Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGMARINGI TORFASON + Sigmar Ingi Torfason var fæddur á Hofi í Norðfirði 15. ágúst 1918. Hann lést á heimili sínu Arnars- íðu 6b á Akureyri 4. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Torfi Hermannsson, bóndi á Hrafna- björgum í Hjalta- staðaþinghá, og Jó- hanna [ngibjörg Sigurðardóttir, húsfreyja. Sigmar kvæntist 1. ágúst 1943 Guðríði Guðmundsdóttur frá Kolsholts- helli í Flóa. Hún er kennari og var skólastjóri og oddviti í Skeggjastaðahreppi. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Ingi- björg, forstöðukona Hrafnistu í Reykjavík og guðfræðinemi. Maki Kristmundur Skarphéð- insson, stýrimaður, þau eiga tvo börn. 2) Stefanía, verslunar- maður á Akranesi. Maki Helgi Sigurðsson verslunarstjóri á Akranesi. Börn þeirra þrjú. 3) Valgerður, handavinnukennari í Reykjavík. Maki Steingrímur Sigurjónsson, byggingafræð- ingur. Börn þeirra þrjú. 4) Marta Kristín, sérkennari á Egilsstöðum. Maki Asgrímur Þór Ásgrímsson verslunarmað- ur. Börn þeirra þrjú. 5) Aðal- björg, bókasafns- fræðingur og hér- aðsskjalavörður á Akureyri. Fyrri maki Jóhann Gunn- ar Ásgrímsson, við- skiptafræðingur í Reykjavík. Þau skildu. Börn þeirra tvö. Seinni maður Björn Sverrisson kennari á Akureyri. Barn þeirra eitt. 6) Guðmundur, deild- arstjóri hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur. Maki Harpa Asdís Sigfúsdóttir fé- lagsfræðingur. Barn þeirra eitt. Sigmar varð stúdent frá MA 1940 og cand. theol. frá HÍ 27. jan. 1944. Vígðist til Skeggja- staða 18. júní 1944 og var prest- ur þar til 1988. Aukaþjónustu hafði hann i nágrannapresta- köllum öðru hvoru, lengst í Hofsprestakalli í Vopnafirði. Prófastur í Múlaprófastsdæmi var hann 1965-88. Hrepps- nefndarmaður og oddviti um skeið. Sýslunefndarmaður lengi. Arið 1995 kom út bók eftir sr. Sigmar, Skeggjastaðir. Kirkja og prestar 1591-1995. Útför sr. Sigmars fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann var Austfírðingur að ætt og uppruna. Hann kom til Akur- eyrar vorið 1937 til að taka gagn- fræðapróf í MA. Hafði verið í skóla Austanlands og lesið utanskóla. Okkur sem fyrir vorum í bekknum gast strax vel að þessum prúða og yfirvegaða pilti. Síðan urðum við samferða í MA til stúdentsprófs vorið 1940. Þá brautskráðust 38 stúdentar og nú 1997 er nákvæm- lega helmingur þeirra horfinn héð- an. Sigmar var góður námsmaður. Hann var afburða íslenskumaður og snjall í latínu. Reyndist góður félagi, hógvær og traustur. Var næmur á skoplega hluti og kunni að gera gaman að ýmsu, en ævin- lega á háttprúðan veg. Því var gott með honum að vera og eiga vináttu hans. Fjórir okkar bekkjarfélaga urðum æði samrýndir þessi ár. Minnist ég margra stunda með þeim, sem eru sannarlega dýrmæt- ar í minningunni. Við stúdentspróf var margt rætt um framtíðina. Við héldum flestir að Sigmar færi í ís- lenskunám. Þar hefði hann eflaust gert góða hluti. En til heilla fyrir íslenska kirkju valdi hann guðfræði eins og við flest. Við vorum sjö úr bekknum sem fórum í guðfræði- nám. Reyndar þó átta, því að Pétur Sigurgeirsson biskup var með okkur í bekk fram á vetur í fimmta bekk, og höfumvið alltaf talið hann einn af okkur. í guðfræðideildinni tengd- umst við gömlu félagarnir úr MA enn traustari höndum, ekki aðeins við í guðfræðináminu heldur héldu samstúdentar okkar vel hópinn. Þá strax var komið saman árlega og haldin hátíð og hefur það haldist allt til þessa. Arshátíðin er venju- lega haldin í Reykjavík, nema á stórafmælum, þá hér á Akureyri. Síðasta veturinn er við vorum í háskólanum bjuggum við á Nýja Garði. Sigmar þá kvæntur maður. Mörg kvöld var hópur stúdenta í kvöldkaffi hjá Sigmari og Guðríði. Margt var spjallað og gert að gamni sínu. Gestrisni þeirra kom þá þegar í ljós og hefur haldist æ síðan. Mörgum til ánægju og blessunar. Eftir að námi lauk var tekið að