Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 33“ ÁRNÝ SVEINBJÖRG ÞORGILSDÓTTIR + Árný Svein- björg Þorgils- dóttir var fædd 17. október 1906 í Hamrakoti á Mið- nesi. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 6. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgils sjómaður á Þórs- hamri í Sandgerði, f. 21. júní 1878, d. 1. apríl 1927 Árna- son, og Unnur hús- móðir, f. 16. júní 1886, d. 28. júní 1965, Sig- urðardóttir. Þorgils og Unnur voru bæði ættuð frá Eystrihól í Vestur-Landeyjum. Þau eign- uðust alls tólf börn, þar af fæddist einn drengur andvana. Nú lifa þrjú þeirra. Árný Sveinbjörg var hið þriðja elsta þeirra. Systkini hennar: Guð- björg Sigríður, lengi húsmóðir í Hlíð í Sandgerði, f. 4. febr. 1904, d. 16. okt. 1964, maki Guðmundur Jónsson bifreiðar- stjóri; Eyjólfur netagerðar- maður í Reykjavík, f. 28. apríl Við fráfall Sveinbjargar móður- systur minnar frá Þórshamri í Sand- gerði er margs að minnast og margt að þakka. Aldurinn var orðinn hár, og undanfarna mánuði dvínaði hið mikla þrek og þróttur hennar smátt og smátt. Misjafnt er það sem mótar okkur og verður minnisstætt alla ævi. Eg skildi það snemma að systkinin frá Þórshamri voru samhent, dugleg og vel gefin til munns og handa. Þau eldri höfðu hjálpað Unni ömmu á Þórshamri þegar Þorgils afi féll frá úr lungnabólgu á besta aldri vorið 1927. Meðradd ábyrgðartil- finning og skyldurækni þeirra ásamt miklum vilja til vinnu tryggði það að heimilið var ekki leyst upp 1908, d. 21. jan. 1989, maki Kristín Eyjólfsdóttir; Helgi Kristinn fiskimats- maður á Þórshamri í Sandgerði, f. 14. okt. 1909, d. 16. okt. 1981, maki Anna Þórólfsdóttir; Júl- íana, f. 7. júlí 1912, d. 9. s.m.; Ólafía Ingibjörg húsmóðir í Reykjavík, f. 23. sept. 1913, d. 2. okt. 1993, maki Jónas Þ. Guðmundsson verkamaður; Guð- bjartur bifreiðarstjóri, f. 11. maí 1916, d. 10. febr. 1979, fyrr kvæntur Magneu Þóreyju Krist- mannsdóttur, síðar Unni Þor- steinsdóttur; Unnur Þóra (jós- móðir í Sandgerði, nú búsett í Kópavogi, f. 8. apríl 1920, maki Baldur Sigurðsson fiskimatsmað- ur; Lovísa húsmóðir í Keflavík, f. 25. febr. 1923, maki Þorsteinn Þorsteinsson skipstjóri; Óskar, f. 28. febr. 1924, d. 11. júní 1931; Ásdís húsmóðir í Reykjavík, f. 6. des. 1926, maki Guðjón Valdi- marsson matsveinn. og yngri börnunum komið í fóstur til vandalausra. Samheldnin á Þórs- hamri var einstök og einn arfur hennar er sá að systkinabörnin eru ekki aðeins börn foreldra sinna heldur njóta einnig umhyggju móð- ur- og föðursystkina. Móðir mín og Sveinbjörg voru mjög samrýndar en vissulega ólík- ar. Ég minnist þess ekki að þær hafí verið ósáttur en stundum ósam- mála. Þær kunnu þá list að tala saman af hreinskilni og virðingu. Reynsla þeirra í lífsins skóla hafði kennt þeim að treysta fýrst og fremst á sjálfar sig og hlífa sér hvergi. Sveinbjörg og Valdimar kynntust í Sandgerði þar sem Valdimar var BJARNI MAGNÚSSON + Bjarni Magnús- son var fæddur í Álfhóiahjáleigu í V-Landeyjum 9. september 1914. Hann dó á Sjúkra- húsi Bolungarvíkur 5. