Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.02.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1997 35 MINNINGAR -4- Jósef Fransson * var fæddur í Ungveijalandi 12. apríl, 1936. Hann var þriðji í hópi sex systkina sem ólust upp þjá ungversk- um foreldrum sín- um, sem voru bændafólk. Jósef kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Aldísi Sigur- jónsdóttur, 31. desember 1959. Aldís er fædd á Akranesi, dóttir hjónanna Sigurjóns Sigurðs- sonar og Þóru Pálsdóttur. Börnin eru fjögur: Þóra, f. 12. desember 1959, Siguijón Hann afi okkar er dáinn, eld- snöggt hvarf hann okkur, og eftir sitjum við og söknum hans sárt. Afí var Ungveiji, dökkur á brún og brá. Hann talaði stundum um Ungveijaland við okkur systurnar og reyndi að kenna okkur svolitla ungversku. Okkur fannst skrýtið að eiga langömmu í fjarlægu landi og var viss ævintýraljómi yfir því að hugsa um hana. Hún dó fyrir ári. Langafínn okkar ungverski dó fyrir allmörgum árum. Afí var einkar laginn við að koma okkur í gott skap, ef við heimsóttum þau ömmu og afa á Hjarðarholtið. Hann var húmoristi mikill og gerði oft góðlátlegt grín að okkur. Hann var duglegur og þolinmóður að leika við okkur og oftar en ekki hafði hann jafn gam- an af leikjunum og við. Alltaf lúrði hann á einhveiju góðgæti, oft svo miklu að ömmu þótti nóg um, en hjá okkur systrunum var afi hafð- ur í hávegum fyrir vikið og vitum við að honum þótti jafnsælt að gefa okkur, og okkur að þiggja. Afí var listagóður kokkur og fékk okkur oft til að smakka dular- fulla rétti. Bestir þóttu okkur kjúklingarnir og kjötsúpan hans fræga. Afí neitaði aldrei bónum okkar, vildi athuga hvort hann gæti með einhveijum ráðum veitt okkur það sem við báðum um, enda þótt bónin hafí oft á tíðum verið ótrúleg eða ómöguleg. Góði guð, þakka þér fyrir hann Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fýlgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@GENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfín Word og WordPerfeet einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfund- ar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Tómas, f. 9. mars 1961, Róbert, f. 26. október 1962, Mar- grét, f. 20. febrúar 1966. Jósef var einn 52 ungverskra flótta- manna sem komu hingað til landsins 24. desember 1956. Hann vann alla al- menna verka- mannavinnu bæði til sjós og lands. Aldís og Jósef bjuggu allan sinn búskap á Akranesi, síðast í Hjarðarholti 14. Jósef Fransson verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. afa okkar. Við geymum hann í minningunni um ókomin ár. Við vitum að englarnir þínir gæta hans vel fyrir okkur og ömmu Aldísi sem syrgir svo sárt. Við kveðjum þig, elsku afí, með fallegum erind- um úr sálmi eftir Helga Hálfdánar- son. Góður engill Guðs oss leiðir gepum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. Aldís og Stefanía Róbertsdætur. Nú er enn einn ágætra Ung- veija, sem komu hingað í skjóli Rauða krossins á aðfangadags- morgun 1956, Jósef Fransson áður Zibok Josef, kvaddur. Rauði krossinn vekur hvarvetna traust. Mér munu aldrei gleymast æðrulaus viðbrögð Ungveijanna, þegar þeir höfðu komið sér fyrir í flugvélinni, sem flytja átti þá til íslands og þeir fengu að vita að brottferðin tefðist um 30-40 klukkutíma. Fólkinu var vísað inn í fremur óvistlegt skýli á flug- vellinum, þar sem það hafði feng- ið stimpil í vegabréfín til brottfar- ar og mátti ekki koma aftur inn í flugstöðvarbygginguna. íslenskur stúdent, sem verið hafði við nám í Ungveijalandi og var altalandi á ungversku, fékk far með vélinni heim. Löngu seinna fékk ég að vita, að meðan fólkið beið þarna í skýlinu hafí hann úthúðað landi sínu og þjóð við fólkið. Hann var af þeim blinda hópi manna, sem ekki vildu fá slíkt fólk til landsins af pólitískum ástæðum. Einhvern veginn fann ég, að einhver órói hafði gripið um sig meðal fólksins þar sem íslenski stúdentinn fór. Til þess að róa það fór ég að hampa skyndi- hjálparöskju með ámáluðum rauð- um krossi. Viðbrögðin voru eitt bros. Undirferlið tókst ekki. Mér eru alltaf bæði þakkir ogo? stolt í huga, þegar ég hugsa til þessa dugmikla fólks. Sá ágæti maður, Jósef Fransson, var einn af yngri mönnum í hópnum. Hann hefur reynst góður sonur íslands, vandaður og samviskusamur. Hann var mikill gæfumaður, er hann og Akranesstúlkan Aldís Siguijónsdóttir bundust ástar- og tiyggðaböndum. Þau hafa eignast íjögur böm og átta barnaböm. Eg votta eftirlifandi eiginkonu hans og vandamönnum samúð. Gunnlaugur Þórðarson. * Húsbréf t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURGEIR ÓSKAR SIGMUNDSSON, Grund, Flúðum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 13.00. Jarösett verður í Hruna. Rútuferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 með viðkomu á Selfossi. Sólveig Ólafsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Magnús Gestsson, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Sigríður Björnsdóttir, Sigmundur Sigurgeirsson, Einar Logi Sigurgeirsson, Arnheiður Sigríður Þorvaldsdóttir og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við hvarf sona okkar, bræðra og barnabarns, JÚLÍUSAR KARLSSONAR og ÓSKARS HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir fá hjálpar- og björgunarsveitirnar fyrir þeirra fórnfúsa starf, svo og allir sem tóku þátt í leitinni. Guð leiði ykk- ur öll. Karl Geirsson, Guðrún Júlíusdóttir, Þórarinn og Sigurjón Geir Karlssynir, Halldór Guðmundsson, Ólöf Jóna Fjeldsted, Gerða og Halldóra Halldórsdætur, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Gerða Halldórsdóttir, Sigurjón Ólafsson. t Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, GUNNARS ÓLAFSSONAR, Skaftahlíð 26. Sérstakar þakkir til Jóns Eyjólfs Jónssonar, læknis, og starfsfólks deildar 32A, Landspítala. Inga S. Björnsdóttir, Hulda Gunnarsdóttir, Sævar Snæbjörnsson, Ingunn Sævarsdóttir, Birna Sævarsdóttir, Guðmundur Kristinsson, og barnabarnabörn. Lokað Leitarstöð Krabbameinsfélagsins verður lokuð eftir hádegi föstudaginn 14. febrúar vegna útfarar SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, röntgentæknis. Krabbameinsfélagið. Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 Innlausnardagur 15. febrúar 1997. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 981.023 kr. 98.102 kr. 9.810 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 866.122 kr. 86.612 kr. 8.661 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.725.927 kr. 172.593 kr. 17.259 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.604.290 kr. 160.429 kr. 16.043 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 7.079.768 kr. 1.415.954 kr. 141.595 kr. 14.160 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.531.591 kr. 1.306.318 kr. 130.632 kr. 13.063 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.979.302 kr. 1.195.860 kr. 119.586 kr. 11.959 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.869.996 kr. 1.173.999 kr. 117.400 kr. 11.740 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. [»□ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRfFADfllD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 JOSEF FRANSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.