hugsa um framtíðarstarf. Við vor- um níu sem tókum prestvígslu 18. júní 1944 í Dómkirkjunni. Aldrei hafa fleiri verið vígðir saman. Nú eru aðeins tveir eftir, undirritaður og sr. Guðmundur Guðmundsson fyrr prestur á Útskálum. Sigmar og Guðríður fluttu strax eftir vígslu Sigmars austur að Skeggjastöðum í Bakkafirði. Bjuggu þar rausnarbúi allt til 1988, er Sigmar varð að hætta sakir ald- urs. Fluttu þau hjónin þá til Akur- eyrar. Prestakallið þótti rýrt og af- skekkt. En Sigmar tók fljótt ást- fóstri við staðinn og fólkið í presta- kallinu. Þegar þau komu í Skeggja- staði var þar gamalt hús og þæg- indi lítil. Samgöngur erfiðar, ekki bílvegur út úr sveitinni. En ungu hjónin létu ekki bugast, heldur tóku að vinna við að laga og bæta. Búskap höfðu þau alltaf. Sigmar var góður bóndi, ágætur verkmaður og skepnuhirðir góður. Þau létu ekki deigan síga. Voru Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. samhent og erfiðuðu við að verða efnalega sjálfstæð. Prestlaunin voru mjög lág. Enda ætlast til að presturinn hefði búskap. - Gaman og fróðlegt var að ræða við Sigmar um búskapinn, um ræktun, um vél- væðingu og um fleira er að búskap laut. Hann var svo vel heima í þessu öllu og naut þess að vinna að því og ræða um það. Sigmar naut þess einnig að fara á bátnum sínum út á fjörðinn og draga fisk í soðið. Þau hjón tóku alla tíð mikinn þátt í allri starfsemi sveitarinnar. Hann varð hreppsnefndarmaður mjög fljótt og oddviti í nokkur ár. Formaður Búnaðarfélagsins, for- maður skólanefndar og formaður stjórnar bókasafns hreppsins og bókavörður al)a tíð. Hann lagði fram krafta sína að efla atvinnulíf í hreppnum. Vann að öllum fram- faramálum þar. Hann hafði einka- skóla á heimili sínu í nokkur ár. Barnaskólinn var lengi á heimili þeirra. Guðríður var skólastjórinn, en Sigmar kenndi líka. Sýslunefnd- armaður var Sigmar í áratugi. Vann hann þar gott starf til styrktar sveit sinni og héraði. Þegar hann hætti oddvitastörfum tók Guðríður við og hafði það starf á hendi uns þau fluttu burt úr sveitinni. Þótt Sigmar tæki svo mjög þátt í störfum fyrir sveit og sýslu van- rækti hann aldrei preststarfið. Hann var ágætur barnafræðari og góður predikari. Húsvitjaði og sinnti söfnuði ágætlega. 011 prestverk framkvæmdi hann af öryggi og feg- urð. Söngmaður góður og átti létt með að semja. Hann var því dáður af sóknarbörnum sínum sem prest- ur ekki síður en drifkraftur í flestum málum sveitarinnar. Aukaþjónustu hafði hann sérstaklega í Hofs- prestakalli í Vopnafirði í mörg ár, þó ekki samfellt. Einnig í Sauðanes- prestakalli í tæpt ár. Samgöngur voru erfiðar og þurfti dugnað til að geta sinnt þessu. En aldrei brást Sigmar, alltaf mættur á réttum tíma, nema óveður hamlaði. Prófastur var hann í tæpan aldar- fjórðung og rækti það starf vel. Sumarið 1987 vísiteraði ég, sem settur biskup Islands, Múlapróf- astsdæmi. Eg hóf vísitasíuna á Skeggjastöðum og hlutum við hjón- in og fylgdarlið okkar afburða mót- tökur hjá prófastshjónunum. Síðan var farið í hverja sókn prófasts- dæmisins, predikað í hverri kirkju og rætt við sóknarfólk. Með í för voru prófastshjónin og var það mik- ilsvirði. I þessari ferð buðu þau okkur í sumarbústað á Hrafna- björgum. Þar höfðu þau reist mynd- arlegan bústað í norskum stíl úr rekaviði. Þarna dvöldu þau oft á sumrin eftir að þau fluttu til Akur- eyrar. Ég fann á þessum ferðum hve mikilsmetinn prófasturinn þeirra var og vinsæll vel. Við hjónin eigum margar góðar minningar frá þessum dögum. Bæði það hve móttökur allar voru góðar og ekki síst vináttan við prófasts- hjónin, Sigmar og Guðríði. Þessa daga styrktist samband okkar enn meir. Það hafði aldrei rofnað frá skólaárum, en erfiðar samgöngur og mikið starf okkar beggja varð til þess að sjaldnar var hist. Bréf fóru þó á milli, símtöl og strjálar heimsóknir voru dýrmætar. Við hjónin komum fyrst í