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnús Bjarnason, d. 1921, b. Álfhólahj., Magn- ússonar, b. Kálfsst., V-Land., og k.h. Þóra Þorsteinsdótt- ir, d. 1966 Ólafsson- ar b. Árgilsstöðum, Fljótshl. Þóra giftist síðar Þor- geiri Tómassyni b. Arnarhóli, V-Land., og var síðan við þann bæ kennd. Systkini Bjarna voru Sigríður, f. 1905, áður hús- freyja á Borgareyrum, V-Eyj- afj. Grímur, geðlæknir í Rvík, f. 1907, látinn. Þorsteinn, b. Álfhólahjáleigu, síðar starfs- maður Lýsis hf. í Hafnarf. Sig- urður, f. 1912, lést 11 ára, Magnús, skólast. Öskjuhl.sk., síðar fulltrúi í menntamálaráð- un., f. 1917, látinn, og Magn- þóra, húsfreyja í Rvík, f. 1921. Við lát föður síns var Bjarni tekinn í fóstur hjá föðursystur sinni Ingileifu og Guðmundi Egilssyni kaupmanni, síðar húsasmíðameistara i Rvík. Fóstursystkini Bjarna voru Ing- ólfur húsasm.meistari, kenndur við Sögina hf., Har- aldur fasteignasali, Ásta húsmóðir í Rvík og Hákon fjölfram- kvæmdamaður, en þau eru öll látin. Hinn 24. des. 1937 kvæntist Bjarni Sig- ríði Kristjönu Guð- mundsdóttur frá Látrum í Aðalvík Halldórssonar og k.h. Margrétar Bjarnadóttur. Börn þeirra eru: 1) Magn- ús, f. 17. des. 1938 í Rvík, verkfr. í Rvík, kvæntur Jóhönnu Þorkelsdóttur, börn Sigríður arkitekt, gift Hans Olav Andersen arkitekt; Þorkell, arkitekt, kvæntur Kristínu Stef- ánsdóttur tannlækni; og Gígja nemi í sjúkraþj., gift Frank Diet- er Luckas tannsmíðameistara. 2) Grétar, f. 15. júni 1943 í Aðalvík húsasmíðameistari og framkv.st. Flugbjörgunarsv. í Rvík, kvænt- ur Sólrúnu Magnúsdóttur starfsm. Pósts og sima, börn Sindri, starfsm. Slökkviliðs Keflavíkurflugv., kvæntur Elínu Ragnarsdóttur sölumanni; Harpa, nemi í Fóstursk. íslands; og Erna nemi. 3) Ingileif Arndís, f. 18. nóv. 1949 í Bolungarvík, bóndi Hámundast., Vopnaf., gift Guðna Stefánssyni bónda þar, börn Stefán vélvirki, Vopnaf., kvæntur Hörpu Guðmundsdótt- Mig langar að minnast vinar míns hans Bjarna í Tröð. Minningar mínar um Bjarna og Siggu eru svo stór hluti af bernsku- minningum mínum. Hjá þeim var ég svo tíður gestur sem barn, MIINIIMINGAR Árný Sveinbjörg giftist 6. júlí 1936 Valdimar Sigurðssyni sjó- manni frá Sjónarhól á Stokks- eyri, f. 26. sept. 1902, d. 20. apríl 1985. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður, f. 14. júlí 1973, d. 23. maí 1953, Magnússon, og Sólveig, f. 13. apríl 1873, d. 14. apríl 1961, Helgadóttir. Sigurður og Sól- veig voru bæði ættuð úr Rang- árvallasýslu. Árný Sveinbjörg og Valdimar bjuggu í áratugi í Reykjavík, fyrst á Urðarstíg 8, svo á Freyjugötu 10A, þá á Grundarstíg 5b og á Leifsgötu 24 frá 1947. Dætur þeirra hjóna eru: 1) Unnur Ósk, handavinnukennari í Sand- gerði, f. 30. maí 1931, ekkja Bjarna P. Sigurðssonar bif- reiðastjóra. Dóttir þeirra er Guðbjörg húsmóðir í Sand- gerði, f. 17. mars 1951, gift Benedikt Gunnarssyni málara frá Húsavík. 