ekki bara systir hans pabba heldur var hún mér einnig sem önnur móð- ir, systir og vinkona. Fyrstu minningar tengjast Siddý uppi á Akranesi sem stóru frænku sem átti gítar, kunni fullt af skáta- lögum og vann meira að segja í sjoppu! Síðar flutti hún suður, giftist Nonna, og þegar Siggi fæddist fékk ég að passa hann eitt sumarið. Ekk- ert var flottara á þeim tíma en að vera 12 ára í vist í Reykjavík! Árin liðu, ég fór suður í menntaskóla og bjó þá hjá Siddý og Nonna í Safa- mýrinni. Aldrei gæti ég þakkað Siddý fyllilega fyrir þau ár. Hvemig hún annaðist ófríska menntaskóla- stelpuna frænku sína, hvemig hún hugsaði um Valdimar eins og sinn eigin son, og átti þar með stóran þátt í að ég gat klárað skólann. Ómetanlegt í alla staði! Ætíð síðan hefur heimili Siddýjar og Nonna verið mér og fjölskyldu minni sem annað heimili. Þar var alltaf tími, skilningur og góðvild til staðar. Þar var mikið skrafað, brall- að, hlegið og mörgum góðum fræ- kornum sáð, ekki síst í sál drengj- anna minna Valda og Óla Más, sem eiga margar sínar bestu minningar tengdar Siddý og Nonna. En við voram ekki þau einu sem fengum að njóta góðmennsku Siddýjar. Allir í fjölskyldunni dýrkuðu hana og hún var fasti punkturinn í tilverunni fyr- ir flest okkar. Siddý mátti ekkert aumt sjá og þar sem eitthvað bját- aði á var hún mætt, ávallt tilbúin að gefa af sér, hjálpa og hug- hreysta. Móðir mín, Ingibjörg, þakk- ar henni sérstaklega allt sem hún hefur verið henni og fjölskyldunni alla tíð. Hún þakkar stuðning í blíðu og stríðu, í gleði og sorg. Veröldin hefur núna breyst, hún er fátækari eftir að Siddý er farin. í eigingirni minni mun ég sakna heimsóknanna, símtalanna og allra smáatriðanna sem strax era orðin stór. Lífíð heldur samt áfram. Árið leggst samt ekki eins vel í mig og á gamlárskvöld, en kannski verður þetta gott ár fyrir Siddý. Hvað vitum við? Við biðjum og vonum að svo verði. Guð geymi þig, elsku Siddý. Takk fyrir allt. Ása María Valdimarsdóttir. Líkn með þraut. Hugprúð og gjörvuleg kona er látin, eftir snarpa baráttu við þann sjúkdóm, sem hún sjálf helgaði starfskrafta sína gegn, árum saman. Sigríður K. Kristjánsdóttir, röntgentækni, kynntumst við hjónin síðla árs 1984, þegar við fluttumst með börnum okkar á neðri hæðina í Safamýri 19 í Reykjavík. Þar höfðu þau Jón Otti búið á efri hæð- inni frá því þau reistu húsið ásamt bróður hans um tveimur áratugum fyrr. Allt skipulag, viðhald og um- gengni sameignar hússins, utan veggja sem innan, bar eigendum þess fagurt vitni. Sama gegndi um íbúð þeirra Sigríðar og Jóns, enda vora þau afar samhent og áttu eflaust mestan þátt í þeirri hefð, sem ríkti í húsinu. Er skemmst frá því að segja, að þau hjón urðu okk- ur fjölskyldunni stoð og stytta á margan hátt, unz þau fluttust í' nýja raðhúsið sitt á Birkihæð í Garðabæ fyrir nokkram árum. Ekki leið á löng þar til Sigríður tengdist mér á allt annan og kannski óvæntan hátt, þegar hún sótti um starf á röntgendeild Krabbameinsfélagsins, sem þá var í undirbúningi og var síðan tekin í notkun hinn 6. maí 1985. Þótt ekki hefði ég nein bein kynni af námi Sigríðar né störfum fram að því, virtist mér ljóst af stuttri viðkynn- ingu, að hún hefði marga þá kosti til að bera, sem hæfðu vel því vandasama starfi að sinna röntgen- myndatöku á brjóstum kvenna. Hún varð því önnur tveggja röntgen- tækna, sem hófu störf þennan dag, sá eini sem hefur unnið þar alla tíð, og þurftum hvorki ég né félag- ið að sjá eftir þeirri ráðningu. Sig- ríður varð einn aðalburðarásinn í starfsemi deildarinnar, var m.a. deildarstjóri röntgentækna um tíma, og stóð meðan stætt var. Mannkostir hennar, ekki sízt hátt- vísi, hlýja og hluttekning, komu sér vel í samskiptum við þær viðkvæmu og óttaslegnu konur, sem leituðu rannsókna vegna gruns um ilikynja mein í brjósti, og tengsl hennar við annað starfsfólk félagsins, utan deildar sem innan, vora til fyrir- myndar. Haustið 1987, nánar tiltekið hinn 2. nóvember, urðu kaflaskipti í sögu Leitarstöðvar krabbameinsfélags- ins og sjúkdómsforvarna á íslandi, þegar röntgendeildin hóf formlega hópleit að bijóstakrabbameini í ákveðnum aldurshópum kvenna á Reykjavíkursvæðinu, samkvæmt samningi við heilbrigðisráðúneytið um samtengda leit að legháls- og bijóstakrabbameini á öllu landinu. Undirbúningur var löngu hafinn að slíkri leit úti á landi, og átti Sigríð- ur töluverðan þátt í honum. Þannig var hún sjálfkjörin til starfa í til- raunaleit okkar í gömlu heilsu- gæslustöðinni í Laugarási vorið 1987, sem mjög góðar minningar eru tengdar þrátt fyrir knappt hús- næði. Sigríður tók síðan þátt í fyrstu formlegu leitinni utan Reykjavíkur, í Borgarnesi í mars árið eftir, og starfaði alla tíð eftir það víða um land, við misjafnar aðstæður, milli þess sem hún vann á deildinni í Reykjavík. Árlegri leitarferð okkar til Akra- ness, hinna kæru æskustöðva Sig- ríðar, er nýlokið, án þátttöku henn- ar í fyrsta sinn. Sjálf lagði hún upp í þá ferð, sem fyrir öllum liggur, fyrr en allir hefðu kosið. Við starfs- félagarnir minnumst með söknuði dugandi, glaðværrar og heilsteyptr- ar konu með markvissan, jákvæðan lífsstíl og þroskað fegurðarskyn. Undir lokin valdi hún að hvílast heima í faðmi fjölskyldunnar og fá líknarmeðferð fagfólks frá Heima- hlynningu krabbameinsfélagsins, sem hún þekkti vel og treysti. Við hjónin, starfsfólk röntgen- deildar og annað samstarfsfólk hjá Krabbameinsfélagi Islands færum ástvinum Sigríðar öllum innilegar samúðarkveðjur. Baldur F. Sigfússon. • Fleiri minningargreinar um Sigríði Kristjánsdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.