Skeggjastaði sumarið 1948. Þá var aðeins vegur upp á Brekknaheiði austan Þórshafnar. Sigmar hafði sagt að hann kæmi á móti okkur. Á brautarenda stóð hann með hest sinn og vísaði okkur síðan leiðina heim í Skeggjastaði. Ferðin tók marga klukkutíma, en allt gekk vel, enda treystum við vini okkar að vísa bestu leiðina. Þá eins og alltaf var gott með honum að vera. Á heimili þeirra hjóna dvöldum við í besta yfirlæti í fáeina daga. Svo var ákveðið að fara yfir Sandvíkur- heiði til Vopnafjarðar, en þar var einnig vegleysa. Presthjónin fylgdu okkur á hestum, við á eftir á jeppan- um. Sigmar var vel ritfær og bókin hans um Skeggjastaði og prestana þar ber þess glöggt vitni. Er það stórfróðleg bók og einkar vel gerð. Sýnir vel nákvæmni og fræði- mannstök á efninu. Einnig stundaði Sigmar í mörg ár ættfræði og er til í handriti eftir hann mikill fróðleikur, ekki síst um Buch-sættina. Fróðlegt var að ræða við hann um ættfræði og laumaði hann til mín á stundum ýmsum fróðleik. Eftir að þau hjón fluttu til Akur- eyrar og við hjónin komum nokkru síðar hefur samband okkar orðið enn meira. Við höfum hist oftar. Sátum margan sunnudaginn saman í messu í Glerárkirkju og síðan fór- um við í kaffi heim til þeirra. Oft sagði Sigmar að gott væri að eiga heima við hliðina á kirkjunni. Margt hefurverið rætt þessi ár og rifjað upp. Á 50 ára stúdentsaf- mæli, þegar við komum saman hér á Akureyri buðu Sigmar og Guð- ríður öllum hópnum til sín til kvöld- verðar eitt kvöldið. Þar var fagnað- arhátíð, gleði mikil og rausnarlega var veitt. Þökk í huga okkar allra sem þar vorum. Enn einu sinni fengum við að reyna gestrisni þeirra og trausta vináttu. Við hjónin höfðum fyrir löngu ákveðið að flytja til Akureyrar þeg- ar kæmi að starfslokum. Við glöddumst mjög þegar tveir bekkjarbræður og starfsbræður fluttu hingað. Við hugðumst njóta samvista við þá á elliárunum. Sr. Trausti Pétursson prófastur frá Djúpavogi lést árið áður en við kom- um og nú sr. Sigmar. Góð voru árin sem við áttum hér saman, en söknuður býr í huga okkar, en um leið þökk fyrir tryggð og vináttu. Margt gerist á langri ævi, 60 ár eru síðan við sáumst fyrst við Sig- mar. Aldrei hefur borið skugga á vináttu og samskipti við þennan kæra skólabróður. Nú er hann kvaddur í kærieika og þökk. Við Aðalbjörg sendum Guðríði og fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðju við fráfall sr. Sigmars og þökkum allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Guðmundsson. Fallinn er frá mikill fjölskyldu- vinur, séra Sigmar I. Torfason, sem lést á heimili sínu 4. febrúar sl., eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm. Séra Sigmar vígðist til Skeggja- staðaprestakalls þann 18. júní 1944 og þjónaði þar til ársins 1988, eða 44 ár samfellt. Hann hóf störf á sjálfu lýðveldisárinu og segja má að störf hans hafi endurspeglað tíð- aranda þess tíma, með trúmennsku, hógværð, frumkvæði og festu. Þetta kom m.a. fram í hans embætt- isstörfum og þeim mörgu trúnaðar- störfum innan sveitar sem utan sem séra Sigmar innti af hendi. Það eru ófáar heimsóknirnar sem farnar voru til Skeggjastaða, til Guðríðar frænku eins og við bræð- urnir kölluðum hana og séra Sig- mars og frændsystkina okkar sex, annað hvort til heimsókna, til skóla- göngu eða til að sækja messu, en móðir okkar heitin Sigríður og Guð- ríður voru systur. Þau voru einnig nokkur skiptin sem þeir Sigmar og faðir okkar, Pétur Árnason, æfðu saman kór kirkjunnar, en faðir okk- ar var organisti við Skeggjastaða- kirkju í tæp 40 ár eða mestan hluta þess tíma, sem séra Sigmar gegndi þar prestsembætti. Þeir áttu auk þess gott samstarf á öðrum sviðum s.s. hvað varðar ferðir og flutning heys og varnings, en faðir okkar rak eina af fyrstu vörubifreiðum á svæðinu fyrr á árum. Á Skeggjastöðum ráku þau hjón barnaskóla um margra ára skeið, en Guðríður kenndi og