2) Sigurveig, hús- móðir og verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. febr. 1935, gift Friðrik Andréssyni múrarameistara. Dóttir Valdi- mars frá fyrra hjónabandi er Vilhelmína, húsmóðir á Sel- fossi, f. 30. júlí 1927, gift Gunn- ari Sigurðssyni frá Seljatungu. Útför Árnýjar Sveinbjargar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. á vetrarvertíð. Heimili þeirra stóð alltaf í Reykjavík. Auðvitað þurftu þau fyrst að leigja eins og flest annað alþýðufólk sem stofnaði heimili í Reykjavík á kreppuárun- um, en með ráðdeild og mikilli vinnu samfara betri afkomu í þjóðarbú- skapnum eftir 1940 gátu þau keypt góða íbúð á Leifsgötu 24 árið 1947. Heimili þeirra var mikið myndar- heimili, fallegt og hlýlegt, gesta- gangur mikill og þau höfðingjar heim að sækja, enda samhent hjón - allt þeirra samband bar vott um vináttu og væntumþykju. Valdimar var annálað hraust- menni. Hann var árum saman til sjós fyrst á vertíðarbátum en síðan Iengi á togurum og sigldi öll stríðs- ur; Bjarni vélvirki í Nýja-Sjá- landi, kvæntur Jackie Leggart; og Sveinn vinnuvélast., Vopnaf. Bjarni bjó í Rvík til 1940. 1940-41 í V-Land., 1941-1945 í Aðalvík og frá 1945 til dauða- dags í Tröð í Bolungarvík, leng- ur en nokkur annar ábúandi, sem þar hefur verið. Bjarni lærði trésmíði hjá fóstra sinum og stundaði þá iðn alla starfs- ævi sína. Á árunum í Aðalvík stundaði hann jafnframt sjó- mennsku og búskap. Hann starfaði sem húsasmíðameistari í Bolungarvík og byggði fjölda húsa og önnur mannvirki. Hann stundaði búskap jafnframt smíðum og um nokkurra ára skeið sneri hann sér eingöngu að honum. Hann stundaði þá jafnframt kennslu í Barnaskól- anum í Bolungarvík í nokkur ár, kenndi smíðar og lestur. Eftir að Bjarni hætti búskap hóf hann aftur störf sem húsa- smíðameistari, en 1961 hóf hann störf sem verksljóri hjá Jóni Fr. Einarssyni og starfaði Iijá honum þar til hann hætti smíðum 1987. Bjarni var mats- maður (virðingarmaður) Brunabótafélagsins í áratugi. Bjarni tók virkan þátt í fé- lagslífi Bolvikinga og var ein aðal driffjöðrin um langt ára- bil í kröftugri leiklistarstarf- emi UMFB bæði sem leikari, leikstjóri og sviðshönnuður. Bjarni var heiðursfélagi Kven- félagsins Brautarinnar í Bol- ungarvík. Bjarni var jarðaður frá Hóls- kirkju í Bolungarvík 13. febr- úar. vegna þess að við Ingileif erum jafngamlar og vorum óaðskiljan- legar þegar við vorum börn. Það árin. Síðast var hann á bv Jóni Forseta frá Reykjavík. Hann kom alkominn í land árið 1957 og fór að vinna á eyrinni hjá Eimskipafé- lagi íslands. Þar vann hann til 75 ára aldurs. Þar eð Valdimar var langtímum saman á sjó kom það í hlut Svein- bjargar að gæta bús og barna og annast allar útréttingar fyrir heim- ilið. Það fórst henni vel úr hendi eins og allt annað sem hún þurfti að leysa; hún leit að vissu leyti á þessar útréttingar aðeins sem verk sem þurfti að vinna. Hún hafði' kynnst því snemma að vinna. Hún var vart af barnsaldri þegar hún fór í vist um sumartíma til vanda- lausra að Bárugerði á Miðnesi og hafði með sér að auki yngri systur sína og varð að annast hana. Það var ekki eins algengt fyrir 1960 og nú, að konur ynnu úti frá