gegndi stöðu skólastjóra barnaskóla Skeggja- staðahrepps í fjölda ára eða nánast frá komu hennar til Skeggjastaða og þar til fyrir nokkrum árum er kennsla fluttist til þorpsins í nýtt skólahúsnæði. Á fyrri árum var skólinn rekinn þannig að nemendur voru til skiptis í skóla um tíma og heima og því um heimavistarskóla að ræða, þótt síðar hafi nemendum verið ekið til skóla á hverjum degi. Það eru ófáir íbúar Bakkafjarðar sem gengu sín fyrstu skref á skóla- bekk til þeirra hjóna Guðríðar og Sigmars á Skeggjastöðum og búa enn að þeim gildum sem þar voru numin. Þau hjón voru mjög samhent um alla hluti, vinamörg og gestrisin svo af bar. Það var því oft mannmargt og gestkvæmt á Skeggjastöðum, hvort sem var vegna skólamála, prestsembættisins eða vegna ann- arra embætta og alltaf var kaffi eftir messu á heimili þeirra hjóna. Séra Sigmar gegndi einnig stöðu oddvita sveitarfélagsins um árabil, auk fleiri trúnaðarstarfa, en geta má þess að Guðríður tók síðar við störfum oddvita um nokkurra ára skeið, þegar Sigmar lét af því emb- ætti. Þess utan rak Sigmar einnig fjárbú og kúabú á fyrri árum. Það var því oft í nógu að snúast hjá þeim hjónum Guðríði og Sigmari á Skeggjastöðum, þótt ekki væri gert mikið úr þeim málum. Tæplega er ofmælt að segja að þau hjón hafi ekki átt lítinn þátt í farsælli þróun mannlífs og byggðar á Bakkafirði, á þeim tíma er þeirra naut við aust- ur þar. Séra Sigmar gegndi prestsemb- ættinu á þann hátt sem fáum er gefið. Messur hans einkenndust af hátíðleika og hógværðj þannig að trúin fékk aukið gildi. A unga aldri er það ekki lítið veganesti út í lífið, að umgangast trúna með þeirri virðingu og gildum að endist ævi- langt. Um jól, áramót og á öðrum hátíðum, var það síðan órjúfanlegur hluti þeirra að fara í messu til séra Sigmars. Séra Sigmar hafði einnig for- göngu um ýmis framfaramál sveit- arfélagsins, s.s. stofnun ræktunar- sambands í sveitinni, hafði for- göngu um endurbyggingu Skeggja- staðakirkju, sem upphaflega var reist 1845, sá um bókasafn Skeggjastaðahrepps og svo mætti lengi telja. Fræðimaður og áhuga- maður var hann um ættfræði og sögu, sem sést m.a. vel í bók hans um sögu Skeggjastaða og þeirra presta sem þar höfðu þjónað, sem kom út árið 1995, á 150 ára af- mæli Skeggjastaðakirkju. Séra Sigmar var dagfarsprúður maður svo af bar og ekki er þess að minnast að hann hafi skipt skapi, heldur tefldi hann fram rökum af þeirri festu og þolgæði sem fátt fékk staðist. Hann kenndi við skólann og ófáar voru ferðirnar sem farnar voru með honum þegar verið var að keyra skólabörnin í skóla eða heim úr skól- anum við misjafnar aðstæður, enda vegir á fyrri tímum ekki alltaf greið- færir, síst um vetrartímann. Hann var þrautseigur og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Minnisstæð er m.a. ferð sem einn okkar fór með honum til að sækja frænkur okkar til Þórshafnar sem voru þá að koma í jólafrí. Vegna ófærðar á Brekknaheiði tókst ekki að komast yfir heiðina. Þá var búið að keyra innan vegar og utan, á troðningum og gömlum slóðum. Um síðir varð að lúta í lægra haldi fyr- ir veðurofsanum með _ gistingu í Miðfirði í bakaleiðinni. Á þeim tíma voru aðstæður því oft erfiðari en nú. Það eru margar góðar minningar sem við bræðurnir eigum frá Skeggjastöðum, hvort heldur um er að ræða úr skólanum eða frá heimilinu sem var nánast eins og okkar annað heimili. í þau skipti sem foreldrar okkar þurftu að fara að heiman fengum við að vera á Skeggjastöðum hjá séra Sigmari og Guðríði frænku. Við þökkum liðnar samveru- stundir og vottum Guðríði, börnum og tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu séra Sigmars. Hér þótt lífið endi, rís það upp i Drottins dýrðarhendi. Árni, Kristinn, Bjartmar, Baldur, Brynjar og Ómar Péturssynir. • Fleiri minningargreinar um Sigmarlnga Torfason bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.