heimilinu. Sveinbjörg hafði unnið sem ung stúlka bæði sem ráðskona við bátana í Sandgerði og í síldar- söltun á Siglufirði. Hún byijaði á stríðsárunum ásamt vinkonu sinni að skúra hjá Skóverslun Lárusar G. Lúðvíkssonar í Bankastræti og í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Þær vinkonurnar fóru í áratugj á fætur um fimmleytið á morgnana og höfðu lokið skúringunum fyrir fótaferðartíma. Þrek Sveinbjargar var það mikið að ég fullyrði að það var aðeins nánasta skyldfólk og vinir sem vissi af skúringunum sem aldrei virtust koma niður á neinu. í tómstundum sínum hafði Sveinbjörg mikið yndi af hannyrð- um og lét ekki af þeirri iðju meðan hún var á heimili sínu á Leifsgöt- unni. Hún var einnig hafsjór af fróðleik um mannlíf í Miðneshreppi á fyrri hluta þessarar aldar og gat svarað mörgum spurningum mín- um um þau mál. Það vil ég hér og nú þakka. Eftir að Valdimar lést bjó hún áfram í fbúð þeirra á Leifsgötunni. Hún var lengst af heilsugóð og átti heiðarlega elli. Það var ekki síst því að þakka að hún naut hjálp- ar beggja dætra sinna. En Sigur- veig yngri dóttir hennar og Friðrik tengdasonur hafa alla tíð búið í sama húsi. Barnabarn hennar og barna- barnabörn áttu hauk í horni þar sem hún var. Og á allra síðustu árum voru það langalangömmu- börnin sem glöddu huga hennar. * Sveinbjörg var mjög vel af Guði gerð bæði til sálar og líkama. Hún var ekki aðeins stórmyndarleg og dugleg svo af bar heldur einnig væn kona. Síðla árs 1995 var svo komið að heilsa hennar leyfði ekki lengur dvöl á eigin heimili heldur varð að koma til vistun á Droplaugarstöð- um. Hún flutti þangað í desember 1995 og var þar þangað til yfir lauk. Sveinbjörg var þakklát starfsfólki þar fyrir alla hjálp og umönnun. < Nú á kveðjustund vil ég og fjöl- skylda mín þakka Sveinbjörgu fyr- ir allt gamalt og gott. Við vottum öllum afkomendum og tengdafólki hennar samúð okkar. Guð blessi minningu Árnýjar Sveinbjargar Þorgilsdóttur. Þorgils Jónasson. í dag verður til moldar borin sómakonan Árný Sveinbjörg Þor- gilsdóttir, föðursystir mín. Með Sveinu frænku minni er gengin ein af þessum konum sem aldrei féll verk úr hendi og alltaf var tilbúin að hjálpa öðrum og heimili henna'öf- á Leifsgötu 24 stóð alltaf opið fjöl- skyldu hennar og öðrum. Sveina var mikil fjölskyldukona, hún fylgdist vel með okkur öllum og umhyggja hennar leyndi sér ekki því alltaf var maður svo vel- komin á Leifsgötuna. Kæra frænka mín, minningun- um um þig ætla ég að hlúa að og kannski verður mér að orði ein- hvern tíma: Það er enginn Svein- bjargar-þvottur á þessu eða hinu og mun ég þá með gleði útskýrar. það. Ég kveð þig, kæra frænka mín, með söknuði og þökk fyrir allt sem þú varst okkur Bjarti. Ég og Ómar Bjartur og Jóhanna send- um frændfólkinu innilegar samúð- arkveðjur. Hvíl í friði, kæra frænka. Margrét Ó. Eyjólfsdóttir. var mikið verið heima í Meiri-Hlíð eða í Tröð. Þær voru margar ferð- irnar semhlaupið var yfir Traðar- hvamminn. Alltaf var jafn gott að koma í Tröð og alltaf höfðu þau tíma fyrir okkur, Bjarni og Sigga. Oft var setið og spjallað við eldhús- borðið. Mér finnst að Sigga hafi alltaf átt vöfflur og vanilluhringi með mjólkinni fyrir okkur stöllurn- ar eins og þau kölluðu okkur alltaf. Síðast þegar ég kom til Bjarna míns, sagði hann: „Hvernig líst þér nú á þetta hjá henni stöllu þinni, að ætla yfir hálfan hnöttinn til að heimsækja hann nafna minn?“ Og mikið var hann hreykinn af nafna sínum, þegar hann var að segja mér hvað það gengi vel hjá honum í vinnunni. Ég man ég sagði: „Það er skrítið með strákana hennar Ingileifar, þeir sækja allir í járnið en ekki í trésmíðina, eins og þú.“ En hann sagði: „Nei, veistu ég held bara að þeir sæki þetta í hann afa sinn, því ég byrjaði sjálfur í járninu áður en ég fór í trésmíð- ina.“ Alltaf þótti honum jafn gaman að fara í heimsókn á Hámundar- staði til Ingileifar, Guðna og strák- anna. Mér fannst eins og Bjarni minn hefði verið farinn að þrá hvíldina sem allra bíður, því hann var aldr- ei nema hálfur maður eftir að hann missti hana Siggu sína. Þau voru alltaf mjög samhent og samrýnd hjón, sem hefur komið sér mjög vel fyrir þau, þar sem öll fjölskyld- an þeirra var svo langt í burtu, synirnir báðir sunnanlands og einkadóttirin austur á Vopnafirði. Eftir að ég varð fullorðin átti ég því láni að fagna, að starfa með þeim báðum hvoru á sínum vett- vangi. Ég var með Bjarna í leikfé- lagsstússinu. Þar var hann óþreyt- andi öllum stundum, mjög langt tímabil og hafa margir lært mikið af honum. Bolvikingar eiga Bjarna mikið að þakka í svo margvíslegum skilningi, þegar hugsað er um fé- lagslíf í bænum. Ég vann með Siggu nokkur sumur á sjúkrahús^. inu og sagði hún mér eitt sinn áð henni fyndist hún bera nokkra ábyrgð á mér þar. Ég man að eft- ir eina næturvaktaviku hjá mér sýndi ég henni peysur, sem ég hafði gripið í að prjóna á nætur- vöktum, og ætlaði að senda stöllu minni á strákana hennar. Hún sagði: „Beta mín, þú segir ekki stöllu þinni frá því að þú hafir gert þetta í vinnunni, hún yrði ekki sæl að heyra það.“ Þegar ég átti mitt fyrsta barn, var ég svo heppin að fá að hafa Siggu hjá mér við fæðinguna. Það var yndis- legt. Daginn eftir færði hún mér blóm, sem hún sagðist hafa gróður- sett fljótlega eftir að hún vissi að- barnið var á leiðinni, en það væri ekki farið að blómstra, en hún hafði ekki vitað hvort það blómstr- aði bleiku eða bláu, en þar sem barnið mitt væri strákur væri hún viss um að það yrði blátt og það rættist. Hún var alltaf mikil blómakona. Það má nú segja að allt sé breyt- ingum háð í lífinu. Nú eru þeir allir farnir bændurnir sem tengjast svo mikið bernskuminningunum. Pabbi minn, Berni í Tungu, Jónas í Skálavík, Gummi á Hóli og rgc Bjarni minn í Tröð. Blessuð sé minning þeirra. Hjartans þökk fyr- ir allt. Elsku Ingileif mín og Guðni, Grétar og Sólrún, Magnús og J_ó- hanna og aðrir aðstandendur. Ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra frá mér og fjölskyldunni frá Meiri-Hlíð. Elísabet María Pétui-sdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.